Morgunblaðið - 30.03.1977, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.03.1977, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR30. MARZ 1977 25 fclk f fréttum Niels Pedersen er ekki mikill skákmaður. „Ég kann mannganginn," segir hann, „en ég tapa oftast. Ég tefli aðeins þegar mig iangar til að handleika taflmennina mfna, það var miklu skemmtilegra að búa þá til heldur en að tef la með þeim." Hér sést Niels til hægri tefla við eina af fyrirmyndunum. + Þeir eru dálítið frábrugðnir taflmönnum sem Hort og Spassky nota, þessir talfmenn sem vð sjáum hér á myndinni. Það er Niels Pedersen, danskur verka- maður, 66 ára gamall sem hefur skorið þá út í fílabein. Niels býr í Skanderborg og fyrirmyndirnar af tafl- mönnunum eru nágrannar hans. í fimm ár hefur hann eytt öllum sínum frístundum í vinnuherberginu sínu í kjallaranum við að búa til þessa sérkennilegu tafl- menn. Hann hefur alla sína ævi verið verkamaður en flestum frístundum sínum hefur hann varið til að skera út. Meðal fyrirmyndanna að taflmönnunum eru pósturinn með pósttöskuna og í einkennisbúningnum. Smiðurinn við steðjann, verkamaðurinn sem hallar sér fram á skófluskaftið og bóndinn með hendur í vösum, horf andi á svínin sín. Engir tveir taflmenn eru eins og hver um sig er sannkallað listaverk sem hefur verið metinn á 240 þúsund krónur, en þeir eru ekki til sölu. í nœstu kjötbúð HakkaÓ ærkjöt kdóverö kr. 550,- *^~p fyrir góéan maM GEÐI S KJÖTIDNADARSTÖD SAMBANDSINS — Minning Guðjón Framhald af bls. 23 hjá Rannsóknastofnun byggingar- iðnaðarins að Keldnaholti. Kona Eggerts er ' Eygló Guðmunddóttir, og eiga þau tvo syni, Guðjón og Magnús. Báðar fjölskyldurnar hafa ávallt búið undir sama þaki og aldrei fallið skuggi á sambýlið. Eindregni mikil hefur ávallt ríkt milli fbúanna að Efstasundi 30, og sár mun söknuður sveinanna ungu er nú hafa séð á bak af a sínum. Foreldrar Guðjóns eignuðust fjögur börn, og var Guðjón elstur þeirra. Hin eru Magnús starfs- maður hjá Eimskip h/f, Elín Þóra og Ingibjörg. Milli systkinanna allra rikti ávallt samheldni og ástúð. Við orðin vegaskil vil ég þakka Guðjóni Bj. Guðlaugssyni ánægju- legar stundir í leik og starfi á æskustöðvunum í Hnífsdal og vin- áttu gegnum árin sem aldrei bar skugga á. Með Guðjóni er genginn drengur góður, trúr hverjum þeim málstað er hann tók tryggð við. Eftirlifandi konu hans, syni og systkinum, tengdadóttur, sonar- sonum og öðrum ættingjum hans og vinum flyt ég dýpstu samúðar- kveðjur. , « Helgi Hannesson Ekki hafði ég starfað lengi hjá Afengisvarnaráði er aldraður maður, lágur til hnésins en þéttur á velli, kom á skrifstofuna til mín, bauð mig velkominn til starfa og kvaðst fús til liðveislu. Það var Guðjón Bj. Guðlaugsson sem til moldar er borinn í dag. Við nánari kynni af Guðjóni varð mér ljóst að hann var ekki einungis þéttur á velli heldur einnig þéttur í lund. Ungur hafði hann kynnst Góðtemplara- reglunni og verið um áratuga- skeið traustur liðsmaður þar i sveit. Hann ritaði margt um bindindismál og flest prýðilega. Hálfvelgja var eitur i beinum hans, hálfsannleikur draup aldrei úr penna hans. Hann vildi reiða öxina að rótum feyskinna trjáa fremur en daðra við þann vesal- dóm sem breytir grænum skógi i fúna kalkvisti. Hann var einlægur bannmaður. Guðjón Bj. Guðlaugsson var ágætlega hagorður. Mun mörg snjóll staka hans lifa lengi. — Síðasta grein hans birtist i Timanum að honum látnum: Greindarleg og sterk hvatning lifsreynds manns og varnarorð i tilefni lítt grundaðs tillöguflutn- ings á Alþingi um áfengt öl. Um leið og ég sendi fjölskyld- unni, sem jafnan studdi hann og styrkti í mannbóta- og hugsjóna- baráttu hans, hugheilar samúðar- kveðjr bið ég þess að islensk bindindishreyfing megi um alla framtíð eiga i röðum sinum hug- djarfa menn á borð við Guðjón Bj. Guðlaugsson. Ólafur Haukur Árnason Jarðarförin fer fram fá Fossvogs- kirkjukl. 1.30 idag. Dr. Alster tefldiíVest- mannaeyjum TÉKKNESKI skákmeistarinn dr. Alster tefldi f jöltefli f Vest- mannaeyjum á laugardaginn. Tefldi hann 18 skákir, vann 11, gerði 6 jafntefli og tapaði einni skák. Sá sem vann kappann var Jón Sveinsson bifreiðastjóri, en jafntefli gerðu Arnar Sigur- mundsson, Björn Ivar Karls- son, Björg Ingi Magnússon, Karl Björnsson, Guðmundur Guðlaugsson og Sigurgeir Jóns- son. A laugardagskvöldið skoruðu 10 félagar úr taflfélaginu í Vestmannaeyjum á dr. Alster að tefla við þá fjöltefli með klukkum, sem hann gerði. Vann Alster 9 skákir en tapaði einni, fyrir Birni ivari Karls- syni lækni. Sjómenn segja upp samningum og boða kjara- málaráðstefnu AÐILDARFÉLÖG Sjómanna- sambands Islands, að undan- skildum Vestfjarðafélögunum, haf a sagt upp þeim samningum um kaup og kjör sjomanna, sem staðfestir voru með lögum þann 6. september sfðastliðinn. Samningarnir falla þvf úr gildi 15. maf næstkomandi. Með tilliti til góðrar samstöðu sjómannastéttarinnar hefur sambandsstjórn Sjómannasam- bandsins boðað til kjaramála- ráðstefnu sjómanna, þar sem endanlega verður gengið frá þeim kröfum sem sjómenn munu berjast fyrir og standa sameiginlega að i næstu samn- ingaviðræðum, segir i frétt frá Sjómanasambandi Islands. Ráðstefnan verður haldin sunnudaginn 3. apríl á Hótel Sögu og hefst kl. 10.00. ÞU AUGLYSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐLNU Al'Gl.YSIXGA- SÍMIN'X ER: 22480 Meistarakeppni K.S.Í. í kvöld kl. 8 á Melavelli VALUR —FRAM Komið og sjáið spennandi leik. Valur. PEUCEOT Peugeot 504 árg. 1974 Peugeot404 árg. 1973 Peugeot 404 árg. 1972 HAFRAFELL HF. Vagnhöfða 7 simi 85211

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.