Morgunblaðið - 30.03.1977, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.03.1977, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGITR30. MARZ 1977 31 Happdrættislán Framhald af bls. 19 2094 stig i ágúst 1 974 og 5804 stig I ágúst 1977. Stjórnarflokkarnir samþykktu I veg- áætlun hinn 1 6 mal 1 975 fjárveitingu til vegaframkvæmda 1977. Sú upp- hæð, sem þeir ákváðu þá að veita til nýbygginga vega I ár, nam 2024 millj. á páverandi verðlagi og jafngildir við endurskoðun vegáætlunar nú 3206 millj. kr. (vlsitala I ágúst 1975 3364 stig). Þrátt fyrir hagstæðari ytri að- stæður en á árinu 1975 skera stjórnar- flokkarnir nú niður slna eigin áætlun um vegaframkvæmdir I ár um 746 millj. kr. að raungildi. Sú fjárveiting til vegaframkvæmda, sem þeir vilja gera ráð fyrir I ár, þyrfti að hækka um 30.3% til að jafngildi áætluninni frá 1 975 um framkvæmdir á þvl sama ári. í stað þess að fjáröflun til Norður- og Austurvegar komi til viðbótar þvl fjár- magni, sem áður var veitt til vegafram- kvæmda I landinu, eins og heitið var, eru fjárveitingar til þessara fram- kvæmda teknar af fjárhæð. sem er einungis 54,5% af raungildi fjárveit- inga, sem áður voru I vegáætlun, og skerða aðrar framkvæmdir enn frekar. Það er þvi allt á eina bókina lært varðandi efndir á fyrirheitum um fram- kvæmdir i vegamálum Á sama tlma og framlög til vega- framkvæmda eru þannig markvisst skert með ári hverju aukast slfellt tekj- ur rlkissjóðs af gjöldum á bifreiðar og bensin. í ár munu heildartekjur rikis- sjóðs af innflutningsgjaldi, söluskatti og tollum af bifreiðum og beinslni nema um 8150 millj kr., en greðslur rikissjóðs á afborgunum og vöxtum af lánum Vegasjóðs og beint framlag til Vegasjóðs nema alls 2079 millj. kr., þannig að rikissjóður heldur eftir af þessum tekjustofnum 6071 millj. kr Fjárveitingar úr Vegasjóði til nýrra þjóðvega hækka frá 1975 til 1977 úr 1866 millj. kr I 2460 millj kr , eða um 594 millj kr., á sama tima hækkar sú upphæð, sem rfkissjóður heldur eftir af fyrrgreindum tekjustofnum, um 281 1 millj. kr , eða úr 3260 millj. kr. I 6071 millj. kr., og má þó gera ráð fyrir að þessar tekjur rikissjóðs séu vanáætl- aðar i fjárlögum. Ef miðað er við breyt- ingar á visitölu vegagerðar eru nettó- tekjur rlkissjóðs af þessum tekjustofn- um um 907 millj. kr hærri að raun- gildi T ár en árið 1975. Raungildi fjárveitinga til nýrra þjóðvega lækkar hins vegar um 495 millj. kr á sama tíma. Framkvæmdafé rýrt um 25% Sigkvatur Björgvinsson (A) mælti fyrir nefndaráliti 2. minnihluta. Gagn- rýndi hann einkum fjárveitingar til Vestfjarðakjördæmis, sem væri snið- gengið i Vegaáætlun. í nefndaráliti hans og framsogu kom m a. eftirfar- andi fram: Heildartekjur rlkissjóðs af innflutn- ingi á bifreiðum og sölu á bensini nema þannig 6550 millj. kr á yfir- standandi ári og eru þó enn ótaldar margvlslegar tekjur rlkissjóðs af bif- reiðum og bllaumferð, sem nema tals- verðum upphæðum. þótt lægri séu. Beint rikisframlag i Vegasjóð á árinu 1977 nemur hins vegar aðeins 779 millj. kr., en auk þess greiðir rlkissjóð- ur afborganir og vexti af sérstökum lánum. Framlag rlkissjóðs til fram- kvæmda i vegamálum er þannig að- eins brot af þeim tekjum, sem hann hefur af umferðinni og er vissulega kominn timi til þess að endurskoða þá skiptingu þeirra tekna. Einkum og sér i lagi er ástæða til þess þar sem svo er nú komið, að gjöld, sem rikissjóður tekur af innflutningi bifreiða til lands- ins, eru orðin svo há, að heita má ókleift fyrir venjulega launþegafjöl- skyldu að festa kaup á nýrri eða nýlegri bifreið. Afleiðingarnar eru m.a. þær, að innflutningur nýrra bifreiða hefur á umliðnum árum hvergi nærri nægt til eðlilegrar endurnýjunar á bifreiðaflota landamsnna og I forsendum vegaáætl unar fyrir næstu ¦ ár er t.d. aðeins ráðgerður innflutningur á u.þ.b. helm- ingi þeirra bifreiða, sem til þarf, svo eðlileg endurnýjun geti átt sér stað. Þegar svo fer fram árum saman verða afleiðingarnar að sjálfsögðu þær, að bifreiðafloti landsmanna úreldist og fylgir því umtalsverður óþarfur kostn- aður I dýru viðhaldi bæði frá sjónar- miði þjóðarheildarinnar og einstakra bifreiðaeigenda — einkum þó og sér I lagi þeirra, sem ekki hafa ráð á að endurnýja bifreiðar slnar vegna þess hve verð á bifreiðum er I hróplegu ósamræmi við almenn launakjör þjóð- félagsþegnanna Af þessum ástæðum hafa þingmenn Alþýðuflokksins varpað fram á Alþingi þeirri hugmynd I sam- bandi við endurskoðun tekjuöflunar Vegasjóðs, að athuga beri að lækka mjög verð á nýjum bifreiðum og breyta ráðstöfun tekna vegna bifreiðainnflutn- ings og umferðar frá þvi að vera að meginstofni til almenn tekjuöflun til rlkissjóðs yfir I að verða tekjuöflun fyrir Vegasjóð. Á þessar hugmyndir þing- manna Alþýðuflokksins hafa stjórnar- flokkarnir til þessa ekki viljað hlusta Þvert á móti ráðgera þeir I forsendum tekjuöflunar fyrir Vegasjóð á yfirstand- andi ári að hækka verð á bensini talsvert umfram áætlaða hækkun byggingavisitölu, sem bensingjald — tokjur Vegasjóðs af benslnsölu — hef- ur verið látið hreyfast með án þess þó að gera nokkrar ráðstafanir til þess jafnhliða t.d. að lækka gjöld á innflutn- ingi á bifreiðum. Þannig er I tekjuspá fyrir tekjuöflun Vegasjóðs með bensln- gjaldi á árinu 1977 gert ráð fyrir tveimur afbrigðum bensínhækkunar vegna hækkunar benslngjalds í fyrra tilvikinu er um að ræða hækkun ben- slnverðs um 2.80 kr á lltra frá og með 1. aprll n.k. og hinn 1 júll n.k. um 2.30 kr og par af sérstaka hœkkun um 1 kr., sam ekki verSi samkvœmt áætlaðri fylgni viS byggingavisitölu. heldur I formi nettóhækkunar á álög- um 6 benstnsölu. í siðara tilvikinu er ráðgerð hækkun um kr 6.65 á bensín- litra, sem koma á til framkvæmda 1. júli n.k., og þar af er ráSgerS 2.55 kr. sérstök hækkun, sem ekkert á skylt vi8 fylgni benslngjalds við bygginga- vlsitölu. Hvor leiðin sem valin verður — en áætlað.er, að hvor um sig geti aukið tekjur Vegasjóðs um 300 millj. kr — hefur i sér fólgna umtalsverðar nýjar álögur á bifreiðaeigendur — nettóhækkun bensíngjalds án þess að nokkur tilraun sé gerð til þess að taka til endurskoðunar tekjumál Vegasjóðs I heild og skiptingu tekna af umferð milli rikissjóðs og Vegasjóðs Nýr vegatollur Karvel Pálmason (SFV) gagnrýndi harðlega skiptingu vegafjár milli kjör- dæma. Nefndi hann sem dæma að á ttmabilinu 1965—1976 hefði kjör- dæmi samgönguráðherra hlotið 1 0.2% vegafjár en fengi I ár 28.8% Á sama tima lækkaði hlutfall Vestfjarða og Austfjarða, sem verst væru sett allra landshluta I samgöngum á landí. Gerði hann grein fyrir breytingartillögu, er hann flytur ásamt Sighvati Björgvins- syni, þess efnis, að taka í ár.'og næstu 2 ár, 100 m. kr árlega af fjárveitingu til Borgarfjarðarbrúar, og færa yfir á Breiðdalsveg, jarðgöng Þá gerði hann grein fyrir annarri breytingartillögu þess efnis, að tekið skuli upp sérstakt hraðbrautargjald af bensini og dieseloliu á þaim stöðum. sem tengjast vegakerfi með varanlegu slitlagi (a.m.k. 50 km. að lengd) Gjaldið nemi kr 2.00 pr lltra elds- neytis og skal koma til viðbótar al- mennu söluverði. Gjaldið renni i Vega- sjóð Flutningsmenn auk Karvels eru: Ragnar Arnalds (Abl), Helgi F. Seljan (Abl), Steingrfmur Hermannsson (F), Stefán Jónsson (Abl) og Sighvatur Björgvinsson (A). Taldi Karvel að þessi nýi skattur myndi gefa Vegasjóði 180 m. kr á ári miðað við Reykjavlk, Reykjanes og Suðurland. Hvatti hann stjórnarliða til að taka I útrétta hönd stna og þeirra félaga um tekjuöflun til Vegasjóðs. — Rauði herinn Kramhald af bls. 12. eitt ár að hækka í tign og verða sérþjálfaður sjóliði fyrsta eða annars flokks. Þvi fylgir kaup- eða málahækkun, en hún er ekki mikil. Tækifæri til eigin frum- kvæðis á þjónustutímabilinu munu vera mjög takmörkuð. Þátt- taka I stjórnmálafundum eftir vinnutíma er skylda. Fritíminn I landi er háður föstum reglum. Hinir herskyldu fá grunnmála að upphæð fjórar rúblur á mán- uði ( 1 rúbla = 256 krónur Is- lenzkar). Stundum er greidd við- bót vegna landfræðilegrar legu þess svæðis, þar sem herskyldan er innt af hendi. Aðrar uppbætur fara eftir varðstöðum og afköst- um, ef því er að skipta. Sjálfboða- liðar, sem gegna herþjónustu um lengri tima, fá mun meira greitt. Meóaltekjur „bátstjóra" á mánuði til dæmis ásamt uppbótum og öðr- um aukagreiðslum nema um 200 rúblum. Þeir sem hafa áhafnar- starfsgráðu eða eru undirliðþjálf- ar hafa litlar likur á því að verða liðsforingjar, og því fara þeir flestir í borgaraleg störf. Að sögn er „tilfinnanlegur" skortur á sjálfboðaliðum, sem vilja halda áfram herþjónustu í flotanum. Hinir herskyldu fá á fyrsta einu og hálfa árinu ekkert langt fri, en á siðari helmingi þjónustutimans fá þeir 30 daga leyfi og 20 ferða- daga hið mesta. Stéttamismunur, sem nær til hvers konar viðurgernings, er mjög mikill um borð. Aðbúnaður áhafnar er sagður lélegur, en hef- ur þó batnað á nýjustu skipunum. Landgönguleyfi er veitt í mesta lagi þrisvar I viku, frá kl. 18—24. Við flotaheimsóknir erlendis er landganga aðeins leyfð í hópum undir eftirliti yfirmanns. Svo fá- tæklegar sem þessar yfirlýsingar kunna að þykja — þá missir Rauði flotinn nokkuð af ljóma og skelfingu, þegar gægzt er bak við stáltjöld hans. —svá— þýddi úr „Siiddeautsche Zeitung". — Mikil blaðaútgáfa Framhald af bls. 13. — Þetta eru helztu verkefnin f offsetinu. en ýmislegt smávegis er einníg unnið þannig, t.d. eySublöS og fl. en smiprantiS er þó frekar unnið á gami móðinn og gamla setjaravétin er notuS enn. — Þetta er eina prentsmiðjan á Vestfjörðum. þaS er engin nær okkur en á SauMrkrðki a annan veginn og I Stykkishólmi á hinn. Við höfum verkefni alls staSar að úr fjórSungnum en þó langmest fré ísafirSi og Bolungarvlk, en fré PatreksfirSi eru t.d. alveg jafngóð ar ef ekki betri samgöngur viS Reykjavik en hingaS svo eSli- legast er fyrir þi aS leita þangaS, sagSi SigurSur Jonsson aB lokum. S4^4^ Al l.l.YSISC,ASIMINN KR: ffll^ 22480 1 1 IHarjjimblohitt Ólsarar á námskeiði í reiðmennsku Ulafsvfk 28. mar; HINN landskunni hestamaður Reynir Aðalsteinsson hefur dvalið hér I viku og haldið nám- skeið í reiðmennsku og meðferð hrossa á vegum hesta- eigendafélagsins hér á staðnum. Hafa margir yngri sem eldri notfært sér þetta námskeið, því áhugi á hesta- mennsku hefur aukizt mikið hér hin siðari ár, sem og annars staðar. Einhverjir gárungar hafa haft orð á því að illa sé Ölsurum brugðið ef þeir þurf a á námskeiði að halda varðandi þessa list og hafa jafnan flogið stökur i því tilefni. En menn hugga sig við það að svipað muni uppi á teningnum varðandi Hólmara, því héðan mun Reynir halda til Stykkis- hólms sömu erinda. Helgi. -OOOO/YEAit------------- HJÓLBARÐAR FYRIR DRÁTTARVÉLAR OG VINNUVÉLAR ALDREI MEIRA URVAL AF HJÓLBÖRÐUM EN IMÚ STÆRÐIR 600—16/6 650—16/6 750—16/6 900—16/10 12,0—18/10 600—19/6 9—24/8 11—24/10 -13—24/10 13—24/14 14—26/10 15—26/10 18—26/10 10—28/6 11 — 28/6 12—28/6 13—28/6 14—28/8 15—28/12 14—30/10 1-5—30/10 MJOG HAGSTÆÐ VERÐ 11 — 32/6 14— 34/8 15— 34/14 11 — 38/6 15,5 — 25/12 20,5 — 25/16 ' Við leggjum áherzlu á að eiga á lager flestar stærðir af: Dráttarvéla- og vinnuvélahjólbörðum Hafið samband við okkur, eða umboðsmenn okkar sem fyrst. HJÓLBARÐAÞJÓNUSTAN, LAUGAVEGI 172, SÍMI 28080 GOODjfYEAR HEKLAhf Laugavegi 170—172 — Srmi 21240

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.