Morgunblaðið - 03.03.1977, Page 37

Morgunblaðið - 03.03.1977, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1977 37 félk í fréttum Ödipus fœrður í nútímabúning + Flestir kannast vid hina Irægu grísku goðsögn um Odipus, sem gerðist ástmaður móður sinnar án þess að vita hver hún var. Það hafa verið gerðar bæði kvikmyndir og leikrit um Ödipus og nú hefur kvikmyndafélag I Kanada gert kvikmynd þar sem efnis- þráðurinn er svipaður en aðeins færður í nútímabúning. Aðalhlut- verkið leikur Sophia Loren. Myndin hefst er maður hennar kemur heim úr fangelsi og kemst að því að kona hans hefur nýlega alið barn. Hann veit að hann getur ekki verið faðir barnsins og f reiði sinni snýr hann sér til húsbónda sfns, maffuforingjans, Guðföður- ins og biður hann um hjálp. Hann lætur ræna drengnum og segja Angelu að hann sé dáinn. t örvæntingu sinni segir Angela lögregl- unni frá þvf að maður hennar sé í tygjum við mafíuforingjann og hann er settur I fangelsi. 20 ár líða og þá hittir Angela unga manninn Jean. Þau laðast hvort að öðru og komast brátt að raun um að þau eru ástfangin. Og sagan endurtekur sig. Eiginmaðurinn kemur heim úr fangelsinu. Það er maffuforinginn sem hefur leyst hann út til að fullkomna hefndina fyrir að Angela sagði lögreglunni frá sambandi hans við mafíuna. Það verða átök og bæði Angela og maður hennar láta Iffið. En Jean heldur Iffi og fær aldrei að vita að það var móðir hans sem hann lagði ást á. + IIANN heitir Kristian Hvidt dr. phil. og er bóka- og skjalavörður á bókasafni danska þingsins. Hann ber ábyrgð á hinum 120.000 bók- um safnsins ásamt óteljandi skjölum og á mörgum þeirra stendur þessi málsgrein „má ekki birta opinberlega fyrr en eftir 50 ár“. Kristian Hvidt segir að skjölum þeim er bera þennan stimpil fari fækkandi. Fjölmiðlarnir eru ágengir og það verður æ erfiðara fyrir hina 179 meðlimi þingsins að geyma leyndarmálin innan veggja þess. Eitt af leyndar- málunum sem gerð verðaópin- ber á þessu ári er öll hin stjórnmálalega óvissa sem rfkti í sambandi við hernám Danmerkur 9. aprfl 1940. Allt- af eru þó einhverjar undan- þágur veittar á ári hverju og eru það helst sagnfræðingar sem þær undanþágur fá. Hann gœtir leyndarmála Danmerkur + Italska lögreglan hefur fengið nýtt vopn f hendur, sem hún notar nú óspart f baráttunni við ofbeldis- menn þar f landi. Þetta nýja vopn er borði alsettur nögl- um og er hann notaður sem vegartálmi f stað grinda og annarra þungra og fvrir- ferðamikilla hluta sem áður tfðkuðust. — Þetta nýja vopn lögreglunnar hefur reynzt vel að sögn — aðal- kostur þess er að lögreglan getur nú haft þetta f öllum bifreiðum sfnum og er það þvf ávallt tiltækt þegar á þarf að halda. Hér sjáum við lögregluna að störfum með nýja vopnið. ÞAÐ SEM ÞÚ ÆTTIR AÐ VITA UM COMBI-CAMP 2000: £ Mest seldi tjaldvagn á norðurlöndum. 0 Tekur aðeins 15 sek. að tjalda. 2 nýjar gerðir at tjöldum. ^ Svefnpláss fyrir 2 fullorðna og 3 börn. % Möguleikará 1 1 ferm viðbótartjaldi 0 Sérstaklega styrktur undirvagn fyrir ísl. aðstæður. 0 Okkar landskunna varahluta- og viðgerðarþjónusta. 0 Combi-Camp er stórkostlegur ferðafélagi. KOMIÐ! SKOÐIÐ! SANNFÆRIST! BENCO, Bolholti 4, Reykjavik. Sími 91 — 21945. SJÓN ERSÖGU RÍKARI.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.