Morgunblaðið - 03.03.1977, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 03.03.1977, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1977 5 Leikrit vikunnar kl. 20.20: Tengdamamma eftir Kristínu Sigfúsdóttur Útvarpsleikrit vikunnar er að þessu sinni, Tengdamamma eftir Kristínu Sigfúsdóttur. Leikstjóri er Baldvin Halldórs- eon, en með hlutverkin fara þau Guðrún Þ. Stephensen, Hákon Waage, Jónína H. Jóns- eóttir, Svanhildur Jóhannes- dóttir, Valur Gíslason, Anna Guðmundsdóttir, Valdimar Helgason, Jón Gunnarsson og Sunna Borg. Leikritið er flutt i tilefni af aldarafmæli höfundar á síðast- liðnu ári. Vilhjálmur Þ. Gíslason fyrrverandi útvarpsstjóri flytur formálsorð. Tónlist í leiknum er eftir Sigursvein D. Kristinsson. Leikurinn gerist snemma á þessari öld, á bæ fram til dala. Þar býr efnuð ekkja ásamt ráðs- manni sínum og vinnufólki. Sonur hennar, Ari, er í burtu við nám, en langar að koma aftur heim í sveitina og setjast þar að. Ari er kvæntur stúlku úr kaupstað og er hikandi um að hún muni kunna við sig í sveit- inni, eða hvernig móður hans muni falla við stúlkuna eða kunna ráðhagnum. Það verður þó úr, að ungu hjónin koma og margt breytist á bænum, enda má segja, að þarna mætist gamli og nýi tíminn. Kristin Sigfúsdóttir er fædd árið 1876 á Helgastöðum, Kristtn Sigfusdóttir Baldvin Halldórsson Saurbæjarhreppi, í Eyjafirði. Hún lést árið 1953. Kristín naut engrar skólagöngu, en las þær bækur, sem hún náði i. Á unglingsaldri fór hún að semja smáleikrit og lék þau í heima- húsum ásamt öðrum börnum. Árið 1901 giftist hún Pálma Jóhannessyni og bjuggu þau í Kálfagerði, átthögum húsfreyj- unnar frá árinu 1 908 — 1 930 og við þann bæ hefur Kristín oftast verið kennd. Síðustu árin bjó hún á Akureyri. l-4^VB ERf™ hqI HEVRH Margt af þvi, sem Kristín Sigfúsdóttir ritaði, birtist fyrsta sinni á prenti í Ritum 1—111,1949—1951, þar á meðal Ijóð hennar og bernsku- minningar. Skáldsögur eftir hana eru: Gestir, 1925, Gömul saga I—II, 1929 6 1928. Smásögur eru: Sögur úr sveit- inni, 1924. Leikrit: Tengda- mamma, 1923, Óskastundin 1926, og Árstíðirnar, 1929. Óprentuð leikrit hennar eru: í bæ og sveit (frumsýnt á Akur- eyri 1941) og Meikorka flutt I útvarpinu árið 1 954. Leikritið Tengdamamma var fyrst sýnt I Saurbæ árið 1923, síðar bæði á Akureyri og í Reykjavík. Athugasemdir íslenzku útflutningsmiðstöðvarinnar: Að gera vel við erienda kaupendur MORGUNBLAÐINU hefur borizt athugasemd frá tslenzku út- flutningsmiðstöðinni vegna um- mæla nokkurra útflytjenda grá- sleppuhrogna I Morgunblaðinu I gær út af staðhæfingu forsvars- manna tsienzku útflutningsmið- stöðvarinnar að núgildandi lág- marksútflutningsverð grásleppu- hrogna sé of lágt ákvarðað með tilliti til markaðsaðstæðna. Ummæli nokkurra „hinna stóru“ í grásleppuhrognaútflutn- ingi i Morgunblaðinu í gær gefa íslenzku útflutningsmiðstöðinni .h/f tilefni til nokkurra athuga- semda. Útreikningarnir Þeir útreikningar, sem birtir voru i þessum viðtölum eru hrein- lega rangir. Hér skulu birtir okj<- ar útreikningar auk forsendna. Forsendur útreiknings: a) Kaup- gengi 1/1 1976 $ 170,60; DM 6498,35; B.fr. 433,40 og d.kr. 2765,85. Verð á tunnu $ 230. b) Kaupgengi 1/1 1977 $ 189,50; DM 8033,00; B.fr. 529,95 og d.kr. 3281,50. Verð á tunnu $ 250. Raunveruleg verðbreyting fyrir kaupendur grásleppuhrogna í Evrópu er þannig frá 1976—1977, enda þótt verðið hækki úr $ 230 i $250. Þýzkaland, lækkun 2.38% í DM, Danmörk, hækkun 1,77% i d.kr., Belgía, lækkun 1.28% í b.fr. Þá á eftir að taka tillit til verð- bólgu og almennra verðhækkana i þessum löndum á sl. ári, sem var I Þýzkaiandi 6,2% og í Danmörku 9,2% skv. upplýsingum Sigurðar Markússonar, framkvæmdastjóra sjávarafurðadeildar SÍS i Timan- sum sl. sunnudag, 27/2. Dæmi nú hver framleiðandi fyr- ir sig, hvort „hinir stóru“ ætli sér ekki að gera sæmilega við erlenda viðskiptavini sína i ár. Verðhrunið 1965 Þetta 12 ára gamla dæmi er enginn mælikvarði á markaðs- ástand 1977. Sjálfsagt kemur lægð i þessa grein sjávarútvegs sem aðrar, en þvi fremur er nauð- synlegt að nýta toppana til að standast lægðirnar á milli. 1 raun- inni er hægt að svara tali um verðhrunið 1965 sem grúndvelli lágmarksverðsins ($250) árið 1977 með þessari spurningu: Er minni hætta á verðhruni í ár með lágmarksverðinu $250, heldur en t.d. með lágmarksverðinu $275? Markaðsástandið f ár Ef litið er til sl. 4 ára hefur verið vaxandi eftirspurn eftir söltuðum grásleppuhrognum, og verð hækkað jafnt og þétt. Sl. 2 ár hefur hver tunna verið rifin út úr höndum framleiðenda strax að söltun lokinni. Við vitum um eng- an framleiðanda, sem hefur átt i erfiðleikum með sölu 1975 eða 1976 eða getur ekki fyrirfram selt alla sina framleiðslu 1977 á $250 hverja tunnu. Þetta bendir sist til hættu á verðhruni, heldur fyrst og fremst til að verð sé of lágt ákvarðað. „Frjáls samkeppni“ 1 orði kveðnu rikir hún á þessu sviði. En i raun hefur hið opin bera lágmarksútflutningsverð til hneigingu til að gilda sem fast verð gagnvart erlendum kaupend- um, samkvæmt reynslu siðustu ára. Erlendir kaupendur biða eft- ir þessu opinbera lágmarksverði. og gera siðan kauptilboð nákvæm lega á þvi verði — enda vitað, að það er ákveðið skv. tillögum „hinna stóru“ i útflutningnum eins og viðskiptaráðuneytið stað- festi með tilkynningu sinni í gær. Hér ríkir þvi einmitt ekki frjáls samkeppni, heldur verðákvörðun örfárra stórra útflutningsaðila. Samstaða framleiðenda Þar sem hinir helztu stóru út- flytjendur grásleppuhrogna virð- ast ætla að halda sér við lægsta hugsanlegt útflutningsverð í ár mun íslenzka útflutningsmiðstöð- in h/f á næstunni gera tiiraun tii að efna til samstöðu meðal fram leiðenda um sanngjarna hækkur söluverðs frá 1976, sem t.d. gæti fengizt fram með endurskoður lágmarksútflutningsverðsins eða með samstöðu verulegs hluta framleiðenda að magni til um hæfilegt söluverð á þessari vertíð tslenzka útflutningsmiðstöðin h/f Saumavélin sem gerir alla saumavinnu einfalda er NECCHILYDIA 3 er fullkomin sjálfvirk saumavél meðfríum armi. NECCHIL YDIA 3 er sérlega auðveld ínotkun. Með aðeins einum takka má velja um 17 mismunandi 1 I - V' sporgerðir. NECCHILYDIA 3 mánotaviðaðsauma, falda, þrceða, festa á tölur, gerahnappagötogskrautsaum auk sauma sem henta öllum nýtízku teygjuefnum. NECCHI LYDIA 3 vegur aðeins um 11 kg með tösku og fylgihlutum, og er því einkar meðfcerileg í geymslu og flutningi. NECCHI LYDIA 3 fylgir fullkominn íslenzkur leiðarvisir. 40 ára reynsla NECCHI á íslenzkum markaði tryggir góða varahluta- og viðgerðaþjónustu. Góð greiðslukjör - Fást einnig víða um land. NECCHIL YDIA 3 kostar aðeins kr. 55.875, - Fálkinn póstsendir allar nánari upplýsingar, sé þess óskað. FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.