Morgunblaðið - 02.06.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.06.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JUNI1977 3 „Reynsla okkar frá ís- landi þung á metunum” — sagði Fredrick Irving í samtali við Mbl. um skipun sínaí sendiherrastöðu á Jamaica FREDRICK Irving. fyrrum sendi- herra Bandarlkjanna á islandi. hefur nú veriB skipaBur sendiherra Bandarlkjanna á Jamaica. en hann hefur gegnt stöBu aBstoBar- utanrlkisráBherra fiá þvl hann lát af sendiherraembœtti hár á landi og fjallaB um hafráttarmál. m.a. gerBi hann ásamt öBrum alla nýja samninga vegna 200 mllna út- færslu Bandarlkjanna. kjamorku- mál og önnur mikilvæg málefni I Washington. MorgunblaBiB ræddi stuttlega viB Irving sendiherra og konu hans. þar sm þau voru stödd I Kingston. höfuBborg Jamaica. og spurBi þau um hina nýju stöSu. en þau starfa sem kunnugt er bæBi aB sendiherrastörfunum. Irving sagði að hann hefði hlotið staðfestingu Öldungadeildarinnar 25. mal sl. og hefðu þau hjónin haldið þegar I stað til Jamaica til að taka á móti Rosalyn Carter, forseta- frú Bandarlkjanna. sem kom þangað I 3 daga opinbera heimsókn Lauk heimsókn forsetafrúarinnar I gær og ætla sendiherrahjónin til Washing- ton aftur á morgun til að sverja embaettiseiðinn og undirbúa flutninginn til Kingston, en þau taka formlega við embætti I júlíbyrjun Aðspurður um hina nýju stöðu sagði Irving: „Samskipti Banda- rikjanna og Jamaica hafa verið fremur stirð undanfarin ár, en Framhald á bls. 18 Þessi mynd var tekin af Irvinghjónunum skömmu áður en þau háldu frá íslandi. Súpukjöt- ið hækkar um 5 kr. VERÐLAGSGRUNDVÖLLUR land búnaðarins hefur hækkað um 0.78% samkvæmt ákvörðun sexmanna nefndar. Þessi hækkun er vegna hækkunar á þremur liðum grund- vallarins. Áburður hefur hækkað um 10.02%, varahlutir í búvélar hafa hækkað um 18,4%, en kúafóður- blanda lækkar í grundvellinum um 4.58%. Launaliður grundvallarins er óbreyttur, ennfremur vinnslu og dreif ingarkostnaður búvara. Gera má ráð fyrir að þegar kjarasamningar við launþega hafa verið undirritaðir, þá muni vinnslu- og dreifingarkostn- aður verða endurskoðaður. Vegna þessa hækkar mjólk í eins lítrapökkum úr 79 krónum í 80 krón- ur. Eitt kg af smjöri hækkar úr 1.17 7 » 1.186 krónur. Eitt kg af skyri hækkar úr 176 krónum í 177 krónur Rjómi í Va lítra fernum hækkar úr 1 80 krónum í 181 krónu. Súpukjöt hækkar úr 753 krónum i 758 krónur. Kótilettur hækka úr 947 krónum í 952 krónur Heil læri hækka úr 850 krónum f 854 krónur hvert kiló. Hliðstæð hækkun verður á nautakjöti. Borgarfulltrúum boðið til Óslóar LAGT hefur verid fram í borgar- ráði bréf frá forseta borgarstjórn- ar Úslóar frá því um miöjan maí. Er fulltrúum I borgarstjórn boðið til Óslóar á næsta ári. Jóhannes Nordal stjórnarformaður Landsvirkjunar Á FUNDI sínum hinn 31. maí sl. samþykkti borgarráð fyrir sitt leyti, að dr. Jóhannes Nordal yrði skipaður formaður stjórnar Landsvirkjunar næsta kjörtíma- bil stjórnarinnr og Árni Vilhjálmsson prófessor varafor- maður hans. „VIÐ náðum 5 löxum á land fyrir hádegi, en áin var svo kolmórauð og bólgin eftir hellirigningu I gærkvöldi og nótt, að erfitt var um vik við veiðarnar, “ sagði Magnús Ólafsson, formaðr SVFR, er við hringdum I hann upp I Norðurá I gær, en stjórn félagsins hóf veiðar þar í gærmorgun fyrstri laxaveiðiáa landsins ásamt Laxá á Ásum. Karl Guðmundsson fékk 3 laxa og Karl Ómar á eyr- inni og brotinu fyrir neðan Lax- foss. Sagði Magnús að áin hefði verið farin að sjatna um hádegið og mikill veiðihugur I mönnum. Laxarnir 5 voru 8—10 pund ný- gengnir og fallegir. Ekki tókst okkur að hafa fréttir af veiði f Laxá i Ásum I gær. > Myndgæöi PHILIPS litsjónvarpstækja eiga tæpast sína líka. Þar séróu alla hluti eins eðlilega og hægt er. Rautt er rautt, blátt blátt, grænt grænt o.s.frv. PHILIPS hefur leyst vandamálid vió villandi og óeðlilega liti og það er eins og að vera sjálfur á staðnum þar sem myndin er tekin, þegar þú horfir á PHILIPS litsjónvarpstæki. Oþarft er að koma með upptalningu á tæknilegum atriðum hér en bendum aðeins á að PHILIPS er stærsti framleiðandi litsjónvarpstækja í Evrópu, hefur framleitt yfir 40.000.000 sjónvarpstækja. Segir það ekki sína sögu? PHILIPS hóf hönnun litsjónvarpstækja árið 1941 og hefur síðan stefnt markvisst að tæknilegri fullkomnun. PHILIPS litsjónvarpstæki fást í mörgum gerðum, með skermum frá 14” - 26”. Við viljum eindregið hvetja væntanlega kaupendur litsjónvarpstækja til að kynna sér umsagnir hlutlausra aðila og þá verður valið ekki erfitt. Þaö er og veröur PHILIPS. litsjónvarp með eðlilegum litum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.