Morgunblaðið - 30.04.1977, Qupperneq 44
AUGLYSINGASIMINN ER:
22480
AUGLÝSINGASÍMINN ER:
22480
JBor0xm6ln&ií>
LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1977
Mennirnir urðu úti 10
og 12 km frá slysstað
Flak
TF-AGN
norðan
Mýrdals jökuls
í700mhœð
yfirsjó
Þyrlan TF-AGN fórst
norðan Mýrdalsjökuls
ÁSGEIR Höskuldsson tæknifræðingur og Jón Andrason Heiðbcrg
flugmaður urðu úti við Mælifell, Jón 10 km og Asgeir 12 km frá þeim
stað norðan Mýrdalsjökuls, sem þyrla þeirra brotlenti á s.l. mánudag f
700 metra hæð yfir sjó á jafnsléttu við Bláf jöll. Björgunarsveitarmenn
úr slysavarnasveitinni Vfkverjum f Vfk óku á vélsleðum fram á slóð
þcirra Asgeirs og Jóns laust eftir hádegi f gær, og skömmu sfðar fundu
þeir Ifk þeirra á snævi þöktum berangri. Lá slóð þeirra félaga saman
þar til Jón hefur gefizt upp og tveimur km austar fannst Ásgeir.
Samkvæmt upplýsingum Þóris Kjartanssonar f Vfkverjum, en hann
var einn þeirra sem fór á vettvang, var á þessu svæði kafaldsófærð til
göngu og snjór um 1,5 metra djúpur. Kvað Þórir þó sýnt, að þeir
félagar hefðu haldið vei strikið austur með jöklum til þess að komast
þar suður til byggða. Þyrla frá Varnarliðinu fór með rannsóknarmenn
á slysstaðinn f gær, og flutti þyrlan Ifk mannanna til Reykjavfkur.
Þyrlan mun hafa verið f flugstefnu austur til Mælifells þegar hún
brotlenti, en rannsókn flugslyssins stendur yfir.
Samkvæmt upplýsingum Skúla
Jóns Sigurðssonar deildarstjóra,
rannsóknarmanns flugslysa, hef-
ur þyrlan rekizt á nokkuð flatt
snævi þakið land í um 700 m hæð
yfir sjó. Er vélin gjörónýt, en
mennirnir hafa báðir komizt lífs
af úr flugslysinu og reynt að
ganga til byggða til norðausturs,
Framhald á bls. 25
w.
Ásgeir Höskuldsson
tæknifræðingur
Jón Andrason Heiðberg
flugmaður
Lífeyrismálin sem
næst komin í höfn
ENGAR eiginlegar samninga-
viðræður áttu sér stað milli aðila
vinnumarkaðarins á Loftleiða-
hótelinu í gærdag, en þess í stað
komu tii fundar við
viðræðunefndirnar sérfræðingar
í lífeyrismálum og fluttu
fyrirlestra og útskýrðu lífeyris-
máf fyrir nefndunum hvorri í
sfnu lagi. Að sögn Björns Jóns-
sonar eru lífeyrismálin nú tekin
að skýrast og komast brátt á
ákvörðunarstig. Kvaðst hann vera
frekar vongóður um, að nást
mundi árangur, sem væri ein-
hvers virði. Verða einstök atriði
málsins könnuð fram yfir helgi.
Nefndin, sem í fyrradag var
fengin til þess að kanna ákveðin
atriði vísitölumálsins, skilaði
skýrslu um stöðu málsins. Sér-
staklega fjallaði hún um ákveðin
atriði, sem eftir er að taka fyrir á
viðræðufundum aðila og verður
það væntanlega gert á samninga-
fundum sem boðaðir hafa verið í
dag klukkan 14 í Tollstöðinni,
húsakynnum sáttasemjara ríkis-
ins. Starfsmenn frá sitt hvorum
aðila munu í gær hafa rætt vísi-
tölumálið og reyndu að samræma
þau sjónarmið, sem hægt var að
samræma. Má segja að helzt hafi
út úr því komið, að þeir urðu
ásáttir að hafa verðlagsbótatíma-
bilið þrjá mánuði, bæði hið
venjulega og eins timabilið fyrir
biðtímann. Líkur benda þvl til, að
það verði sami tími og að sam-
komulag náist um það. Hins vegar
er ekki samkomulag um það,
hvenær vísitalan á að fara í gang
— hvort það eigi að verða 1. júní
og verðlagsbótin þá látin koma
strax inn í grunnkaupið, eða
hvort einhver annar háttur
Framhaid á bls. 24.
Þrær Kísiliðjunnar
ekki tryggðar gegn
náttúruhamförunum
ÞRÆR Kísiliðjunnar við Mývatn
eru ekki tryggðar gegn tjónum af
völdum náttúruhamfara. Þor-
steinn Ólafsson viðskiptalegur
forstjóri Kfsiliðjunnar, staðfesti
þetta f samtali við Mbl. f gær. En
aðspurður um hráefnið, um 6000
tonn, sem er í þeirri þró, sem enn
stendur, sagðist Þorsteinn ekki
vita, hvort það væri tryggt eða
ekki. Tvær þrær eru nú ónýtar og
fttúrjjimhlnhit*
Frá og með 1. maí hækkar
verðlag dagblaðanna og verður
sem hér segir:
Áskriftarverð kr. 1300,- per
mán.
Lausasöluverð kr. 70.- pr.
eintak og grunnverð aug-
lýsinga kr. 780.- pr.
dálksentimetra.
sú þriðja stendur tæpt eins og er.
Verksmiðjuhúsið með tækjabún-
aði og vörubirgðum eru hins veg-
ar f viðlagatryggingu, sem var
hækkuð um áramótin, og taldi
Þorsteinn að tryggingaupphæðin
væri nú um 1600 milljónir króna.
Þá eru aðrar húseignir Kísiliðj-
unnar einnig í viðlagatryggingu,
skrifstofuhús og sextán íbúðir í
Reykjahlíðarhverfi, en fjórar
starfsmannaíbúðir eru I bygg-
ingu. Lögum samkvæmt er eigin
áhætta gagnvart viðlagatryggingu
5% af hverju tjóni og hefur trygg-
ing fyrir því ekki verið tekin
varðandi Kísiliðjuna.
Vátryggingaskylt i viðlaga-
tryggingu eru allar húseignir og
lausafé, þar með taldar vörubirgð-
ir, vélar og tæki, sem bruna-
tryggðar eru hjá Vátryggingafé-
lagi, og eru vátryggingafjárhæðir
hinar sömu ög brunatrygginga-
fjárhæðir á hverjum tíma. Árleg
iðgjöld viðlagatrygginga eru 0,25
prómill af vátryggingarupphæð-
inni. Viðlagatrygging íslands end-
urtryggir svo í Engiandi, en ber
Framhald á bls. 24.
Afbragðsafli fyrir Norðurlandi
Sjómenn verða varir við mikla loðnu
Siglufirði —29. apríl
SIGLUVÍKIN kom hér inn f dag
með 170 tonn eða afbragðsafla.
Erindið var þó ekki að landa held-
ur taka fs, og ætlaði Sigluvfkin að
halda áfram veiðum um helgina,
en landa á mánudag. Mjög góð
veiði er nú fyrir Norðurlandi, og
munu um 30 togarar vera djúpt út
af Siglufirði og fæst stór og
fallegur fiskur. Þá munu netabát-
ar frá Dalvfk vera að fá uppgripa-
afla eða allt upp í 10—11 tonn.
Annað sem athygli vekur er að
sjómenn verða nú varir við tölu-
vert mikla loðnu út af Norður-
landi og um talstöðvar hafa skip-
stjórnarmenn á togurunum til-
kynnt um verulegar lóðningar eða
stóra loðnubletti. Þá er einnig all-
ur fiskur, em hingað berst úr grá-
sleppunetunum, úttroðinn af
stórri og fallegri loðnu. Einnig
hefur heyrzt, að sjómenn fyrir
Norðausturlandi eða í Axarfirði
verði nokkuð varir við síld þar.
Velta menn því fyrir sér hvort
þar sé hin langþráða vorgotssíld
komin, en það gæti hæglega kom-
ið heim á þessum árstfma.
—mj.
Novosti
heitir bót
og betrun
UtanríkisráÓuneytið
hefur sent forráða-
mönnum Novosti-
fréttastofunnar
sovézku á íslandi
óformlegt erindi, þar
sem vakin er athygli á
því að ekki samrýmist
íslenzkum prentlögum
að fréttastofan standi
að útgáfu í'rétta frá
Sovétríkjunum án þess
að þar sé tilgreindur
íslenzkur ábyrgða-
maður ritsins.
Utanríkisráðuneytinu
hafa borizt munnieg svör um
að þessu verði kippt í lag og
í næsta tölublaði verði
skráður íslenzkur ábyrgða-
maður.