Morgunblaðið - 03.03.1977, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 03.03.1977, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MA.RZ 1977 Námsflokkar Reykjavíkur: Fullorðnir sœkjast nú eftir markvissara og lengra námi NÁMSFLOKKAR Reykjavíkur sem um langt árabil hafa annast fullorðinsfræðslu I borginni, eru mjög sveigjanleg stofnun. Þar er haldið uppi þeirri fræðslu, sem fólk hefur áhuga á og mvndaðir náms- flokkar um hvað eina, sem nægilega margir vilja læra. Þar koma þvf fljótt fram ýmsar hræringar og breytingar í þjóð- félaginu. Og þar er það einmitt áberandi I vetur, að fullorðið fólk stundar þar nú mark- nemendur i einu. Þetta er ákaf- lega gagnleg deild, sem Guðrún sagði að ætti áreiðanlega fram- tíð fyrir sér. Hana sækir bæði fólk, sem vill gera sig hæfara í sínu starfi og konur, sem ætla að fara í ný störf. Sagðist Guðrún ekki vita annað en að þetta hefði reynst mjög vel. Ætlast er til þess að þeir sem hefja þetta nám hafi gagn- fræðapróf. Stærsti hópurinn, sem nú er í námi, er að ljúka undirbúnings- námi fyrir sjúkraliðaskóla. Þar búa 7 5 sig undir sjúkra- liðanám og 40 undir iðnnám Hluti af hópnum sem er að búa sig undir sjúkra- liðanám ( Námsflokkun- um. Nemarnir voru að mæta kl. 7.20, að aflokn- um störfum dagsins, til að setjast I tfma f heilsu- fræði, sálarfræði og fleiri fögum, enda prófið farið að nálgast. Fyrir þær var sett upp önnur deild I haust, sem 25 sækja og ætla sér að leggja tvö ár i undir- búninginn til að komast í skólann. Fyrri veturinn taka þær grunnskólafögin og í vor verður útbúið fyrir þær ígildi grunnskólaprófs i islenzku, reikningi, dönsku og ensku. Þessi hópur er í skólanum þrjú kvöld i viku fram á vor. Mest eru þetta konur sem eru búnar að ala upp sin börn og vilja taka til starfa við annað. Sem við stóðum þarna við i Miðbæjarskólanum, var að koma fólk og innrita sig á nám- skeið um fæðuval, sem standa mun i 11 vikur. 15 nemendur komast að. Þeir hafa áhuga á að fræðast um hollan og grennandi mat, matarhætti og uppskriftir. Þar i hópnum eru margar húsmæður sem vilja bæta þekkingu sína og taka upp hollara mataræði — og grennandi fyrir þær sjálfar eða bóndann. í þeim flokkum, sem hér voru nefndir sem búa sig undir skrifstofustörf og sjúkra- liðastarf eru konur i miklum meirihluta, en svo er ekki alls- staðar. Fjörutiu manna hópur er í námi hliðstæðu 9. bekk grunn- skóla og er að búa sig undir gagnfræðapróf í vor. En þetta er sfðasti hópurinn í gagn- I námsflokknum, sem er að búa sig undir að taka gagnfræðapróf f vor, eru mest karlmenn, margir þeirra tóku ekki þetta próf á sfnum tfma og þurfa þess nú, til að fara f iðnskóla. Og þá er hægt að taka hliðstæðu 9. bekkjar f grunnskóla hjá Námsflokkum Reykja- vfkur. vissara nám og umfangsmeira en áður. Þetta kom fram í spjalli við Guðrúnu Halldórsdóttur, skóla- stjóra Námsflokkanna. I haust fluttu Námsflokkarnir inn i gamla Miðbæjarskólann, sem I framtíðinni á að verða miðstöð fræðslu fyrir fullorðna i borginni og þar er skólinn nú að koma sér fyrir í vetur i sam- býli við Leiklistarskóla ríkisins og fleiri. í samræmi við það sem sagt er hér að ofan, hefur stunda- fjöldi aukist mjög frá því í fyrra, þótt aðsóknin sé svipuð eða um 1500 námsmenn yfir veturinn. Nú kemur fólk mun meira til að búa sig undir ákveðið starf eða ákveðið nám og eru í þeim hópi margar konur, sem eru að koma aftur út á vinnumarkaðinn eftir að hafa sinnt heimíli um hríð. Þar kemur að góðu gagni verzlunar- og skrifstofudeildin, þar sem kennd er bókfærsla, tollútreikningur, véla- reikningur, vezlunarenska, vélritun o.fl. og lokið með prófi. Þó þetta sé tfmafrekt nám, taki fjögur kvöld í viku í minnst 4 tíma á kvöldi, þá er aðsókn meiri en hægt er að sinna, því tækjaeign skólans miðast við 12 Ymiss konar handavinna er mjög vinsæl. Hér er einn nemandinn að mála á postulín Fimmtíu hafa verið í alla vetur og mætt feikilega vel, e) voru mun fleiri í upphafi. Mæt þarf fimm kvöld í viku, kennslustundir á kvöldi og pró tekið í lok febrúar. Guðrúi sagði að stór hluti þessa fólk mundi fara í sjúkraliðaskólam og kvaðst hún viss um a< sjúkrahúsin yrðu ekki svikin a: þessu fólki. í hópnum er eint karlmaður. Kennslunni hefui verið haldið uppi í samráði vii sjúkralíðaskólann og reynt ac fylgja námskrá fyrsta bekkjai fjölbrautaskólans. í vetur var gerð þessi fyrsta Nemarnir f verzlunar- og skrifstofudeildinni æfa sig af kappi. Guðrún Sæmundsdóttir fremst til hægri hefur nýtt vel námið, sem er á boðstólum hjá Námsflokkunum. Fyrsta veturinn bjó hún sig undir miðskólapróf og tók það, eftir næsta vetur tók hún gagnfræðapróf og nú í vor tekur hún próf úr verzlunar- og skrifstofudeild. Ljósm. Kr. ÖI. tilraun með undirbúning fyrir sjúkraliðanám, og gengur svona vel. í kjölfarið birtist annar stór hópur. Það eru konurnar, sem aldrei luku gagnfræðaprófi á sinum tima, en vilja gerast sjúkraliðar. fræðaprófi, sem verður lagt niður, sem kunnut er. Þarna eru piltar í meirihluta en nokkrar konur. Margir þeirra hafa hætt i skóla af einhverjum ástæðum, en ætla nú í iðnskóla Framhald á bls. 31 Þessi hópur ætlar að taka tvö ár f undirbúning undir sjúkraliða- nám, taka ígildi grunnskólaprófs í vor og sfðan sérfög fyrir sjúkraliðaskólann næsta vetur. Guðrún Halldórsdóttir skólastjóri stendur fyrir aftan eina karlmanninn f hópnum. . i ' i i 'i i' *; r i ri i i » t TT

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.