Morgunblaðið - 02.06.1977, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.06.1977, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JUNI 1977 25 fclk í fréttum + EINN af verkstjórum Reykjavíkurborgar, GIsli Kristjánsson, er verklaginn maður mjög og vanur að leysa ýmiss konar vanda sem upp kemur. Ilann hefur undan- farin sumur stjórnað vinnu- flokkum unglinga við að stinga niður börð og græða upp liólmaheiðina, sem þegar er farin að gróa og verða eins og allt annað land. Ekki var nóg að girða, til að halda frá fénaði. Það þurfti á girðing- una hlið, sem fólk kæmist um — sem ekki stæðu opin. Það leysti Gfsli með hliði á borð við þetta sem hann er að opna á myndinni. Hestamenn þurfa gjarnan að fara þarna um og ekki ótítt að þeir séu latir við að fara af baki. Þvf útbjó Gísli hliðið með loku ofan á grindinni, sem hægt er að opna af hestbaki — jafnvel gætu fákarnir opnað sjálfir. En lamirnar hannaði hann þannig, að hliðið lokar sér allt- af sjálft. Að auki eru svo burðarstöplarnir bundir sam- an að neðan, svo að þeir ganga ekki á misvfxl. Lamirnar eru völundarsmfð. Þær eru útbúnar úr holum hólki, sem er skáskorinn, þannig að hann lyftir sér þegar hann snýst og hefur til- hneigingu til að leita aftur f sitt fyrra far vegna fláans. Ofan á löminni er gormur, sem þrýstir hliðinu niður. Og yfir hann er settur járnhólkur, sem fvlltur er með smurolfu, sem á að duga í 10—15 ár. Láta þeir, sem þarna fara um mjög vel af hliðinum, hve meðfæri- leg þau séu, og einhverjir sem hafa séð þau, hafa fengið vél- smiðjuna sem þau eru smfðuð til að smíða slfk hlið fyrir sig. Er þessi hönnun á hliði, sem gott er að opna, jafnvel af hest- baki, sem lokast sjálft, sem ekki skekkist og ekki þarf að smvrja f 10—15 ár, hin merk- asta tillegg til hliðamenningar f landinu. + Þessi mynd var tekin um borð I Ægi við Galtarvita þar sem varðskipsmenn voru að flytja vistir og búslóð nýs vitavarðar f vitann, en að undanförnu hefur Ægir verið að skipta um gashylki f vitum á Norður- og Vesturlandi. Ljósmynd Ingólfur Krist- mundsson. + Gharles Durning leikur for- seta Bandarfkjanna árið 1981 f nýrri kvikmynd Roberts Aldriehs sem hlotið hefur nafnið „Twilight's Last Gleam- ing“. „Ilver sem verður forseti á þeim tfma,“ segir Durning, „þá vona ég að honum gangi betur en mér í myndinni. Ég er skotinn f lokinn og ég vona ! að þessi framtfðarspá verði | aldrei að veruleika." r Islenzk menning í augum Rússa PRÓFESSOR Vladimfr Jakúb flytur fyrirlestur f MÍR-salnum að Laugavegi 178 nk. fimmtudag kl. 20.30, sem hann nefnir fsland og fslenzk' menning f augum Rússa. Jakúb er prófessor I norrænum fræðum við Moskvuhá- skóla. — Bandalag kvenna Framhald af bls. 13 unnið að málum, sem vörðuðu almannaheill, og gerir enn. Fastanefndir starfa milli þinga, en fulltrúar frá öllum félögunum sitja árlega Banda- lagsþing. Þessar nefndir starfa: áfengismálanefnd, barnagæslu- nefnd, ellimálanefnd, heilbrigðismálanefnd, kirkju- málanefnd, mæðraheimilis- nefnd, orlofsnefnd, trygginga- málanefnd, uppeldis- og skóla- málanefnd og verðlags- og verzlunarmálanefnd. Ályktanir frá aðalfundum hafa verið sendar viðkomandi, og fjöl- miðlum til birtingar. Svo var og um ályktanir frá aðal- fundinum, sem haldinn var 20.—21. febr. sl. Þar á meðal var ályktun um skattamála- frumvarpið nýja og var hún send öllum alþingismönnum. Á undanförnum árum hefur Bandalag kvenna í Reykjavík efnt til kynningarfunda um málefni, sem miklu varða. 15. nóvember 1975 var slikur kynningarfundur um stjórnar- skrá íslands, 15. maí 1976 um frumvarp það til laga um fullorðinsfræðslu, sem enn liggur yfir Alþingi og 15. janúar 1977 um frumvarp það til laga um tekju- og eignar- skatt, er nú liggur fyrir Alþingi. Fulltrúar frá öllum aðildarfélögunum sóttu þessa fundi og höfðu fulltrúarnir mikinn áhuga fyrir öllum þess- um málum. Af þessu stutta ágripi má sjá að Bandalag kvenna hefur í sex áratugi ekki legið á liði sínu og átt frumkvæði að mörgum góðum málum, sem þjóðin býr enn að. Ekki hefur það látið deigan síga, þó einhver af áhugamálunum kæmust i höfn, heldur tekið upp ný og á áreiðanlega eftir að starfa vel um ókomna framtíð. Er Banda- laginu óskað til hamingju á 60 ára afmælinu með þennan áfanga í starfinu. Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands verður haldinn að Hótel Sögu, Bændahöllinni við Hagatorg, Reykjavík, fimmtudaginn 23. júní n.k. og hefst kl. 13.30. Dagskrá samkvæmt samþykktum félagsins. Stjórnin igurveig Jónsdóttir, Saga Jónsdóttir og Kristjana Jónsdóttir í hlutverkum sínum I „Karlinum f assanum**. „Karlinn í kassanum” sýndur á Vestfjörðum -m. + Leikári Leikfélags Akureyr- ar fer senn að ljúka en f vetur hefur félagið sýnt „Karlinn f kassanum" eftir Arnold og Bach, fslenzka söngvaleikinn „Sabfnu" eftir Hafliða Magnússon, sfðan „Öskubusku" eftir Evgenf Schwartz, „Sölumaður deyr“ eftir Arthur Miller og að lokum „Afbragð annarra kvenna“ eftir Carlo Goldoni. Leikfélag Akureyrar hyggst nú leggja upp f leikför með leikinn „Karlinn í kassanum" og verður fyrsta sýning f Mið- garði f Skagafirði 3. júnf n.k. og sfðan verður leikurinn sýndur á Hvammstanga, Sævangi, Búðardal, Þingeyri, ísafirði og nágrenni. Sfðan verður haldið á Snæfellsnesið og sfðan sýnt á Akranesi og Borgarnesi og að lokum f Siglufirði og Blöndu- ósi. Leikarar eru alls ellefu og er Eyvindur Erlendsson leik- stjóri. Félagsstarf eldri borgara Sumarstarfið er að hefjast og verður bæði farið I orlofsferðir og eins dags ferðir, eins og undanfarin sumur. Orlofsferðir. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar efnir til sumar- dvalar fyrir aldraða að Löngumýri í Skagafirði i samvinnu við Hjálparstofnun kirkjunnar. Farið verður í 12 daga orlofsferðir, þann 13. júni, 27. júní 11. júlí, 25. júli og 5. september. Eins dags ferðir. Ennfremur verða farnar 1 2 eins dags ferðir, svo sem til: Borgarfjarðar, Skálholts, Selfoss, Eyrarbakka, Stokkseyrar, Þingvalla, Laugarvatns, Gullfoss, Geysis, Grindavíkur, Hafna, Reykjanesvita og auk þess styttri ferðir um Reykjavik og nágrenni. Hefjast þessarferðir þann 20. júni. Allar nánari upplýsingar verða gefnar á skrifstofu Félagsstarfs eldri borgara, Tjarnargötu 11, kl. 9.00 til 1 2.00 f .h., sími 1 8800 IHl Felagsmalastofnun Reykjavíkurborgar W Vonarstræti 4 sími 25500

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.