Morgunblaðið - 02.06.1977, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.06.1977, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JUNI 1977 Spilverkið og Hamrahlíð- arkórinn halda tónleika SPILVERK þjóðanna og Kór Menntaskólans við Hamrahlfð halda sameiginlega tónleika í sal MII nk. fimmtudagskvöld kl. 8.30. Þarna verður flutt hin fjölbreytt- asta tónlist frá ýmsum tímum, bæði af kórnum og Spilverkinu sérstaklega auk þess sem sameig- inlegur tónlistarflutningur verður. Kór MH aðstoðaði t.d. Spilverkið nýverið við upptöku á nýrri hljómplötu hinna sfðar- nefndu sem gert er ráð fyrir að komi á markað hinn 17. júnf nk. og má gera ráð fyrir að lög af þeirri plötu verði flutt á tón- leikunum. Samvinna kórsins og Spilverksins á sér þann aðdrag- anda, að tveir af Spilverksmönn- um eru fyrrverandi kórfélagar. SLATTUVELAR Það er leikur einn að slá grasflötinn með ISÍorlett 4 Nú fyrirfiggjandi margargerði á hagstæðum verðum. Lágmúla 5, sími 81 555, Reykjavík Bandalag kvenna í Reykjavfk er 60 ára, var stofnað 30. maí 1917. Bandalagið er mjög öflug samtök. í þvf er nú 31 félag sem í eru 13643 félagar. í tilefni af afmælinu er áformað að gefa út sögu Bandalagsins og allra félaganna. Verður nú farið að vinna að henni og ætlunin að sagan komi út innan tveggja ára. En f dag, fimmtudaginn 2. júnf, munu Bandalagskonur minnast dagsins með þvf að hafa opið hús að Hallveigar- stöðum kl. 4—7 síðdegis. En Bandalag kvenna f Reykjavfk er aðili að Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum ásamt Kven- félagasambandi íslands og Kvenréttindafélagi Íslands. Ef litið er yfir 60 ára sögu bandalagsins sést að það hefur komið víða við og unnið að mörgum þjóðþrifamálum, sem of langt yrði upp að telja. Upphaf bandalagsins er það að í júnímánuði 1916 komu nokkr- ar konur saman á fund til að ræða um útgáfu blaðs eða tíma- rits í félagi við Samband norðlenzkra kvenna, sem var að leita fyrir sér um slíka sam- vinnu. Voru kosnar 5 konur í nefnd til að athuga hvort grundvöllur væru fyrir þessu og urðu fjórar þeirra fyrstu formenn bandalagsins. Fyrsti formaður þess var Steinunn H. Bjarnason, þá tók við Inga Lára Lárusdóttir, síðan Hólmfríður Árnadóttir og 1931 Ragnhildur Pétursdóttir. Auk þessara fjögurra var í undirbúnings- nefndinni Ingibjörg Benedikts- dóttir. Árið 1944 tók Aðalbjörg Sigurðardóttir við formennsku Bandalagsins af Ragnhildi og var formaður til 1966, en síðan hafa verið formenn Bandalags- ins Guðrún P. Helgadóttir. María Pétursdóttir, Geirþrúður H. Bernhöft og nú Unnur Ágústsdóttir. Auk Unnar eru nú í stjórn: Halldóra Eggerts- dóttir, varaform. og ritari, Margrét Þórðardóttir, féhirðir og í varastórn Sigríður Ingi- marsdóttir, Sigþrúður Guðjóns- dóttir og Guðrún J. Jónsdóttir. En heiðursfélagar eru tveir á lífi, þær Jóhanna Egilsdóttir og Svava Þorlefisdóttir. A undirbúningsfundi 9. marz 1917 með formönnum allra kvenfélaga í Reykjavík var ákveðið að stofna samband milli kvenfélaganna í Reykja- vík, svo að „konum sem áhuga hefðu á framfaramálum þjóð- félagsins yrði auðveldari sam- vinna“, eins og það er orðað í fundargerð. Eftir annan undir- búningsfund á heimili Hóm- friðar Árnadóttur, þar sem rædd voru lög félagsins og ákveðið nafn bandalagsins, „Bandalag kvenna", var efnt til stofnfundar 30. maí 1917 með 9 félögum, þau voru: Heimilis- iðnaðarfélagið, Hið íslenzka kvenfélag, Hringurinn, Hvfta- bandið (eldri deild), Hvíta- bandið (yngri deild), Kven- félag Fríkirkjusafnaðarins, Kvenréttindafélag íslands, Lestrarfélag kvenna og Thor- valdsensfélagið. í fyrstu lögum er gert ráð fyrir að félög hvaðanæva að af landinu geti gengið i Bandalagið og sæki aðalfundi þess, og var það þá hugsað sem landssamband. Allmörg félög víðsvegar að af landinu voru í Bandalaginu framan af og sendu fulltrúa á aðalfund en fljótlega mun það hafa sýnt sig að þetta samband var of laustegt. Þeggr Kven- félagasamband íslahds var stofnað 1930 gengu í það héraðasarrjbönd, sem til voru í landinu. Hin ýmstt-félög utan Reykjavíkur hölluðu sér eftir það hvert að sínu héraðssam- bandi, en Bandalagið varð sam- band fyrir Reykjavík eina og jafnframt aðili að Kvenfélaga- sambandi islands. Fyrsta starfsári Tónlistarskóla Njardvíkur lokið TÓNLISTARSKÓLI Njarðvíkur hélt vortónleika sína I félags- heimilinu Stapa þann 16. maí s.l. og lauk þar með vetrarstarfi skól- ans sem hóf starfsemi sína á sfðastliðnu hausti. Á t.ón- leikunum komu kór og lúðrasveit skólans fram. Nemendur skólans voru 78. Skólastjóri er örn Ósk- arsson, en kennarar þau Siguróli Geirsson ogGróa Hreinsdóttir. A myndinni sjást nemendur Tón- listarskóla Njarðvikur ásamt kennurum og skólastjóra, Erni Óskarssyni sem er fimmti frá hægri i fremstu röð. Bæjarstjórn Húsavík- ur lýsir yfir áhyggjum vegna kjaradeilunnar Á FUNDI bæjarstjórnar Húsa- vlkur fyrir skömmu samþykktu sjö bæjarfulltrúar af níu að skora á samtök launþega, atvinnurek- enda og rlkisstjórn að leggjast á eitt til að finna lausn á yfirstand- andi kjaradeilu, áður en til alls- herjarverkfalls kæmi. 1 ályktun bæjarstjórnarinnar segir m.a.: „Bæjarstjórn Húsavíkur lýsir áhyggjum yfir að ekki skuli enn hafa náðst samningar i yfirstand- andi kjaradeiiu. Bæjarstjórnin lýsir yfir stuðn- ingi við boðaða láglaunastefnu A.S.Í. og telur kröfurnar sann- gjarnar og eðlilegar, enda slái þeir sem hærri laun hafa veru- lega af kröfum sinum."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.