Morgunblaðið - 03.03.1977, Síða 16

Morgunblaðið - 03.03.1977, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3 MÁRZ 1977 * y Prinsessan lifir enn FYRIR tólf árum var nafn Seju Matson á allra vörum. Það var eftirað maður hennar, Gunnar, hafði ritað bókina „Prinsessan" þar sem hann greindi frá bar- áttu hennar við lífshættulegan krabbameinssjúkdóm sem hrjáði hana en eftir að hún átti barn hurfu sjúkdómseinkennin nánast með öllu og hún lifir enn i bezta gengi. Bókin varð metsölubók á sinum tíma og var þýdd á tuttugu tungumál, þar á meðal íslenzku. í Sviþjóð var gerð kvikmynd eftir bókinni og þeim hjónum og barni þeirra var hampað sem stjörnum og auð- æfi streymdu til þeirra fyrir bókina. Seju Matson hefur aldrei verið formlega skýrt frá því að hún hafi læknazt af blóð- krabbanum, sem hún barðist við en þegar sonurinn Kai Mikael, sem nú er að verða tólf ára, fæddist, hurfu sem sagt öll sjúkdómseinkenni og hafa ekki gert vart við sig síðan. Aftur á móti gengur hún reglulega í læknisskoðun og sjúkdómurinn blundar í henni enn. Það var árið 1 962 sem henni var sagt að hún þjáðist af ólæknandi Nodginsveiki, sem er blóðkrabbamein. Hún var þá hjúkrunarnemi. Hún lagði hart að sér til að geta haldið áfram í skólanum og reyndi að lifa eðli- legu lifi þrátt fyrir veikindin sem virtust stöðugt ágerast. Hún hitti Gunnar Matson í samkvæmi og hann varð þegar hrifinn af Seju. Nú geta þau talað um fram- haldið á sögunni um Prinsessuna. Þau segja frá því, að þau urðu beinlinis að leggja á flótta til að fá að hafa einkalíf sitt í friði. Þau geta sagt frá öllum peningunum sem þau settu í hús í dýrasta hverfi Helsinki, þau geta sagt frá lystisnekkju sem þau keyptu og þau geta talað um það núna hvers konar eyðslu- og óhófslífi þau lifðu eftir að bókin Prinsessan kom út. Um vini sem komu og hurfu aftur, peninga sem til þurrðar gengu, svo að á endanum stóðu þau uppi slypp og snauð. Hann var blaðamaður þegar þau kynntust og hann starfar nú við blaðamennsku á Hufvudsstadsbladet í Helsinki. Seja vinnur við hjúkrun. Þau búa í litlum bæ, Vanda, skammt fyrir utan Helsinki og þar gengur sonur þeirra t skóla. Gunnar segir að nú hugsaði hann sig sennilega betur um áður en hann skrifaði bók, en hann telur þó að hann myndi skrifa bókina. Ég er blaða- maður, segir hann, og sem slíkur hefði ég ekki getað látið hjá líða að skrifa svona stór- kostlega sögu. Seja bætir við: — Svo héld- um við líka að við gætum kannski hjálpað öðrum. Enn berast bréf til Gunnars út af bókinni. Og til þeirra beggja. Þau svara þessum bréfum. Og Gunnar segir: „í Kaupmannahöfn gaf ég stúlku bókina Prinsessan fyrir nokkr- um mánuðum. Hún þakkaði mér fyrir og sagði: „Hvenær dó annars prinsessan?" Gunnar og Seja Matson EBE nær árangri í fiskveiðimálum Efnahagsbandalaginu hefur orðið töluvert ágengt í því að und- anförnu að samræma stefnu sína í fiskveiðimálum og komast að sam- komulagi við Rússa um fiskveiði- samning. Annar áfangi viðræðnanna við Rússa er hafinn og stefnt er að samningi til langs tfma. Efnahags- bandalagið leggur hvað mesta áherslu á að ná samkomulagi um þorskveiðar á Barentshafi þar sem Rússar hafa tekið sér 200 mflna lögsögu frá og með 1. marz. í fyrra áfanga viðræðnanna náðist verulegt samkomulag f meginatriðum og sovézki fiski- málaráðherrann, Alexander Ishkov, lýsti þeirri von sinni að samningsdrög yrðu tilbúin í næsta áfanga viðræðnanna. „Sam- starf okkar verður að grund- vallast á nauðsyn þess að vernda fiskstofna,“ sagði hann. Áður en viðræðurnar við Rússa hófust tókst samkomulag innan bandalagsins um mikilvægar ráðstafanir til verndunar fisk- stofnum í lögsögu bandalagsins. Ráðstafanir eru þessar í aðal- atriðum: • Bann við síldveiðum f Norður- sjó til 30. apríl og á hafinu suður af írlandi til ársloka. • Bann til marzloka við spær- lingáVeíði’ ’ úúdari sfröhdútn Norður- og Austur-Skotlands til marzloka. • Frekari takmarkanir á veiði í bræðslu á öðrum miðum. Sú ákvörðun Rússa að ganga til viðræðna við Efnahagsbandalagið um gagnkvæmar veiðiheimildir var talin meiriháttar sigur fyrir bandalagið þar sem sovézkir ráðherrar og embættismenn hafa aldrei áður setzt að samninga- borði með fulltrúum þess. Hingað til hafa Rússar forðazt allt sem gæti fafið í sér viðurkenningu á bandalaginu. Diplómatar i Brússel segja að Ishkov fiskimálaráðherra hafi tekið skýrt fram á fyrstu fundunum að hann væri kominn til að semja við bandalagið. Finn Olov Gundelach, landbúnaðarfull- trúi bandalagsins, sagði: „Rússarnir tóku ótvírætt fram að þeir vildu komast að samkomu- lagi við bandalagið." Hann hafði eftir Ishkov að hann hefði fyrst snúið sér til Breta og Dana til að kanna möguleika á tvíhliða samningum, en verið sagt að hann yrði að tala við bandalagið f heild. Seinna gaf Ishkov til kynna á blaðamannafundi að engin breyt- ing hefði orðið á afstöðu Rússa: „Afstaða okkar tif undirritunar samnings er ekki tákn um nokkra breytingu í afstöðu Sovétríkjanna til Efnahagsbandalagsins." Þegar blaðamenn lögðu fast að honum að útskýra hvað f því fælist að hann mætti á sameiginlegum blaðamannafundi með sendi- nefnd bandalagsins sagði hann: „Spurningum ykkar er mjög erfitt að svara. Þetta tæki langan tfma að útskýra." Brezka blaðið Financial Times sagði um máfið í forystugrein undir fyrirsögninni „Moskva sættir sig við staðreyndir" að sam- eiginleg stefna bandalagsins í fiskveiðimálum væri loksins farin að standa undir nafni, eða með öðrum orðum að fram væri komin stefna sem með réttu mætti kalla sameiginlega, bæði út á við og inn á við. Blaðið sagði: „Rússar vildu ekki viðurkenna bandalagið. Þeir höfðu tekið það skýrt fram árum saman... Á hinn bóginn vildu þeir heldur ekki árekstra og þegar bandalagið mótaði sameig- inlega afstöðu sættu þeir sig við hana. Þetta styður málstað sam- eiginlegrar utanríkisstefnu og mikilvægi þess nær miklu lengra en til fiskveiða og Sovét- ríkjanna." Rússar og bandalagið náðu skjótu bráðabirgðasamkomulagi þess efnis að 40 sovézkum bátum yrði leyft að veiða í hinni nýju 200 mflna lögsögu til marzloka. Hér er um að ræða u.þ.b. helming þeirra sovézku skipa, sem veiddu í 200 mílna lögsögu bandalagsins fyrir tveimur mánuðum. Starfsmenn bandalagsins sögðu að þessar 40 veiðiheimildir væru f samræmi við fyrri veiðiheimildar- tillögur bandalagsins. Samkvæmt þeim skyldi f mesta lagi leyfa 27 sovézkum bátum f stærðar- flokknum 2.000 til 3.500 lestir að veiða á miðum bandalagsins, en gert var ráð fyrir hærri tölu ef smærri bátar yrðu notaðir. Enn á bandalagið eftir að ná samkomulagi um aðrar verndunarráðstafanir. Engin lausn hefur enn fengizt á því hvernig skipta skuli miðum bandalagsins milli aðildar- ríkjanna. Bretar og írar halda fast við kröfur sínar um 50 mílna einkalögsögu. En vestrænir diplómatar telja fiskveiði- viðræðurnar við Rússa sýna að ríkisstjórnir bandalagsins geti náð meiri árangri í sameiningu en hver f sfnu lagi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.