Morgunblaðið - 13.03.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.03.1977, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MARS 1977 Ævintýrín í birtuspili gjánna á ÞingvöUum Fiðrildið. Vigdís mpð sk.jald- böku- strákinn Hadda Padda. Vatnslitamynd eftir Vigdfsi frá hennar vngri arum. 9 Sðlin bragaði á veggjum, lék við fingur. Vigdfs var að rjátla við Ijösmyndasafn, sam lá á borðinu. Þrátt fyrir miðjan vetur komu sólskinsdagar fljúgandi úr suðrinu. Það þóttu Vigdfsi góðar gjafir. Eins og svo oft áður var ró yfir Fjölnisveginum, allt svo sælt og hreinlegt f umhverfinu að manni kemur helzt f hug að það sé þurrkað af þarna tvisvar á dag. Haddi Paddi dólaði um gólf og reyndi árangurslaust að komast í gegnum lokaðar dyr á svefnherbergi. Haddi Pasdi er „tveggja lófa“ stór skjaldbaka. Skjaldbaka eins og skartgripur „Þetta er uppáhaldið mitt,“ sagði Vigdís," „ég fékk hann pínulitinn, eins og skartgrip, svo fagurvaxinn og fínlegan. Ég hélt fyrst að þessi skjaldbaka væri kvendýr, en annað kom í Ijós þegar skinnið stækkaði. Þá kom nafnið Haddi. Ég hafði áður kallað skjaldbökuna Höddu Pöddu eftir annarri sem ég átti forðum. Eina átti ég einstaklega fallega. Hún hét Píus, var frá Madagaskar. Þar á ég fallegt mynstur i teppi. Já, mér þykir gaman að dýrum. Ég er á móti þessari drápmenningu. For sprakkar i þeim efnum eru viðsjárverðir gestir. Kött á ég, Baldur heitir hann. Hann er nú eiginlega húsbóndinn á heimilinu, varð aldeilis hissa þegar hann sá skjaldböku krílið og góndi grallaralaus þegar skinnið fór að hreyfa sig. Þetta hefur líklega aðeins verið grjót i hans augum “ Við fylgdumst stundarkorn með Hadda Padda. Hann lúrði stund í sólspori á trégólfinu, en tók síðan á ný að hamast á hurðinni. „Ég hef eiginlega ekki sofið í nokkur ár, ekki siðan ég gekk undir mikinn uppskurð fyrir nokkrum árum. Eg var þá að vinna við stóra teppið fyrir borgina, öndvegis súlnateppið, en nú er verið að biðja mig að vefa teppi i tilefni 100 ára fæðingarafmælis skáld konunnar Huldu, Unnar Bjarklind. Ég hef dálitið hugsað um það en vinnuþrek hef ég ekki haft, en ég horfi fram á betri tíð. Ég hef líka verið að bíða eftir innblæstrinum frá íslenzku flórunni. Vonandi kemur hún skær undan vetri og þá fær mað ur umbun á bið sinni. Þá lifnar allt. Fjandinn hafi það, ég má ekki vera að þvi að drepast strax, éj? á eftir að sj. svo margt fallegt. Mikill hreinleiki norðursins heillar mig.“ Á heimili vefarans hanga ofin teppi með öll um heimsins litum, blæbrigði sótt í íslenzka náttúru. Þetta er gama) dags hlýleg stofa þar sem jafn vel Haddi Paddi týnist ekki stærðinni. Teppi ofin út úr ævintýrum Vigdísar flytja sögu sina á magnaðan, en samt lát lausan hátt. í horninu dormar píanóið, rokkur annað persónulegt býr saman. Teppi Vigdisar eru ofin úr íslenzkri ull, jurtalituð og yfir leitt hefur hún sjálf Dagstund með Vigdísi Kristj ánsdóttur vefara litað garnið. „Þetta er listræn vinna, sem maður hefur lagt líf sitt og ár í að læra,“ segir listamaðurinn um leið og hún fer höndum um eitt af verkum sinum. Líkar ekki aö vera í skammarkrók Mér þótti undarlegt að ekkert af verkum Vigdísar var á nor- rænu vefarasýningunni á Kjarvalsstöðum, því liklega hefur engin fslenzk kona unnið eins i þessari listgrein og á þessari öld hefur Vigdís veflistina til vegs og virðingar sem sjálfstæðan meið í listsköpun á islandi. Þessi hægláta kona á áttræðis- aldri dæsti við þegar ég spurði hana um skýringu á þvi hvers vegna hennar verk hefði ekki ver- ið með. „Ég er svo djúpmóðguð við þessar sýningarnefndir og mér likar ekki að vera sett i einhvern skammarkrók með verk min. Eg á ef til vill ekki betra skilið, en varla er ég þó vitlausari i þessum efnum en hinir vefararnir. Ég kæri mig ekki um að vera að skrúfa mig upp á annarra kostn- að, er ekki gefin fyrir að tísta út í annað fólk og því er maður ef til vill bezt geymdur í sínu horni. Ég hef aldrei skilið þá framkomu að rífa alla niður sem eru að vinna í þvi sama og maður sjálfur. Þær hafa með sér góða menn, sumar. Skilyrðin fyrir þvi að setja verk á þessa norrænu sýningu voru þau að verkin máttu ekkí vera eldri en þriggja ára. Ég tel að það sé um svo vandasama vinnu að ræða að maður þurfi að geta valið úr verkum frá minnst 10 ára tíma- bili. Ég á t.d. ekkert frá síðustu þremur árum nema stóra teppið fyrir Reykjavikurborg sem Margrét Kjærnsted vann með mér og það getur einnig verið erfitt og viðsjárvert að flytja vandaðan vefnað og fyrirferðar- mikinn milli landa. Með- þessum skilyrðum er manni settur stóllinn fyrir dyrnar og ekki vildi ég vera að troða nínum verkum inn. Það þarf líka að taka tillit til þess að það getur tekið langan tíma að vinna eitt stórt teppi. Það tók mig t.d. þrjú ár að vinna fyrra sögulega stóra teppið fyrir Reykjavíkurborg, en eins og ég gat um áðan var ég svo heppin að fá Margréti með mér i síðara teppið. Hún er indæll fé- lagi og þessi vinna liggur svo vel fyrir henni. Það teppi er unnið eftir mynd Jóhanns Briem og ekki hefði ég haft á móti þvi að það teppi væri sýnt. Annars veit Vorkoma með marfuhænu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.