Morgunblaðið - 03.03.1977, Síða 41

Morgunblaðið - 03.03.1977, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTÚDAGUR 3. MARZ 1977 41 rs VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL 10 — 11 FRÁ MÁNUDEGI ^UIdMHSLMMJLiLl umimarviiiMvi- Ég er hreint ekki frá því að bjórinn gæti bætt um betur og borað gat á núverandi vinmenn- ingu. Nú þykir mér bjór ekki góður, hitt veit ég, að mörgu ágæt- isfólki finnst hann hreinasta sæl- gæti. Rithöfundar og skáld, sem bera þann hæfileika eða kvöð að vilja yfirskyggja fleira enn sinn eigin skjólstæðing eru almennt víðsýnt og jákvætt fólk, opið fyrir öllu, líkt og þeir stjórnmálamenn og aðrir leiðtogar sem eiga sér hug- sjónir. — Og fátt er það í mörgum tilviljunarglæpum mannanna, sem ekki er hægt að finna orsök eða afsökun fyrir, sé grannt skoð- að. Eitt er það samt, sem ég á mjög erfitt með að finna afsökun fyrir og það er skoðanaglæpurinn — Að varna öðrum þess, sem mann langar ekki sjálfan í, eða þvinga skoðunum sínum upp á aðra — enda finnst mér fátt leið- inlegra í útvarpinu en saga eða erindi eftir sjálfskipaða frelsara. Þú átt lað trúa á Guð — eða — þú átt ekki að drekka brennivín. Svona illa innpakkaður boð- skapur, sem í sjálfu sér er ágætur, gerir það að verkum, að hlustand- inn verður aftur krakki, sem sleg- ið er á fingurnar á — USS, ekki snerta! Eða þvílík lífsreynsla er það ekki einum sómakærum lág- launamanni að safnast eins og rolla í rétt við áfengisútsölu ríkis- ins þetta einu sinni eða tvisvar í mánuði, þegar hann hefur loksins dregið saman fyrir flösku af léttu vini eða pela af sterkara, til tíma- bundinnar huggunar í leiðinlegu umhverfi eða einkalífi — og þakka samt máttarvöldunum fyr- ir að hafa þó náð í tæka tíð fyrir eina af 15 prósent hækkununum sem skella á ársfjórðungslega, meðan kaupgjaldið eða trygging- arnar hækka ekki nema einu sinni á ári, og þá um 8—10 prósent! Arið 1975 fóru leikarar og söng- kór Þjóðleikhússins í leikför til Kanada, og allt til Seattle Banda- ríkjamegin. A allri þessari vega- lengd borg úr borg sá maður hvorki fulla foreldra eða ung- iinga. Þó var vínbar á flestum heimilum og vínkjörbúðir á götu- hornum. Maður gekk bara að hillunum, eftir að hafa verið boðið góðan daginn af kurteisu afgreiðslufólki, og þeir sem það vildu völdu sér í kokkteilinn eins og aðrir efni i plokkfisk hér heima. En það er fleira en pukrið með vín og bjór, sem kallar á lögbrot á Islandi. Reykjavík er líka eina borgin, sem selur allt til handa búrfuglinum frá vöggu til grafar — nema fuglinn sjálfur fæst ekki innfluttur. Þessi gleðigjafi, söng- fuglinn, sem sezt frjáls og hamingjusamur að matborðinu eins og mannfólkið á heimilinu, ku að áliti yfirvalda vera eins hættulegur og bjórinn. Það er nú meira hvað landsfeðurnir bera velferð okkar fyrir brjósti — sem alla daga öndum að okkur fýlunni úr bílrössunum, eða þökkum okkar sæla fyrir að komast lifandi heim af bingó eða félagsvist, eftir keðjureykingar tillitslauss lýðs í loftræstingalausum samkomuhús- um — Hoj bara! £ Skemmtana- skortur Þá langar mig að fara nokkrum orðum um annars konar lögbann á valfrelsi fólks, og það er skemmtanaskortur þeirra sem eru á aldursskeiðinu 16 ára til tvítugs — á því skeiði lífsins, sem umbrotin eru mest í líffærum og sálarlífi unglingsins, og hann er einna ómóttækilegastur fyrir ruggustólinn eftir allan skyldu- lesturinn i skólunum. Hann getur ekkert farið til að dansa — Hann er of gamall fyrir Tónabæ og of ungur til að komast inn í hin danshúsin — og hér er ekkert Tivolí á trukkum, sem fer borg úr bæ til skemmtunar ungum og gömlum, nema til komi eitt happ- drættið í viðbót við þau þrjú sem fyrir eru — Háskólans, S.Í.B.S. og Das-æskulýðshappdrættið. Mikil afturför er þetta frá eftir- stríðsárunum, þegar við, þetta 13, 14, 15 eða 16 ára i jitterbug- grúppunum með Pétur rakara í broddi fylkingar, dönsuðum i Gúttó, Iðnó, Listamanna- skálanum, Hótel Borg, Tjarnar- kaffi, Breiðfirðingabúð eða Alþýðuhúskjallaranum, á balltimanum, sem tíðkaðist þá — frá klukkan 10 að kvöldi til 3 um nóttina. Við fengum að dansa og dansa nægju okkar. Eftir þá útrás hefði það verið skrýtinn gaur, sem haft hefði getu eða löngun til að kasta grjóti í rúðu eða sveigja niður símastaura. Ef meira væri gert af því en nú er að virða þarfir þeirra heil- brigðu sem flestar ef ekki allar eru tímabundnar, eins og farið er að virða þarfir þroskaheftra, væri Reykjavík hin snotrasta borg með litríkt mannlíf. Guðrún Jakobsen." Þessir hringdu . . . SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson % Á hann að vera ókeypis? Guðrún Jóhannsdóttir: — Ég vil koma á framfæri þakklæti til Hrafns Gunnlaugs- sonar fyrir skeleggan málflutning með bjórnum i sjónvarpsþættin- um. Þetta var góður málflutningur hjá honum og ég er ánægð með hann. Annað langar mig til að nefna í leiðinni en það er að ég er hissa á þessum spurningum um að allt verði hér fullt af börnum, sem gera ekki annað en þamba bjór og verði blindfull. Heldur það fólk sem þetta segir að bjórinn verði gefins? Eða hafa börnin kannski nóg af peningum? En ef hann verður gefins þá skal ég verða fyrsta manneskja tii að bera mig eftir honum — ég vil bara fá að vita hvar það verður. — Og önnur hringing um bjór- málið: 0 Enginn sóða- skapur af bjórkrám. Örn Hermannsson: — Ég vil bara mötmæla þessu með bjórkrárnar, það fylgir þeim enginn sóðaskapur. Svo er kannski með hafnarbjórkrár erlendis þar sem koma sjómenn frá öllum heimshornum og ganga ekki alltaf um eins og ætti að gera, en flestum bjórkrám erlendis fylgir enginn sóða- skapur. Mér finnst ekki ná nokkurri átt að það eigi að skipa manni fyrir um hvað eigi að borða og hverju skuli klæðast, maður verður að fá að ráða einhverju sjálfur. Ég styð Sólnes, bæði í Kröflu- og bjórmálinu. Á alþjóðlega skákmótinu í Hast- ings um síðustu áramót kom þessi staða upp í skák Smyslovs, sem reyndar er nú staddur hér á landi sem aðstoðarmaður Spasskys, ogr Kraidmans, tsrael. Smyslov, sem hefur svart og á leik, hafði átt f vök að verjast framan af skákinni en fann nú snjalla leið til að gera út um taflið: 30.. . Dxf3! (Auðvitað ekki 30... Dxa5 31. Rh6+! og hvítur vinnur) 31. exf3 Hxa5 32. Rd4 b2 33. Kg2 Hal 34. Df5 Rd6 35. Dd3 Hxbl + og hvítur gafst upp þvf að eftir 36. Dxbl Rc4 á hann enga vörn við 37.. . Ra3. Hinn ungi Sovétmaður Oleg Romanishin sigraði með yfir- burðum I Hastings, hann hlaut 11M vinning af 15 mögulegum. HÖGNI HREKKVÍSI rir alla Úrvals kálfakjöt: Kálfalæri ........ 540 kr. kg. Kálfahryggir ......430 kr. kg. Kálfakótilettur .. 545 kr. kg. Folaldakjöt: Saltað folaldakjöt .... 395 kr. kg Reykt folaldakjöt 495 kr. kg Folaldabuff 1350 kr. kg Folaldagullasch 1230 kr. kg 1/1 reyktir folaldafra mpartar 390 kr. kg Vi folaldaskrokkur í frystikistuna 450 kr. kg Nautakjöt: Nautafillet mörbrá ..... 1850 kr. kg. Nautagullasch .......... 1330 kr. kg. Nautasnitchel ........ 1450 kr. kg. Nauta roastbeef ........ 1380 kr. kg. Nauta grill og bógsteik . 730 kr. kg. Nautahamborgari ..... 50 kr. stk. Nautahakk ............... 770 kr. kg. Nautahakk 10 kg. pakka .. 690 kr. kg. V2 naut í frystikistuna . 657 kr. kg. Hakkaðkjöt: Kindahakk ............... 685 kr. kg. Kálfahakk ............... 640 kr. kg. Saltkjötshakk ........... 685 kr. kg. Nautahakk ............... 770 kr. kg. Nautahamborgari ......50 kr. stk. Úrvalssúrmatur: Allt árið seljum við okkar Ijúffenga súrmat: Sviðasulta — Svfnasulta — Hrútspungar — Lundabaggi — Hvalur — Bringur — Hákarl — Slátur — Lifrapylsa — Blóðmör. Sér-tilboð: Útb. hangilæri 1590 kr. kg. Útb. hangiframpartur 1390 kr. kg. Saltaðar rúllupylsur 700 kr. kg. Reyktar rúllupylsur 700 kr. kg. Bacon síður 1/2, 1400 kr. kg. Ath.: Opið til kl. 7 föstudaga og til hádegis laugardaga og svo er Mjólkurmiðstöðin í sama húsi og þar er opið á laugardögum líka. Þar hefur stóraukist úrval af kökum og brauðum, enda frá einum bezta bakara borgarinnar. DSD^TTD^QiDSTrfSXDaRÍ] Laugalæk 2. REVKJAVIK, simi 3 5o 2o

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.