Morgunblaðið - 30.04.1977, Síða 5

Morgunblaðið - 30.04.1977, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1977 5 Island í tízku hjá þýzkum ferðamönnum ÍSLAND virðist vera töluvert í tízku meðal þýzkra ferðamanna, og sumarferðir hingað frá Þýzkalandi eru rækilega auglýstar í þýzkum blöð- um um þessar mundir. í nýlegu tölublaði þýzka stórblaðsins Welt am Sontag var til dæmis hálf auglýsingasíða lögð undir að kynna ýmis konar íslandsferðir, bæði almennar ferðir til lands- ins, sérferðir til ein- stakra landshluta og hálendisferðir. | insel zwischen colfstrom und arktischem Eis=1SLAN0 j i/lond ~ -660 ve.A-r-piÁ--s>iR^ atn 1fy-. O. i fy1' vu. V-1(W., — ' JScoKM.'y** : ÍKLCFl ! OUtWut irua. ‘fi. - <.«» ÍA-Ci. /s i i i i i : i i rsi cmtJ ISIAND S ÍACMSANOEIN ... «yer toto fhn •UrUmb’77 1 JÍ*" | island ] INTER AiR : > i /fjfram*-— Iskmd /VatA Osln** MU 'patsion j j INWLN UNþ HiAHfr Htnfabte«la(8siár Bn ! | XlrkjaUjartlnQluT P" Tognatelbjókall |Qgg (M<f.rflugr.h.n Mfion ob DM STt.— i 1 icELAMOAin Ttíglith mehrmols Linienfliige nndi Islnnd Fundur um Landakotstúnið ÍBÚASAMTÖK Vesturbæjar gang- ast fyrir almennum fundi um Landakotstúnið mánudagskvöldið 2. maí kl. 9 og er fundurinn (Iðnó (uppi, gengið inn Vonarstrætis- megin). Tilefni fundarins er nýsam- þykkt tillaga um skipulag Lands- kotstúns, sem gerir ráð fyrir all- mörgum nýbyggingum á túninu. Ólafur B. Thors, formaður skipu- lagsnefndar Reykjavíkur, gerir grein fyrir samþykkt nefndarinn- ar og síðan verða almennar um- ræður. Nokkrir þeirra, sem sýna í Norræna Húsinu, (talið frá vinstri): Richard Valtingojer, Ingunn Eydal, J6n Reykdal, Edda Jónsdóttir, Þórður Hall og Valgerður Bergsdóttir. Aðrir þátttakendur sýningarinnar eru: Pentti Kaskipuro, Björg Þorsteinsdóttir, Einar B. Halldórsson, Ingiberg Magnússon, Kjartan Ólason, Jóhanna Bogadóttir, Ólafur H. Gunnarsson, Ragnheiður Jónsdóttir og Skúli Ólafsson. íslenzk grafík í Norræna húsinu SAMSÝNING á graffkverkum fé- laga I tslenzkri graffk hefst í dag í Norræna húsinu, og er það þriðja samsýningin á vegum fé- lagsins. Af 27 meðlimum sýna 14 núna og einn gestur, finnski lista- maðurinn Pentti Kaskipuro. Félagið Islenzk grafík var stofn- að 1954 og endurreist 1969. Hlut- verk þess er að vera hagsmunafé- lag grafiklistamanna og stuðla að framgangi þeirrar listar hér á landi, að gangast fyrir samsýning- um félagsmanna og kynna er- lenda grafík hér og íslenzka gra- fík á erlendum vettvangi. Félagið hefur verið aðili að Norræna grafikbandalaginu frá 1969 og hefur tekið þátt í öllum sýningum NGU, sem haldnar eru annaðhvert ár, frá þeim tíma. Formaður félagsins Islenzk gra- fik er Jón Reykdal. Sýningin hefst í dag kl. 15, stendur til 9. mai og verður opin daglega frá kl. 14—22. Myndavíxl ÞAU mistök urðu í frétt Morgunblaðsins í gær af úrslitum prestkosninga í Siglufirði og Ólafsfirði að myndir af prestunum tveimur er hlutu lögmæta kosningu, sr. Úlfari Guðmundssyni og sr. Vig- fúsi Þór Árnasyni, víxluð- ust. Eru þeir og lesendur beðnir velvirðingar á þess- um mistökum. Sr. Úlfar Guðmundsson Sr. Vigfús Þðr Arnason A.A.-menn flytja MÁNUDAGSDEILD A.A.- samtakanna er nú að flytja alla starfsemi sina úr Tjarnargötu 3c í safnaðarheimili Langholts- kirkju. Deildin verður þar rekin áfram sem opin deild frá og með 2. maí n.k. Verða félagar í samtökunum þar til viðtals milli 8 og 9 á mánu- dögum, en fundir eru kl. 9. Mín vegna ogþín Ný ljóðabók Nínu Bjarkar MÍN VEGNA OG ÞÍN nefnist ný ljóðabók eftir Nínu Björk Árna- dóttur. Þetta er fjórða ljóðabók Nínu Bjarkar, en einnig hefur hún samið nokkur leikrit. Bókin er 64 bls. Kápa og myndskreyt- ingar eru eftir Valgerði Bergs- dóttur. Útgefandi er Heims- kringla. i i^ ii ii *k(k(k ** ** n ** S< s s s s Si s -/C; -C; s< s s s s s s Hótel Sögu, sunnudagskvöld 1. maí ★ Kl. 19.00: Húsið opnað. Svaladrykkir og lystaukar. -fcKI. 19.30: Stundvlslega. Ódýr kvöldverður. 3 austurlenzkir smáréttir: Kínverskur fiskréttur Cho Low Yu, indverzkt kebab. karry, arabiskur kjúklingur Djedjad Imer. Verð aðeins kr. 1.930 Tízkusýning Modelsamtökin sýna nýjustu vor-og sumartizkuna Fegurðarsamkeppni I Inriorvnrrlit f Lnnnmnm . .n\ & i5t Undanúrslit í keppnmm um titilinn Ungfrú Útsýn 1977 10 stúlkur úr þessum glæsilega hópt koma fram i úrslitakeppni. P ÍC Ferðabingó: Vinningar 3 glæsilegar Útsýnarferðir til ítallu og Spánar. ATH. Allir matargestir fá gjafasýnishorn frá frönskum ilmvatnsframleiðendum: Kl. 21.00 if Skemmtiatriði: Hinn óviðjafnanlegi Ómar Ragnarsson NONCHALANCE FABERGÉ — BRUT TABAC Missið ekki af þessum glæsilega (agnaði og pantið borð hjá yfirþjóni f slma 20221 strax t dag Munið fullt hús. fjör og fjöldi vinninga á Útsýnarkvöldum. Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar leikur fyrir dansi til kl. 1. ATH. Gestir sem koma fyrir kl 20.00 fá ókeypis happdrættismiða og er vinningurinn Útsýnarferð til Spánar eða Ítalíu & <3* íf rr íf ri

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.