Morgunblaðið - 15.04.1977, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. APRlL 1977
Kaflar úr bók þingmanns-
ins Nigel Fishers
í FEBRÚARMÁNUÐI fyrir tveimur árum varð Margaret
Thatcher formaður brezka íhaldsflokksins og þar með
fyrsta konan, sem getur orðið forsætisráðherra Bret-
lands. Útskúfun Edwards Heaths var að mörgu leyti
þjáningarfull gjörð fyrir flokkinn. Smáatriði þess máls
hafa aldrei verið skýrð að marki fyrr en nú. Þekktur
þingmaður brezka íhaldsflokksins, Sir Nigel Fishers,
sem hefur setið á þingi síðan 1950 og gegnt ýmsum
trúnaðarstörfum í- þágu flokksins, hefur nú ritað
bókina „Their Struggle for Power", sem kemur út síðar
á þessu ári. Þar rekur hann stig af stigi aðdraganda
þess, að Heath féll. Brezka blaðið The Sunday Tele-
graph hefur birt útdrátt úr bókinni og verða þeir birtir í
tveimur endursögðum og lauslega þýddum greinum.
„í KOSNINGUNUM í október hafa neitt ráð til aðgerða gegn henni.
1974", segir Sir Nigel. ..varð lýðum
Ijóst að leiðtoginn bar stóra ábyrgð á
útreið flokksins Viðbrögð kjósenda
hvarvetna voru þau hin sömu og ekki
aðeins meðal íhaldamanna og þessi
afstaða varð ekki hvað sízt til að hleypa
af stað þessu leiðindamáli " í kjölfar
þessa fylgdi tímabil samninga. bak-
tjaldamakks. misskilnings. aðvarana til
Heaths frá þeim sem nutu trausts hans
og það sem höfundurinn kallar berum
orðum „óþverrabrögð", sem voru höfð
í frammi gagnvart Heath. Sir Niegel
dregur ekkert undan og segir að „sum-
ir stuðningsmenn Heaths hafi staðið
ömurlega I stykkinu í máli hans". Þó að
víða væri andúð í garð Heaths gætti þó
þess einnig að í mörgum kjördæm-
anna naut hann enn trausts og stuðn-
ings
Þó svo að íháldsflokkurinn hefði
einnig beðið ósigur I kosningunum í
febrúar árið 1974 hafði það ekki orðið
til að koma neinni hreyfingu á stað í þá
átt að skipt yrði um forystumann í
flokknum
..Innan skuggaráðuneytisins var ekki
jafn mikill einhugur". Sir Keith Joseph
og Margaret Thatcher voru mjög gröm
vegna vaxandi verðbólgu og sakir þess
að þeim fannst íhaldsflokkurinn ekki
Upphófust þvl alls konar viðræður.
Hugmyndir voru settar fram er miðuðu
að því að ráða bót á þessu
Sir Nigel segir að Heath sameini I
sér gáfnahroka og vantraust á sjálfum
sér til að vinna hylli almennra kjós-
enda. enda eigi hann erfitt með að
blanda geði við ókunnuga og þyki lítt
alþýðlegur I framkomu. Það stafi þó
meira af því að hann finni þar til
vanmáttar síns að geðjast fólki og
hugnast því en að það stafi af gikks-
hætti einum saman. Hann segir að þeir
menn sem hafi kynnzt Heath og unnið
með honum sé hann „langtum við-
feldnari og hlýlegri manneskja en hann
virðist á ytra borði". En hann bætir við:
„Nánast allir sem ég átti tal við þá og
fyrr, hafa lagt áherzlu á að hann sé og
hafi alltaf verið gríðarlega metnaðar-
gjarn "
Þegar Heath var forsætisráðherra
þótti stjórnun hans hörð og öllu haldið
í föstum skorðum. Heath kunni sitt fag
og hann vænti þess sama af öðrum.
Sir Nigel segir hann mikinn og eldheit-
an ættjarðarvin, ákveðinn mann og
hugdjarfan."
Þannig var staða foringjans í em-
bætti sínu í október 1974 Sú stað-
reynd blsir við að hann varð að hverfa
Edward Heath
Aðdragandinn að falli
Fyrri grein
úr forystuliðinu en menn hafa ekki
vitað gjörla hvernig það bar að hönd-
um.
Sir Nigel segir að framkvæmda-
nefndin hafi komið saman til fundar
fjórum dögum eftir októberkosningarn-
ar. Hafi verið formlegur tilgangur
hennar að undirbúa þingflokkinn fyrir
næsta þing Fundurinn hafði verið
ákveðinn með mánaðar fyrirvara, eða
löngu áður en nokkrar raddir komu
upp um breytingar á forystu flokksins
í kosningunum hafði Verkamanna-
flokkurinn fengið 319 þingsæti,
íhaldsflokkurinn 276, Frjálslyndi
flokkurinn 13 Skozki þjóðernissinna-
flokkurinn fékk 1 2 þingsæti I Skotlandi
og tvö I Wales og Sambandsflokkur
Ulsters vann 10 af 12 sætum Norður-
írlands. Enda þótt formlegur meirihluti
stjórnarinnar væri naumur var hann I
framkvæmd venjulega milli 20 og 40
þingmenn.
Heath hafði tekizt að koma I veg fyrir
mikið fylgishrun, en spár I kosninga-
baráttunni höfðu bent til að slíkt kynni
að vera yfirvofandi Aftur á móti vakti
það ugg I brjósti hjá mörgum. hvernig
þingmenn skiptust eftir landshlutum
og fannst íhaldsmönnum sem þeir
væru að missa tökin á ýmsum svæðum
sem áður höfðu verið hlynnt Ihalds-
flokknum.
Að kosningunum loknum fóru fljót-
lega að heyrast raddir um að leiðtogi
flokksins væri ábyrgur fyrir ósigrinum
Enda hafði Heath aldrei tekizt, eins og
ýmsum fyrirrennurum hans svo sem
Churchill, Eden og Machmillan að öðl-
ast persónulega hylli kjósenda Þó svo
að þetta væri vitað og blasti auðvitað
við hafði hann ekki orðið fyrir umtals-
verðum árásum vegna þessa fyrr en
Tveir eigenda 1 hinni nýju búð leiðbeina viðskiptamönnum daginn
sem hún var opnuð. Kristján Sigurðsson t.v. og Heiðar Sigurðsson t.h.
Nýjung í verzlunar-
háttum á ísafirði
FYRIR skömmu var opnuð á
ísafirði ný verzlun, Ljónið. Eig-
endur hennar gru fjórir, Kristján,
Heiðar og Guðmundur Sigurðs-
synir og faðir þeirra Sigurður
Guðmundsson. Kristján Sigurðs-
son sagði að verzlunin myndi
kappkosta að hafa á boðstólum
fjölbreyttar vörur, matvörur unn-
ar kjötvörur og hreinlætisvörur, á
sem lægstu verði og leggja
áherzlu á afslátt ef verzlað væri í
stærri einingum, en það héfur
ekki tíðkast áður.
Verzlunin verður opin daglega
frá kl. 14 — 18 og til kl. 22 á
föstudögum. Matvöruverzlunum
hefur fækkað nokkuð á Isafirði á
undanförnum árum og eru þær
nú þrjár með tilkomu Ljónsins,
en fyrir fáum árum milli 5 og sjö.
íslenzk réttarnefnd
efnir til happdrættis
ÍSLENZK réttarvernd hefur hleypt af
stokkunum happdrætti til a8 standa
undir kostnaði vi8 starfsemi sfna,
einkum rekstur lögfræSiþjónustu,
sem félagiS veitir ókeypis é skrif-
stofu sinni I MiSbæjarskólanum.
Skrifstofan er opin é þriBjudögum og
föstudögum kl. 16—19 og verSa þar
seldir happdrættismi8ar, en dregiB
verSur I þvf hinn 18. júnf n.k. í frétt
frá félaginu segir, a8 fjöldi manna
hafi notiS þeirrar lögfræSilegu þjón-
ustu senrf veitt er é skrifstofunni en
markmiS Réttarvemdar er a8 berjast
fyrir mannréttindum einstaklinga og
auknu réttlæti f framkvæmd stjóm-
kerfis og réttarkerfis hér é landi, eins
og segir f fréttinni.
MeBal vinninga f happdrætti
Réttarverndar er utanlandsferS eftir
vali fyrir tvo a8 verSmæti 200 þús-
und krónur og vöruúttektir fyrir aam-
tals 200 þúsund krónur.
System/34