Morgunblaðið - 03.03.1977, Síða 42

Morgunblaðið - 03.03.1977, Síða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1977 JANUSZ VERÐUR Gengið frá ráðninguhans í gær 1 GÆR var endanlega gengið frá þvf I Austurrfki að Janusz Cerwinski mun búa fslenzka handknattleikslandsliðið undir A-heimsmeistarakeppnina I Dan- mörku næsta vetur, svo fremi sem liðið kemst f þá keppni, en úr þvf verður skorið f kvöld er tslend- ingar mæta Hollendingum f Linz I Austurrfki. Íþróttayfirvöld f Póllandi munu hafa gefið sam- þykki sitt fyrir þvf að Janusz héldi áfram starfi sfnu með fslenzka landsliðið, og búið er að ganga frá þvf að hann fær leyfi frá háskólanum er hann kennir við. Gerð hefur verið lausleg áætlun um undirbúning íslenzka liðsins fyrir keppnina í Danmörku 1978. Mun Janusz koma til islands í maf og verða hér i nokkra daga við að skipuleggja starfið. Siðan er ætlunin að Janusz komi í ágúst og verði í þrjár vikur eða mánuð og Ármenningarnir Hörður Harðarson og Pétur Ingólfsson sækja að vörn Keflavfkur f leiknum f fyrrakvöld. Ármenningar settu markamet ÁRMANN vann stórsigur, 46—14, yfir afar slöku liði ÍBK f 2. deild íslandsmótsins í handknattleik á þriðjudagskvöldið og má mikið vera ef það er ekki markamet. Þrátt fyrir þennan mikia mun er alls ekki hægt að segja að leikur- inn hafi verið skemmtilegur, eða vel leikinn af hálfu Ármenninga, sem gerðu sig seka um margar slæmar villur og oft á tiðum virt- ist sem þeir ætluðu að gera mörg mörk í hverri sókn. Hraðaupp- hlaup liðsins mistókust æði oft, þrátt fyrir að fátt væri um varnir hjá Keflvikingunum, en Ármenn- Evrópuleikir t GÆRKVÖLDI fóru fram nokkr- ir leikir f Evrópubikarkeppni félagsliða i knattspyrnu og urðu úrslit þeirra þessi: Evrópubikarkeppni meistaraliða: Bayern MUnchen (V-Þýzkaland) — Dynamo Kiev (Sovétrikin) 1— 0 Borussia Mönehangl. (V.- Þýzkal.) — Brugge (Belgíu) 2— 2. Evrópubikarkeppni bikarhafa: Anderlecht (Belgiu) — Southampton (Englandi) 2—0 MTK Budapest (Ungverjalandi) — Hamburger SV (V.-Þýzkal.) 1—1 Slask (Póllandi) — Napoli (Ítalíu 0—0 Levski Spartak (Búlgariu) — Atletico Madrid (Spáni 2—1 UEFA-bikarkeppnin: FC Magdeburg (A-Þýzkalandi) — Juventus (Italíu) 1—3 Athletico Bilbao (Spáni) — Barcelona (Spáni) 2—1. ingar fengu líklega um 30 hraða- upphlaup i leiknum, það er því næst f hvert skipti sem Keflvík- ingarnir töpuðu knettinum og það var æði oft og hefur sóknarnýting þeirra líklega verið eitthvað f kringum 20%. Þegar litið er á gang leiksins má sjá tölur eins og 6—0, 14—2 og 18—4 í leikhléi. í seinni hálfleik skánaði svo leikur Keflvfkinga nokkuð, enda varla annað mögu- legt og tókst þeim að skora 10 mörk gegn 28 mörkum Ármanns. Það er erfitt að leggja mat á Ármannsliðið í þessum leik, til þess var mótstaða Keflvíkinga alltof lítil. Ármenningarnir gátu gert það sem þeir vildu og hefðu þeir leikið skynsamlegar er ekki vafi á þvi að þeir hefðu náð að skora 50 mörk ef ekki fleiri. Af leikmönnum Ármanns bar mest á þeim Herði Harðarsyni, sem gerði 13 mörk, og Þráni Ás- mundssyni, sem gerði 10. Allir leikmenn liðsins gerðu mörk, og dreifðust þau þannig: Pétur Ing- ólfsson 6, Björn Jóhannsson 4, Haukur Marteinsson og Jón Viðar Sigurðsson 3 hvor, Öskar Ás- mundsson og Friðrik Jóhannsson 2 hvor, Einar Þórhallsson 1. Leikur Keflvíkinga var afar slakur og varla heil brú i honum, enda er liðið á hraðri leið niður i 3. deild, þar sem það á greinilega heima. Skásti maður þeirra var Magnús Garðarsson, en mörkin skoruðu: Sævar Halldórsson 4, Magnús Garðarsson og Einar Leifsson 3 hvor, Rúnar Georgsson ogBjarni Sigurðsson 1 hvor. Maður leiksins: Hörður Harðar- son. Ungmennafélag Grindavíkur óskar að ráða knattspyrnuþjálfara n.k. sumar. Upplýsingar í síma 92-8390 og 8090, milli kl. 1 og 5 e.h. ÁFRAM sfðan leggur hann til að fyrri hluti tslandsmótsins verði leikinn í september og byrjun október. Stefnt mun sfðan að því að fara í tvö stór mót fyrir áramót. Annars vegar keppni á Spáni sem hefst um miðjan október. 1 keppni þessari munu taka þátt Spánn, Sovétríkin, Rúmenía,. Júgóslavar og þá íslendingar, ef af verður. Hin keppnin er Norðurlandamótið sem fram fer f Reykjavfk f október. Ennfremur verður reynt að komast i Tiblisi- keppnina f Sovétrikjunum i byrjun desember og leika þá jafn- framt tvo landsleiki við Vestur- Þjóðverja ytra. Þá er og ætlunin að fá landsleiki i Reykjavik f janúar. SS. Böðvar Bjarnason frá Húsavfk. Sigurvegari í alpatví- keppni karla á punktamótinu á Húsavfk. Ljósm. Björn St. Haraldsson. Jórunn þrefaldur sigurvegari á punktamótinu á Húsavík UM SÍÐUSTU helgi fór fram punktamót fullorðinna á Húsavfk og var mót þetta glað 50 ára af- mæli tþrótafélagsins Völsungs. Veður var mjög hagstætt til keppni báða keppnisdagana, hæg- viðri og hiti um frostmark. Færi var hins vegar nokkuð hart, en mýktist þegar leið á keppnina báða dagana. Um skemmtilega keppni var að ræða, einkum í karlagreinunum. Haukur Jóhannsson frá Akureyri bar sigur úr býtum í svigkeppn- inni, en í stórsviginu varð Hafþór Júlíusson frá ísafirði sigurvegari. Það var þó hvorugur þeirra félaga sem hreppti sigurinn í tvíkeppn- inni, heldur ungur Húsvíkingur, Böðvar Bjarnason að nafni. í kvennakeppninni varð Jórunn Viggósdóttir úr Reykjavík örugg- ur sigurvegari bæði f svigi og stór- svigi, en sú stúlka sem harðast hefur barist við Jórunni og oft haft betur, Steinunn Sæmunds- dóttir, var ekki meðal keppenda. Dvelur Steinunn nú ytra og mun taka þátt i mörgum skfðamótum í Evrópu á næstunni. Helztu úrslit í mótinu á Húsa- vík urðu þessi: Svig karla: Haukur Jóhannsson, A 94.00 Tómas Leifsson A 96,81 Böðvar Bjarnason, H 97,22 Fyrri braut var 800 metra löng, fallhæð 180 metrar og hlið 56. Seinni braut var 850 metrar, fall- hæð 180 metrar og hlið 57. Svig kvenna: Jórunn Viggósdóttir, R 94,02 Nína Helgadóttir R 97,41 Kristin Ulfsdóttir, í 97,73 Báðar brautir voru 750 metrar, fallhæð 170 metrar og hlið 46. Stórsvig karla: Hafþór Júlfusson, i 168,58 Árni Óðinsson, A 169,87 Bjarni Þórðarson, R 174,87 Fyrri braut var 1250 metrar, fallhæð 320 metrar og hlið 60. Seinni braut var 1250 metrar, fall- hæð 320 metrar og hlið 57. Stórsvig kvenna: Jórunn Viggósdóttir, R 99,30 Sigurlaug Vilhelmsd. A 102,41 Kristin Ulfsdóttir, í 103,94 Braut var 1100 metrar, fallhæð 300 metrar og hlið 54. Alpatvíkeppni karla: Böðvar Bjarnason, H 50,76 Guðjón I. Sverriss. R 74,40 Árni Jónsson, H 174,41 Alpatvfkeppni kvenna: Jórunn Viggósdóttir, R 0,0 Kristin Ulfsdóttir, í 49,02 Nína Helgadóttir, R 65,22 MANCHESTER CITY ER ENN Á TOPPNUM Á þriðjudags- og miðvikudags- kvöld fóru fram nokkrir leikir í ensku knattspyrnunni, og bar þar helzt til tíðinda, að Manchester City sigraði Norwich á heimavelli sfnum og heldur því stöðu sinni við toppinn f 1. deildar keppninni. Sigur þennan vann Manchester City þó ekki fyrirhafnarlaust, þar sem Norwich átti allgóða sóknar- spretti og skapaði hættu við mark Manchesterliðsins. Manchester skoraði bæði mörk sfn úr vftaspyrnum og var þar Dennis Tueart sem tók þær. Varð hann að þrítaka fyrri vítaspyrn- una, þar sem dómarinn var ekki ánægður með hvernig að henni var staðið. Þá sigraði Everton i leik sinum við Arsenal 2—1, og komi þau úrslit nokkuð á óvart. Stigin tvö koma sér afskaplega vel fyrir Ev- erton í hinni hörðu botnbaráttu liðsins. Mörkin f leik þessum skor- uðu þeir Bob Latchford og David Jones fyrir Everton en Malcolm MaxDonald fyrir Arsenal. Þá léku einnig West Bromwich Albion og Birmingham City og lauk þeim leik með sigri W.B.A 2—1. Önnur úrslit urðu sem hér segir: Framhald á bls. 24 ÞOLUM 6 MARKA TAP SVO fremi sem Austur- Þjóðverjar vinna Spán f leik liðanna I B- heimsmeistarakeppninni f handknattleik I Austurríki f kvöld, nægir fsiendingum jafn- tefli f leik sfnum við Hollend- inga til þess að hreppa annað sætið f riðlinum, og þar með rétt til þess að hreppa þriðja sætið f keppninni. Vinni Spán- verjar hins vegar Austur- Þjóðverja, sem telja verður ólfklegt, myndu þeir hljóta annað sætið f riðlinum, en tslendingar væntanlega þriðja, og vinni fslendingar Hollend- inga f leiknum annað kvöld og Austur-Þjóðverjar Spánverja hafa fslendingar örugglega tryggt sér annað sætið f riðlin- um. Það eru þvf enn ýmsir mögu- leikar fyrir hendi, en alla vega ætti að vera óhætt að bóka að íslendingar hafa tryggt sér eitt af sex efstu sætum keppninnar. Þurfa HoIIendinar að vinna leikinn i kvöld með 6 marka mun til þess að skjóta íslend- ingum niður í neðsta sætið í riðlinum. Sem kunnugt er gilda úrslit úr undankeppninni f milli- riðlinum, með þeirri undan- tekningu að leikur við það land sem neðst var í undankeppn- inni er ekki talinn með. Því er staðan í milliriðlinum í Linz þessi: A-Þýzkaland 2 2 0 0 48—33 4 Spánn 2 1 0 1 42—37 2 ísland 2 1 0 2 41—44 2 Holland 2 0 0 2 29—46 0 f Vfn Urslit leikja f milliriðlinum í Vfn í fyrrakvöld urðu þau að Tékkóslóvakía sigraði Frakk- land 16—12 f tiltölulega jöfnun leik, og Svfar sigruðu svo Búlgari næsta auðveldlega 25—17. I kvöld leika i Vin Svíar og Tékkar og Búlgarar og Frakkar. Það lið sem sigrar f fyrrnefnda leiknum verður sigurvegari f riðlinum, en hin tvö liðin keppa um þriðja sætið. Staðan f riðlinam i Vfn er þessi: Svíþjóð 2 2 0 0 50—34 4 Tékkó.slv. 2 2 0 0 36—26 4 Frakkland 2 0 0 2 29—41 0 Búlgaría 2 0 0 2 31—45 0 Mörkin Markhæstur íslendinganna f keppninni í Austurriki er Axel Axelsson sem skorað hefur samtals 15 mörk. Viðar Sfmon- arson hefur skorað 13 mörk, þeir Geir Hallsteinsson, Jón H. Karlsson og Ólafur H. Jónsson 10 mörk hver, Björgvin Björg- vinsson hefur skorað 4, Þor- björn Guðmundsson 3 og þeir Ágúst Svavarsson og Viggó Sig- urðsson 1 mark hvor.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.