Morgunblaðið - 03.03.1977, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.03.1977, Blaðsíða 33
Atvinnuástand gott á Bíldudal Bfldudal, 1. marz — TlÐARFAR hér hefur verid með þeim eindæmum, að elztu menn muna ekki annað eins, logn og blfða alla daga. Sama er að segja um afla. Rækjuaflinn varð 148.926 kg af 8 bðtum, sem rða hér f fjörðinn. Aflahæsti bátur- inn var Pilot með 21.326 kg og næstur Helgi Magnússon með 21.126 kg og Vfsir 21.125. Síðan höfum við fengið rækju frá Patreksfirði frá tveimur bát- um 26.617 kg, sem unnin hafa verið hér á Bildudal. Hefur verið unnið alla daga 20 klukkustundir á dag á tveimur vöktum, nema á sönnudögum hefur verið gert hlé frá því klukkan 06 til 20. Er það einsdæmi hér, að i siðustu viku fengu allir leyfilegan hámarks- afla, 5 tonn á 5 dögum. Heildaraflinn, sem leyfður er upp úr firðinum, er 400 tonn, en i land er komið 28. febrúar 372 tonn. Má telja öruggt, að veidd verði upp undir 500 tonn og að leyfi verði veitt til þess. Héðan eru gerðir út tveir bátar á línu og var afli þeirra i febrúar: Hafrún 170 tonn og Steinanes 184 tonn. Hafrún fékk aflann í 22 sjóferðum og Steinanes i 20 sjó- íerðum. Vinna Ifrystihúsinu hef- ur verið alla daga nema sunnu- daga. Unnið hefur verið hvern dag fram til klukkan 19 og stund- um lengur. Hér er snjólaust um allt og allir vegir færir innan sveitar og á Patreksfjörð. Heilsufar má kall- ast gott. — Páll. „Þingmúli”, nýtt blað á Austurlandi SJALFSTÆÐISFÉLAG Fljóts- dalshéraðs hefur hafið útgáfu á blaði, sem kemur út mánaðar- lega. Nefnist það Þingmúli. Fyrsta blaðið kom út f nóvember s.I. og það fjórða í febrúar. í grein frá ritnefnd I fyrsta blaðinu segir m.a.: „Það er von okkar sem að blaðinu stöndum að það verði styrkur hugsjónum sjálfstæðismanna og framfara- málum þessa landshluta. Það er sannfæring okkar að aukin blaða- útgáfa á Austurlandi sé brýn nauðsyn i baráttunni fyrir hags- munum Austfirðinga og vonum við að þetta blað verði hlutgengur aðili í þeirri baráttu. — Þótt eitt félag, en ekki viðtækari samtök, standi , að útgáfu þessa blaðs, væntum við góðs samstarfs við sem flesta Austfirðinga." Ritnefnd blaðsins skipa: Gunnar Vignisson, Páll Halldórs- son, Helgi Halldórsson og Helga Aðalsteinsdóttir. — Blaðið er prentað i Héraðsprenti h.f. á Egilsstöðum. Jafnréttis- ráðið með nýja skrifstofu JAFNRÉTTISRÁÐ hefur flutt skrifstofu sina að Skólavörðustig' 12 I Reykjavík. Bergþóra Sig- mundsdóttir framkvæmdastjóri hefur verið ráðin í fullt starf þar frá 1. jan. 1977. Viðtalstími hjá Jafnréttisráði er kl. 10—12 alla virka daga og simi er 27420. Hús Almennra Trygginga ekki til sölu 1 TILEFNI af frétt í blaðinu í gær þess efnis, að Reykjavíkurborg kunni að taka húsnæði Almennra Trygginga h.f. undir starfsemi sína óskar fyrirtækið að það komi fram, að húsnæði þess sé ekki til sölu og aðeins lauslega hafi komið til tals, að borgin leigi hluta húss- ins, en ekkert hafi verið ákveðið i þeim efnum. MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1977 33 UMFERÐARKORTID farseðill fyrir 3 til Kaiiaríevia ? Svaraðu neðanskráðum spurningum. Sendu okkur svarið -og sértu heppinn, þá hlýtur þú vinninginn: Kanaríeyjaferð fyrir þrjá með Samvinnuferðum hf. UMFERÐARKORTIÐ fœrð þú í nœstu afgreiðslu Samvinnutrygginga. í Reykjavík og á Akureyri fæst það einnig á öllum bensínstöðvum Esso. VERKEFNIÐ: Katrín ekur um bœinn. Atriði eru hverju sinni talin upp í þeirri röð sem þau koma fyrir á leið Katrínar. Á leið frá 1 til la. Já Nei Á leið frá 5 til 5a. Já Nei 1, 1 Ber Katrlnu að gefa stefnumerki? 1, 2 Má hún aka hiklaust inn á umferðargötuna? 1, 3 Ber henni að víkja fyrir akandi umferð frá báðum hliðum? 1, 4 Má hún aka yfir varúðarlínuna? 1, 5 Heitir breiða, brotna línan á móts við biðskyldu- merkið: a) Varúðarlina? b) Markalina? BB BB BB Á leið frá 2 til 2a. Já Nei 2, 1 Er gangandi vegfaranda skylt að taka tillit til akandi umferðar sem nálgast, sé hann á merktri gangbraut? 2, 2 Er bláa gangbrautarmerkið leiðbeiningar- merki? 2, 3 Sé gangandi vegfarandi á gangbrautinni, eða í þann veginn að fara út á hana, hvort er þá öruggara að Katrín stöðvi bílinn: a) Við gangbrautina? b) 10 metra frá henni? □ □ □ □ BB 5, 1 Hvað af eftirfarandi þarf Katrin að hafa í huga áður en hún ekur af stað aftur frá akbrautar- brún: a) Gá að umferðinni? b) Gefa stefnumerki til hægri? c) Gefa stefnumerki til vinstri? 5, 2 Hvar á bíllinn að vera þegar hún kemur að gatnamótunum: a) Hægra megin í götunni? □ □ b) Vinstra megin í götunni? □ □ 5, 3 Hvar á hún að stöðva bílinn: __ __ a) Framendi bíls við stöðvunarlínuna? I_11_I b) Framan við línuna, svo að hún sjáú betur inn _ _ á aðalbrautina? □ □ Á leið frá 6 til 6a. 6, 1 Hvort er réttara að Katrin gefi stefnumerki: a) Einni billengd áður en hún ekur til vinstri? b) 5-6 bíllengdum áður en hún ekur til vinstri? Já Nei BB Á leiÖ frá 3 til 3a. Á leið frá 7 til 7a. Já Nei Já Nei 3, 1 Má Katrin aka hiklaust inn á hringtorgið? □ □ 3, 2 Ber henni að víkja fyrir X bilnum sem nálgast ____ __ frá vinstri? I—11—1 3, 3 Er rétt, miðað við ökuleið hennar, að hún velji m ___ vinstri akrein á hringtorginu? I_11_I Á leiÖ frá 4 til 4a. Já Nei 4, 1 Hefur bUl Katrínar forgang fyrir Y bUnum? 4, 2 Nú komum við að gildru á kortinu. Framundan er merki, sem ekki má vera þama, miðað við aðrar merkingar. Er það: a) Aðalbrautarmerkið? b) Timatakmarkað stöðuleyfi? 4, 3 MáKatrínleggjaökutækifyrirframanháhý8Íð? 4, 4 Hvor á forgang: a) Gangandi maðurinn sem stigið hefur út á gangbrautina? b) Katrín sem er að beygja til hægri? 4, 5 Á Katrín að stöðva bUinn: a) Vinstra megin í einstefnugötunni? b) Hægra megin í einstefnugötunni? □ □ BB 7, 1 Er biðskyldumerkið: a) Aðvörunarmerki? b) Bannmerki? 7, 2 Hvora akreinina ætti Katrín að velja, miðað við leið hennar um hringtorgið: a) Hægri akrein? b) Vinstri akrein? 7, 3 Hvaða greinar umferðarlaga væri gott að hafa í huga þegar ekið er út úr hringtorgi og Z bíllinn er á hægri akrein: a) 26. gr. og 37. gr.? b) 4. gr. og 28. gr.? BB BB Athugiö að svara ávallt öllum liöum spurninganna. NAFN t'ATTTAKANDA SlMI SVÖRIN ÁTTUAÐ SENDA Samvinnu- tryggingum fyrir 15. mars n.k. í umslagi árituðu: Samvinnutryggingar g.t. Ármúla 3, Reykjavík (æfing í umferðarreglum) Verðlaunasamkeppnin: Fyigjum reglum, forðumst slys. Z SV\1 VI\\lTKY(iGI\(iAR GT ÁRMÚLA3 SlMI 38500 .1 i.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.