Morgunblaðið - 30.04.1977, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1977
„GKtoUM FORINGJA ER GOTT AÐ FYLGJA”
Til fiskiveiða fóru. Sjötíu ár á sjó og
landi. Tileinkað starfsfólki Haralds
Böðvarssonar & Co. Akranesi 1977.
Safnað hafa og skráð Haraldur Stur-
laugsson og Sigurdór Sigurdórsson.
Prentv. Akraness.
EG brást vissulega giaður virt,
þegar mér barst frá Haraldi
framkvæmdastjóra Sturlaugs-
syni afmælisrit sjötíu ára
starfs, umsvifa og úrræða fyrir-
tækisins Ilaraldur Böðvarsson
& Co., og ég hef lesið hina stóru
sérstæðu og efnismiklu bók
mjög vandlega mér til mikillar
ánægju, farið yfir marga af
kiiflunum aftur og aftur. Og
kemur þar margt til.
Eg hef aldrei látið hjá líða að
fylgjast vel með hverju því,
sem gerzt hefur í íslenzkum at-
vinnumálum — og þá ekki sízt
sjávarútveginum, sem ég hafði
af mjög náin kynni á bernsku-
og unglingsárum mínum og
hafði síðan margvísleg afskipti
af á því tímabili ævinnar, sem
ég átti heima á ísafirði. Á fer-
lugsaldri skrifaði ég Virka
daga, sögu híns afrennda
kraftamanns og fengsæla há-
karla- og síldveiðiskipstjóra
Sæmundar Sæmundssonar, og
ennfremur Sögu Eldeyjar
Hjalta, sem var slíkur að skap-
gerð og hvers konar atgervi, að
það var ævintýri að kynnast
honum pg lífsferli hans náið.
Réttum tuttugu árum síðar rit-
aði ég í vesturveg, siigu ná-
komins frænda míns, sem fór
til Englands, varð þar furðu
fljótt fengsæll og víðkunnur
togaraskipstjóri og síðan mjög
hagsýnn og raunsær úlvegs-
maður, og reyndist loks á efri
árum sínum engu síður fram-
takssamur og farsæll stórbóndi
á eyjunni Mön, un/. hann flutt-
ist hingað heim til að bera hér
beinin.
Nokkru eftir að bókin í
vesturveg kom út, ritaði Har-
aldur Biiðvarsson grein í
Morgúnblaðið um mál, sent
hann bar fyrir brjósti, og í
henni minntist hann mjiig lof-
samlega á siigu mína af lifsferli
frænda míns. Það gladdi mig,
þar eð ég taldi Harald Biiðvars-
son hafa ntanna bezt skilyrði til
vera í þjónustu hans. Ég fylgd-
ist síðan með þvi í stórum drátt-
um, sem Haraldur Biiðvarsson
hafði með höndum, hve mjög
honum lágu á hjarta hafnarmál
Akurnesinga og hverja rausn
hann sýndi heimabæ sfnum, þá
er upp var runnin stríðsgróða-
iildin og hann hafði stórum
aukið umsvif fyrirtækis síns.
Þá stakk það mjög í augu hvers,
sem átti leið um Akranes, hve
allt var vandað og snyrtilegt,
sem hann hafði látið gera eða
haft afskipti af. Ennfremur
hafði ég komizt að raun um, að
þó að hann hefði stundum verið
erfiður viðsemjandi í kaup-
deilum og jafnvel ærið harður í
horn að taka, á þeim árum, sem
hann var að koma fótum undir
atvinnurekstur sinn og var ugg-
Fyrri grein
andi um framtíð hans, varð ég
þess vís, að hann naut mikilla
vinsælda hjá starfsföki sínu og
trausts og virðingar jafnvel
þeirra, sem enn báru einhvern
kala til hans frá árum verkfalla
og vinnudeilna. En hvað sem
öðru leið, leit ég á hann sem
afreksmann, og þegar ég hafði
lesið áðurnefnda grein hans,
hlakkaði í mér, því að nú virt-
ust mér nokkur líkindi til þess,
að mér gæfist kostur á að festa
á blöð sögu eins af mestu
merkishöldum íslenzkra
atvinnuvega fyrr og síðar. Ég
leitaði svo fundar við Harald
Böðvarsson, og á næstu fimm
árum ritaði ég sögu hans i tóm-
stundum mínum, hreinskrifaði
hana að mestu á þeim tímum
dags, sem þorri manna er ekki
risinn úr rekkju. Fór ágætlega
á með mér og sögumanninum,
og ennfremur kynntist ég hans
nánúslu að öllu góðu. Þótti mér
það eitt miður, að hið hug-
kvæma og stórhuga valmenni,
Sturlaugur Böðvarsson, vildi
láta sín sem minnzt við getið.
Hann var svo hógværiega hlé-
drægur, að hann fékkst ekki til
að segja jafnrækilega og ég og
faðir hans óskuðum frá þátt-
töku sinni í framkvæmdum og
velfarnaði fyrirtækisins eftir
að faðirinn gerði hann 24 ára
gamlan að meðeiganda sínum
og gaf honum meiri ráð til til-
rauna og framkvæmda en flest-
ir munu hafa ætlað. Komst ég
fyllilega að raun um, að sam:
starf þeirra feðga var beinlínis
furðulega náið, og dró það sizt
úr mati minu á vitsmunum og
manndómi Haralds, hvert yndi
honum var að áhuga og fram-
kvæmdavilja sonarins.
Þegar ég hafði lesið vandlega
bókina Til fiskiveiða fóru, las
ég alla ævisöguna í farar-
broddi, og reyndist hún fylli-
lega standast þann fyrri dóm
minn, að hún væri siður en svo
gædd minna lífi og fjölbreytni
eða að neinu leyti ómerkari
með tilliti til fortiðar og fram-
tíðar en þær ævisögur, sem ég
hef áður ritað, hafa hlotið mik-
inn hróður og dregið ærið langa
drögu ævisagna, sem eru marg-
ar hverjar hvorki vel ritaðar né
samdar, en hafa þó velflestar
nokkurt gildi sem heimildarrit
um misjafnar manngerðir, lifs-
hætti og lífskjör á liðnum tím-
um breytínga, sem nálgast það
að mega heita bylting i atvinnu-
háttum, jöfnun mannréttinda
og aðstöðu til lífsins. Ég komst
og að raun um, að í afmælis-
ritinu er ekkert, sem brýtur í
bág við það, sem segir i ævi-
sögunni, enda í ritinu viða til
hennar vitnað. Hins vegar er í
hinni nýju og sérstæðu merkis-
bók frá mörgu sagt ærið for-
vitnilegu og skemmtilegu, sem
fyllir í óhjákvæmileg skörð í
ævisögunni og ekki rúmaðist
eða hæfði ínnan þess ramma,
sem henni hentaði.
Hinn 17. nóvember 1976 voru
liðin sjötíu ár frá því að hinn 17
ára gamli Haraldur Böðvarsson
seldi stóð sitt, skjótta hryssu og
þrjú ótamin afkvæmi hennar,
og varði andvirðinu til kaupa á
sexæringnum Helgu Maríu.
Með þessu lagði hann grund-
völlinn að hinni stórbrotnu út-
gerð sinni, verzlun og iðnaði.
Haraldur BöAvarsson.
fyrirtækjum, sem jafnvel ekki
hin alræmda heimskreppa fékk
svo mikið sem komið á annað
knéð — eins og þó Elli kerling
Ása-Þór forðum. Það var svo
sannarlega að verðugu, að
framkvæmdastjórar fyrirtækis-
ins Haraldur Böðvarsson & Co.,
þeir Sturlagur H. Böðvarsson
og sonur hans, Haraldur,
ákváðu að minnast hins merki-
lega afmælis með útgáfu rits,
sem segði hina fróðlegu sjötíu
ára sögu í máli og myndum. En
svo meinleg og harðleikin
reyndust örlögin, að Stur-
laugur, sem hafði í hart nær
hálfan fjórða áratug stjórnað
fyrirtækinu, fyrst með föður
sínum, svo einn og loks ásamt
þriðja ættliðnum, syninum Har-
aldi, fékk ekki að lifa það, að
upp rynni hinn stórmerki
afmælisdagur, og þá er Stur-
laugur lézt, hafði ekki verið
endanlega ákveðið form hins
fyrirhugaða afmælisrits. Það
féll svo f hlut sonarins unga að
taka um það ákvörðun, og vissu-
lega hefur honum tekizt að
sníða ritinu stakk, sem er betur
við hæfi en nokkur annar, sem
ég hafði getað hugsað mér.
Ritið gegnir og margbrotnu
hlutverki. í fyrsta lagi er það,
sem ég hef áöur drepið á, að
ritið fyllir á mjög lifrænan hátt
I eyður þeirrar starfssögu fyrir-
tækisins, sem fram kemur í
ævisögu stofnandans; í öðru
lagi sannar ritið þaó svo ljóst
sem verða má, hversu mikils
virði það hefur verið hinni víð-
tæku starfsemi á sjó og landi að
hafa einvallið í þjónustu sinni,
margt af því ekki þokað sér um
set áratugum saman; í þriðja
lagi sýnir ritið, hve stjórn-
endurnir hafa kunnað fágæt-
lega vel að meta góðan liðskost
— og loks, að þaö fólk, sem hjá
þeim hefur unnið, hefur vissu-
lega unað sínu hlutskipti og
lagt sig fram um að gera veg
„Forsjónin skyldi
í fordyrum standa”
að meta slíka bók. Sakir
reynslu minnar af erfiöleikum
íslenzks sjávarútvegs á árunum
frá 1932 — 39, þegar bæði var
siilutregða og lágt verð sjávar-
afuröum og stundum aflaleysi í
ofanálag. hafði ég oft undrazt
það, að Ilaraldur sk.vldi svo til
einn hinna ntestu athafna-
manna geta leyst vanda síns
mikla fyrirtækis án þess að
leila aðstoðar frá hendi hins
„opinbera". Eitt af kreppu-
árunum leigði hann vélbát sinn
Egil Skallagrímsson Djúpbáts-
félaginu, og bátnum fylgdi
stýrimaður. sem auðvitað
skyldi fylgjasl með því fyrír
hönd eigandans. hvernig með
bátinn væri fariö, hvað sem í
kynni að skerast. Hann hét Þor-
valdur Ellert Asmundsson.
Hann var svo skipstjöri á
bátuin Haralds um nokkurt ára-
bil. og siðan kunnur útgeröar-
maður á Akranesi. Hann var
maður prúður og vel gefinn og
varð mjög vinsæll vestra. Eg
leitaði kynna við hann og
spurði hann ekki sízt um
Ilarald Biiðvarsson. Þorvaldur
EHert sagði ntér margt um at-
hafnasemi Haralds. hug-
k\;emni hans. framtak og hag-
sýni, og vfl jét hann af því að
Hús Haralds Böðvarssonar og Co. hf. á Akranesi.« t i « u 111 i i n 1111 n s«« j111
fyrirtækisins sem mestan og
beztan. Svo fjölþættar upplýs-
ingar fæ ég ekki séð að hefðu
verið fáanlegar á annan hátt en
þann, sem raun ber vitni, sem
sé með því að birta i ritinu
viðtöl við ýmsa starfsmenn hins
fjölþætta fyrirtækis, sem allir
hafa unnið hjá því og fylgzt
með þróun þess um langt skeið
og undir yfirstjórn allra þeirra
þriggja ættliða, sem þar hafa
haft jafnt frumkvæði sem fram-
kvæmd.
Afmælisritið hefst á rækilegu
efnisyfirliti, síðan kemur stutt-
ur, en greinargóður formáli,
sem Haraldur Sturlaugsson
hefur skrifað. Þá er Inngangur,
greinargerð Sigurdórs blaða-
manns Sigurdórssonar, sem
tekið hefur viðtölin samkvæmt
vali Haralds á viðmælendum.
Að vonum getur hann þess,
hver eftirsjá sé að því, að sá
maður, sem þekkti fyrirtækið
framar öllum öðrum og allir
höfðu óblandna tiltrú til af
langri reynslu, Sturlaugur H.
Böðvarsson, lifði það ekki, að
viðtal við hann gæti birzt i rit-
inu. Þá segir Sigurdór í Inn-
ganginum:
,,Ekki fer hjá því að þau við-
töl, sem hér fara á eftir, séu
misjöfn að lengd og gæðum.
Auðvitað hafa menn frá mis-
miklu að segja, og ræður starfs-
aldur þar mestu um. Eins er
hitt, að fólk segir misjafnlega
frá, og því er misgott að skrá
viðtöl við það. Við því er ekkert
að gera. En allir, sem rætt er
við, eiga það sammerkt að hafa
starfað lengi hjá H.B. & Co. á
Akranesi og lagt þar sinn skerf,
hver með sinum hætti. Saga
fyrirtækisins kemur hér glöggt
fram, séð frá sjónarhóli þessa
fólks." (Leturbr. mín. G.G.H.)
Á eftir Innganginum er út-
dráttur úr minningargrein, sem
Daníel Ágústinusson, bæjar-
fulltrúi og fyrrverandi bæjar-
stjóri, skrifaði í Morgunblaðið
um Sturlaug H. Böðvarsson.
Hann rómar mjög valmennsku
og drengskap Sturlaugs, áhuga
hans, hugkvæmni og bjartsýni,
greiðasemi hans og velvild. Þar
segir og meðal annars svo:
„Heimili Sturlaugs og Rann-
veigar hefur frá upphafi verið
með miklum glæsibrag, hvort
sem um ytri eða innri búnað
var að ræða. Þar ríkti góðvild
og gestrisni, hvort sem um var
að ræða umkomulausa einstæð-
inga eða erlenda og innlenda
fyrirmenn. Öllum var þar fagn-
að af alúð. Þeir eru margir og
víða að, sem notið hafa rausnar-
garðs þeirra hjóna."
Greinin er vil rituð og þar
ekkert ofsagt. Hún sómir sér
því vel í ritinu.
Því næst eru þá viðtöðlin sem
eru kjarni bókarinnar og fylla
hvorki meira né minna en 335
blaðsíður, þar í raunar á annað
hundrað mynda. Þar sem við-
tölunum lýkur, tekur við skrá
yfir öll þau skip, sem veriö hafa
í eigu fyrirtækisins, tvo sex-
æringa og 32 vélknúna farkosti.
Þar eru og nöfn allra þeirra 85
skipstjóra, sem stýrt hafa vél-
skipunum. Aftast i bókinni eru
loks 15 myndir, 11 þeirra frá
hinni fjölmennu :fmælishátíö.
Haraldur Sturlaugsson getur
þess í formálanum, að Jóhann
Guðmundsson, sem er aðal-
bókari fyrirtækisins, hafi tekið
ntargar af þeim myndum, sem í
bókinni eru, og ennfremur
lætur hann þess getið, að Þor-
valdur Þorvaldsson skólastjóri
hafi lesið allar prófarkir bókar-
innar. í henni eru engar mein-
legar villur nema þær tvær,
sem leiðréttar eru á lausum
miða, sem henni fylgir.
I bókinni eru viðtöl við 40
manns úr öllum starfsgreinum
fyrirtækisins, 36 karlmenn og 4
konur. Auk þess er viðtal við
núverandi framkvæmdastjóra,
Harald Sturlaugsson, og mun
Sveinn, bróðir hans, sem
snemma hneigðist til sjó-
mennsku og hefur nú með
höndum stjórn útgerðarinnar,
hafa talið þaó nægja til fróð-
ieiks um viðhorf stjórnenda
s t Framhald á bls, 35