Morgunblaðið - 30.04.1977, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1977
/p* BÍLALEIGAN
V&IEYSIR
LAUGAVEGI 66
CAR RENTAL
24460
28810
Hótel- og flugvallaþjónusta.
LOFTLEIDIR
■n 2 11 90 2 n 8BJ
OKI
NX-5 Ratsjá
Oki NX-5 er 24 sjómílna ratsjá
með 12” rétthyrndum mynd-
skerm sem gefur bjarta og
skýra mynd 28 sjómílur fram
og aftur, 5 Kw sendiorka og er
sérstaklega byggður fyrir
mikinn hristing.
Skrifið, hringið eða komið,
sendum allar upplýsingar um
hæl.
Viðgerða-
og varahlutaþjónusta.
Friðrik A. Jónsson h.f.
Bræðraborgarstíg 1,
Símar 14135 - 14340.
Lækninga-
tæki til
Hellisands
LIONSKLUBBUR Nesþinga á
Hellissandi afhenti fyrir nokkru
lækningatæki til Læknisstofunn-
ar á Hellissandi. Eftirfarandi
tæki voru afhent:
Sjúkravog ásamt hæðarmæli,
hjartalínuritstæki af nýjustu
gerð, öndunartæki vegna asma-
sjúkra, ristilskoðunartæki, augn-
og eyrnaskoðunartæki og ýmis
smátæki.
Kristinn Kristjánsson formaður
verkefnanefndar Klúbbsins
afhenti tækin, að viðstöddum
stjórnarmönnum og nokkrum
félögum úr Lionsklúbbi Nesþinga
ásamt aðstoðarkonu læknisins og
Kristófer Þorleifssyni héraðs-
lækni, sem veitti tækjunum
viðtöku, lýsti þeim nokkuð
þakkaði fyrir og kvað þau koma
að góðum notum.
Sama kvöld færði Lions-
klúbburinn Tónlistarskóla Hellis-
sands kasettutæki ásamt tveim
hátölurum. Auður Alexanders-
dóttir formaður- Tónlistar-
félagsins þakkaði gjöfina og árn-
aði Klúbbnum allra heilla í fram-
tíðinni.
Á sjöunda starfsári Lions-
klúbbs Nesþinga er starfið
þróttmikið sem fyrr, fundir
fjölmennir og fjörugir, enda
félagsstarfið mikil lyftistöng fyrir
félagslífið á Hellissandi og
nágrenni.
— R.Ó.
Útvarp Reykjavfk
L4UG4RD4GUR
30. aprfl
MORGUNNINN
7.00 Morgunútvarp
Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og
10.10.
Morgunleikfimi kl. 7.15 og
8.50
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og
forustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00.
Morgunbæn kl. 7.50
Morgunstund barnanna kl.
8.00: Sigurður Gunnarsson
les söguna „Sumar á
fjöllum" eftir Knut Hauge
(6).
Tilkynningar kl. 9.00. Létt
lög milli atriða.
Óskalög sjúklinga kl. 9.15:
Kristfn Sveinbjörnsdöttir
kynnir.
Barnatfmi kl. 11.10: a.
Spurningakeppni skólabarna
f Reykjavfk um umferðar-
mál. Hlfðaskóli og Melaskóli
keppa til úrslita. Umsjónar-
maður Baldvin Ottósson
varðstjóri. / b. Utvarpssaga
barnanna: „Stóri Björn og
litli Björn“ eftir Halvor
Floden. Freysteinn Gunnars-
son fslenzkaði. Gunnar
Stefánsson les (11).
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar
12.25 Veðurfregnir og fréttir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.30 Á seyði
Einar Örn Stefánsson
stjórnar þættinum.
SIÐDEGIÐ
15.00 1 tónsmiðjunni
Atli Heimir Sveinsson sér
um þáttinn (24).
16.00 Fréttir
16.15 Veðurfregnir
tslenzkt mál
Dr. Jakob Benediktsson
talar.
16.35 Létt tónlist
17.30 Utvarpsleikrit barna og
unglinga:
„Heyrirðu það, Palli?" eftir
Kaare Zakariassen
Þýðandi Hulda Valtýsdóttir.
Leikstjóri: Helga Bachmann.
Persónur og leikendur:
Palli / Stefán Jónsson, móðir
hans / Jóhanna Norðfjörð,
kennarinn / Randver Þor-
láksson, heyrnarsér-
fræðingurinn / Karl
Guðmundsson, Stfna /
Jóhanna Kn Jónsdóttir,
Pétur / Árni Benediktsson,
Lárus / Skúli Helgason,
Friðrik / Eyþór Arnalds.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
KVOLDIO
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Gerningar
Hannes Gissurarson flytur
erindi.
20.10 „Saga“, hljóm-
sveitarverk op. 9 eftir Jean
Sibelius
Filharmónfusveit Lundúna
leikur; Sir Thomas Beecham
stj.
20.30 Á förnum vegi
Jón R. Hjáimarsson fræðslu-
stjóri talar við Brand
Stefánsson bifreiðastjóra f
Vfk f Mýrdal.
21.05 Hljómskálamúsfk frá
útvarpinu f Köln
Guðmundur Gilsson kynnir.
21.35 „Tjaldað á eyðibýlinu",
smásaga eftir Birgi Stefáns-
son
Höfundur les.
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir
Danslög
23.55 Fréttir. Dagskrárlok.
1KB
LAUGARDAGUR
30. apríl 1977
17.00 Iþróttir
Umsjónarmaður Bjarni
Felixson.
18.35 Litli lávarðurinn (L)
Breskur framhaldsmynda-
flokkur.
2. þattur.
Cedric er kominn til Eng-
lands, ásamt móður sinni, til
að kynnast afa sfnum, jari-
inum af Dorincourt, sem
hann á að erfa.
Þýðandi Jón O. Edwald.
19.00 Iþrótt ...........:..é
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.30 Við hættum að reykja
Lokaþáttur námskeiðs fyrir
fólk sem er að hætta að
reykja.
Umsjónarmaður Sigrún
Stefánsdóttir.
Bein útsending.
Stjórn útsendingar Rúnar
Gunnarsson.
20.45 Læknir á ferð og flugi
(L)
Brezkur gamanmyndaflokk-
ur.
Þýðandi Stefán Jökulsson.
21.10 Ur e.inu f annað
Umsjónarmenn Bergiind
Ásgeirsdóttir og Björn Vign-
ir Sigurpálsson.
Stjórn upptöku Tage
Ammendrup.
22.10 Fólkið við fljótið
(Wild River)
Bandarfsk bfómynd frá
árinu 1960
Leikstjóri Elia Kazan.
Aðalhlutverk Montgomery
Clift, Lee Remick og Jo Van
Fleet.
Myndin gerist f Tenesse-
fylki árið 1933. Chuck
Glover fer þangað i umboði
bandarfkjastjórnar til að
kaupa allt land meðfram
Tennessee-ánni, þvf þar á að
reisa stfflugarða. Carol, ung
ekkja, býr með áttræðri
ömmu sinni á eyju f ánni, en
gamla konan neitar að
flytja.
Þýðandi Jón O. Edwald.
23.35 Dagskrárlok.
Brezki gamanmyndaflokkurinn Læknir'á ferð og
flugi er að vanda á dagskrá sjónvarpsins klukkan
20.45 í kvöld. Þættir þessir eru í lit. Þýðandi er
Stefán Jökulsson.
Heyrirðu það Palli
r
Utvarpsleikrit barna og unglinga
Helga Bachmann.
Hulda Valtýsdóttir.
Heyrirðu það Palli er eftir
norska rithöfundinn Kaare
Á dagskrá útvarpsins í dag er
fimmta barnaleikritið og jafn-
framt það síðasta af þeim sem
útvarpsstöðvarnar á Norður-
löndum höfðu samvinnu um að
yrðu samin. Leikrit þetta, sem
heytir Heyrirðu það Palli, er
frá Noregi. S.l. laugardag var
flutt sænskt barnaleikrit, þar
áður frá Danmörku og
Finnlandi en leikrit eftir Odd
Björnsson var það fyrsta f
röðinni.
Zakariassen. Leikstjóri þess í
íslenzka útvarpinu er Helga
Bachmann en leikritið þýddi
Hulda Valtýsdóttir á íslenzku.
Kaare Zakariassen hefur gert
nokkur leikrit fyrir barna- og
unglingadeild norska sjón-
varpsins. Hann hefur einnig
unnið við þýðingar á leikritum
og gerð framhaldsleikrita.
Bandarísk bíómynd frá 1960 klukkan 22.10:
Klukkan 17,30:
Fólkið vid fljótið
Dagskrá sjónvarpsins í kvöld
lýkur með bandarískri biómynd
frá árinu 1960, sem heitir á
frummálinu Wild River, en hef-
ur í íslenzkri þýðingu Jóns O.
Edwalds hlotið nafnið Fóikið
við fljótið. Leikstjóri er Elia
Kazan og í aðalhlutverkum eru
Montgomery Clift, Jo Van Fleet
og Lee Remick, sem ætti að
vera sjónvarpsáhorfendum að
góðu kunn fyrir leík sinn í hlut-
verki Jennyar, móður Winstons
Churchills, en framhalds-
myndaflokkur um hana var á
skjánum hér í vetur.
Myndin, sem við sjáum í
kvöld, gerist I Tennessee-fylki
árið 1933. Þar segir frá Chuck
Glover, sem kemur þangað í
umboði Bandaríkjastjórnar til
að kaupa allt land meðfram
Tenessee-ánni, því þar á að
reisa stíflugarða. Carol, ung
ekkja, býr með áttræðri ömmu
sinni á eyju í ánni, en gamla
konan neitar að flytja.