Morgunblaðið - 02.06.1977, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.06.1977, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JUNl 1977 5 Grafiska sveinafélagið: Dagsverkföllin ekki nógu markviss aðgerð GRAFISKA sveinafélagið hefur á' ve8i8 a8 taka ekki þátt I dagsverk- föllunum, sem aSildarfélög AlþýSu sambands islands hafa boSað dag- ana 3.. 6.. 7.. 8. og 9. júnl næstkom- andi. þar sem félagið telur verkfalls- aSgerSina marklausa með öllu og óvlst sé hverjum hún þjóni eins og yfirvinnubannið. Ársæll Ellertsson, formaður Grafiska sveinafélagsins. sagSi i samtali við Morgunblaðið i gær, er hann var spurður um ástæður ákvörðurnar félagsmanna Grafiska sveinafélagsins. að þær ættu sér talsvert langan að- draganda Hann kvað Grafiska sveina- félagið hafa sama samningstíma og Alþýðusambandið og í samningum hefði félagið fylgt öðrum bókagerðar- félögum Félagið fylgdi ASÍ, sem það er ekki aðili að, í yfirvinnubanninu, en boðaði það þó með viku fyrirvara og kom það til framkvæmda 1 0 mai. — Þessi verkfallsaðgerð er ekki nógu markviss, sagði Ársæll, — og veikir okkur enn meir en yfirvinnu- bannið gerði. sem dregið hefur úr þrótti alþýðunnar til verkfallsaðgerða. Er óvist hvorum aðila vinnumarkaðar- ins yfirvinnubannið þjónar Við hefð- um hins vegar tekið þátt i allsherjar- verkfalli, ef ASÍ hefði ákveðið að fara þess á leit við aðildarfélög sín. Formaður Grafiska sveinafélagsins kvað allar sérkröfur félagsins varða kaupgreiðslur og þegar atvinnurekend- urnir krefðust þess að þeir leystu sér- kröfur sinar innan 2 '/2% rammans sem ASÍ gerir, eru félagsmenn Grafiska sveinafélagsins þá þegar búnir að slá mjög verulega af kröfum sinum Af þessum ástæðum kvað Ársæll mjög erfitt fyrir Grafiska sveinafélagið að fylgja ASÍ, því að félagið þyrfti að ná betri samningum, þar sem félagsmenn þess hefðu dregizt verulega aftur úr i kaupi að undanförnu SKÓLASLIT á Fáskrúðsfirði Fáskrúðsfirði, 1. júní. GRUNNSKÓLANUM á Búðum var slitið I Félagsheimilinu Skrúð mið- vikudaginn 25. mai af skólastjóran- um Einari Georg Einarssyni. Útskýrði hann núgildandi námsreglur og minntist vetrarstarfsins. Skólinn starfaði I 11 bekkjardeildum, og voru nemendur alls 200. Tíu nemendur þreyttu gagnfræða- próf. en eins og kunnugt er verður það próf ekki framar á dagskrá Niu nem- endur luku grunnskólaprófinu nýja. og 20 nemendur gengust undir unglinga- próf Þá þakkaði skólastjóri kennurum, sem við skólann starfa, fyrir vetrarstarf- ið og harmaði hve erfiðlega gengi að fá menntað kennaralið á landsbyggðina, og halda því þar Meginþorri kennara hér sl. vetur var án kennararéttinda. Einnig drap hann á erfiðleika i hús- næðismálum skólans, og hve þörfin væri orðin brýn á nýrri og bættri kennsluaðstöðu. Sveitarstjóri, Helgi V. Guðmundsson ávarpaði viðstadda og rakti sögu skólabyggingarinnar og horfur i húsnæðismálum hans. Fyrstu hugmyndir um byggingu nýrrar skólabyggingar komu fram 1964, og framkvæmdir voru hafnar við nýja skólann í kringum 1970 Nú er svo komið að helmingur skólahúss- ins er kominn undir þak, og unnið hefur verið að þvi að undanförnu að steypa seinni áfanga, þannig að inni- vinna geti farið að hefjast Bjartsýnustu menn eru farnir að vona að skólinn verði kominn i gagnið á næsta áratug. Tónskólanum var slitið um svipað leyti Skólastjóri hans var Óðinn G. Þórarinsson Nemendur voru 32 í vet- ur starfaði hér einnig annar áfangi iðnskólans, sem er deild frá Iðnskóla Austurlands Niu nemendur gengust undir próf þar. og stóðust það allir — Albert. Þakkir frá systur Albínu Kæru vinir. Á níræðisafmæli mínu þann 12. þ.m. varð ég og við St. Jósefssyst- ur í Hafnarfirði enn einu sinni áþreifanlega varar við vinsemd yðar og rausn. Þessi góðvild yðar sýnir enn- fremur hve mikið ég hefi að þakka Hinni Eilifu Forsjón, er lét mig berast að strönd þessa lands, og leyfði mér að starfa meðal yðar svo langan dag. Jafnframt því að þakka af hrærðum og einlægum hug, bið ég og við allar St. Jósefssystur i Hafnarfirði þess, að þér farsælist af sérhverju verki og að algóður Guð varðveiti, verndi og styrki yður öll í starfi, í gleði yðar og sorgum. St. Jósefsspitalanum i Hafnarfirði 17. mai, 1977. Systir Albina. Ragnar H. Ragnar skólastjóri Tónlistarskóla IsafjarSar afhendir hér tveim nemendum úryngsta érganginum viBurkenningu. Tónlistarskóla ísafjarðar slitið Nýlega var Tónlistarskóla ísafjarðar slitið og lauk þar með 29 starfsári skólans. Ragnar H Ragnar skólastjóri gat þess i ræðu sinni að sl haust hefðu 4 kennarar hætt störfum við skólann og hefði verið erfitt að fá nýja kennara. en það hefði þó tekizt og þakkaði hann þeim vel unnin störf. Alls sóttu 133 nemendur um skólavist og stundaði um helmingur þeirra nám i pianóleik, 1 3 á fiðlu. orgel og gltar, hvert hljóð- færi um sig. Þá var einnig kennt á flautu, horn og selló, auk tónfræði. Af öðrum þáttum I starfi skólans gat Ragnar H Ragnar um nemendatón- leika sem haldnir eru reglulega á hverj- um vetri, um jól. miðjan vetur og á vorin og á hverjum sunnudegi eru svonefndar samæfingar og fara þær fram á heimili skólastjóra. Þá spila yngri nemendur skólans og slðan þeir eldri og á milli æfinganna er kennara- fundur. Siðan afhenti Ragnar verðlaun og viðurkenningar fyrir góðan náms- árangur ÁMORGUN AÐ LAUGAVEGI TÍZKUVERZLUN UNGA FOLKSINS KARNABÆR AUSTURSTPÆTI 22 UUGAVEG 66 LAUGAVEG 20a Stmi frá sfopfibofðt 2815S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.