Morgunblaðið - 02.06.1977, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.06.1977, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JUNt 1977 23 Ingibjörg Þórðardóttir frá Laugabóli—Minnmg Kveðja: Ingibjörg Þórðardóttir, er lengi bjó í Tjarnargötu 10A, í Reykja- vík, lést á Sjúkrahúsi Akraness 26. maí s.l. eftir rúmlega þriggja mánaða sjúkdómslegu. Hún var fædd að Laugabóli í Nauteyrarhreppi 22. apríl 1903. Foreldrar Ingibjargar voru merkishjónin Þórður Jónsson bóndi og Halla skáldkona Eyjólfs- dóttir, er bjuggu þá stórbúi að Laugabóli. Eignuðust þau 14 börn og var Laugabólsheimilið á þeirra dögum mjög rómað við Djúp og víðar. Skáldskapur og tónlist voru þar í hávegum höfð og þarf i því sambandi ekki annað en nefna kvæði húsfreyjunnar og lög tón- skáldsins og nágrannans Sigvalda Kaldalóns við mörg kvæða Höllu. Ingibjörg átti því góða og glað- væra bernsku. En ævintýraþráin seiddi hina ungu heimasætu, því aðeins 16 ára gömul hleypti hún heimandraganum og hélt til Reykjavíkur í atvinnuleit. Hún vildi verða sinnar eigin gæfu smiður. Tókst henni af alkunnum dugnaði sínum og harðfylgni að útvega sér vinnu, sem ekki mun hafa verið svo auðvelt í þá daga. Réðist hún fyrst að Vifilsstaða- hæli en starfaði síðar um árabil sem símstúlka við Landsíma íslands. Þótt brauðstritið væri sjálfsagt ærið viðfangsefni ungra dag- launastúlkna í Reykjavík á þess- um tíma, lét Ingibjörg sér það ekki nægja. Hún vildi njóta þeirrar gleði og unaðar, sem lifið getur veitt þeim er þess leita. Stóð hún á tímabili fyrir rekstri dansklúbbs í höfuðborginni. Hún lagði mikið upp úr glæsileik í búnaði og fylgdist vel með tísku- straumunum, Sem dæmi um það má nefna, að einhvern tíma á þessum árum er henni þótti úrval- ið í fataverslunum borgarinnar heldur fáskrúðugt, þá gerði hún sér lítið fyrir og pantaði beint frá tískuhúsuin Parísarborgar sjö samkvæmiskjóla, svo hún og vin- konur hennar gætu skartað því nýjasta I tísku heimsborganna. Ekki naut hún í þessum efnum annars stuðnings en eigin sjálfs- bjargarviðleitni. 1936 giftist Ingibjörg Jóni M. Þorvaldssyni skipstjóra. Eignuð- ust þau þrjár dætur Höllu, Kristrúnu gift Nirði Tryggvasyni, Ingibjörgu Jónu gift Ingjaldi Bogasyni. Áður en Ingibjörg giftist eignaðist hún son Þór Hall- dórsson viðskiptafræðing, en hann lést árið 1970 aðeins 37 ára gamall. Þór var kvæntur Svövu Davíðsdóttur og áttu þau tvær dætur, Guðrúnu og Ingibjörgu Jónu. Ingibjörg og Jón bjuggu allan sinn búskap að Tjarnargötu 10 A I Reykjavík, en það hús byggði Jón og átti mað bræðrum sinum tveimur. Fáir eru þeir áreiðanlega, sem komu á heimili Jóns og Ingi- bjargar, er gleymdu þeim heim- sóknum. þvi heimilið var einstakt fyrir þá muni sem Ingibjörg safn- aði og prýddi það með. Málverk eftir flesta okkar frægustu meist- ara þöktu veggina, margs konar fágætir skrautmunir og húsgögn víða að komín fylltu stofurnar. Var auðsætt að hér bjó sannur unnandi lista og fegurðar. Naut Ingibjörg við þetta dyggilegrar aðstoðar eiginmanns síns, en hún fylgdi honum oft á ferðum hans milli landa. 1965 missti Ingibjörg mann sinn fyrirvaralaust er hann lést af afleiðingum slyss er hann hlaut um borð í skipi sínu m/s Lang- jökli. Fimm árum síðar lést Þór einkasonui Ingibjargar skyndi- lega i blóma lífsins. Hér varð því skammt stórra högga í milli. En eins og Jón maður Ingibjargar kunni farsællega að sigla skipi sínu um úfin úthöfin, þá kunni hún einnig að stjórna sínu skipi í + Móðir mín, GUÐRÚN ÁGÚSTA LÁRUSDÓTTIR, andaðist að Elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund, 29. maí sl. Fyrir hönd vandamanna, Halldór Þórðarson. + Hjartanlega þökkum við öllum nær og fjær fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför okkar ástkæra sonar og bróður STEFÁNS ORRA ÁSMUNDSSONAR. Heiðarbraut 47, Akranesi. Jónfna Ingólfsdóttir, Ásmundur Ólafsson, Þórður Ásmundsson, Ingólfur G. Gissurarson. t Við þökkum innilega auðsýnda vináttu og samúð vegna andláts GUÐRÚNAR GUNNARSDÓTTUR Magnús Haraldsson, Sigrfður Magnúsdóttir, Sveinbjörn Guðbjarnason, Haraldur Magnússon, Margrét Pálsdóttir, Gunnar Magnússon. Guðbjörg Á. Magnúsdóttir, Sveinn Þórðarson og barnabörn. + Lokað vegna jarðarfarar INGÓLFS MAGNÚSSONAR frá kl. 9— 1 í dag GuSlaugur A. Magnusson, skartgripaverzlun Laugavegi 22. a. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — Sími 81960 lifsins ólgusjó, án þess það hlyti skaða af. Hún lét það fleyta öldurnar, en reyndi ekki að kljúfa þær og hætta þar með skipi og áhöfn. Ef hún fann að vandamálið var óviðráðanlegt og erfiðleikarn- ir yfirþyrmandi, þá visaði hún þeim á bug eins og þeir hefðu aldrei verið til. Kom þessi eigin- leiki aðdáanlega vel fram nú síð- ustu mánuðina i vonlausri baráttu hennar við erfiðan sjúk- dóm. Naut hún þar einnig frá- bærar aðstoðar og aðhlynningar starfsfólks Sjúkrahúss Akraness. Eftir að Þór sonur Ingibjargar lést seldi hún íbúð sina að Tjarnargötu 10 A og fluttist til Akraness, þar sem allar dætur hennar voru þá orðnar búsettar. Stofnaðí hún heimili með Höllu dóttur sinni að Garðabraut 10. Vakti það heimili fljótlega að- dáun og undrun þeirra er þangað komu. Við tengdabörn Ingibjargar, er þessar línur ritum minnumst stór- brotinnar og góðrar konu er reyndist okkur vel. Við viljum því þakka henni kynnin og samverustundirnar. Við tregum sannarlega góðan ástvin. Tengdabörn. Afmœlis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á þvf, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á f miðvikudagsblaði, að berast f sfðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera f sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili. fíat 125 P til afgreiðslu strax | | Hámarkshraði 155 km, Q Bensíneyðsla um 10 litrar per 100 km Kraftbremsur með diskum á öllum hjólum ~ Radial — dekk ~ Tvöföld framljós með stillingu Læst benzinlok ~ Bakkljós ~ Rautt Ijós i öllum hurðum , Teppalagður Loftræsti- kerfi L Öryggisgler ' 2ja hraða miðstöð 2ja hraða rúðuþurrkur Rafmagnsrúðu sprauta L Hanzkahólf og hilla Kveikjari Litaður baksýnisspegill Verkfærataska Gljábrennt lakk Ljós i farangurs- geymslu 2ja hólfa karborator Syn- kromeseraður girkassi , Hituð afturrúða Hallanleg sætisbök Höfuðpúðar < / /Ideins /í'' 1fjjg5.ok- til öryrW Kr. Leitið upplýsinga sem fyrst. FIAT EINKAUMBOÐ A ISLANDI Davíd Sigurðsson hf. SIOUMULA 35 sími 85855

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.