Morgunblaðið - 02.06.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.06.1977, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JUNÍ 1977 Varðskipsmenn kanna möskvastærð um borð einum þýzku togaranna. V-þýzku togararnir breyta um veiðarfæri Landhelgisgæzlan hafði af því spurnir f fyrradag, að v-þýzkir togarar væru komnir suður fyrir Karfalínuna svonefndu úti af Berufjarðarál eða inn fyrir þau mörk sem togurunum er heimilt að veiða með vörpum með 135 mm netamöskvum og verða í þess stað að vera með 155 mm möskvastærð. Varðskip var sent á þessar slóóir til að kanna hvernig veiðarfærum togaranna væri háttað, en þegar það kom á þessar slóðir í fyrrinótt voru skipin aftur komin norður fyrir línuna. Engu að síður var farið um borð í nokkra þeirra og reyndust þeir þá alUr vera komnir með vörpur rfteð 155 mm möskvum. Landhelgisgæzlan hefur einnig síðustu daga ítrekað við norsk línuskip sem eru að veiðum hér við land, aðallega suður af, að halda tilkynninga- skylduna gagnvart stjórnstöð Landhelgisgæzlunnar en nokkur misbrestur hefur orðið á því af hálfu Norðmanna. Guðmundur Einarsson, verkfræðingur: Nidurstödur Farrelly fást eftir um 2 vikur „ÉG vænti þess, að rannsóknir Farrelly hér á landi liggi fyrir eftir um 2 vikur,“ sagði Guðmundur Einarsson, verk- fræðingur, í samtali við Morgun- blaðið f gær. Lýsingar konunnar á svæðinu væru fyrir hendi hér á landi á segulböndum en eftir væri að vinna úr þeim. Vegna blaðaskrifa um komu Farrelly hingað til lands sagði Guðmundur að hann vildi leið- rétta fullyrðingar um að konan væri ekki raunvísindamanneskja. Hún væri háskólamenntuð í líf- efna- og efnafræði, hefði starfað á rannsóknarstofu í þeirri grein og þar komizt fyrst í kynni við radionics-aðferðina, sem hún hefði beitt við Kröflu. Kvað Guðmundur konuna nú vera ráð- gefandi fyrir 70 lækna á sviði lífefnafræði í Bandaríkjunum, auk annarra verkefna. Varðandi ummæli jarðvísinda- manna hér um aðferðir konunnar sagði Guðmundur að minni- máttarkennd þeirra yfir kómu konunnar væri ástæðulaus, þar eð aðferðir hennar kæmu ekki í stað rannsókna þeirra heldur væri einungis hjálpartæki til viðbótar þeim. Minnti Guðmundur i þessu sambandi á orð Göthe um að það væri háttur sumra að tala niðrandi um hluti sem þeir væru Rís Aðalstræti 12 úr öskimni? LAGT hefur verið fram í bygginganefnd Reykja- víkurborgar bréf frá Valdi- mar Þórðarsyni (Silli & Valdi), þar sem hann Góð aðsókn að sýn- ingu Vagns Jensen Góð aðsókn hefur verið að málverkasýningu danska listmál- arans Hendriks Vagns Jensen í Bogasal Þjóðminjasafnsins og hafa þegar selzt nokkrar mvndir. Jensen sýnir alls 33 myndir, flest- ar pastel- og grafíkmyndir, mál- aðar á síðustu árum. Sýningin er opin daglega frá kl. 14 tii 22 og lýkur á sunnudags- kvöld en þetta er í annað skipti sem Jensen sýnir í Bogasalnum, en hann hefur oft sýnt í heima- landi sínu, Danmörku, ennfremur í Póllandi og á Ítalíu. spyrst fyrir um hvort hann muni fá leyfi fyrir breyt- ingum á húsinu nr. 12 við Aðalstræti, sem hann kveðst hafa áhuga á að endurbyggja í sem uppr- unarlegustu horfi, en sem kunnugt er varð húsið elds- voða aö bráð um áramótin og hafa brunarústirnar einar staðið síðan. Til að uppfylla skilyrði um brunavarnir þarf Valdimar hins vegar að fá að reisa eldtraustan brunastiga aö baki hússins. Byggingar- nefnd lýsti sig fremur hlynta þessu en endanlegt samþykki verður þó háð teikningum um frekari út- færslu áþessari breytingu. Skuttogarinn Skinn- ey seldur til Eyja? Að undanförnu hafa staðið yfir viðræður milli eigenda skuttogar- ans Skinneyjar frá Höfn f Horna- firði og forráðamanna Fiski- mjölsverksmiðjunnar f Vest- mannaeyjum um kaup á togaran- um til Eyja, og nú bendir flest til þess að togarinn verði keyptur til Vestmannaeyja á næstunni. Haraldur Gíslason, fram- kvæmdastjóri Fiskimjölsverk- smiðjunnar í Eyjum, sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær, að í dag kæmi togarinn til Vestmanna- eyja og þá yrði hann skoðaður, en færi síðan f slipp. Ákvörðun um kaupin yrði væntanlega tekin af þeirra hálfu alveg á næstunni og væri Fiskimjölsverksmiðjan þeg- ar búin að tryggja sér forkaups- rétt að togaranum. Skuttogarinn Skinney er 297 rúmlestir að stærð, smíðaður í Kristiansund í Noregi árið 1975. Grásleppuhrogn hækka í verdi Afleiðing af minni veiði en 1 fyrra fávisir um. Guðmundur sagði þó, að sem betur fer væru þó alltaf til vísindamenn sem vildu auka við þekkingu sína og vísindalegan skilning. Guðmundur sagði, að rann- sóknaraðferð konunnar —radion- ics-tæknin — byggðist á réttri svörun fyrir hendi, þegar (dia- Framhald á bls. 18 Samningaviðræð- umar fluttar í MH SAMNINGAFUNDURINN í gær var að öllum Ifkindum sfðasti samningafundurinn á Loftleiða- hótelinu um sinn að minnsta kosti. Verða viðræður aðila vinnumarkaðarins nú fluttar f húsakynni Menntaskólans f Hamrahlíð, en skóianum hefur nú verið slitið. Ástæður þessa eru þær, að Kristalsalur Loftleiðahótelsins er bókaður að minnsta kosti fram yfir heigi. Sá aðili, sem ieigt hef- ur salinn er Tékkneskfe bifreiða- umboðið, sem ætlar að hafa þar bílasýningu. Hafði umboðið pant- að salina með löngum fyrirvara. Nú er allt útlit fyrir að grá- sleppuveiði á þessu vori ætli að verða mun minni en á sfðasta ári og af þeim sökum eru kaupendur erlendis byrjaðir að bjóða hærra verð f grásleppuhrognin en opin- berlega var gefið út sem lág- marksverð f upphafi vertfðar, en Hringvegur- inn opnast eftir helgina ÁSTAND á þjóðvegum landsins hefur mjög breytzt til hins betra síð- ustu daga, aurbleytan á undanhaldi og er vega- eftirlitið sem óðast að af- létta þeim þungatakmörk- unum sem verið hafa í gildi. í gær var t.d. aflétt þungatakmörkunum i upp- sveitum Árnessýslu og einnig í N-Þingeyjarsýslu, þannig að nú má heita að engar þungatakmarkanir séu á hringleiðinni syðra og vestra og allar götur norður í S-Þingeyjarsýslu. Á Vestfjörðum eru vegir einnig sem óðast að þorna, en þó er enn 7 tonna þungatakmörkun á veg- inum úr Barðaströnd og allt til Flateyrar. Þorskafjarðarheiði er orðin fær öllum bílum, en þar eru einnig 7 tonna þungatakmarkanir ennþá. Viðgerð hefur staðið yfir undanfarið á veginum á Möðru- dalsöræfum, sem skemmdist mikið i leysingunum og er nú ágætlega fært frá Grímsstöðum og austur um. Þá var i gær byrjað á viðgerð á veginum á Mývatnsör- æfum, sem einnig varð fyrir vatnsskemmdum, og er vonazt til að því verki ljúki nú undir helg- ina, þannig að í næstu viku verði hringvegurinn orðinn greiðfær. Þá er hins vegar eftir að opna vegi eins og í Vopnafjörð, Hóls- sand og Axarfjarðarheii, svo og Lágheiðina miili Ólafsfjarðár og Fljóta. Erlent lán til fram- kvæmda við Sundahöfn BORGARRÁÐ hefur samþykkt að borgarsjóður taki erlent lán vegna Reykjavíkurhafnar, að fengnu leyfi ríkisstjórnarinnar, sem Citybank f Lundúnum býður. Verður iánið að upphæð allt að 750.000 dollarar og verður veitt til 18 mánaða. Eru þetta rúmlega 144 milljónir íslenzkra króna. Vextir eru 1 1/8 umfram almenna millibankavexti I London á hverjum tfma. Felur borgarráð borgarstjóra að semja um nánari lánskjör og undirrita lánssamning og önnur skjöl vegna lántökunnar. Borgarstjóri getur veitt öðrum aðila umhoð til að undirrita lánssamning. Ólafur B. Thors, formaður hafnarstjórnar, sagði í gær að lán þetta ætti að nota til framkvæmda við Sundahöfn, annars vegar við nýtt lægi við Sundabakkann, og hins vegar byrjunarframkvæmdir á Kleppsbakkanum og sagði Ólaf- ur jafnframt að þetta væri fyrsti hluti stærra láns sem ráðgert væri að fá síðar. það var 250 dollarar eða röskar 48 þús. kr. fyrir tunnuna. Óttar Yngvason hjá íslenzku út- flutningsmiðstöðinni sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær, að því væri spáð að heildar- grásleppuveiðin myndi ekki sam- svara nema um 12—14 þús. tunn- um af hrognum að þessu sinni, en í fyrra fengust 21 þús. tunnur af hrognum, og því væri farin að koma hærri tilboð í hrognin. — Kaupendur erlendis hafa reynt að halda sig við 250 dollara verðið í lengstu lög, en síðustu daga hafa komið hærri tilboð. Þetta er ósköp eðlilegt, því þegar kaupendur sjá að þeir muni ekki fá það magn sem þeir höfðu gert ráð fyrir, þá fara þeir af stað og bjóða hærra verð. Hvort hækkun- in verður mikil veit ég ekki, en kaupendur hafa nú byrjað óvenjulega snemma að bjóða hærra verð í hrognin, því fram til þessa hefur yfirleitt fengizt hærra verð fyrir hrognin síðla sumars og á haustin, sagði hann. Forsetinn til Uppsala FORSETI íslands, dr. Kristján Eidjárn, mun ásamt konu sinni fara til Svíþjóðar á morg- un, föstudag, og dveljast þar í rúma viku. Tilefnið er að heimspekideild Uppsalahá- skóla hefur boðið forsetanum að taka þátt I einum af mörg- um fræðimannafundum, sem haldnir verða á þessu ári til hátíðabrigða vegna fimm alda afmælis háskóls. Hefur forsetinn tekið þessu boði. Var bjórinn smyglaður? Morgunblaðinu hefur borizt eftir farandi yfirlýsing frá tollstjóranum I Reykjavlk: í sjónvarpsþættinum ,,Ríkið í ríkinu'' nú nýverið, sýndu stjórnendur þáttar- ins ungt fólk á dansleik M.a. sýndu þeir mynd af erlendri bjórdós og sögðu í skýringartexta að mikið væri þarna drukkið af smygluðum bjór. Nú er smygl mikill óþrifnaður og full þörf að draga úr því eftir mætti Okkur sem að vörnum gegn smygli störfum er þökk í þvi að fá upplýst með hvaða hætti smyglað er, hafi það á annað borð átt sér stað Þá vitneskju mætti e t v. nýta til fyrirbyggjandi aðgerða síðar. En var bjórinn smygiaður? Hvaða vitneskju búa stjórnendur þáttarins yfir, þannig að þeir geti fullyrt að svo hafi verið ? Er þeim ekki kunnugt um að nokkrar stéttir manna hafa þau „forréttindi” að mega flytja inn áfengan bjór? Gæti þessi bjórdós ekki hafa verið ein af ca 600 000, sem láta mun nærri að hafi verið fluttar inn löglega á s I ári af þessum forréttinda-hópum? Mér þætti fengur að svörum stjórn- endanna við hentugleika þeirra og á þessum vettvangi eða á annan hátt opinberlega Björn Hermannsson tollstjóri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.