Morgunblaðið - 03.03.1977, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1977
/ hlíöum
„Skíða-
fjalls ”
við Ak-
ureyri
Það er ekki amalegt fyrir
Akureyringa að hafa í or-
skotshelgi fullkomnustu
skfðaaðstöðu á landinu.
Þar er fullkomnasta skfða-
lyfta á landinu, viðurkennt
þægindahótel, snjótroðari
er gerir skfðabrautirnar
eins og bezt verður á kosið
og þannig mætti áfram
telja. Reyndar eru það
fleiri en Akureyringar
sem nota sér þessa aðstöðu,
en forráðamönnum skfða-
mála á Akureyri fannst þó
af undarlegum toga spunn-
ið nöldrið í reykvískum
skfðaunnendum f sfðasta
mánuði, meðan þeir höfðu
engan snjóinn sunnan-
lands. Það tekur nefnilega
ekki nema stutta stund að
ferðast til Akureyrar og
kostnaðurinn er f rauninni
ekki mikill við ferðir til
Akureyrar og gistingu þar
þegar allt kemur til alls.
Sextán manns _starfa í
Hliðarfjalli, á hótelinu, á
troðaranum við stólalyft-
una og hinar lyfturnar
tvær, en önnur þeirra er
fyrir byrjendur, hin fyrir
keppnisfólkið. Fleiri störf
vinnur þetta fólk og þessi
16 manna hópur á það m.a.
sameiginlegt að það er
ráðið til að gera skíðafólki
dvölina í „fjallinu“ sem
ánægjulegasta. Frá ára-
mótum og þar til um miðj-
Ljósm. Friðþjófur Heigason
Skíði, skfðafólk og Skfðahótelið f Hlfðarfjalli
« | pl% m msMmtlLM lt W 'fWÍé .wm 1 Hi*tJil! | /iii
Þá er lyftan komin upp og skemmtileg ferð niður brekkurnar bfður
skfðagarpanna
an febrúar var tiltölulega
rólegt hjá þessu fólki og í
rauninni lítil nýting á
hótelinu. Var allgóður
skíðasnjór þó þetta tímabil
í Hlíðarfjalli, en aðeins
vöskustu Akureyringar
nýttu sér færið.
Stólalyftan í Fjallinu var
reist árið 1967 og er þús-
und metra löng og flytur
hún 580 farþega á klukku-
stund. Á góðviðrisdögum
dugar það þó skammt og
eru oft langar biðraðir við
lyftuna. Koma þá hinar
lyfturnar í góðar þarfir, en
samtals eru lyfturnar í
„Fjallinu" 2240 metrar á
lengd. Akureyri var árið
1967 útnefnd vetrar-
íþróttamiðstöð fyrir landið,
en ÍSl hefur þó aldrei veitt
fé til uppbyggingar þar.
Vetraríþróttamiðstöðin
hefur aldrei verið rekin
sem gróðavænlegt fyrir-
tæki og hefur verið hallar-
rekstur á henni og er hann
greiddur af bæjarsjóði
Akureyrar. Nam tapið 7.4
milljónum á síðasta ári.
í Hlíðarfjalli er rekin
skíðaskóli, og er hann
mikið sóttur, en þó aðal-
lega af þeim yngri. Fer það
reyndar ekki á milli mála
að unga fólkið á Akureyri
kann ýmislegt fyrir sér í
íþróttinni og er stórkost-
legt að sjá ungviðið bruna
niður brekkurnar í beygj-
um eða bruni eftir því hvað
hverjum finnst skemmti-
legast.
Eiga Akureyringar
margt snjallasta skíðafólk
landsins og hefur margt
gert garðinn frægan heima
sem erlendis á liðnum
árum.
—áij.
FASTEIGN ER FRAMTÍO
2-88-88
Hraunbær
Nýstandsett einstaklingsibúð á
1. hæð móti suðri. Laus strax.
Laugarnes
Parhús
Tvær ibúðir og bilskúr. 7. herb.
ibúð á tveimur hæðum, að auki
glæsilegt baðstofuloft. I kjallara
er rúmgóð 2ja herb. ibúð. Full-
frágenginn. bilskúr. Góð lóð.
Eign i sérflokki.
Karfavogur
3ja herb. rúmgóð risibúð, litið
undir súð.
Hvassaleiti
3ja herb. ibúð, bilskúr.
Hvassaleiti
3ja herb ibúð, bilskúr.
Safamýri
4ra herb. ibúð, bilskúr.
Fellsmúli
4ra—5 herb. endaibúð, bil-
skúrsréttur.
Kríuhólar
Glæsileg endaibúð i háhýsi, mik-
ið útsýni, góð sameign. Stór bil-
skúr. Mjög hagstæð útb. Skipti
möguleg á 2ja herb. íbúð.
AOALFASTEIGNASALAN
VESTURGÖTU 1 7, 3. h»8
Birgir Ásgeirsson lögm.
Hafsteinn Vilhjálmsson sölum.
HEIMASfMI 82219