Morgunblaðið - 30.04.1977, Page 29

Morgunblaðið - 30.04.1977, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1977 29 — Hvað kunnu þeir? Framhald af bls. 14 byggja ísland og var mönnum þá alltíðrætt um þá ferð.. . Hængur sigldi vestur í haf og leitaði Is- lands. En er þeir urðu við land varir, þá voru þeir fyrir sunnan að komnir. En fyrir þvi að veður var hvasst, en brim á landið og ekki hafnlegt, þá sigldu þeir vest- ur um landið fyrir sandana. En er veðrið tók að minnka og lægja brim, þá varð fyrir þeim árós mik- ill, og héldu þeir þar skipum sin- um upp i ána og lögðu við ið eystra land. Sú á heitir nú Þjórsá, féll þá miklu þröngra og var djúp- ari en nú er. Þeir ruddu skipin, tóku þá og könnuðu landið fyrir austan ána og fluttu eftir sér búfé sitt. Var Hængur inn fyrsta vetur fyrir utan Rangá ina ytri. En um vorið kannaði hann austur landið og nam þá land milli Þjórsár og Markarfljóts, á milli fjalls og fjöru og byggði að Hofi við Rangá ina eystri. Ingunn kona hans fæddi barn um vorið, þá er þau höfðu verið þar inn fyrsta vetur, og hét sveinn sá Hrafn. En er hús voru þar ofan tekin, þá var það síðan kallað Hrafntóftir." Þá segir frá sonum Hængs og hvar þeir festu byggð. Hrafn er sagður göfugastur þeirra, enda varð hann fyrsti lögsögumaður Is- lands eftir að Alþingi var stofnað á Þingvelli. VI. Hús Skjöldungs Að þessu búnu þykir mér enn hæfa að fletta upp í ritum Einars Pálssonar. Ég finn það sem ég leita að á blaðsíðu 20 i öðru bindi ritsafnsins: „Trú og landnámi". Einar spyr: „Gerist þess nokkur kostur að tengja afkomendur „norskra" landnámsmanna við sagnir og heimsmynd danskra konunga? Svarið er ótvírætt, ef knúið er að dyrum Oddaverja. Þessir höf- uðspekingar íslenskrar ritlistar telja sig ekki einungis danska, heldur beinlínis stærra sig af ætt- rakningu til danskra konunga. Halda þeir þessum uppruna sín- um mjög á lofti og rekja ættar: tengslin eftir megni." Það var Skjöldungurinn Har- aldur hilditönn, sem Oddaverjar og raunar Sturlungar líka, röktu ættir sínar til. Eg vitna enn i Trú og landnám: „Veldi Oddaverja er á söguslóð- um Njálu, það mikla ritverk er augljóslega uppbyggt af sögnum er vörðuðu Oddaverja. Bjarni Guðnason veltir fyrir sér dönskum uppruna Oddaverja i bók sinni um Skjöldungasögu. Telur Bjarni Skjöldungasögu fyrstu samfellda ættarsögu Dana- konunga á íslenska tungu og spyr áleitinnar spurningar: „Hverjar ástæður geta legið til þess að tslendingar skrásetja sögu danskra konunga — og valda þannig timamótum í islenskri sagnaritun? — Eigum við að halda að Islendingar riti sögu annarra þjóða af einskærri forn- aldardýrkun eða til afþreyingar? Af því að Skjöldungasaga er nýja- brum, verður þetta að teljast ósennilegt, einhver kynngikraft- ur virðist láta til sín taka.“ Eftir nokkra vangaveltur svarar Bjarni sjálfum sér svo: „Þessi vandkvæði eru úr sög- unni, og allt fellur i ljúfa löð, ef Oddaverjar eru taldir standa að ritun Skjöldungasögu, eins og Einar Olafur Sveinsson hefur Ieitt getur að — Oddverjar röktu kyn sitt til Skjöldunga, hinna fornu Danakonunga og með því að færa í letur sögu þeirra skráðu þeir um leið sína eigin sögu. Þar með höfðu Oddaverjar skráð sögu tveggja konungsætta, forfeðra sinna, af því að áður hafði Sæm- undur fróði ritað sögu Noregskon- unga. Ættarmetnaður og forn- aldardýrkun eru a vísu undirröt skrásetningarinnar, en þau standa í órofa tengslum við vilj- ann til að varðveita minningu for- feðranna, víðfrægja Oddaverja, sanna ágæti þeirra og kyngöfgi og auka á þann hátt veg og orðstíg ættarinnar. Eftir þessu að dæma kann Skjöldungasaga að vera eins konar áróðursrit Oddaverja, og þar eygjum við hagkvæmnis- sjónarmið." — Bjarni vitnar enn i Einar Ólaf og skrifar: „Ættartölur voru meðal þess sem fyrst var skráð hér á landi, og þar sem Oddaverjar voru einmitt í broddi fylkingar meðal ritandi manna hér, má nærri geta hvort þeir hafi ekki skráð sína ætt, sem þeir töldu konunglega." Og enn skrifar Einar Ölafur: „A siðari hluta aldarinnar (13. aldar E.P.) gerast þau stórtiðindi sem breyta öllu, sem áður studdi þessa ætt: tslendingar ganga undir kon- ung, goðarnir missa veldi sitt, en í annan stað verða Oddaverjar að láta kirkjurnar við Árna biskup. Þar með er hið gamla hrunið og nýr timi kominn." Þá sný ég mér beint að rökum Einars Pálsson ar, bls 24 í „Trú og landnámi: „Á þessum stað skiptir ekki máli hvaða einstaklingur ritaði Njálu. Hitt skiptir mestu að árið 1280 eru allar forsendur fyrir hendi á Islandi til ritunar epískr- ar sagnar, er geymir goðsagna- minni Rangárhverfis og danskra konunga. Arin á undan hafa Oddaverjar verið að missa hið mikla veldi sitt, kirkjan er að tortfma fyrir fullt og allt heiðnum fróðleik, konungslög að rifta fornri stjórnskipan! þekking á eðli goðsagna og fróðleik skal þaðan i frá upprætt. Hugsanlegt er að sjálfsögðu að Sturlungar, Haukdælir eða fróðleiksþyrstir munkar hafi ritað Njálu. Hins vegar vitum við, að þeir Oddaverj- ar þekkja höfuðstöðvar menningarinnar i Evrópu og kannast þvi væntanlega við hvort tveggja, allegóriskan stíl miðalda og forna geymd goðsagna. Þeir rekja ætt sína til danskra kon- unga og vernda sagnir þeirra, þeir eru stórfróðir og rita flestum meir, þeir missa forna trú sína og veldi og hafa því hort heldur er tækifæri til að nota uppistöðu hins forna goðaveldis sem efnivið í allegóriska „skáldsögu" ellegar að rita slíka sögu beinlínis til verndunar fornri þekkingu. Dreifðar sagnir af ættinni öðlast dýpt, ef bornar eru við Hjól Rangárhverfis. Mjög er þannig sennilegt, að efniviður Njálu hafi varðveist í Odda.“ 1 hugleiðingum mín um, „Vituð ér enn eða hvat?“ — um ritsafn Einars Pálssonar: Rætur fslenskr- ar menningar, birtar í Morgun- blaðinu 19. febrúar 1977 skýri ég hirspurslaust frá, hver sé að mfnum dómi höfundur Njálu. Hér verður ekki farið fleiri orð- um um það efni að sinni, heldur reynt að kynna ögn nánar mál- flutning Einars Pálssonar. VII. Táknmálið. 1 6. tilgátu í bók Einars Pálsson- ar: „Baksvið Njálu" í kaflanum: Heimsmynd Ketils hængs, segir: „Sá sem nemur land helgar sér veraldlegt og andlegt vald — hug- myndir trúar og valds verða ekki aðskildar. Viss ætt tengist ákveðnum trúarhugmyndum; Ketill hængur sá er nam Rangár- hverfi, var Skjöldungur. Helg- astur dómur i landnámi hans var Lifsins Vatn. Skjöldungurinn sjálfur var ímynd þessarar hug- myndar, hann var blóðið og hann var sæðið. 1 blóðinu fólst hiti mannsins, eldur hans. 1 sæðinu fólst hugsunin er varð að lifandi veruleik. Tákndýr Skjöldungsins var skjöldóttur þjór, rauður og hvitur. (Hliðstæða Apisar i Egyptalandi. Slíkur þjór var Skjöldur — hringur árs —“ Skjöldungurinn, Ketill hængur, markaði sér „Hús“ á Rangárvöll- um, hringmyndað landsvæði, eftirlíkingu himinhvelins, 216.000 mennsk fet i þvermál, 9 fet Þórs — níu Alú, sem var mæniás „Hússins", með stefnu frá útsuðri til landnorðurs, beina linu milli stjörnumerkja Steingeitar og Krabba, frá Bergþórshvoli í land- eyjum að Stöng í Þjórsárdal. Miðja „Hússins" var að Stein- krossi, örskammt frá Hofi, þar reis möndull hjólsins upp, milli himins og jarðar — milli Stein- kross og Pólstjörnunnar, hins eina fasta depils stjörnuhimins- ins. Hjól Rangárþings er nákvæm- lega eins hugsað og mælt út og sams konar fyrirbæri sem fundist hafa að Jalangri (Jelling) á Jót- landi, Uppsölum í Svíþjóð og Tara, nálægt Dýflini á Irlandi, nema hvað þessi erlendu Hjól, (gömlu konungsríki), eru helm- ingi stærri, það er að segja 432000 fet í þvermálk 1 fyrndinni voru tölur ekki aðeins númer eins og nú á dögum heldur ginnheilög tákn, himneskrar og guðlegrar ættar, enda virðast hinar sömu mæleiningar hafa verið notaðar um þúsundir ára í menningarsam- félögum heimsins, allt frá Austur- löndum til Islands. Þegar Ketill hængur, Ingólfur Arnason, Skalla-Grímur Kveld- Ulfsson og Auður Djúpuðga helga og marka sér land, þá mæla þau það út og skorða það við helgar tölur. Smæsta eining er lengd eins byggkorns. 36 byggkorn gerðu eitt mennskt fet. 432000 fet gerðu þvermál gömlu konungs- ríkjanna meðal Kelta og Germ- ana. Þessi tala finnst einnig mjög víða hér á landi, milli ákveðinna sögustaða frá landnámsöld, þó að staðháttanna vegna sé talan 216000 þvermálstala landnáms- hljólanna á Rangárvöllum, Mýr- um og Dölum — auk Hjóls Miðj- unnar á Þingvöllum. Fyrirmynd- in eru konungdæmi þjóðanna, þaðan sem landnámsmenn okkar eru komnir eða þekktu til. Sömu talnastuðlar gilda um tima og vegalendgir. VIII. Gens una sumus. „Gens una sumus" er kjörorð taflmeistara og er það útlagt: „Við erum öll einnar ættar". Slikt hið sama mætti með fullum sann- indum segja um trú og menningu. Menning Islands, stjórnskipan, trú og skáldskapur er arfur eldri tíma og nær þúsundir ára aftur i aldirnar. En svo ég víki aftur að Hjólum Ketils hængs, Skallagrims og Auðar djúpúðgu, þá eru þau eins og önnur eldri Hjól eftirmyndir hins hringlaga himinhvolfs með stjörnum sinum, tungli og sól. Þegar land var numið varð að byrja á þvi að fella það í réttar skorður tima og fjarlægðar, skapa kosmos úr kaos. Hringferill sólar var markaður í landið og miðaður við kennileiti. Jafnvel sérhvurt býli átti sér sitt sólarúr: Dagmála- vörðu, Hádegisfell, Miðmunda- fell, Nónhóla o.fl. Búendur settu sér eitkamörk, skiptu sólar- hringnum í 8 eiktir, fólkið tók mið af gangi sólarinnar og vissi hvar það var statt í timanum. Þegar móðir min stóð sem ung stúlka á engjum á söguslóðum Njálu með hrifuna sína i höndum, þá mældi hún skuggann sinn með þriggja álna löngu skafti hennar. Klukk- an sex að kvöldi var skuggi henn- ar jafn langur og hrífuskaftið, og hún vissi að þá var miðaftann — klukkan var sex. — Einn af píra- mítum Egyptalands er byggður á þann veg, að þann dag, sem sólin kemst hæst á himinhvolfið verður píramitinn skuggalaus, það er að segja: sólin skín þá einnig á hall- fleytta norðurhlið mannvirkis þessa, — svo nákvæmlega hafa skaparar þess fyrirfram reiknað út breiddargráðu jarðar, þar sem þeir reistu bygginguna — svo og hlutföll píramítans. En voru Islendingar á lands- námsöld nokkrir eftirbátar suð- rænu spekinganna í mælingum, töluvísi og stjörnufræði? Ekkert bendir til þess. Þeir reiknuðu út réttan tíma og réttar vegalendgir. Tölvisi og stjarnfræði virðast hafa staðið með öngu minni blóma á Islandi en i suðlægari menningarsamfélögum á þeirri tið, þegar við vorum samkvæmt kenningum ýmissa sagnfræðinga okkar hvorki læsir né skrifandi! Fönikar kunnu vafalaust vel til sjómennsku og sigldu viða. En einnig á þeim vettvangi voru Islendingar og forfeður þeirra jafnfræknir hinum fremstu meðal þjóða. Kynstofn okkar — með augljósum göllum sfnum og jafn augljósum kostum — hefur frá öndverðu og er enn f dag orkuhlaðinn og vissulega að- dáunarverður. Enda skal það verða mitt stolt meðan ég anda að vera af Oddaverjum og Skjöld- ungum kominn, en ekki Fönfkum — að vera Islendingur. FEIF KYNNINGARMÓT 77 EVRÓPUKEPPNI ÍSLENSKRA HESTA Undankeppni í fimmgang fer fram í dag á Víðivöllum, keppnissvæði Fáks kl. 10.00. Aðalkeppnin hefst kl. 13.30 með 250 metra skeiði og hópreið þar á eftir. Úrslit í tölti, fjórgang, fimmgang, skeiði og hlýðnisæfingum, hefst kl. 15.00. ^ 77 hestar eru skráðir til keppni. Merki mótsins ásamt keppnisskrá kostar kr. 500.00. LH. IDF. FT. ALLT MEÐ EIMSKIP Á NÆSTUNNI FERMA SKIP V0R TIL ÍSLANDS SEM HÉR SEGIR: ■ffij i i i 1 I i i i i i I i i i Úðafoss 6. maí Grundarfoss 9. maí Úðafoss 1 6. maí ROTTERDAM: Úðafoss 5. maí Grundarfoss 10. maí Úðafoss 1 7. maí FELIXSTOWE: Mánafoss 3. maí Dettisfoss 1 0. maí Mánafoss 1 7. maí Dettisfoss 24. rriaí Mánafoss 31. maí HAMBORG: Mánafoss 5. maí Dettisfoss 1 2. maí Mánafoss 1 9, maí Dettisfoss 26. maí Mánafoss 2. júní PORTSMOUTH Bakkafoss 1 6. maí Selfoss 20. maí Brúarfoss 27. maí Bakkafoss 6. júní KAUPMANNAHÖFN: írafoss 30. april Múlafoss 3. mai ícafoss 10. maí Múlafoss 1 7. maí írafoss 24. maí Múlafoss 31. mai GAUTABORG: írafoss 29. april Múlafoss 4. maí írafoss 1 1. maí Múlafoss 1 8. mai írafoss 25. maí Múlafoss 1. júní HELSINGBORG: „Skip” 2. mai KRISTIANSAND: ,,Skip” 3. mai STAVANGER: ..Skip" 4. maí GDYNIA/GDANSK: „Skip” 5. maí Grundarfoss 1 6. maí VALKOM: Úrriðafoss 3. mai Fjallfoss 1 6. mai VENTSPILS: Urriðafoss 4. maí Fjallfoss 1 7. maí WESTON POINT: Kljáfoss 3. maí Kljáfoss 1 7. maí i Reglubundnar ferðir 1 hálfsmánaðarlega frá STAVANGER, KRISTIANSAND OG HELSINGBORG ALLT MEÐ pEEcaa EjLTHnwcnaisigagl tj I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.