Morgunblaðið - 02.06.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.06.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JUNt 1977 19 Ingólfur Magnús- son—Mmningarorð Fæddur 27. sept. 1896. Dáinn 25. maí 1977. Hann var fæddur á Svínaskógi i Dalasýslu, sonur hjónanna Kristínar Jónsdóttur og Magnúsar Hannessonar bónda þar. Systkinin voru 6 að tölu og lifa tvö þeirra: Elísabet húsfreyja á ísafirði og Valgarð sjómaður í Reykjavik. Um fermingaraldur fór Ingólfur til bændahöfðingjans Bjarna í Ásgarði og vanrt við bú hans þar til hann fór i bændaskólann á Hólum i Hjaltadal. Þaðan útskrifaðist hann eftir tveggja vetra nám vorið 1921. Hólaveran vakti áhuga hans á meira námi. Fór hann skömmu síðar til Danmerkur og Noregs. Hann vann þar hjá bændum en stundaði einnig framhaldsnám í nautgriparækt við tvo búnaðarskóla í Noregi 1923—24 og 1926—27 og vann á kúabúi búnaðarháskólans á Ási í Noregi í 2 ár. í Noregi kynntit hann konu sinni Gunnhörðu Jörstad. Fluttist hún með honum til íslands og giftust þau á ísafirði 17. ág. 1929. Stundaði hann búskap um hríð, en vann lengst við netagerð á ísafirði og var um hríð fjósamaður á búi ísafjarðarkaupstaðar á Seljalandi. Vorið 1947 fluttust þau hjónin að Hvanneyri i Borgarfirði og gerðist Ingólfur fjósameistari á skólabúi bændaskólans þar. Þegar hann missti konu sína 24. jan. 1959 undi hann ekki lengur á Hvanneyri og flutti sig til barna sinna í Reykjavík. Þar hefur hann stundað verkmannavinnu síðan. Frú Gunnharða reyndist manni sínum trygg og myndarleg eiginkona og móðir. Húsnæði þeirra á Hvanneyri var að vísu ekki stórt, en vel um gengið. Þar var gestrisni mikil og gott að koma. Þau eignuðust 4 börn, en þau eru: Magnús skipstjóri í Reykjavík. Er hann kvæntur Kristínu Haraldsdóttur og eiga þau 3 börn. Ingvar kennari i Kópavogi. Hann er kvæntur Hönnu Bárðardóttur og eiga þau 2 börn. Sverrir vélstjóri í Reykjavík. Hann er kvæntur Guðbjörgu Helgadóttur og eiga þau 4 börn. Guðrún húsfreyja í Reykjavík. Maður hennar er Ulfar Teitsson skrifstofumaður í Reykjavík. Þau eiga 4 börn. Við Ingólfur Magnússon áttum tvo indæla vetur á Hólum í Hjaltadal og unnum saman á Hvanneyri þau 12 ár, er hann var fjósameistari við skólabúið þar. Hann er mér minnisstæður frá báðum þeim stöðum. Iðni hans og samviskusemi var svo frábær að ég hef aðeins fáa menn hitt, er tóku honum fram í þeim efnum. Á Hólum var hann að visu ekki framámaður í námi eða félagslífi, en hann stundaði hvort tveggja vel og af alúð. Okkur skólabræðrum hans þótti værit um hann. Við vissum, að hann mundi verða góður starfsmaður, hvar í flokki sem hann yrði staddur. Þegar skólabúið á Hvanneyri vantaði yfirmann í fjósið voriö 1947 og Ingólfur sótti um það starf ásamt fleirum, gat enginn vafi leikió á því, að hann yrði fyrir valinu. Hann var einn af fáum, eða ef til vill sá eini Islendingur, sem hafði lokið sérnámi sem fjósameistari við þekkta skóla í Noregi. Hann hafði umsjón ARNÓR RAGNARSSON Sumarspilamennskan hafin í Domus Medica Sumarspilamennskan er haf- in í Domus Medica. Var spilað í þremur riðlum sl. fimmludag. Urslit urðu þessi: A-riðill: Gíslí Hafliðason — Sigurður B. Þosteinsson 275 Einar Þorfinnsson — , Sigtryggur Sigurðsson 244 Sigfús Þórðarson — Vilhjálmur Pálsson 235 B-riðiII: Guðmundur Pálsson Grimur Thorarensen 266 Jón Hilmarsson — Þorfinnur Karlsson 238 Björn Friðþjófsson — Jósteinn Kristjánsson 236 C-riðill: Pétur Einarsson — Þorsteinn Bergmann 257 Ingólfur Böðvarsson — Þórarinn Árnason 239 Kristján Jónasson — Þórhallur Þorsteinsson 236 Meðalárangur 210 KeppnisStjóri er Guðmundur Kr. Sigurðsson. Næsta spila- kvöld verður í kvöld og hefst keppnin klukkan 20. / Sveit Guðmundar Hákonarsonar Norðurlandsmeist- ari í bridge llúsavfk, 31. maf. NORÐURLANDSMÓT í bridge var haldið á Húsavík nú um helgina með þátttöku ellefu sveita frá Akureyri, Siglufirði, Ilúsavík, Dalvík, Ólafsfirði og Mývatnssveit. Spilað var í tveimur riðlum og síðan tvær efstu sveitir til úrslita. Norðurlandsmeistari varð sveit Guðmundar Hákonarson- ar, Húsavík, með 39 stig. Sveit- ina skipa auk hans Magnús Andrésson, Óli Kristinsson og Þórður Ásgeirsson. Önnur varð sveit Boga Sigurbjörnssonar, Siglufirði, með 29 stig og þriðja sveit Stefáns Jónssonar, Dal- vik, með 28 stig. Fjórða Varð sveit Björns Þórðarsonar, Siglufirði, með 22 stig, en sú sveit var Norðurlandsmeistari 1976. Næsta Norðurlandsmót verð- ur haldið á Ólafsfirði. Fréttaritari. unnið við stærsta og merkasta kúabú í Noregi (Ási) og við stór kúabú hér á landi, m.a. á Vífilsstöðum. og hann var þekktur að heiðarleik, dugnaði og góðvild. Á þeim tíma var Hvanneyrarfjósið stórt, um 70 mjólkandi kýr. Ingólfur vann þar oft langan vinnudag. Hann þekkti ekki á klukkuna. Hann vissi ekki hvaða dagar voru helgidagar (fyrir aðra) og hverjir ekki. Hann vann, þegar skyldan kallaði, en spurði sjaldan um kaupgjald eða þakklæti. Á þeim 12 árum, sem Ingólfur Magnússon var fjósameistari á Hvanneyri, hækkaði nythæð kúnna þar um 1120 kg og feitin í mjólkinni um 0.4%. Vafalaust hefur fleira komið þarna til en starf Ingólfs, en ég hika ekki við að fullyrða, að hann á stærsta þáttinn í þessari framför. Heilbrigði kúnna var mjög gott í hans tíð og betra en síðar varð. Sá sem þetta ritar var skólastjóri á Hvanneyri þau ár, er Ingólfur vann þar. Ég tel mig geta við útför hans flutt honum þakkir skólans fyrir framúrskarandi gott starf þar. En auk þess vil ég fyrir hönd okkar hjóna þakka honum og fjölskyldu hans allri fyrir samveru og samstarf á Hvanneyri. Við sendum samúðarkveðju til barna hans og fjölskyldna þeirra og til systkina hans tveggja, sem eftir lifa. Guðmundur Jónsson frá Hvanneyri l

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.