Morgunblaðið - 30.04.1977, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1977
23
í eldhúsdagsumræðum:
itajöfn-
ir náðst
i 1,7% af þjóðarframleiðslu. í stefnuræðu minni á s.l.
hausti lét ég þá skoðun í ljós, að bætt ytri skilyrði ættu
fyrst og fremst að nýtast þannig, að draga mætti úr
erlendum lántökum og koma á viðskiptajöfnuði við
útlönd, enda eru allir sammáia um, að erlend skulda-
söfnun er þegar orðin of mikil og hana verður að
stöðva. Takmark okkar á þessu ári er að jafna
viðskiptahallann algjörlega, þannig að við i fram-
tíðinni getum létt nokkuð þá byrði vaxta- og
afborganagreiðslna, sem fyrirsjáanleg er. En það er
ekki nema eðlilegt, að þeir sem tóku á sig kjararýrnun
á slæmu árunum ætlist til þess að fá einhverja bót
þegar batnar í ári. En okkur er þarna ákveðinn
stakkur skorinn. Við getum bent á það, að um leið og
þjóðartekjur á siðasta ári uxu um 5'A% og þótt megin-
hlutanum væri varið til þess að bæta viðskiptajöfn-
uðinn út á við, var unnt, því til viðbótar, að auka
ráðstöfunartekjur almennt í landinu lítillega og
þannig snúa þróuninni á ný til framfara og bættra
lífskjara, en í þeirri sókn þarf að fara með gát.
Aukinn kaupmáttur án
vaxandiverðbólgu
Við höfum e.t.v. þurft í senn að draga meira úr
ráðstöfunarfé heimilanna og einstaklinganna í
landinu og taka hærri lán en ella, vegna þess að við
höfum einbeitt okkur á síðustu árum að fjárfestingu,
m.a. á sviði orkumála. Þær stórframkvædir munu í
framtíðinni gera okkur kleift að spara erlendan gjald-
eyri og búa að okkar eigin orku. Þessi fjárfesting mun
því vonandi reynast þjóðarbúinu heilladrjúg. Við
vonum að náttúruhamfarir valdi ekki tjóni á lífi og
limum eða efnalegum gæðum frekar en orðið er.
Nú er viðfangsefnið að bæta kaupmátt launa án þess
að vaxandi verðbólga fylgi í kjölfarið og eyði þeirri
krónutöluhækkun, sem e.t.v. fæst við samningaborðið.
Búist er við því að þjóðartekjur aukist á yfirstandandi
ári enn um rúmlega 5%. Sé við það miðað að aukning
samneyslunnar, sameiginlegra útgjalda, verði aðeins
um 2% og út frá því gengið að ýmsum áföngum í
fjárfestingaráformum sé lokið, eins og á sviði orku-
mála, ætti að vera unnt að auka ráðstöfunarfé
heimilanna, einkaneysluna, um u.þ.b. 6% á þessu ári.
Þetta er sá raunverulegi kaupmáttarauki ráðstöfunar-
tekna sem við getum búist við að náist á árinu 1977,
miðað við jafna dreifingu og ef vel er haldið á málum,
ef jafnframt á að takast að ná hallalausum utanríkis-
viðskiptum, sem allir viurkenna sem brýna þörf.
Nú þykir ýmsum þetta e.t.v. ekki há tala. En náist
hún, þá er kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann og
þjóðartekjur orðnar sambærilegar við það sem var
árið 1973, þótt viðskiptakjör á þessu ári séu væntan-
lega enn nokkru lakari en var þá. Mestu máli skiptir,
að þeir fái fyrst og fremst kjarabæturnar, sem mest
þurfa þeirra með. Að kjarabótunum verði beint til
þeirra lægst launuðu í þjóðfélaginu, hvort sem það eru
þeir, sem fá laun greidd samkvæmt lægstu kauptöxt-
um, eða eru lffeyrisþegar. Með þetta að markmiði ber
okkur að standa að kjarasamningum nú, og gera okkur
raunsæja grein fyrir möguleikum okkar. Ella rennur
sá ávinningur út í sandinn, sem við höfum orðið
aðnjótandi hingað til, bæði fyrir aðgerðir stjórnvalda
og vegna batnandi ytri skilyrða.
Skattar og lífeyrir
í upphafi kjaraviðræðnanna sneru aðilar vinnu-
markaðarins, og þá einkum Alþýðusambands tslands,
sér til ríkisstjórnarinnar varðandi ákveðin atriði, er
máli skipta f sambandi við kjör launþega í landinu.
Ríkisstjórnin samþykkti að taka þau málefni til
meðferðar og hefur skipað fulltrúa sína í starfshópa
til að ræða við aðila um þessi atriði. Hér er um að ræða
skattamál, lífeyrismál, húsnæðismál, vinnuvernd,
verðlagsmál, vaxta- og verðtryggingarmál, og dagvist-
unarmál. Ríkisstjórnin mun að þessu leyti segja hver
stefna hennar er og hvað ríkisvaldið getur gert í
þessum efnum, er máli skiptir fyrir launþegana í
landinu.
Ég ætla ekki hér að ræða einstaka þætti, en vil þó
drepa á skattamálin og lífeyrismálin.
Það er talið að tekjur landsmanna hafi orðið nokkru
hærri á sfðasta ári en áætlanir fjárlaga gerðu ráð
fyrir, þannig að óbreyttar skattaálagningarreglur
mundu veita ríkissjóði u.þ.b. milljarði meira en áætlað
var. Spurnngin er, hvernig á að verja þessum
milljarði, og hvort unnt er að bæta nægilega fjárhæð
við til þess að gera skattalækkanir á yfirstandandi ári
áhrifameiri, að því áskildu, að skynsamlega sé staðið
að kjarasamningum og fjárhag ríkissjóðs sé borgið.
Samstarfsnefndir stjórnvalda og aðila vinnumark-
aðarins hafa lengi unnið að endurskoðun lffeyris-
kerfisins. Árangur þess starfs kom fram í kjara-
samningunum í fyrra, en nú er kannað hvernig unnt
sé að stíga enn eitt skref til að verðtryggja lffeyri fyrir
alla landsmenn. Það misrétti, að aðrir en opinberir
starfsmenn njóti ekki verðtryggðs lifeyris, fær ekki
staðist til lengdar.
Ég skal ekki spá neinu um það, hvort unnt sé að
leggja fram tillögur eða ábendingar af hálfu rikis-
stjórnarinnar í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins,
vinnuveitendur og launþega, sem geti haft úrslita-
áhrif og leitt til þess að endar nái saman og samningar
takist f kjaradeilunni, án þess að til örþrifaráða eins
og verkfalla verði gripið. Ég geri mér þó vonir um það,
að þar vegi þyngst aðgerðir í skattamálum og lífeyris-
málum.
Frjálsir kjarasamningar
Ég vil undirstrika, að það hefur verið stefna bæði
launþegasamtakanna og vinnuveitenda, að frjálsir
kjarasamningar ættu fram að fara í þjóðfélaginu.
Löggjafarvald og ríkisstjórn ættu ekki að gripa fram
fyrir hendur aðila vinnumarkaðarins. Einkum og sér í
lagi hafa launþegasamtökin lagt áherslu á þetta. Á
sama hátt og ætlast er til af ríkisstjórn og löggjafar-
valdi að virða þessar kröfur og hinn frjálsa samnings-
rétt, er eðlilegt að gagnkvæm krafa sé gerð til laun-
þega og vinnuveitenda, að þessir aðilar semji um kaup
og kjör á grundvelli þeirra löggjafar, sem í gildi er á
hverjum tíma. Ástæðan til þess, að ég tel, þrátt fyrir
þessa viðurkenndu verkaskiptingu, rétt að aðilar
ráðgist um úrbætur í ýmsum löggjafarmálefnum er
sú, að þessi verkaskipting er engan veginn ávallt
ótvíræð og gerir kröfu til samráðs og samábyrgðar
stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins. Við Is-
lendingar höfum auk þess orðið fyrir mjög alvarlegum
skakkaföllum, eins og ég gat um i upphafi máls míns.
Áföllum, sem gerðu það nauðsynlegt að gildandi
kjarasamningum var af hálfu fyrrverandi rikis-
stjórnar rift. Það var fyrrverandi ríkisstjórn, sem tök
vfsitöluna úr sambandi og ákvað þá löggjöf, að
greiðslum vísitölubóta skyldi hætt.
Kunnum fótum okkar forrád
Landsmenn hafa orðið fyrir kjaraskerðingu, sem
var óhjákvæmileg eins og á stóð. Þegar betur árar, er
gagnkvæm skylda rikisvalds og aðila vinnu-
markaðarins að leita samkomulags um lausn kjara-
deilunnar, sem nú stendur yfir til að tryggja raun-
verulegar kjarabætur.
Við skulum ekki glata því, sem áunnist hefur.
Atvinnuleysi hefur verið bægt frá dyrum íslendinga,
á meðan 6—8% af vinnufæru fólki hefur gengið
atvinnulaust í nágrannalöndum okkar. Jöfnuður í
viðskiptum við útlönd er að nást, gjaldeyrisstaðan
hefur batnað um 4500 milljónir siðustu 12 mánuði, en
þarf enn að batna verulega, og þótt seinna en skyldi
hafi gengið i baráttunni við verðbólguna hefur þó
þokast í rétta átt.
Lausn kjaradeilunnar og skipting þjóðarteknanna
verður að miðast við að okkur takist að ná verðbólgu
enn niður.
Við íslendingar höfum nú, í þessari stöðu, tækifæri
til þess að koma á jafnvægi og bæta kjör almennings,
ef við kunnum fótum okkar forráð. Við höfum tæki-
færi til að byggja upp frjálst efnahagslíf hér á landi á
traustum grundvelli. Við höfum sýnt það undanfarin
ár, að við höfum mætt versnandi viðskiptakjörum með
raunsæi og raunhæfum ráðstöfunum. Nú verðum við
að sýna að við kunnum að nýta betri daga, allri
þjóðinni til heilla.
Reynir Aðalsteinsson situr hér Dag frá Núpum I Ölfusi. Reynir varð
Evrópumeistari I tölti á slðasta Evrópumóti I Semrirfki 1975. Reynir verður
meSal keppenda á mótinu um helgina.
Keppnisgreinar Evrópu-
móts íslenzkra hesta kynnt-
ar á Víðivöllum um helgina
UM HELGINA verður haldið á keppnissvæði Hestamannafélagsins Fáks á
ViSivöllum opiö kynningarmót, þar sem kynntar veröa keppnisgreinar á
Evrópumótum F.E.I.F., Evrópusambands eigenda Tslenskra hesta. Mikill
áhugi er fyrir þessu móti og eru alls 77 hestar skráöir til keppni.
I dag, laugardag, fer fram undankeppni f tölti og fjórgangi og hlýðnikeppni
(B-próf) og stendur keppnin frá kl. 10 árdegis til kl. 18. Á sunnudagsmorgun
hefst keppni kl. 10 með forkeppni i fimmgangi og stendur fram yfir hádegi.
Klukkan 13.30 á sunnudag verður mótið formlega sett enda á þá að verða
lokið forkeppni nema f 250 metra skeiði sem verður fyrsta keppnisgreinin.
Þá verður hópreið keppenda inn á mótssvæðið Albert Jóhannsson, formaður
LH, og Gunnar Bjarnason, varaforseti F.E.I.F., flytja ávörp og að þeim loknum fer
fram úrslitakeppni 5 stigahæstu hestanna i fjórgangi. fimmgangi og tölti Klukkan
1 7 verður úrslitakeppni I skeiði og að þvl loknu verða verðlaun afhent
Eins og áður sagði eru 77 hestar skráðir til keppni en þeir skiptast þannig á
milli keppnisgreina; 43 keppa I tölti, 32 i fjórgangi, 26 i fimmgangi, 14 i skeiði
og 1 0 i hlýðniskeppni Margir þekktustu reiðmenn landsins taka þátt í keppninni,
en meðal keppenda verða einnig nokkrir erlendir sem koma til landsins vegna
þessa móts og má þar nefna Jóhannes Hoyos og Walter Feldmann, eldri
Þá verða I keppninni fjölmörg kunn góðhross Keppt verður um þrjá til fimm
verðlaunapeninga i hverri grein auk titlanna „Sigurvegari mótsins" og „Sigurveg-
ari i islenzkri tvikeppni" Einnig verður keppt um nokkra bikara. sem gefnir hafa
verið. og sérstaka verðlaunapeninga.
Það eru iþróttaráð Landssambands hestamanna, iþróttadeild Fáks og Félag
tamningamanna, sem standa sameiginlega að þessu móti, og er það eins og áður
kom fram haldið til að kynna keppnisgreinar á Evrópumótum islenzkra hesta
Næsta Evrópumót verður haldið I Danmörku i sumar og síðar i vor verða valdir 7
hestar til að keppa þar fyrir hönd íslands í þessari keppni reynir ekki minna á
hæfni knapans en hestsins.
Ijósm.; RAX.
Stúlkurnar fjórar með nokkur verka sinna. Þær sýna fimmtán verk
hver og eru talið frá vinstri: Jenný Erla Guðmundsdóttir, Sigrún
Eldjárn, Jónfna Lára Einarsdóttir og Inga Sigrfður Ragnarsdóttir.
Sýning liður í lokaverkefni
SVNING á verkum fjögurra stúlkna f Myndlistar- og handfðaskóla
tslands hefst f dag f Gallerý Sólon fslandus. Hyggjast stúlkurnar með
sýningu þessari reyna sig sem sjálfstæðir listamenn. Þrjár þeirra,
Jenný Erla Guðmundsdóttir, Jónfna Lára Einarsdóttir og Sigrún
Eldjárn, sýna graffkmyndir og sú fjórða, Inga Sigrfður Ragnarsdóttir,
sýnir keramikverk.
Allar eru stúlkurnar að ljúka námi við Myndlistar- og handíðaskóla
íslands og er sýningin liður í lokaverkefni þeirra við skólann. í
grafíkverkunum, eru notaðar aðferðir svo sem „æting, aquatinta,
silkiþrykk og dúkskurður, en hugmyndir eru sóttar i ljóð ýmissa
höfunda, innlendra og erlendra.
Myndirnar eru flestar þrykktar i tiu til fimmtán eintökum og er
hvert þrykk frummynd. Þær eru allar til sölu.
Keramikverk Ingu Sigríðar eru einnig flest til sölu. Það eru m.a.
mótaðir og renndir leirmunir og skúlptúr.
Sýningin verður opin frá 14—18 virka daga og frá 14—22 um helgar
til 14. maí.
Kennarar grafíkstúlknanna eru Einar Hákonarson, Þórður Hall,
Bragi Ásgeirsson, Ragnheiður Jónsdóttir og Weissauer, sem er þýzkur.