Morgunblaðið - 14.05.1977, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.05.1977, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1977 Sex tíma sjónvarps- kvikmynd um ævi Jesú frá Nazaret Vel tekið af kirkjuleiðtogum Robert Powell leikur Jesú frá Nazaret. Grade lávarður, formaður samtaka brezkra sjónvarps- stöðva, sá um að fjármagna gerð myndarinnar og segir Zefirelli að þar hafi ekki verið horft í peningana. Til dæmis kostaði gerð haliar Heródesar um 250 þúsund pund, og i Daily Mail segir að Grade lávarður hafi unnið mikið þrekvirki, og honum er þakkað fyrir krafta- verkið. í greinum í Daily Express er þessi nýja mynd borin saman við fyrri myndir, sem gerðar hafa verið um ævi Jesú Krists, og sagt að mynd Zefirellis sé sú nákvæmasta og líkust frásögn guðspjallanna. Þar er einnig haft eftir Grade lávarði, að hann vonist til þess að myndin standi undir sér fjárhagslega, en það sé þó ekkert aðalatriði, þvi það sé til annars konar á- vinningur en fjárhagslegur. Hann var spurður að því, hvort hann hefði ekki efazt um að þetta fyrirtæki mundi heppn- ast, og hvort honum fyndist myndin eiga erindi til sjón- varpsáhorfenda, sem væru þekktir að öðru en áhuga á trú- málum. „Eg hafði að visu áhyggjur", sagði Grade lávarður", en við lögðum út í mikinn kostnað, greiddum fyrir það bezta og fengum það bezta og það var þess virði. Þetta er stórkostleg saga og fólk er blátt áfram neytt til að horfa. Annars er ég einna ánægðastur með að við skulum ekki hafa komið illa við nokkra kirkjudeild með mynd- inni, og það bendir til þess að hún sé rétt gerð og samhljóða guðspjöllunum." Frá vinstri: Anne Bancroft leikur Marfu Magdalenu, Laurence Olivier Nikódemus, Olivia Hussey Marfu mey og Rod Steiger Pflatus. 0 Um páskana var frumsýnd f Bandarfkjunum, Bretlandi og ftalíu samtfmis sjónvarpskvik- mynd um ævi Jesú Krists, „Jesus of Nazareth". Mynd þessi, sem er sex tfma löng og var sýnd f tveimur hlutum, hef- ur hlotið góða dóma og hafa kirkjuleiðtogar tekið henni vel. Samkvæmt frásögn Daily Mail mun páfinn hafa viknað er hann horfði á myndina. Kostnaður við gerð þessarar myndar var yfir 9 milljónir punda, enda var mjög vandað til vals á leikurum. I.aurence Olivier lék Nikódemus, Peter Ustinov Heródes, Anne Bancroft Marfu Magdalenu og Anthony Quinn Kaífas. Af öðr- um leikurum má nefna Rod Steiger, Claudia Cardinale og Olivia Hussey. Robert Powell lék Krist og er haft eftir honum að hann hefi orði fyrir miklum áhrifum við að leika f þessari mynd. Leikstjórinn er ítalskur, Franco Zefirelli. Hafði han lent í bílslysi og lá fyrir dauðanum, nokkru áður en leitað var til hans um gerð myndarinnar. Fólk sem á í erfiðleikum leitar alltaf til Guðs", sagði hann. Þegar hann hafði náð sér eftir slysið tók hann að lifa einföldu lífi, og opnaði einbýlishús sitt í Positano fátæklingum og þurf- andi fólki, börnum og öðrum sem vildu. Franco Zefirelli. Gunnar Markússon, skólastjóri: Um tónmennt—og aðra mennt í skólum landsins Skömmu fyrir páska ræddi hið háa Alþingi þihgsályktunartil- lögu um tónmennt í skólum landsins. Þarfa tillögu og góða. Ætti ég sæti á Alþingi mundi ég hafa flutt breytingartillögu, er svo hefði hljóðað: Tillögugreinin orðist þannig: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að hún hlutist til um að hafinn verði nú þegar, af hálfu menntamálaráðuneytisins skipulegur undirbúningur að þvi að lögboðin kennsla fari fram i öllum grunnskólum landsins." Greinargerð mín með þessari breytingartillögu hlýtur óhjá- kvæmilega að bera þess vitni, að ég get ekki sest í neitt Hliðskjálf, þar sem sér um heim allan, heldur horfi á málið frá heima- þúfu minni. í tvo tugi sumra hefi ég staðið i því að reyna að ,,manna“ skóla þá, sem ég hefi veitt forstöðu. (Menntamálaráðuneytið er hætt að tala um að ráða kennara að skólunum en talar nú um að „manna“ þá.) Tuttugu sinnum hefi ég setið á skólanefndarfundi, þar sem rætt hefir verið um ráðningu kennara fyrir næsta skólaár og tuttugu sinnum hefi ég farið út af slikum fundi án þess að vera fyllilega ánægður. Að Húsabakka bjargaði það skólanum að í nágrenninu voru bændur, sem höfðu þá menntun og menningu, sem til þurfti. Þor- lákshöfn er of langt frá næstu byggð til þess að sami leikurinn verði leikinn hér. Hér hefir það hins vegar gerst að húsfreyj- ur á staðnum hafa hlaupið und- ir bagga þegar til vandræða horfði. — Nú er þaö auðvitaö enginn mælikvarði á ástandið í skóla- málum landsins þó litill karl á litlum stað fari í fýlu. Ástandið getur verið jafn gott fyrir því. En er það gott? Flutningsmenn þingsályktunar- tillögunnar gerðu grein fyrir ástandinu í tónmenntarmálum svo því skal sleppt hér. I júní 1975 gaf menntamála- ráðuneytið út smárit, er nefndist „Um endurskoðun námsefnis i mynd- og handmennt." Þar segir svo á bls. 2: „Skipulögó mynd- og hand- menntakennsla verði i öllum aldursflokkum grunnskólans... Stúlkur og drengir hafi jafnan rétt á námi í smíðum og hannyrðum." í drögum þeim að námsskrá, sem gefin voru út í nóv. 1948 var þeim aldursflokkum, sem nú mynda grunnskólann, ætlaðir 2—8 timar í handavinnu á viku hverri og fór stundafjöldinn eftir aldri nemandans og hvort hann var í þáverandi bóknáms- eða verknámsdeild gagnfræða- skólans. Þessi 30 ára gamla námsskrá var byggð á um 40 ára reynslu svo að „kerfið" ætti að vera búið að átta sig á því að það þarf að mennta smíðakennara á ísiandi. Og hvernig gengur svo að „manna" smiðastofurnar? Hvernig er smíðakennslan i stakk búin til þess að uppfylla þann hluta grunnskólalaganna frá 21.5.74 sem segir: „Grunnskólinn skal veita nemendum tækifæri til að afla sér þekkingar og leikni og temja sér vinnubrögð, sem stuðli að stöðugri viðleitní til menntun- ar og þroska." Hvar eru kennarar til þess að uppfylla þessar kröfur? Hvar á að leita slíkra manna? Ekki í Kennaraháskóla íslands, sem þó hefir einkarétt á fram- leiðslunni. Undanfarin ár háfa ekki útskrifast fleiri nemendur þaðan en sem svarar því að hverjum skóla á landinu væri ætlaður einn kennari á öld. Sjálfur hefi ég lagst svo lágt (en án árangurs) að reyna að tæla til mín smíðakennara úr öðrum skólum þó ég vissi að þeir stæðu þá uppi án sliks manns. Oftast hefir þó tekist að „manna" smíðastofuna og aðeins einu sinni orðið að grípa til þess ráðs að ráða mann, sem ég vissi það eitt um, að hann var skolli góður til að reka nagla, en gat alls ekki kennt börnum. — Auðvitað varð svo uppskeran eins og til var sáð. Einhver bókabéusinn kann að segja, að hér sé bara rætt um aukafög. Hvað er aukafag? Hvað er aðal- fag? Hvenær og hvernig á nemandinn að nota það sem hann lærir í skóla? Er ekki alveg eins gott að kunna að stoppa í sokkinn sinn eins og að vita um afrek þeirra Rómúlusar og Remusar? Er nokkuð verra veganesti út í lifið að geta haldið á hamri og sög en að vera viss um hvort það var Hinrik 8. eða Ignatius af Loyola sem átti 6 konur? í 50. gr. grunnskólalaganna segir: „Börn, sem talin eru vikja svo frá eðlilegum þroskaferli, að þau fái ekki notið venjulegrar kennslu i einni eða fleiri náms- greinum, eiga rétt á sérkennslu við sitt hæfi.“ Og síðar í sömu grein segir að sérmenntaðir kennarar skuli annast þessa kennslu. Sinna allir grunnskólar landsins þessari lagaskyldu? Svar við þeirri spuringu gæti orðið á þá leið, að ekki væri hægt að búast við, að tæplega þriggja ára gömul lög væru farin að virka um allt land — hér sé bara um bráðabirgðaástand að ræða. Rétt er nú það, en ef ég man rétt v.ar ákveöið í fræöslulögun- um frá 1907, að í hverju skóla- héraði skyldi vera fastur heiman- göngu eða heimavistarskóli. Farkennsla var víst heimiluð til bráðabirgða, meðan verið væri að byggja upp fasta skóla. Því 70 ára bráðabirgðaástandi er enn ekki að fullu lokið. í fréttabréfi frá menntamála- ráðuneytinu frá 20.des. s.l. segir, að nú í vetur kenni 2.336 manns á grunnskólastigi og að 22% þeirra hafi ekki kennararéttindi. Þar er og nokkuð rætt um þetta ástand og sagt m.a. „að sjálfsagt sé æskilegast og til þess ætlast“,, að kennarar hafi lært eitthvað til kennslustarfa. Hvað skyldi landlæknir segja ef honum væri bent á að i einhverju læknislausa héraðinu væri t.d. búfræðingur, sem væri fáanlegur til þess að taka að sér störf héraðslæknisins. Ætli að hann teldi það ekki meira en „æski- legt“ að maðurinn kynni eitthvað til læknisstarfa? Og mundi biskupinn ekki brosa góðlátlega að þeirri tillögu, að vígja t.d. barnakennara í eitthvert prestslausa útkjálka- brauðió. Sennilega teldi hann það meira en „æskilegt", að vigslu- þegi hefði gluggað eitthvað í guðfræði. Væri til það vald, sem gæti skikkað biskup til þess að framkVæma slíka vigslu brygði mér ekki þó hann veldi sama ræðutexta (Jóh. 10.1) og meistari Brynjólfur þegar hann neyddist til þess að vigja Bauka-Jón til biskups að Hólum. Á síðasta áratug hafa um 1300 manns lokið kennaraprófi, en Gunnar Markússon aðeins um 55% af hverju hundraði eru starfandi kennarar. Hvar eru hinir og hvers vegna kenna þeir ekki? Hverjir og hvað hefir brugðist við uppbyggingu íslenska skólakerfisins? Svör við þessum spurningum eru sjálfsagt eins mörg og hólarnir í Vatnsdalnum eða eyjarnar á Breiðafirði. Þó má benda á atriði eins og að starfið er erfitt — víða slæm vinnuað- staða — launin lág o.fl. í þeim dúr. Það er lika einfalt að hrópa á ríkið, að það hafi brugðist skyldum sinum. Ráðuneytið telji það „æskilegt" sem það á lögum samkvæmt að setja sem skilyrði fyrir stöðuveitingum. En hvað þá með okkur heima í héruðunum, skólanefndir og skólastjóra, höfum við hreinan skjöld? Nei og aftur nei. Við höfum, I vandræðum okkar, reynt að „manna skólastofurnar i staðinn fyrir að loka þeim. Við höfum ráðið menntunarlausa ungliriga — já drykkjusjúklinga og dópista til þess að kenna börnunum af því að við héldum að það væri ef til vill skamm skárra en að þau fengju enga kennslu. Við höfum reynt að telja sjálfum okkur og öðrum, trú um að i sumum skólastofunum væri verið að vinna verk, sem við innst inni vissum að alls ekki var unnið þar. Með þessu höfum við falið fyrir þjóðinni vandamál, sem í upphafi var sennilega ekki óviðráðanlegt en er nú að verða það. 1 einfeldni okkar hjálpuðum við til að hleypa af stað þeirri skriðu, sem erfitt er orðið að stöðva. Við héldum að við værum'að gera börnum okkar greiða, en það reyndist bjarnargreiði. Það fór fyrir okkur eins og konunni, sem sagði: „Þeim var ég verst er eg unni mest.“ Það er mannlegt að skjátlast en það er lítilmannleg að játa ekki ef maður sér að svo hefur verið. Er til of mikils mælst af menntamálaráðuneytinu þó þess sé óskað að það hefji nú þegar skipulegan undirbúning að þvi að í framtíðinni verði ekki ráðnir að grunnskólunum menn, sem vitað er að ekki geta kennt börnum?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.