Morgunblaðið - 30.04.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.04.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1977 3 Ætlun þeirra frá upphafi var að r júf a samstöð- una um 1. maí - segir Hilmar Guðlaugsson um klofninginn í 1. maí-nefndinni og stjórn f ulltrúaráðs verka- lýðsf élaganna í Reyk ja vík KLOFNINGUR varð í 1. maf nefndinni og stjórn fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna f Reykjavfk vegna hátfðahaldanna 1. maf. Mbl. leitaði til Hilmars Guðlaugs- sonar og spurði hann hvers vegna til þessa klofnings hefði komið. „Byrjunin er þannig," sagði Hilmar, „að stjórn fulltrúaráðsins nefndi til menn f 1. maf-nefndina. Meðal þeirra var Pétur Sigurðs- son, alþingismaður, ritari Sjó- mannafélags Reykjavfkur, og fól 1. maf-nefndin honum og Jóni Snorra Þorleifssyni að semja ávarp dagsins. Þeir höfðu þau vinnubrögð að gera fyrst uppkast hvor fyrir sig, en sfðan hugðust þeir reyna að jafna ágreining, sem upp kæmi, og semja eitt ávarp til að leggja fyrir 1. maf-nefndina. En áður en til þess kom, þurfti Pétur Hilmar Guðlaugsson að fara erlendis f embættiserind- um og tók ég þá við hans störfum. Fljótlega kom I Ijós djúpstæður ágreiningur, þar sem Jón Snorri og meirihluti nefndarinnar vildu setja einhliða pólitísk sjónarmið ofar fag- legri og stéttarlegri baráttu. í ávarpi dagsins vildi meirihlutinn ráðast að löglega kjörnum stjórnvöldum og krefjast þess að ríkisstjórnin færi frá. Þá átti að ítreka, að ríkistjórnin væri óbilgjörn og fjandsamleg verkalýðn- um og um utanríkismál átti meðal annars að krefjast úrsagnar úr Atlantshafsbandalaginu Það liggur I augum uppi, að þetta var sett fram fyrst og fremst til að rjúfa samstöðuna, þar sem þeir vissu að ég gæti ekki skrifað undir slíkt, jafnvel ekki með fyrirvara Ég setti fram mínar hugmyndir og lagði þær fram fyrir hönd minnihlutans og með tillögu um það, að Björn Þórhallsson. formaður L ÍV.. yrði annar ræðumaður dagsins, en þessu var hafnað Ég átti þá ekki annars úrskosta en vísa málinu til stjórnar fulltrúaráðs- ins, en reglur mæla fyrir um. að stjórnin skeri úr ágreiningi. sem upp kemur í 1 maí-nefndinni Stjórnin hélt fund á miðvikudag Á þessum fundi lögðum við Magnús L. Sveins- son fram tillögu um að Björn Þór- hallsson yrði annar af ræðumönnum dagsins, en hún var felld með at- kvæðum Jóns Snorra Þorleifssonar, Sigfúsar Bjarnasonar og Guðjóns Jónssonar gegn okkar. Fjarverandi þennan stjórnarfund voru Guð- mundur J. Guðmundsson og Jóna Guðjónsdóttir Þar með hafði meiri- hluti stjórnar fulltrúaráðsins hafnað öllu samstarfi við okkur. Eftir á þá sé ég að ætlun meirihlutans frá upphafi var að rjúfa samstöðuna um 1 maí og þeir bera alla ábyrgð á því að ekki náðist samstaða um hátíðahöldin,'' sagði Hilmar Guðlaugsson. Á framangreindum stjórnarfundi í fulltrúaráði verkalýðsfélaganna I Reykjavík óskuðu þeir Hilmar Guð- laugsson og Magnús L Sveinsson eftirfarandi bókunar: „Við undirritaðir stjórnarmenn I Fulltrúaráði verkalýðsfélaganna ? Reykjavík, hörmum að ekki skuli hafa náðst samkomulag um 1 maí ávarpið. Við erum þeirrar skoðunar, að árangur kjarabaráttu launþega verði bezt tryggður með faglegri, lýð- ræðislegri og sameiginlegri baráttu Er það í samræmi við þá stefnu, sem lögð hefur verið áherzla á í yfirstand- andi kjaradeilu, um faglega sam- stöðu allrar verkalýðshreyfingarinn- ar. Meirihluti 1 maí-nefndarinnar hefur hafnað þessum grundvallar- atriðum og lagt fram ávarp, þar sem einhliða pólitísk sjónarmið eru sett ofar faglegri og stéttarlegri baráttu. við getum því ekki orðið aðilar að því og munum leggja fram annað ávarp. Þrátt fyrir að ekki náðist sam- komulag um ávarpið vildum við freista þess að ná samstöðu um framkvæmt hátíðarhaldanna og gerðum tillögu um að Björn Þór- hallsson, formaður L.ÍV., yrði annar af ræðumönnum dagsins. en því var einnig hafnað, og okkur enginn kostur gefinn á að hafa áhrif á val ræðumanna. Meirihluti stjórnar Fulltrúaráðsins hefur því hafnað öllu samstarfi við okkur og ber því alla ábyrgð á að ekki náðist samstaða um fram- kvæmd hátíðarhaldanna. Hilmar Guðlaugsson, (sign) Magnús L. Sveinsson, (sign)." Þeir Hilmar og Magnús hafa nú ásamt Pétri Sigurðsyni lagt fram sitt 1 maí ávarp og meirihlutinn annað Alg jör ördeyða h já Ey jabátum Netabátarnir farnir að taka upp net ALGJÖR ördeySa hefur veriS I netin hjá Vestmannaeyjabátum þennan mánuð, sem nú er að Itða, og er svo komið að flestir netabátanna munu vera farnir eða eru að búa sig undir að taka netin upp úr sjó, að þvt er Þorsteinn Ingólfsson á sameiginlegri skrifstofu f iskiðjuveranna t Eyjum tjáði Morgunblaðinu I gær. Er þó tæplega hálfur mánuður til hins hefðbundna lokadags á vertfðinni suSvestanlands. Að sögn Þorsteins hefur afli netabát- anna verið sáralítill nú um töluvert skeið og bátarnir jafnvel komið til lönd- unar með innan við eina lest I róðri þrátt fyrir allan þann fjölda neta, sem er i sjó Lttið hráefni hefur því borizt til fiskiðjuveranna I Eyjum undanfarið, og kvaðst Þorsteinn ekki minnast þess áður að vinna félli niður i fiski helgi eftir helgi í aprilmánuði og einnig mörg kvöld eins og gerzt hefði undan- farnar vikur argus Rétt svar á reióum höndum þar sem þörfin er. Lítil tölva — betri nýting IBM System /34, nýjasta tölvusamstæðan frá IBM, gerir meðalstórum fyrirtækjum hérlendis kleift að hagnýta tiltölulega ódýra tölvu á sama hátt og stórar og dýrar tölvusamstæður eru notaðar af Jtórfyrirtækjum og fyrirtækjasamsteypum. Fljótvirk og fyrirferðarlítil IBM System /34 er fljótvirkt og fyrirferöarlítið tölvukerfi, sem því næst hver sem er getur stjórnað eftir fárra tíma þjálfun. System /34 er gert í framhaldi af System /32, og hefur IBM á íslandi tilbúin forrit sérhðnnuð tyrir ísler\zk tyrirtæki fyrir hvers konar verkefni á viðskiptasviðinu. Vinnuskermur í hverri deild IBM System /34 býður þannig tilbúin forrit og vinnslukerfi, sem nýta má þegar í stað til uþþlýsingadreifingar á sérstaka sjónvarpsskerma með tilheyrandi lykilborði. Þannig getur tölvan sjálf til dæmis verið í kjallaraherbergi og unnið að útskrift yfirlitsreikninga á meðan starfsfólk í vöruafgreiðslum, söludeild, bókhaldi og aðalskrifstofu fær umbeðnar upplýsingar um sölu- og birgðamál — hver deild á sínum eigin vinnuskermi. Afgreiðsla á augabragði IBM System /34 býður ódýra fjölvinnslu með möguleikum á 8 vinnuskermum eða prenturum. Hver skermur getur verið í allt að 1.5 km. fjarlægð frá sjálfri tölvunni. Sendingahraði milli skerms og tölvu er um 100 000 stafir á sekúndu. Hvað er meðalstórt fyrirtæki lítið? Ef þér efist um að fyrirtæki yðar sé nógu stórt til að geta hagnast á IBM System /34 með þvi að nýta möguleika starfsfólksins til fulls með öruggu uþplýsingastreymi jafnhliða margskonar færslumöguleikum — hafið samband við söludeild IBM á íslardi og.fáið nánari upplýsingar um hæfni IBM System /34 fyrir starfsemi yðar. ~ 7 — Á ÍSLANDI KLAPPARSTÍG 27, REYKJAVÍK, SÍMI 27700

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.