Morgunblaðið - 03.03.1977, Page 15

Morgunblaðið - 03.03.1977, Page 15
15 NÍtfRGUNktAEIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1977 Skíðalyfta í Siglufirði 26. febrúar s.I. var tekin f notkun á Siglufirði ný skfðalyfta sem mun gjörbreyta til batnaðar allri aðstöðu siglfirsks skfðafólks. Hefur það þegar sýnt sig að lyftan kemur að góðum notum, og dag hvern hefur fjöldi Siglfirðinga, ungir jafnt sem aldnir, orðið til þess að notfæra sér lyftuna. Meðfylgjandi myndir tók Stein- grfmur Kristinsson, Ijósmyndari Morgunblaðsins á Siglufirði, er lyftan var vfgð. Á efri myndinni sést séra Vigfús Þór Árnason halda vfglsuræðu en neðri myndin sýnir fyrsta skfðamanninn f lyftunni eftir vfgsluna. Var það ungur maður, Öðinn Freyr Rögnvaldsson að nafni. Margir Siglfirðingar lögðu fram mikla sjálfboðavinnu við uppsetningu lyftunnar. Amin veilti Bandaríkja- mönnunum ferðafrelsi Nairobi — 1. marz — Reuter. BÁNDÁRlKJÁMENN f (Jganda fara nú frjálsir ferða sinna og geta yfirgefið landið hvenær sem þeir vilja, tilkynnti útvarpið f Kampala skömmu eftir að Idi Ámin forseti hafði tilkynnt frestun fyrirhugaðs fundar sfns með þeim rúmlega 200 Banda- rfkjamönnum, sem dveljast f landinu. Fundurinn átti að vera f dag, en hefur nú verið frestað um „óákveðinn tfrna". Ekki er vitað með vissu hvað orðið hefur til þess að breyta ákvörðun Amins, en núverandi forseti Einingarsamtaka Afríku- ríkja, Ramgoolam, forsætisráð- herra Máritfus, skýrði frá þvi f dag, að hann hefði ráðlagt Amin að leysa vandamál (Jganda með hagsmuni Afríku í huga. Forseti Einingarsamtakanna skýrði ekki nánar í hverju ráðleggingar hans hefðu verið fólgnar, en kvaðst hins vegar vona, að þetta mál fengi góðan endi. Bandaríkjastjórn hefur fylgzt náið með framvindu mála i Oganda eftir að Amin sakaði bandarisku leyniþjónustuna um að hafa átt hlutdeild i misheppn- aðri byltingartilraun i landinu fyrir skömmu, um leið og hann lýsti því yfir að Bandarikjamenn i Oganda fengju ekki að yfirgefa landið fyrr en hann hefði talað við þá i eigin persónu. í gærkvöldi hafði útvarpið i Kampala eftir Amin, að hann hefði tjáð Bandarikjamönnum að gerðu þeir innrás f Oganda skyldi þeim verða tortímt með sínum eigin karnorkuvopnum. Om leið var eftir honum haft, að sumir þjóðarieiðtogar i Afríku hefðu gerzt „símastúlkur" og séndi- boðar fyrir Bandaríkin, en ekki var nánar skýrt hvað forsetinn var að fara. 19 fórust í flugslysi Aden 1. mars NTB. 19 manns fórust er flugvél af gerðinni DC-3 hrapaði i hafið und- an strönd S-Jemen í dag. Einn farþegi komst lífs af og liggur hann i sjúkrahúsi. Vélin var f eigu flugfélags S-Jemen og voru allir farþegarnir S-Jemenar. OPNAR AFTUR EFTIR LAGFÆRINGAR — Jón Geir Árnason hár- skurðarmeistari hefur opnað stofu slna á Vlðimel 35 aftur eftir breytingar á innréttingum. Þá hefur Jón tekið nema á stofuna og heitir hún Dlana Vera Jónsdóttir. Meðfylgjandi mynd var tekin af Jóni og Dfönn að störfum á stofnmti: — * * * * *.... ................... r _ Aætlunarferðir í Bláfjöll á vegum skiðaráðs SKlÐARÁÐ Reykjavfkur efnir til fastra áætlunarferða í Bláfjöll eins og undanfarna vetur og hafa þegar verið farnar nokkrar ferðir. Hefur þátttaka verið vaxandi miðað við fyrri ár og hefur nú ferðunum verið fjölgað. Guðmundur Jónasson h.f. sér um aksturinn og eru farþegar sóttir á nokkra staði i Reykjavík og nágrenni og þeim hleypt út á sömu stöðum á heimleið. Áætlunin er sem hér segir: Laugardaga og sunnudaga kl. 10:00 og 13.30 frá Umferðar- miðstöðinni. Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13.30 og miðviku- daga kl. 18:00. Ennfremur verða ferðir á kvöldæfingar á þriðjudags- og fimmtudagskvöld- um kl. 18:00. Fyrir brottför kl. 10:00 og fyrir kvöldæfingaferðir verða farþegar sóttir sem hér segir: Vesturborgin 15. mfn fyrir Mýrarhúsaskóli 10 mfn. fyrir Melaskóli — Nesvegur Kl. 10.00 frá Umferðarmióstöó 5. mfn. yfir Langahlfð 10 mfn. yfir Miklabraut (Shell) Austurborgin: 15. mfn. fyrir Garðaflöt. Garðabæ 5 mfn. fyrir Pósthúsið, Kópavogi 5 mfn. yfir Breiðholtsskóli, Arnarbakka 10 mfn. yfir Réttarholtsskóli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.