Morgunblaðið - 30.04.1977, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1977
15
Guðjón Petersen:
Hraunvam-
iráíslandi
Löngum hefur mannkyninu
staöiö ógn af ýmsum hamförum
þeirrar náttúru, sem alla jafnan
fóstrar það og skapar því lífsskil-
yrði á jörðinni. Er hér átt við
þegar hún fer hamförum eins og í
flóðum, skriðuföllum, jarðskjálft-
um og eldsumbrotum.
Eftir því sem tækni og verk-
menntun hefur fleygt fram á
undanförnum áratugum hefur
varnarleysið gegn þessum ham-
förum í mörgum tilfellum verið
rofið, þannig að snúist er gegn
vágestinum, með góðum árangri á
sumum sviðum og misjöfnum eða
litlum á öðrum. AUir þekkja fyrir-
hleðslur, garða o.þ.h. aðgerðir
gegn ágangi vatns og járnbind-
ingu eða aðra styrkingu mann-
virkja til að mæta jarðskjálftum.
Erlendis verjast menn svo snjó-
flóóum með gerð varnarvirkja og
öðrum hliðstæðum ráðstöfunum,
þótt hér á landi taki menn slíkum
hamförum með sí endurteknu
tjóni jafn á mannslífum sem eign-
um.
í Vestmannaeyjagosinu 1973,
þegar vellandi hraunstraumur
eyddi hverri byggingunni eftir
aðra og milljarða verðmæti hurfu
eins og dögg fyrir sólu, verðmæti
jafnt í efnalegum sem tilfinninga-
legum skilningi, risu menn upp
og réðust gegn vágestinum. 1
fyrsta skipti i sögunni hér á landi
buðu menn náttúruhamförum af
þessu tagi byrginn. Reynt var að
verjast á öllum vígstöðvum, hús
voru styrkt, þau voru byrgð, jarð-
ýtur unnu dag og nótt við að ýta
upp varnarvirkjum og síðast en
ekki sist, var „vatni ausið á eld-
inn“ í stærri mæli en nokkurn-
tíma hafði verið reynt i heiminum
fyrr.
Aðgerðir þessar hafa nokkuð
verið umdeildar, en eitt er þó víst,
að hér var stigið merkilegt spor
fram á við í náttúruhamfaravörn-
um, spor sem vonandi verður
aldrei stigið til baka.
Þegar náttúruhamfarirnar hóf-
ust i Mývatnssveit, með jarðs-
skjálftum, eldgosi og áframhald-
andi eldgosahættu, varð það skoð-
un þeirra er um varnarmál fjalla,
að ekki mætti sitja með hendur í
skauti og láta byggð eða önnur
verðmæti eyðast varnarlaust, ef
til stórtiðinda drægi. Var strax
hafist handa við gerð varnaráætl-
ana, þ.á m. áætlana um leiðigarða,
til að beina hugsanlegum hraun-
straumum í heppilegri farvegi en
að byggðu bóli og atvinnufyrir-
tækjum. Þrjár verkfræðistofur,
ATLAS sumardekk
Gæðavara á hagstæðu verði
A 78—13 Kr. 10.066.-
B 78—13 Kr. 10.450 -
C 78—13 Kr. 10.603 -
C 78—14 Kr. 11.316-
D 78—14 Kr. 12.575 -
E 78—14 Kr. 11.806 -
F 78—14 Kr. 12.428.-
G 78—14 Kr. 13.032 -
H 78—13 Kr. 11.780 -
H 78—14 Kr. 14.870 -
C 78—15 Kr. 11.592 -
E 78—15 Kr. 8.779,-
F 78—15 Kr. 9.426.-
G 78—15 Kr. 13.442 -
H 78—15 Kr. 14.948 -
J 78—15 Kr. 16.378.-
L 78—15 Kr. 16.760,-
ATLAS jeppadekk:
H 78—15 Kr. 16.708 -
L 78—15 Kr. 17.740 -
750— 16—6 Kr. 21.773 -
750— -16—8 Kr. 23.835 -
& S Véladeild .
> Sambandsins
HJÓLBARÐAR
HÖFÐATÚNI 8
SIMAR 16740 OG 38900
staðið skyldi að byggingu hans,
með tilliti til staðarvals, efnis-
töku, hagkvæmni í byggingu og
síðast en ekki síst afleiðinga af
þeirri hraunveitu sem hann á að
stuðla að.
Að lokinni ýtarlegri könnun,
umræðum og hönnunarverk-
efnum þóttu það mörg rök mæla
með gerð garðsins, að ákveðið var
af almannavarnanefnd og al-
mannavarnaráði að mæla með
gerð hans. Rök þessi eru sem hér
segir:
1. Vegna legu sinnar mun
varnargarður nr. 7 veita byggð-
inni vernd gegn hraunrennsli er
komi upp hvar sem er í sprungu-
kerfinu frá Bjarnaflagi, alla leið i
Leirhnjúk'og miðast lega hans því
ekki við eldgos á afmörkuðum
Hraunvamargarð-
ur 7 í Mývatnssveit
visindamenn og . staðkunnir ein-
staklingar lögðu hönd á plóginn
og komu fram fjórar áætlanir um
byggingu slíkra leiðigarða. Voru
áætlanir þessar mismunandi og
gerðu ráð fyrir garðakerfi, sem
myndi leiða hraun er hugsanlega
kæmi upp í sprungusveiminum
frá Jarðbaðshólum norðua í Leir-
hnjúk, í æskilegri farvegi en ella.
Eitt var þó sameiginlegt með öll-
um áætlunum og álitsgerðum um
byggingu hraunvarnargarða i
Mývatnssveit, en það var tillaga
um leiðigarð milli Bjarnarflags og
Reykjahliðarhverfis, er beindi
hrauni frá aðal byggðinni til
suðurs, nú þekktur undir nafninu
varnargarður 7.
Vegna þessa var sá garður tek-
inn til sérstakrar skoðunar og var
rannsakað nákvæmlega hvernig
bletti, heldur hvar sem er á
svæðinu.
2. Vísindamenn álita, að aðstæð-
ur allar svo og hrauntegundir sem
upp komi í gosum á þessu svæði
gefi tilefni til áhrifarikra varna
með garði nr. 7.
3. Svæði það sem hugsanlegu
hraunrennsli yrði veitt á með
garði nr. 7 er gamalt gróðurlitið
hraun, og getur tekið við miklu
magni áður en mannlegum verð-
mætum á öðrum svæðum yrði
ógnað.
4. Kostnaður við gerð þessa
varnargarðs er örltið brot af þeim
verðmætum sem honum er ætlað
að verja.
5. Of seint er talið að hefja
byggingu garðsins eftir að gos er
hafið jafnvel þótt unnið væri nótt
og dag með hámarks afköstum.
6. Garðurinn mun auka öryggi
mannslifa i Reykjahliðarhverfi
brytist út eldgos í Bjarnaflagi
undir erfiðum veðurfars- og sam-
gönguskilyrðum.
7. Eldgosahætta er talin mikil
og vaxandi á svæðinu.
Almannavörnum i landinu er
falið það verkefni af stjórnvöld-
um, að skipuleggja og fram-
kvæma ráðstafanir er miði að því,
að almenningur verði ekki fyrir
likams- og eignatjóni af völdum
náttúruhamfara eða af annarri
vá.
Með hliðsjón af þessari skyldu
sinni óskaði almannavarnanefnd
Skútustaðahrepps eftir við stjórn-
völd, að byggður yrði umræddur
varnargarður nr. 7 og tók al-
mannavarnaráð rikisins eindreg-
ið undir þessa ósk nefndarinnar
og framsendi erindið tildóms-
málaráðuneytisins, sem fer með
málefni að almannavörnum. Hef-
ur síðan verið unnið að þessu
máli, með þeim árangri, að nú eru
hafnar framkvæmdir að byggingu
garðsins.
Eins og eðlilegt er var haft sam-
ráð við náttúruverndarráð vegna
þessa mannvirkis.
I umræðum og undirbúningi að
gerð varnargarðs nr. 7 i Mývatns-
sveit var skýrt tekið fram og hug-
að að áhrifum garðsins á byggð i
Vogum, ef til eldsumbrota kæmi
og í því skyni könnuðu verk-
fræðingur Vegagerðar rikisns og
jarðfræðinga frá Norrænu eld-
fjallastöðinni staðhætti alla og
komustu að þeirri niðurstöðu, að
langvarandi gos og mikið hraun-
rennsli yrði að vera áður en verð-
mætum þar yrðu ógnað vegna til-
komu garðsins, þannig að varnar-
starf vegna Voga ætti að geta far-
ið fram samhliða eldsumbrotum.
Ein er sú vin á þvi svæði sem
trúlega yrði í farvegi hrauns, er
suður rynni frá Bjarnarflagi, en
það er Grjótagjá. Þar sem þessi
Framhald á bls. 35
SKIPAUTííeRÐ RIKISINS
m/s Esja
fer frá Reykjavík föstudaginn 6.
mai vestur um land i hringferð.
Vörumóttaka: mánudag, þriðju-
dag og miðvikudag til Vest-
fjarðarhafna. Norðfjarðar, Siglu-
fjarðar, Ólafsfjarðar, Akureyrar,
Húsavikur, Raufarhafnar og
Þórshafnar.
í nokkrar fólksbifreiðar, Pick Up-bifreið,
jeppabifreið er verða sýndar að Grensásvegi
9, þriðjudaginn 3. maí kl. 1 2—3.
Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5.
Sala varnaliðseigna
Nýtt símanúmer
Flugleiðir — Innanlandsflug
Fráog með 1. maí 1977 verður símanúmerokkar
26622
FLUGLEIÐIR
Innanlandsflug
Aðalumboðið Vesturveri opið í dag til kl.6 og
á morgun kl. 1-6. Nokkrir lausir miðar eru
til sölu.
Happggrtti