Morgunblaðið - 30.04.1977, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 30.04.1977, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 30. APRlL 1977 Brldge Umsjón: ARNÓR RAGNARSSON Urslitariðlarnir í firmakeppni BSI STAÐA efstu manna í firma- og einmenningskeppni BSt 1977 fyrir sfðustu umferðina er þessi stig Ólafur Lárusson ..................242 J6hann Jónsson ................. 238 Sævar Þorbjörnsson ..............221 Hilmar Ólafsson ................. 219 Höróur Sævaldsson ................218 Jón Ásbjörnsson...................213 Jóhanna Isebarn ..................212 Garóar Þóróarson .................211 örn Guómundsson...................210 Magnús Oddsson ...................210 Zóphanfas Benediktsson ...........209 Magnús Halldórsson ...............208 Jón Hermannsson ..................207 GesturJónsson ....................206 Stefán Guójohnsen ................203 örn Arnþórsson .................. 203 JónArason ..T.....................203 DagbjarturGrfmsson ...............202 Karl Sigurhjartarson .............201 Steingrfmur Steingrfmsson.........201 Þórarinn Sigþórsson ..............199 Logi Þórmóósson ..................199 Einar Guólaugsson ................199 Jóhann Þórir Jónsson .............198 Óli Valdimarsson .................197 ólaffa Jónsdóttir ................197 Sigvaldi Þorsteínsson ............196 Jósep Sigurðsson .................195 Gumundur Pálsson .................195 Sveinn Helgason ..................194 Egill Guójohnsen .................193 ! Guórfður Guómundsdóttir...........193 Varalið: Guðmundur Eirfksson ..............193 Einar Þorfinnsson.................192 Kristin Þóróardóttir .............191 Magnús Þorvaldsson ............. 191 Heimir Tryggvason........;.......190 Lárus Hermannsson ................189 16 efstu pörin spila f A-riðli og 16 næstu í B-riðli og verður spilað um gullstig f þessum tveimur riðlum. Spilað verður á miðvikudagskvöld. Einmenningur í dag hjá Bridgefélagi Kópavogs t dag, laugardag, hefst ein- menningskeppni hjá Bridge- félagi Kðpavogs, en gert er ráð fyrir að keppninni Ijúki 7. maf. Þessi keppni er jafnframt firmakeppni og eru menn hvattir til að mæta þó að þeir geti ekki mætt í bæði skiptin. Hæsta skor í hvert skipti mun gilda í firmakeppninni en K&ri Jónasson var um árabil formaður Bridgefélags Kópa- vogs. t dag hefst firma- og ein- menningskeppni hjá BK. samanlagður árangur í bæði skiptin ræður úrslitum I ein- menningnum. Keppnin hefst klukkan 13.30 og verður spilað i Félagsheimili Kópavogs, efri sal, i þetta skipti. Allir eru velkomnir. Jón Þorleifsson efstur í einmenn- ingi hjá Breiðfirðingum Sfðasta keppni Bridgedeildar Breiðfirðinga hófst sl. fimmtu- dag. Er það einmenningur sem spilaður er f þremur 19 para riðlum og stendur yfir f þrjú kvöld. Röð efstu einstaklinga: Jón Þorleifsson .........120 Magnús Halldórsson.......115 Ólafur Guttormsson ......110 Jón Magnússon ...........106 Bergsveinn Breiðfjörð ...105 Guðrún Bergs ............104 Guðjón Kristjánsson .....102 Guðlaugur Karlsson ......102 Næsta umferð verður spiluð á fimmtudaginn. Jónas Guðmundsson með tvö af verkum sfnum. Jónas Guðmundsson opnar málverkasýn- ingu áKjarvaisstöðum JÓNAS Guðmundsson opnar í dag, laugardag, málverkasýn- ingu á Kjarvalsstöðum. Hann sýnir þar um sjötíu myndir, flestar vatnslitamyndir, en einnig olfumálverk. Myndirnar eru málaðar á þessu ári og hinu sfðasta og einnig er nokkuð af eldri myndum sem eru f einka- eign á sýningunni. „Þessar myndir eru yfirleitt af skipum, húsum og fólki,“ sagði Jónas Guðmundsson í örstuttu spjalli við Mbl. „Og líka dálitið af fuglum. Það er gaman að teikna fugla. Ég hafði ekki tekið eftir því hvað mávar til dæmis eru furðulega líkir dúfum.“ — Þú ert afkastamikill mál- ari. Ertu við störf allan sólar- hringinn? . — Ætli ég sé ekki bara of- virki. A einu timabili ævi minn- ar hef ég unnið ærlega. Þá var ég fimmtán ára gutti á togara. Það var svo mikið púl og ég var svo þreyttur að ég gat ekki borðað né hvílzt þær fáu stund- ir sem til þess voru ætlaðar. Þá spurði enginn hvernig maður færi að þessu. Nú er alltaf verið að spyrja mig hvernig ég komi þessu öllu í verk sem ég geri. En ég er bara svo duglegur að skemmta mér. .. — Er gott að vera málari hér og nú? — Ég held að Island sé eina landið sem metur málverk meira en mannslíf. . . __ 9 — Jú, ég man nefnilega eftir því, þegar nýi Ægir kom til landsins, glæsilegt skip og hafði ekkert verið til sparað. En þegar ég fór að skoða hann uppgötvaði ég að það eina, sem var til skreytinga í þessu flagg- skipi sem þá var, voru eftir- prentanir... Og af því ég þarf alltaf að skipta mér af öllu, fór ég að spyrjast fyrir um þetta. Þá var mér sagt að ekki væri á það hættandi að hafa um borð dýrmæt málverk eftir gömlu meistarana okkar.. . ef eitthvað kæmi nú fyrir. En í hinu sama skipi var talið sjálfsagt og eðli- legt að hafa milli tuttugu og þrjátlu alvöru manna áhöfn... Sýning Jónasar á Kjarvals- stöðum verður opin til 8. maí. Þá má einnig geta þess að 13. maí verður opnuð einkasýning hans í Gallerí Clasing í Norður- Þýzkalandi. Stendur sú sýning í tvo mánuði og hefur Jónas einu sinni sýnt þar áður, ásamt lista- manninum Weisshauer. I Ólafur M. Jóhannesson: Leikstýring Hovhanness ! I. Pilikian á King Lear Það er máski að bera í bakka- f fullan lækinn að fara að þenja I sig út af ummælum Helga Hálf- danarsonar um leikstýringu H. I. Pilikian. Nú þegar hafa tveir leikarar, menntaðir menn tekið ! upp hanzkann fyrir Pilikian og vafalaust eiga einhverjir fleiri g eftir að gera slíkt hið sama áður en yfir lýkur. Ástæðan fyrir því s að óleikhúsfróður ein- w staklingur á borð við undir- ritaðan bætist hér í hóp Imálsvara leikstjórans er sú að undirritaður hreifst mjög af uppsetningu hans á verkinu hér í Þjóðleikhúsinu. Helga Hálfdanarsyni má ef til vill skipa á bekk með Magnúsi Ásgeirssyni og Svein- birni Egilssyni sem einhvers ágætasta málsnörunarmanns sem Island hefur alið, en þar með er ekki sagt að þótt lögmál textans liggi opin fyrir Helga Hálfdanarsyni séu honum ljós hin sérstæðu lögmál leik- hússins sem slíks. Leikhúsið er sérstakur heimur þar sem hið talaða mál er aðeins brot þeirrar tjáningar sem gerir þann heim að veruleika fyrir áhorfendum hverju sinni. Hreyfingar, leiktjöld, ljós og skuggar vegur allt jafnt I tjáningu þess heims. Þar getur ekkert staðið eitt, þar er hvað öðru háð líkt og fuglar himins- ins eru háðir bylgjum loftsins og fiskar sjávarins háðir straumum hafsins eru orð þau er ganga út af munni leikar- anna háð hreyfingum llkama þeirra, þeim klæðum sem þeir skrýðast, þeirri birtu sem á þá fellur o.s.frv. Mér virðist Helgi Hálfdanarson I gagnrýni sinni á þessa fyrstu uppfærslu Lear hér á landi mæna um of á einn þátt hennar þ.e. túlkun leik- stjórans á texta verksins. Með því að einangra einn þátt sýningarinnar horfir Helgi framhjá aðalatriði hennar sem er sú sterka sjónræna stemning sem Hovhannesi hefur tekist að byggja upp, stemning þar sem fer saman I senn ýtrasta beiting mannlegs líkama, áhrifarík gerfi, skýr framsögn og sá dýrs- legi yfirspennti raddhljómur sem svo mjög fellur að innræti persónanna þessi spenna endurkastast mót þungu dökku sviði svipuðu kaldri grárri þoku svo úr verður einn sterkur sam- stilltur hljómur. Framhjá flestu þessu horfir Helgi eins og ástfanginn sveinn sem sér I gegnum hóla en I staðinn fyrir að sjá yngismeyna sér hann svartan texta á hvítu blaði og bakvið þessi svörtu tákn merkingu, ákveðna og fastmót- aða. Auðvitað merkir texti Shakespeares eitthvað en hvað nákvæmlega hver getur dæmd um það? Shakespeare skildi ekki eftir sig stafkrók svo vitað sé þar sem hann gerir grein fyrir á hvern hátt hinar ýmsu líkingar verka hans skuli skilja. Ekki skildi hann heldur eftir sig neina erfðaskrá þar sem hann gefur nákvæmar leiðbeiningar um uppsetningu verka sinna. Túlkun verka Shakespeare hlýtur að vera algerlega frjáls. Hovhannes má sjá hvers kyns kynlæg sambönd innan verksins þótt ég, Helgi Hálfdanarson, A.C. Bradley eða hver sem vera skal sjái þau ekki. Það er enginn alþjóða- dómstóll (né Islenzkur Hæsti- réttur) til yfir verkum Shake- speares. Hver og einn hlýtur að túlka þau erftir slnum eigin lífsskilningi. Llfssýn Hovhannesar er ef til -*vill nokkrum sentimetrum neðar en Helga Hálfdanarsonar, hann hefur kanske meira af ákveð’num hormónum en almennt gerist en það breytir samt ekki rétti hans gagnvart Shakespeare. Glæsileiki þessarar fyrstu uppsetningar Lears hér á landi fellst einmitt I hinni nýstárlegu túlkun leikstjórans á verkinu. Með þvi að skjóta inn i verkið nýstárlegum atriðum ýtir hann óþægilega við hinum vana- bundnu taugaviðbrögðum áhorfenda fær þá til að kippast við og gerir þá jafnframt næmari fyrir þvl sem fer fram á sviðinu. Leiksýning á ekki að slæva taugakerfi áhorfenda, það gerir einn tvöfaldur á barn- um niðri i hléi mun betur, nei hun á að virka eins og nálar- stunga sem styngst á kaf og vekur þá upp til gagnrýninnar afstöðu á umhverfi sitt, sitt eig- ið lif. Hvað stendur manninum nær en samband hans við af- kvæmi sín? Sér hann það samband ekki í nýju ljósi þegar það hefur verið fært upp á kyn- ferðislegt plan fyrir framan augun á honum? King Lear fjallar um samband foreldra við börn sin, það fjallar um hin ýmsu tilbrigði þess sambands. Hovannes leggur mikla áherslu á eitt ákveðið tilbrigði, hið kyn- læga og upp hefst mikið rammakvein. Af hverju bregðast menn á borð við Helga Hálfdanarson svo hart við þessu eina tilbrigði I túlkun Hovhanness á verkinu, eru viðbrögðin ekki að einhverju leyti ósjálfráð jafnvel sam- félagsleg og stafa þau ekki af þvi ð hér var hreyft við bann- helgum hlut. Kynlægt samband barna við foreldri sín er bann- helgur hlutur i voru samfélagi, sllkt samfélag líður ekki að hreyft sé við slíkum hlutum i því musteri sem það hefur byggt sjálfu sér til dýrðar. Hluti af dýrðinni eru hinar ágætu þýðingar Helga Hálf- danarsonar á verkum William Shakespeare, þær eru sannar- lega dýrlegar og ósköp eðlilegt að svartur strákur sunnan frá Armeníu sé ekki látinn varpa þar á skugga átölulaust. En þess ber að minnast að það er aðeins I himnaríki sem dýrðin er ómenguð e.t.v. hefur Helgi Hflfdanarson fengið þaðan orð I eyra frá William Shakespeare að svo skuli og vera I okkar ágæta Þjóðleikhúsi, Hovhannes hefur þá sennilega fengið sín boð úr einhverjum öðrum óæðri stað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.