Morgunblaðið - 15.04.1977, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. APRlL 19T7
STAÐAN
Þannig var staðan þegar skákin
fðr í bið eftir 41. leik.
Ilvftt: Helgi Ólafsson.
Svart: Jón L. Árnason.
Hvítur lék biðleik.
— Skákþingið
Framhald af bls. 40
vinna til að öðlast titilinn.
Þriðji er Ásgeir Þ. Árnason
með 8 vinninga og fjórði Mar-
geir Pétursson, sem hlaut 7
vinninga, en hann sigraði í bið-
skákinni við Júlíus Friðjóns-
son, en hún var tefld áfram í
gærkvöldi. Þessir fjórir piltar,
sem allir eru undir tvítugu,
skipa landslið íslands í skák.
— Spassky, Hort
Framhald af bls. 40
á sama stað og tima eða klukk-
an 17 siðdegis á Hótel Loft-
leiðum.“
Eins og áður hefur komið
fram, hafa báðir keppendur
fullnýtt þá þrjá veikindadaga,
sem þeir höfðu í einvíginu, og
notaði Hort einn sinna daga til
þess að hjálpa Spassky, þannig
að hann næði sér vel eftir
botniangauppskurðinn. Er það
mál manna að Spassky sé
þarna að launa greiðann með
þvi að tilkynna sig veikan, því
að öðrum kosti hefði Spassky
verið lýstur sigurvegari i skák-
inni ef Hort hefði ekki mætt til
leiks i dag.
— Björn Jónsson
Framhald af bls. 40
kröfu um breytingu á útreikningi
kaupgreiðsluvísitölunnar á þá
lund, að liðurinn áfengi og tóbak
yrði gjörsamlega tekinn þar út.
Hann væri inni i K-visitölunni, en
væri dreginn frá áður en útreikn-
ingur verðlagsbóta færi fram, en
nú vildu þeir alveg losna við
hann. Gildandi kerfi raskar vægi
verðhækkananna í vísitölunni. Þá
kvað hann einnig ASÍ gera kröfu
um að launaliður bóndans reikn-
aðist með við útreikning verðlags-
bóta. ,,Með þessu viljum við forð-
ast að gap myndist milli kaup-
greiðsluvísitölu og framfærslu-
vísitölu, sem orðið hefur við gild-
andi kerfi," sagði Björn Jónsson.
Er Björn var spurður um undir-
tektir vinnuveitenda við þessum
kröfum Alþýðusambandsins sagði
hann að þær hefðu verið litlar.
Guðmundur J. Guðmundsson, for-
maður Verkamannasambands ís-
lands, sem var nærstaddur er við-
talið við Björn fór fram, skaut hér
inn i: ,,Þú ýkir ekki með því að
segja þetta.“
Jón H. Bergs, formaður Vinnu-
veitendasambands íslands, kvað
ASÍ hafa lagt fram sameiginlegar
sérkröfur sínar í 5 liðum. Hann
kvað málin í raun hafa skýrzt við
það, þar sem Wnnuveitendur
gætu nú betur gert sér grein fyrir
því, hvað samninganefndarmenn
ASÍ teldu aðalatriði og hvað auka-
atriði. Ætti þetta því að auðvelda
að unnt verði að ræða aðaikaup-
kröfuna — sagði Jón og bætfi því
við að til þessa hefði stefna ASÍT
þessum kjarasamningum verið
heldur óljós og hann kvað þvi
miður hinar óhemju háu sérkröf-
ur aðildarfélaga ASÍ bera keim af
þvi að félögin ætli sér með sér-
kröfum að halda eða auka þann
tekjumismun, sem verið hefur
innan félaganna.
Jón II. Bergs kvað kröfuna um
vísitöluna og breytingar á út-
reikningi verðlagsbóta í sterku
samhengi við kaupbréytingar og
því kvað hann óhægt um vik að
ræða tilhögun verðlagsbóta áður
en ljóst væri bver kauphækkun
yrði. íír ASÍ kynnti sérkröfurnar
5, sem það gerir að sínum, gerðu
vinnuveitendur kröfu um að fjall-
að yrði einnig á breiðum grund-
velli um málefni, er fram kæmu í
sérkröfum allflestra aðildarfél-
aga ASÍ og eru það kröfur um
dagvinnutíma, tilhögun á greiðsl-
um fyrir neyzlutima (kaffi- og
matartima) og yfirvinnu. Enn-
fremur um vaktafyrirkomulag og
orlofsmálin í heild. Þá lögðu
vinnuveitendur áherzlu á það í
viðræðunum i gær að æskilegt
væri að nefnd yfirfæri fram-
komnar tillögur og geri úttekt á
innbyrðis vægi þeirra í samvinnu
við kjararannsóknanefnd og hver
áhrif sérkröfur hefðu á launa-
hlutföll.
Samningafundurinn í gær var
hinn 4., og hinn 3. undir stjórn
sáttasemjara og sáttanefndar.
Hann stóð í hálfa fimmtu klukku-
stund og nýr fundur hefur verið
boðaður klukkan 16 í dag. í sam-
tölum, sem blaðamaður Morgun-
blaðsins átti við nokkra
samninganefndarmenn á Hótel
Loftleiðum í gær kom fram að
menn teldu þennan fund hinn
fyrsta, þar sem viðræður hefðu
verið málefnalegar.
— Eftirlitsmenn
Framhald af bls. 19
Varðandi það mál ræddu þeir
saman í gær Carter Bandaríkja-
forseti og Dobrynin, sendiherra
Sovétrikjanna í Bandarikjunum,
eins og sagt var frá i Mbl. í frétt
Reuters um samtal þeirra segir að
auk þess að ræða landhelgismál
hafi þeir einnig fjallað um
öryggismál og varnarmálaráð-
herrann, Harold Brown, sagði að
sovézki fulltrúinn hefði meðal
annars lagt áherzlu á mikilvægi
þess að hleypa lífi í SALT-
viðræðurnar um takmörkun
kjarnorkuvopnabúnaðar og væri
til þess fullur vilji af beggja
hálfu.
— Stóraukið
launabil
Framhald af bls. 40
sveins 304.994 krónur og hækk-
unarkrafan þá orðin 134.4%. í
þessum útreikningum er ekki
tekið tillit til krafna um fjölgun
greiddra helgidaga, lengingu or-
lofs og hækkun annarra álaga o.fl.
Kjararannsóknanefnd hefur
einnig reiknað út kröfur Verka-
mannasambands íslands. Þar
segir um almennu kröfuna:
„VMSÍ er aðili að þeirri kröfu
kjaramálaráðst. ASÍ að lægstu
laun verði kr. 100.000 sem við
bætist fullar vísitölubætur fyrir
tímabilið 1. nóv. 1976 — 1. apríl
1977. Vísitala framfærslukostn-
aðar var 1. nóv. 645,12, og hér er
vfsitala framfærslukostnaðar 1.
apríl áætluð 715, samkvæmt þvi
hljóðar krafan um lágmarkslaun
nú upp á hækkun úr kr. 70.043 í
kr. 110.832 eða58,2%.
Síðan birtir kjararannsókna-
nefnd bæði núverandi taxta
VMSÍ og hinn nýja taxta, sem
reiknaður er út eftir kröfunum.
Allir taxtarnir hækka um kr.
235,30 og er þvi prósentuhækk-
unin hæst á neðsta taxtann en
lægst á hinn hæsta. Hækkunin er
á bilinu 58,2% til 49,2%, en
meðaltalshækkunin er áætluð
54%. Ef svo almenna krafan er
reiknuð út með sérkröfum Verka-
mannasambandsins, en þær eru
um fækkun taxta, breikkað taxta-
bil, auknar aldurshækkanir og
nokkrar tilfærslúr á störfum, er
kominn stigandi i prósentuna frá
lægsta taxta til hins haestá.;,
Hækkun á lægsta taxta er þá
58,2% en á hinum hæsta 85,4%.
Meðaltalshækkunin er 71 %.
Heildaráhrif krafna V«rka-
mannasambandsins eru þvi þau,
að mismunur á íægsta og hæsta
taxta minnkar við almennu kröf-
una, en sé sérkrafan talin með
eykst launamismunurinn innan
Verkamannasambandsins. í nú-
verandi taxta er þessi launa-
mismunur 18,3%. Almenna
krafan minnkar þennan mun
niður i 11,5%, en séu sér-
kröfurnar meðtaldar eykst launa-
mismunurinn í 38,6%.
Þá tekur kjararannsóknanefnd
kröfur Iðju, félags verksmiðju-
fólks i Reykjavík, tii umfjöllunar
og kemur þar í ljós að Iðja hefur
haft i heiðri láglaunastefnu ASÍ,
sem mörkuð var á ASÍ-þingi fyrr
áþessu ári. Kjararannsóknanefnd
segir um Iðju-kröfurnar:
„Iðja í Reykjavík gerir ólikt
öðrum félögum engar kröfur um
taxtabreytingar, starfsaldurs-
breytingar eða lengingu bils milli
flokka. Helztu sérkröfur eru, að
iðnverkafólk, sem vinnur ein-
göngu á kvöld- og næturvöktum,
eigi að fá 40% vaktaálag í stað
30%, iðnverkafólk, sem vinnur í
tengslum við ákvæðisvinnu, fái
25% umfram kauptaxta og að
fastir starfsmenn fái tveggja
vikna laun, þegar þeir fara í orlof.
Prósentutölur í kröfum Iðju
lækka, þeim mun hærri sem laun-
in eru. Samkvæmt kröfunum
hækkar 1. flokkur um 58,3%, 2.
flokkur um 56,2% og 3. flokkur
um 54,6%. Sé hins vegar miðað
við laun, sem miðast við fullan
starfsaldur eru prósenturnar
heldur Iægri eða í 1. flokki 54,6%,
i 2. flokki 53,0% og í 3. flokki
52,0%.
í kröfum Landssambands
islenzkra verzlunarmanna er jafn-
framt fylgt láglaunastefnu ASt.
Um þær segir kjararannsóknar-
nefnd: „Samkvæmt núverandi
kjarasamningi verzlunar- og
skrifstofufólks koma aldurs-
hækkanir eftir 1, 3, 5 og 7 ár.
Kröfur LÍV gera ráð fyrir starfs-
aldurshækkunum eftir 1, 2, 3 og 5
ár og að bil milli byrjunarlauna
og eftir 5 ára verði 17,5% i hverj-
um flokki. Ekki er tekið fram
hverjar hækkanir skulu koma á
önnur þrep“. Síðan ber nefndin
saman taxta eftir 1 ár og 7 ár
samkvæmt núgildandi samníngi
og 1 ár og 5 ár samkvæmt sérkröL
um.
Prósenturnar á byrjunarlaun-
um eru hæstar á lægsta flokkinn,
sem ber töluna 1 eða 58,3%.
Flokkarnir eru 10 og lækkar pró-
sentan stöðugt, en í 10 flokki er
hún orðin 38,1%. Ef tekið er mið
af launum meó fullum starfsaldri
er hækkun á 2. flokk, sem þar er
lægstur, 52,5%, en á 10. flokk er
hækkunar krafan 33,4%. Ef sér-
kröfur eru hins vegar taldar með
er hækkun á 2. flokk 69,7%, en á
10. flokk 42,3%.
Þá tekur kjararannsóknanefnd
til umfjöllunar kröfur Raf-
iðnaðarsambandsins og dæmi um
rafvirkja með 3ja ára starfsaldur.
Samkvæmt almennu kröfunni er
hækkunin 43,3%, en með sérkröf-
unni er hún 55,5%. Rafvirki með
3ja ára starfsaldur og 10%
námskeiðsálag myndi hækka sam-
kvæmt almennu kröfunum um
40,6%, en ef sérkröfur eru taldar
með um 59,4%. Síðan segir nefnd-
in: „Taxtar rafvirkja geta tekið á
sig allmörg álög. Augljóst er, að
eftir því sem fleiri álög væru tek-
in inn í dæmið, þeim mun meiri
yrði hækkunin, enda eru þessi
álög nú verulega skert. Þær sér-
kröfur, sem hér koma inn i dæm-
ið, eru krafan um 5% bil milli
taxta og krafan um að álög verði
rétt af.“
Loks tekur nefndin til umfjöll-
unar kröfur Sambands bygginga-
manna. Þar fylgja litlir sem engir
útreikningar, en telur hún fram
þessa sérkröfu: „Kauptaxtar
félaga innan SBM verði sam-
ræmdir og bil milli taxta aukið.
Reikningstölur ákvæðisvinnu
verði endurskoðaðar." Síðan seg-
ir: „Af kröfum SBM sem bein
áhrif hafa á laun má nefna kröfu
15% álag á útivinnu að vetrarlagi,
Þessu til vióbótar hefur Morgun-
blaðið frégnað að samkvæmt gróf-
legum reikningum sé munur á
núgildandi 1. og 3. taxta Sam-
þands byggingamanna 3,85%. Ef
reiknað er með hinni almennu
kröfu ASÍ minnkar þetta bil i
2,51%, en ef reiknað er með ASÍ-
kröfunni og sérkröfum sambands-
ins sjálfs er mundurinn á 1. og 3.
taxta orðinn 10,25%.
— Mobutu
Framhald af bls 1
Fulltrúi Zaire-stjórnar fór í dag
frá höfuðborg Zambíu, Lusaka,
þar sem hann afhenti Kenneth
Kaunda forseta orðsendingu sem
hefur ekki verið birt. Talsmenn
Zambiustjórnar vilja litið gera úr
loftárásunum og segja: „Við höf-
um ekkert á móti Zaire.“
— Danmörk
Framhald af bls 1
mundu lama mikilvægar greinar
atvinnulífsins og þjóðlífið á mörg-
um sviðum. Hann sagði að flug-
samgöngur, ferjusamgöngur og
járnbrautarflutningar mundu
stöðvast þar sem bílstjórar olíu-
flutningabíla hefðu boðað verk-
fall.
Stjórnin vonar að þingið ljúki
afgreiðslu frumvarpsins á morg-
un, en I dag var ekki vitað um
afstöðu hinna 11 þingflokka til
frumvarpsins. Margir þingmenn
borgaraflokkanna eru tregir til að
styðja frumvarpið.
— Spánn
Framhald af bls 1
ekki flokk kommúnista, en stjórn-
in er ekki bundin af ákvörðunum
þingsins og getur virt að vettugi
kröfuna um að þingið verði kallað
saman.
Kommúnistaleiðtoginn
Santiago Carrillo sagði í dag að
Spánverjar hefðu komizt gegnum
alvarlega örðugleik? síðustu daga
og bað kommúnista að sýna still-
ingu og sporna við tilraunum sem
voru gerðar til að einangra þá
fyrir kosningarnar.
— Fiskiviðræður
Framhald af bls 1
fyrr en í fyrsta lagi i maíbyrjun
þar sem Ishkov verður fjarver-
andi þangað til.
Vegna útfrærslu sovézku lög-
sögunnar verða 7.000 japönsk
skip að hætta veiðum á hefð-
bundnum miðum. Samkomulag
hefur tekizt um veiðar Rússa í
fyrirhugaðri 200 mílna lögsögu
Japana og nýrri 12 mílna lögsögu
þeirra þótt litið hafi miðað i sam-
komulagsátt i deilunni um mörk-
in umhverfis Kúrileyjar.
— Réðust
Framhald af bls 1
mennina, Andrei Kelchinsky, sem
er fertugur listamaður, og Henry
Toruntchik, sem er 34 ára gamall
starfsmaður í veitingahúsi. Þeir
sögðust skyndilega hafa fengið
hugmyndina þegar þeir genfu
fram hjá sendiráðinu þar sem Is-
raelsmenn helga 14. apríl minn-
ingu þeirra sex milljóna Gyðinga
sem nazistar myrtu í heims-
styrjödinni.
Strangar öryggisráðstafanir eru
i sendiráðinu, en talsmaður þess
sagði að mennirnir hefðu komið
inn í bygginguna undir þvf yfir-
skini að þeir vildu haldalistverka-
sýningu i Vestur-Þýzkalandi.
Hann sagði að atburðurinn hefði
«kki vakið ótta 50 starfsmanna
sendiráðsins.
— Járnblendi
Framhald af bls. 2.
kl. tvö miðdegis á morgun, og
væri þess vænzt, að Sigurði
Magnússyni hefði gefizt timi til að
skila nefndaráltii og gæti mælt
fyrir því. Sætti hann enn hörðum
ádeilum þingmanna Álþýðu-
bandalags fyrir að fresta ekki
málinu umyrðalaust.
Matthías Bjarnason, heil-
brigðisráðherra, sagði i umræð-
unni, að skýrsla Heilbrigðiseftir-
lits ríkissins hefði verið afhent
iðnaðarnefndum þingsins sem
trúnaðarmál. Úr því sem nú væri
komið sæi hann ekki ástæðu til
annars en skýrslan yrði rædd um-
búðalaust með öðrum gögnum
málsins. Hann sagði starfsleyfi
ráðuneytis og umsögn heilbrigðis-
eftirlits ríkisins fara saman í öll-
um meginatriðum. í sama streng
tóku þingmennirnir Ingólfur
Jónsson, sem vitnaði til símtals
við Hrafn Friðriksson hjá Heil-
brigðiseftirlitinu, sem talið hefði
starfsleyfið viðunandi, frá sjónar-
miði eftirlitsins, — og Benedikt
Gröndal, sem sagðist sannfærður
um, að leyfið væri í samræmi við
sjónarmið Heilbrigðiseftirlitsins,
og hefði heilbrigðisráðuneytið
haldið vel á málum, að sinu mati,
fyrir eftirlitsins hönd, varðandi
ákvæði starfsleyfisins.
Eftir að umræðu utan dagskrár
lauk var málið tekið á dagskrá og
mælt fyrir nefndarálitum. Ræða
Ingólfs Jónssonar, formanns
iðnaðarnefndar, er hann mælti
fyrir munn meirihluta nefndar-
innar, verður birt hér i blaðinu
síðar.
— Loðna
Framhald af bls. 2.
Gísli Árni RE með 9,369 lestir,
aflaverðmæti rúmar 88 milljónir.
— Borgarráð
Framhald af bls. 20
gera tillögur til borgarráðs um
úrbætur, ef ástæóa þykir til.
Tillagan hlaut 1 atkv. og því
ekki stuðning.
Auk skýrslu brunamálastjóra
Bárðar Danielssonar, lá fyrir
fundinum skýrsla slökkviliðs-
stjórans í Reykjavík, Rúnars
Bjarnasonar, og bréf trúnaðar-
manna brunavarða.
— Bændur
Framhald af bls. 20
starfrækt til þjónustu fyrir al-
menning og ekki rekin til arð-
söfnunar.
Meðal annarra atriða, sem
nefndin leggur til að breytt
verði, er að framlög samkvæmt
jarðræktarlögum verði undan-
þegin tekjuskatti, svo sem ver-
ið hafi. Tún verði áfram fyrnd
af fasteignamati en að öðrum
kosti verði kostnaður við rækt-
un talinn til gjalda. Einnig
verði skattmat búpenings
óbreytt. i nefndinni áttu sæti
Egill Bjarnason, Búnaðarsam-
bandi Skagafjarðar, Júlíus
Jónsson, Búnaðarsambandi
Suðurlands, og Stefán Hall-
dórsson, Búnaðarsambandi
Eyjafj arðar.
— Sovétskip
Framhald af bls 1
flaugum og er úr Eystrasalts-
flotanum.
Meðal herskipanna vestur af
Noregi eru Sverdlov-beitiskip og
freigátur af gerðunum Kanin,
Kashin og Krivak. Þar við bætast
orrustuskip, kafbátar, bæði
venjulegir og kjarnorkuknúnir,
fylgdarskip af Petja-gerð, njósna-
skip, hjálparskip og olíuskip.
Flugvélaskipið Kiev, sem hefur
verið með sovézka noðurflotanum
á Kola síðan haustið 1976, tekur
ekki þátt í flotaæfingunum að
sögn norskra hernaðaryfirvalda.
Aðvarar Rússa
Knut Frydenlund utanríkisráð-
herra sagði í dag í veizlu hjá Rúss-
um á Svalbarða að Norðmenn
hefðu alger yfirráð yfir eyjaklas-
anum, að öll 40' aðildarlönd
samningsins um Svalbarða hefðu
jafnan rétt til hagnýtingar
náttúruauðlegða þar og að Sval-
barða mætti ekki nota í hernaðar-
tilgangi.
Rolf Hansen landvarnarráð-
herra fer á þriðjudag í stutta
kynnisferð til Jan Mayen að þvi
er tilkynnt var í dag.
— Hægt að
Framhald af bls. 17.
hefði tekið miklum breytingum frá þvi
er hann kom fyrst til Evrópu?
„Breytingar hafa ekki orðið miklar
Hann er áfram þessi hestur, sem fólk
notar til útreiða I fristundum sinum en
þó hafa sýningar og keppni á islenzk-
um hestum farið í vöxt. Þessar sýning-
ar hafa líka orðið til að auka vinsældir
islenzka hestsins.
Áður keypti aðallega óvant fólk og
fólk, sem enga reynslu hafði 1 hesta-
mennsku, Islenzka hesta en nú kaupa
reyndir knapar hann ekki siður og þar
með fær islenzki hesturinn aukinn og
hærri sess meðal hestamanna al-
mennt Eitt vandamál er farið að segja
töluvert til sin i Evrópu en það er
hversu mörgum fjölskyldum þykir erfitt
að láta þessa vini sina, islenzku hest-
ana, falla, þegar þeir taka að eldast.
Þetta er ekki vegna þess að þessir
hestar séu nokkuð farnir að gefa sig,
sem ég segi þetta, heldur vegna þess
að þetta fólk þarfnast yngri hesta og
hefur hvorki fjárráð til kaupa á þeim
eða landrými fyrir hestana þegar þeim
fjölgar
En fyrst við erum að tala um breyt-
ingar má minnast að það, að hér hefur
orðið breyting á hestamennskunni frá
þvi ég sá fyrst stórmót á Hólum 1 966
Hér hefur þróazt upp glæsileg reið-
mennska sem ekki hvað sizt hefur
komið fram á sýningunum siðustu ár
Islendingar hafa séð, að reiðmennskan
er ekki bara guðsgjöf og það er hægt
að fága hana og bæta með ástundun
og fræðslu", sagði dr. Isenbúgel að
lokum. —t.g.