Morgunblaðið - 30.04.1977, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1977
11
Frímerk j auppboð
F.F. var fjölsótt
FRÍMERKJAUPPBOÐ Félags
frímerkjasafnara var haldið á
sumardaginn fyrsta, svo sem
sagt hafði verið frá hér í þætt-
inum. Að þessu sinni voru boð-
in upp 258 númer og eitt auka-
númer. Ekki fékkst boð í 24
þeirra — eða 9,3%, og er þetta
mjög hagstætt hlutfall. Fjöl-
menni var á uppboðinu eins og
yfirleitt hefur verið og töluvert
fjör í mörgum boðum. Einkum
er mikill áhugi á fyrstadagsum-
slögum og þá eðlilega hinum
eldri og sjaldséðari. Fyrsta-
dagsumslag af Alþingishúsinu
1952 i góðu ásigkomulagi var
slegið á 25 þús. kr. — og sölu-
skattur að auki, en það var met-
ið á 15 þús. til boðs. Heimssýn-
ingin 1939 fór á 2 þús. kr. og
Fiskar og Geysir frá sama ári á
7 þús. kr. Þá fór umslag frá
1944 með Lýðveldismerkjunum
á 6.500 kr. Hér er sennilegt, að
stærð umslagsins hafi haft
áhrif á verðið, þvi að hún virð-
ist skipta verulegu máli i sum-
um tilvikum. Er það vegna
þess, að plastalbúmin eru flest
stöðluð fyrir ákveðnar stærðir
og þær fremur litlar. En á árun-
um kringum 1940 og fram yfir
1950 notuðu menn þau umslög,
sem fengust, og stundum allfyr-
irferðarmikil. Slík fyrstadags-
umslög eru því að vonum ekki
eins eftirsótt af söfnurum. Það
er svo sem margs að gæta í
þessum efnum sem öðrum.
Þá er Ijóst, að eftirspurn eftir
venjulegum umslögum eða svo-
nefndum hversdagsbréfum fer
vaxandi hér á landi sem annars
staðar. Nokkur slík voru á
þessu síðasta uppboði. Hljóp
sumum vissulega kapp í kinn,
þegar þau voru boðin upp, og er
ég anzi hræddur um, að spennan
hafi leitt ýmsa nokkuð langt í
boðum sínum og það svo, að
verðið, sem fékkst sé ekki raun-
hæft í öllum tilvikum. Umslag
frá 1930, stimplað á Sveinsstöð-
um, fór á 17 500 kr., en byrjun-
arboð voru 3 þús. kr. Annað
umslag frá sömu póststöð, st.
1931, var metið á 3 þús. kr., en
slegið á 7 400 kr. Þriðja umslag
frá sömu stöð 1932, sem metið
var á 3 þús, kr. fór á 9 þús. kr.
Loks var fjórða umslagið frá
Sveinsstöðum frá þessum árum
metið á 7 þús. kr., enda bæði
ábyrgðar- og peningabréf og
frímerkt eftir því. Um þetta
umslag varð allhörð barátta, og
varð sá, er hreppti, að gefa fyr-
ir það 27 þús. kr. Við allt þetta
bætist svo að sjálfsögðu hinn
illræmdi söluskattur. Segja má,
að söfnun frímerkja á heilum
umslögum sé að verða eins kon-
ar tízkufyrirbæri viða um heim.
Fer vissulega vel á því að prýða
söfn sín með umslögum og eins
með svonefndum afklippingum
af umslögum með merkjum á.
Hér er um tiltölulega nýtt söfn-
unarsvið að ræða, og á meðan
eftirspurn eftir þessum hlutum
er meiri en framboð, má eðli-
lega búast við hækkandi verði.
En að minum dómi er hér sem
annars staðar kapp bezt með
forsjá.
Enn sem fyrr eru margir
stimplar eftirsóttir og eins bréf-
spjöld. Þó finnst mér eins og
númerastimplar séu ekki eins
Amphilex
Dagana 26. maí — 5. júni nk.
verður alþjóðafrímerkjasýning
með þessu heiti haldin í
Amsterdam á vegum frímerkja-
safnara og kaupmanna í Hol-
landi í samvinnu við hollenzku
póststjórnina. Verður hún und-
ir vernd F.I.P. Um 600 sýnend-
ur hafa tilkynnt þátttöku og
hafa til umráða um 4600
ramma. Þátttakan hefur orðið
svo mikil, að bæta varð 4 þús.
fm. við sýningarsvæðið, en það
verður alls 28 þús. fm. Árið
1967 var haldin alþjóðasýning
með sama heiti í Amsterdam,
en þá var sýningarsvæðið hálfu
minna en nú. Á sýningunni
verða 120 frímerkjakaupmenn
viðs vegar að með söludeildir
og ekki færri en 40 póststjórnir.
amphilex
77
Philatelic world
exhibition
26 may - 5 june 1977
AMÍTtROAM rai
Ekki hefur verið ráðgerð hóp-
ferð héðan á þessa sýningu, en
ekki er ólíklegt, að einhverjir
islenzkir safnarar leggi leið
sina þangað, Frimex 77 er líka
framundan, svo að islenzkir
safnarar hafa i mörgu að snúast
um þær mundir, sem Amhpilex
77 stendur yfir. En vafalaust
verður þar margt að sjá og
eftirsóttir og oft áður. Hér voru
t.d. slíkir stimplar á heilum um-
slögum, en þeir eru næsta sjald-
séðir. Gat ég átt von á hærra
boði i þessi umslög en raun bar
vitni. Hæsta verð, sem fékkst
fyrir einstakt boð, voru 65 þús.
krónur fyrir yfirprentunina
þrír frá 1897 og söluskattur að
auki. Ég hef svo oft getið þess
hér í þættinum, hver hemill
söluskatturinn er á boð manna,
að óþarfi er að endurtaka það
núna. Þannig bauð enginn í
fjórblokkir af Alþingishátíðar-
merkjum 1930, sem metnar
voru á 120 þús., og ekki heldur i
Alþingishúsið 1952 í fjórblokk
á 75 þús. Hér þarf enga glögg-
skyggni til að sjá, að menn vilja
heldur kaupa svo dýra hluti eft-
ir öðrum leiðum, ef þess er
nokkur kostur, og sleppa við að
greiða tugi þúsunda í óréttláta
skattheimtu.
Á þessu uppboði var nokkuð
af erlendu frimerkjaefni og
seldist það allt, enda var byrj-
unarboðum stillt i hóf að mínu
viti. Ýmsir hafa verið með
hleypidóma um það, að til-
gangslítið væri að bjóða hér
upp erlent efni, enda sjaldan á
boðstólum. Þess vegna fór vel á,
að hið gagnstæða kom í ljós. Er
sjálfsagt fyrir uppboðsnefnd
F.F. að freista þess að hafa er-
lent efni á uppboðum, því að
þeir eru margir, sem safna t.d.
Norðurlöndum og Þýzkalandi.
Undirbúningur er þegar haf-
inn undir næsta uppboð F.F.,
sem haldið verður i samb. við
20 ára afmæli félagsins og há-
tíðarsýninguna Frímex 77. Er
ætlunin að vanda alveg sérstak-
lega til þessa uppboðs og koma
uppboðsskránni út með sæmi-
legum fyrirvara. Fer vel á því
Frlmerkl i
eftir JÓN AÐAL-
STEIN JÓNSSON
og ekki sizt, þegar vitað er, að
allmargir erlendir íslandssafn-
arar ætla að véra hér þessa
hátíðisdaga F.F. i júni. Ég hef
hugboð um, að á þessu uppboði
verði ýmsir þeir hlutir boðnir
upp, sem hafa ekki áður verið
hér á uppboðum og fremur
sjaldan erlendis. Er skemmti-
legt fyrir F.F. að geta m.a. hald-
ið afmæli sitt hátíðlegt með
þessum hætti. Ég mun svo að
sjálfsögðu greina nánar frá
þessu, þegar uppboðsskráin
hefur borizt mér í hendur.
Skemmtileg umslagaútgáfa
PÓSTÞJÓNUSTAN 200 ÁRA
ÍWMrt (flrt ®st «#«. etrt ®bA «m<
«u Brtl «•! CHIOSTIANSEORC uH ffiai* *«i}tllj*
*vr,d,lK«-ei» KlOKtKHAVM tlfl I jtv Wl>l I776,
tiiikt ssotei SEosðffist §miií» 03 @fia(
1776—197$
FÉLAC FRÍMERKJASAFNARA
J HAFNARFIRÐl OG CARÐABÆ
PÓSTHOLF 40 HAFNARFIRÐI
WFHO-t
margt að læra eins og á öðrum
alþjóðafrimerkj asýningum,
sem haldnar hafa verið.
★
Eitt sinn hvatti ég stjórnir
frimerkjafélaga og -klúbba ut-
an Reykjavíkur til þess að
senda þættinum upplýsingar
um starfsemi sina. Er það vitan-
lega í þágu allra safnara að fá
sem gleggsta vitneskju um það,
sem gerist i þessum efnum f
öðrum herbúðum. Ekki hefur
þættinum borizt mikið af þess
háttar fræðslu, en lesendur
muna vafalaust, að ég greindi
frá starfsemi þeirra á Húsavík
og næsta nágrenni 19. marz sl.
Nýlega gafst mér svo sjálfum
kostur á að sitja fund með all-
mörgum félagsmönnum i Fé-
lagi frímerkjasafnara í Hafnar-
firði og Garðabæ. Var mjög
ánægjulegt að eiga með þeim
kvöldstund og rabba við þá um
sameiginleg hugðarefni. Þetta
félag var stofnað 23. jan. 1975
af 19 söfnurum, en nú eru fé-
lagarnir orðnir 30 að tölu. Eru
að jafnaði haldnir niu fundir
frá þvi i september og fram í
maí eða júní. Stjórn félagsins
skipa nú: Hartvig Ingólfsson
formaður, Páll Ásgeirsson rit-
ari og Michael Guðvarðarson
gjaldkeri. Safnarar í téðum
bæjarfélögum geta gerzt félags-
menn með þvi að senda um-
sóknir til félagsins og stíla á
pósthólf 40 i Hafnarfirði.
Á fundi þeim, er ég sat,
greindu þeir mér frá skemmti-
legu verkefni, sem þeir tóku
sér fyrir hendur i tilefni 200
ára afmælis póstþjónustunnar
á íslandi á síðasta ári. Það var
að safna stimplum allra póst-
stöðva á landinu á sérstök um-
slög, sem þeir létu útbúa í
þessu skyni. Er umslagið mjög
táknrænt, svo sem sjá má á
meðfylgjandi mynd. Ef hún
prentast vel, sést, að póststöðin
er Bifröst. Að sögn þeirra tókst
þessi stimplasöfnun vel, enda
hafa þeir hug á að taka sér
önnur þess konar verkefni fyrir
hendur á næstu árum. Hér hafa
þeir i Hafnarfirði og Garðabæ
fitjað upp á sérstæðu og um
Ieið áhugaverðu verkefni, sem
gaman er að fylgjast með.
★
Að endingu vil ég svo minna
lesendur þáttarins á útkomu
Evrópufrímerkjanna á þriðju-
daginn kemur, 2. mai. Annars
var nokkuð sagt frá þessari
sameiginlegu útgáfu svo-
nefndra CEPT landa i þætti 2
þ.m.
Fær einkaleyfi á
Camegie-námskeið-
unum í Danmörku
KONRÁÐ Adolphsson, forstöðu-
maður Dalkae Carnegie-
námskeiðanna hér á landi, hefur
fengið einkaleyfi á námskeiða-
haldi á vegum Dale Carnegie i
Danmörku frá og með 1. janúar
1977 að telja. 1 samtali við
Morgunblaðið i gær sagði Konráð
að hann hygðist setja á stofn úti-
bú Stjórnunarskólans í Dan-
mörku og hefja starfsemina þar
um mánaðamótin ágúst-
september.
Vilhjálmur Vilhjálmsson, sem
annazt hefur rekstur Stjórnunar-
skólans hér á landi ásamt Konráð
mun flytjast utan ásamt fjöl-
skyldu sinni og taka að sér skipu-
lagningu og stjórnun námskeið-
anna i Danmörku.
Dale Carnegie-námskeiðin hafa
rutt sér mjög til rúms á unanförn-
um árum og eru nú haldin í 52
þjóðlöndum. Hins vegar hafa þau
ekki verið starfrækt á hinum
Norðurlöndunum til þessa, en
orðið mjög útbreidd hér á landi.
Hingað til hafa um 4 þúsund
manns sótt námskeiðahaldið hjá
Stjórnunarskólanum.
Konráð kvaðst fastlega gera ráð
fyrir að námskeiðin mundu
mælast jafnvel fyrir í Danmörku
og annars staða. Mátti á honum
heyra að hann hyggur á frekari
landvinninga á hinum Norður-
löndunum, þar sem hann kvaðst
gera ráð fyrir að Dale Carnegie-
námskeiðin hefðu unnið sér sess á
öllum Norðurlöndum eftir 3—4
ár.
SLÁIÐ
í EINU
HÖGGI
Irland
7.—14. maí.
Verð kr. 46.200 —
Sérstakur
fjölskylduafsláttur.
Fjölbreyttir
f X _■ ■ I ■ |