Morgunblaðið - 13.03.1977, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.03.1977, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MARS 1977 13 Afmæli: Kristinn Vilhjálmsson framkvæmdastjóri „Sá fagri framtfðardraumur er falinn f verkum hans að óbornir njóti orku hins ókunna verkamanns.“ (Höfðingi smiðjunnar eftir Davfð Stefðns- son frá Fagraskógi). Það vorkvöld man ég eins og verið hefði i gær er Kristinn Vil- hjálmsson sveiflar sér út úr Jaðarsbílnum i Stórholtinu hjá honum Indriða, vatt sér upp tröppurnar og heilsaði okkur hjónum og dóttur okkar ungri. Þó eru meira en tuttugu ár siðan. — Áður höfðum við ekki séð Kristin. Hins vegar hafði ég haft nokkrar spurnir af manninum, vissi að hann var einn af frumkvöðlum landnáms templara að Jaðri og ódeigur liðsmaður þeirrar bar- áttusveitar sem þá þegar gerði sér ljóst að þjóðin átti ekki annan fjanda skæðari en áfengið. Frá því kvöldi höfum við Krsitinn ver- ið vinir. Tvö sumur áttum við náið samstarf að Jaðri. Mér geðjaðist vel að hispurleysi hans og hrein- skilni sem að visu gat orðið nokk- uð óvægin stundum. Og vel vann hann. Að loknum fullum starfs- degi hjá Reykjavíkurborg tóku við annasöm hugsjónastörf. Fá voru þau kvöld sem Jaðarsbillinn rann ekki í hlað, fáar helgarnar sem ekki voru nýttar í þágu Jað- ars. Mér er til efs að hugsjónir ungra manna hafi í annan tima birst áþreifanlegar i verkunum en þegar hafist var handa við landnámið að Jaðri. Þar komu margir öndvegismenn við sögu og eru þeir sumir enn að störfum, baráttuglaðir sem fyrr, svo sem Kristinn Vilhjálmsson. Þau eru orðin mörg þrekvirkin sem þessi sveit hefur unnið. Mér er til að mynda tjáð að vart muni aðrir eiga drýgri þátt i þvi að Templ- arahöll Reykjavíkur varð annað og meira en skýjaborg en þeir félagarnir, Kristinn og Sveinn heitinn Helgason stórkaupmaður. Tvo lærimeistara hefur Krist- inn eignast um ævina. Eru það þeir Jón prentari Árnason og Helgi Sveinsson bankastjóri. Tel- ur hann sig hafa numið margt við fótskör þeirra og vitnar gjarnan til þeirra i samræðum og umræð- um. Skoðanir hans eru mótaðar af afdráttarlausri trúmennsku við hugsjónir Góðtemplarareglunnar en þær eru rótfestar í þeim sann- indum að fyrir lítið komi góður vilji ef vit og siðferðisþrek eru lömuð af vímuefnum og tilfinn- ingalíf úr skorðum gengið af sömu sökum. Kristinn Vilhajlms- son hefur hvergi hvikað frá því heiti er hann vann Reglunni. „Hann lærði af styrkleika stálsins að standa við öll sín heit.“ Ég hafði þekkt Kristin um ára- bil er ég komst að því að Davíð Stefánsson frá Fagraskógi mun hafa kveðið Höfðingja smiðjunn- ar með föður hans Vilhjálm járn- smið Hildibrandsson við Laufás- veginn í huga. Mér þótti sem ég skildi Kristin betur eftir að ég vissi það, dirfsku hans og óvilni, einlægni og hreinskilið hispurs- leysi og þá tröllatryggð sem hon- um er í brjóst lagin og ég og fjölskylda mín höfum ekki farið varhluta af. Kristinn Vilhjálmsson er glaður maður og vel málhress. Hann nýt- ur þess að vera til, eiga skipti við fólk, taka þátt i margvíslegu amstri borgarlifsins. Hann þarf ekki að fórna persónuleika sínum á altari einhvers vímugjafans til að njóta þess að vera til. Honum liður prýðilega þó að daunillar ölkrár séu hvorki við Laufásveg- inn fagra né aðrar götur i borg- inni hans. Hann er ekki það innantómur að hann þurfi á slíku að halda. Þótt ekki væri fyrir annað ber að þakka Kristni fordæmið. Og fyrir margvisleg störf í þágu bind- indissamtakanna um 40 ára skeið eða lengur á hann skildar þakkir allra sem unna gróandi þjóðlifi á Islandi. Við hjónin og börn okkar þökk- um margan greiðann, vináttu góða og tryggð frá því vorkvöld eitt 1955 er Jarðarsbillinn flutti okkur til starfa við Kirkjuhólma- tjörn. Og við óskum Guðnýju og börnunum til hamingju með eld- fjörugan, ókalkaðan og hálf- sjötugan Kristin Vilhjálmsson. Ólafur Haukur Árnason Kristinn er fæddur 13. mars 1912 að Vetleifsholti í Ásahreppi, Rangárvallasýslu, sonur hjón- anna Vilhjálms Hildibrandssonar, bónda og járnsmiðs, og konu hans Ingibjargar Ólafsdóttur er þar bjuggu. Þegar Kristinn hafði slitið barnsskónum réðst hann í nám í blikksmíði til Einars Pálssonar blikksmiðameistara og lærði hjá honum. Að afloknu námi fer hann svo til Danmerkur og eftir dvöl sina þar kemur hann heim og ræðst þá til Hitaveitu Reykjavik- ur, þar sem hann starfar óslitið um 20 ára skeið eða þar til hann gerist framkvæmdastjóri fyrir Templarahöllinni að Eiríksgötu 5. Þetta er svona i stórum dráttum lifshlaup Kristins. Ekki er samt hægt að skiljast svo við Kristin, að ekki sé minnst á hans hjartans mál, sem er bindindi. í bindindis- málum er Kristinn vakandi og sofandi, ef svo mætti að orði kom- ast. Hann gekk snemma á ævinni Góðtemplarareglunni á hönd og hefur starfað þar óslitið siðan og með þeirri ósérhlifni, sem honum er eiginleg. Hann var sivinnandi fyrir félagsskapinn, þegar þeir byggðu Jaðar og var þá ekki verið að hugsa um vinnutíma eða hvað það gæfi í aðra hönd í peningum i hans vasa. Bara að koma húsinu upp. Þegar svo verkinu var Iokið ráku teplarar það sem félags- heimili, fengu erlenda skemmti- krafta og héldu þar ýmsar skemmtanir og alltaf var Kristinn einn aðalmaðurinn. Jaðar var svo síðar rekinn sem barnaheimili undir stjórn Krist- ins, þar til Reykjavíkurborg keypti eignina. Árið 1940 gekk Kristinn i hjónaband með unnustu sinni Guðnýju Torfadóttur, sem uppal- in var hjá þeim merkishjónum Jóni Pálssyni, bankaféhirði, og önnu Adolfsdóttur. Þau byrjuðu búskap sinn að Laufásvegi 59 og hafa búið þar óslitið siðan. Kristinn og Guðný eiga tvö börn, sem bæði eru búsett í Noregi. Þau heita Anna Sigriður, gift Norðmanni, Finn R. Fredreksen, og Jón, ógiftur. Um leið og við hjónin þökkum Kristni alla velvildina og góðvilj- ann til okkar á undanförnum ára- tugum, óskum við honum og fjöl- skyldu hans alls hins besta á kom- andi árum og vonum að hann eigi enn eftir að vinna stóra sigra fyr- ir bindindishreyfinguna í land- inu. Margir verða áreiðanlega til að lita inn að Laufásvegi 59 i dag, þar sem afmælisbarnið tekur á móti vinum sinum og kunningj- um. Sigurborg Kristbjörnsdóttir. Vinur minn Kristinn Vilhjálms- son verður 65 ára i dag. Hann er fæddur á Suðurlandi, nánar til- tekið Vetleifsholti í Rangárvalla- sýslu. Foreldrar hans voru Vil- hjálmur Hildibrandsson bóndi þar og járnsmiður og kona hans Ingibjörg Ólafsdóttir. 1919 brá Vilhjálmur búi og fluttist til Reykjavikur. Þar fór Knstinn í blikksmiðanám. Árin 1936 — 39 dvaldi Kristinn i Danmörku. 1943 gerðist hann starfsmaður Hita- veitu Reykjavikur og vann þar unz hann tók við forstöðu Templ- arahallarinnar 1967 en áður eða allar götur frá 1944 hafði hann starfað fyrir húsráð góðtemplara i Rvik. Og það er að sjálfsögðu á þessum félagsmálavettvangi, sem við kynntumst og höfum tengst vináttuböndum. 1934 gekk Krist- inn i stúku svo að hann á nú að baki langan feril. Kristinn hefur ætið látið sig miklu skipta yngstu borgarana. Hann er faðir Hrann- ar, fyrsta ungtemplarafélagsins. Þá hefur hann verið gæslumaður barnastúku og gegnir nú stöðu umdæmisgæslumanns. Kristinn er góður ræðumaður, svo góður að ég hefi heyrt ágætan prest óska eftir honum i sina stétt, hann er lika harður og fylg- inn sér, vinur vina sinna en harð- skeyttur andstæðingur þeirra, sem litlir eru hugsjónamenn ellegar hafa yfir sér skikkju hræsnarans og skiptir þá litlu hvort þeir teljast bindindismenn eða ei. Satt að segja held ég að templarar væru snöggtum verr á vegi staddir í Rvík. ef Kristins hefði ekki notið við. Á marga lund hefur þessi sjálfmenntaði blikksmiður verið sverð þeirra og skjöldur í höfuðstaðnum nú um hrið. Ég á margar skemmtilegar minningar um Kristin og konu hans, Guðnýju Torfadóttur, og tel mér það til tekna að Árni Helga- son hefur í gamankvæði flokkað mig meðal „skutulsveina Krist- ins“. Ýmsir hafa reynt að gera litið úr starfi Kristins meðal bindindismanna en þegar á reyn- ir, þegar öll sund hafa verið lok- uð, þá er kallað á Kristin og oft hefur hann leyst vandann. Kæri vinur. Ég vona að við eig- um enn mörg sameiginleg ferða- lög fyrir höndum — ferðalög með Óla Jóns eða einhverjum sem aldrei lætur deigan siga. Lifðu heill. II ilmar Jónsson. Stjórnarlistinn féll í Lög- reglufélaginu NÝLEGA fór fram stjórnarkjör í Lögreglufélagi Reykjavlkur. Tveir listar voru í kjöri, A-Iisti stjórnar með Rúnar Guðmunds- son sem formannsefni og B-Iisti borinn fram af Birni Sigurðssyni og fleirum. Urðu úrslit þau, að A-listinn hlaut 85 atkvæði en B- listinn 133 atkvæði. Formaður næsta kjörtimabil er Björn Sigurðsson, en aðrir í stjórn Eggert N. Bjarnason, Gylfi Guðjónsson, Hrafn Marinósson, Guðmundur Guðbergsson, Jóhann Löve og Arnþrúður Karls- dóttir. Fráfarandi formaður, Gísli Guðmundsson rannsóknalög- reglumaður gaf ekki kost á sér til endurkjörs. VI (a.VSIM;ASIMINN KR: 5» 22480 JBoromvblnliiíi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.