Morgunblaðið - 02.06.1977, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.06.1977, Blaðsíða 32
iOíT0iimMaí>ixí!' FIMMTUDAGUR 2. JÚNl 1977 URVALSLIÐ KSl vann óvæntan, en verðskuldaðan sigur yfir stjörnuliði Bobby Charltons á Laugardalsvellinum f gærkveldi. Lokatölurnar urðu 5:2, en f hálfleik var staðan 3:1. Mörk úrvalsliðsins gerðu Ingi Björn Albertsson — þrjú, ólafur Danfvalsson og Guðmundur Þorbjörnsson. Mörk stjörnuliðsins gerðu Bobby Charlton og Brian Kidd. Myndin er úr hinum fjöruga leik f gærkveldi. Ljósm.: Ragnar Axelsson Starf smönnum I>ör- ungavinnslunnar á Reykhólum sagt upp IVfidhúsum — 1. júní Starfsmönnum Þörunga- vinnslunnar á Reykhólum barst i morgun uppsagnar- skeyti frá formanni Þör- ungarvinnslunnar. Fastir starfsmenn eru nú um 10 talsins, og þrír til fjórir Rafvirkjar boda verk- fall hjá Rvíkurborg FÉLAG íslenzkra rafvirkja hefur boðað verkfall hjá Reykjavíkur- borg frá og með mánudeginum 6. júní næstkomandi og er verkfall- ið ótfmabundið. Auk verkfalls nokkurra iðnaðarmanna við Sig- öldu, er þetta eina verkfallið í yfirstandandi kjaradeilu, sem boðað er með þessum hætti, ótímabundið þar til annað verður ákveðið. Að sögn samningamanna Reykjavíkurborgar er aðalástæð- an fyrir þessari verkfallsboðun sú, að rafvirkjafélagið hefur gert kröfu um, að Reykjavikurborg geri nú kjarasamning við Félag íslenzkra línumanna, en borgin hefur ekki treyst sér til að ganga að þeirri kröfu. Segja þeir að Reykjavíkurborg hafi í nærfellt fjóra áratugi samið við Dagsbrún um kjör þeirra linumanna, sem ekki eru cpinberir starfsmenn, og hafi þeirra mál þegar verið ræddi við Dagsbrún í þessum samninga- viðræðum. Telur Reykjavikur- borg sig ekki geta skipt um samn- Framhald á bls. 18 tugir manna bíða nú eftir því, að verksmiðjan fari að vinna að fullum krafti, en fyrirhugað var að unnið yrði við þangskurð í surqar. Fréttaritari Mbl. hitti oddvita Reykhólahrepps, sem er jafn- framt stjórnarmaður Þörunga- vinnslunnar, og fara ummæli hans hér á eftir: „Fyrir ríkis- stjórn hafa legið á annan mánuð tillögur um rekstur Þörunga- virmslunnar frá fjármála- og iðn- aðarráðuneytinu, en þær eru að mestu sniðnar eftir tillögum stjórnar þörungavinnslunnar. Þessar tillögur hafa enga af- greiðslu fengið í rikisstjórn. Þvf var sú ákvörðun tekin af stjórn Þörungavinnslunnar að segja upp öllu starfsfólki. Sannleikurinn er sá, að frá því i ágústlok í fyrra hefur fyrirtækið ekki verið í rekstarhæfu ástandi, en í júli sl. var iðnaðarráðuneytinu gerð grein fyrir að rekstrarhalli yrði.“ Aðspurður sagði oddviti, að hann myndi kalla saman hrepps- nefndarfund eins fljótt og kostur væri, og kanna þær leióir sem hægt yrði að fara. Starfsfólk verk- smiðjunnar er óánægt vegna þess að það telur sig hafa lifað í falskri von um áframhaldandi vinnu. — Sveinn Gunnar Thoroddsen, iðnaðar- ráðherra, vildi ekki tjá sig um þetta mál að svo stöddu, þegar Mbl. hafði samband við hann í gær. Afleiðingar verkfallsins á morgun: Hótelgestir fá í dag matarpakka til morgundagsins Kjarasamningar hafa tekizt við þjóna FÉLAG matreiðslumanna hefur synjað undanþágubeiðni hótel- anna f Reykjavík þess efnis, að erlendum ferðamönnum yrði gef- ið að borða á morgun, föstudag, er allsherjarverkfal) stendur f Reykjavfk. Verða hótelin því að afhenda þessum viðskiptavinum sfnum matarpakka f kvöld, sem Ferðarisna ríkisstarfs- manna hækkar FERÐAKOSTNAÐARNEFND rfkisins hefur reiknað út dag- peninga rfkisstarfsmanna og fæðiskostnað. Ennfremur greiðslur fyrir hvern ekinn kílómetra, fari starfsmaður f ferðalag á vegum vinnuveit- anda út á land í eigin bfl. Fyrir fyrstu 10 þúsund kíló- metrana, sem eknir eru, greið- ast nú 37 krónur á hvern kíló- metra. Dagpeningar með fullu fæði eru nú á sólarhring 6 þús- und krónur, gisting 2.200 krón- ur og fæði 3.800 krónur. Fæði í hálfan dag er 1.900 krónur. Áður voru dagpeningar með fæði 4.750 krónur. Ef ferðazt er erlendis eru dagpeningar í Evrópu 165 vestur-þýzk mörk, en áður gilti upphæðin 145 mörk. Sé ferðazt til Bandaríkjanna eru dagpen- ingar 72 dollarar, en áður voru dagpeningar 59 dollárar. Breytingar þessar taka gildi frá og með 1. júní 1977. þeir verða síðan að gæða sfr á á morgun, því að þá færst enginn matur afgreiddur í Reykjavfk. Félag veitinga og gistihúsaeig- enda hefur hins vegar gert full- kominn kjarasamning við þjóna og mun það vera fyrsti kjara- samningurinn, sem gengið er frá í þessari samningalotu, en hann er þó óundirritaður enn, þar sem beðið er eftir ýmsum atriðum úr aðalkjarasamningum, svo sem eins og tryggingaupphæðum og öðru slfku. Erling Aspelund, hótelstjóri á Loftleiðahótelinu, sagði í gær, að á Hótel Loftleiðum og Hótel Esju yrðu viðskiptavinir hótelsins að láta sér nægja matarpakka á föstudag. Við munum jafnframt, sagði Erling, afhenda ferðamönn- unum ávaxtakörfu, þar sem fylgja mun afsökunarbeiðni vegna þess- Framhald á bls. 18 Brendan er nú kominn vel vest- ur fyrir Hvarf ÁHÖFNIN Á skinnbátnum Brendan hafði samband við Prins Kristjánsstöðina á Grænlandi árla f gærmorgun, og var bátur- inn þá kominn um 180 sjómílur suðvestur af Ilvarfi, þannig að á þeim sólarhring hafði hann farið um 45 sjómflur til suðurs. Var hann þannig um 380 sjómflur úti af strönd Labrador og á nú eftir um 700 mflur til áfangastaðarins, St. John á Nýfundnalandi. Suðri seldur á uppboði fyrir 200 millj. króna FLUTNINGASKIPIÐ Suðri, eign Jóns Franklíns útgerðarmanns, var selt á opinberu uppboði í Rotter- Sérkröfuvidrædurnar: Iðnaðarmenn- irnir einir eftir Sérkröfusamkomulag gert við 71,39% félaga innan ASÍ VONIR STÓÐU til I gærkveldi að Landssamband verzlunarmanna gengi frá samkomulagi um sér- kröfur sfnar við vinnuveitendur og f gær sfðdegis undirrituðu full- trúar Landssambands iðnverka- fólks samkomulag um sérkröfur, sem var í samræmi við tillögu sáttanefndar. Þegar verzlunar- menn hafa gert hreint fyrir sfn- um dyrum f sérkröfumálunum hafa flestir ef ekki allir láglauna- hópar afgreitt sérkröfur sfnar eða 71,39% allra launþega innan Álþýðusambands tslands. Fullgildir félagar ASt samkvæmt skýrslu forseta þess fyrir árin 1975 til 1976 eru 47.200 manns, en f gær hafði þá verið gengið frá sérkröfum við 33.697 manns, ef verzlunarmenn eru taldir með. „Þú sérð hvað er að gerast hér nú," sagði einn af forystumönn- um eins stærsta láglaunahópsins innan ASÍ við blaðamann Morgunblaðsins. „Nú hafa lág- launahóparnir innan ASl gengið frá sínum málum, en fulltrúar iðnaðarmanna hanga hér um alla ganga eins og hýenur. En við erum ákveðnir i að láta ekki troða Framhald á bls. 18 dam í Hollandi í gærmorg- un fyrir tæplega 2.6 millj. gyllini eða rétt um 200 milijónir króna. Sá sem átti hæsta boð í Suðra var frá Panama, en Suðri var metinn á um 300 milljónir króna. Margvíslegar kröfur höfðu komið á hendur útgerðar Suðra áður en uppboðið fór fram, en hæsta krafan kom frá bankanum Williams og Glyn‘s Ltd. i London, 950 þús. dalir, eða um 184 milljón- ir króna vegna gjaldfallinnar skuldar. Auk kröfu bankans hafa komið kröfur frá mörgum aðilum og eru flestar sjóveðskröfur mismun- andi háar, en enn á eftir að at- huga hvaða kröfuaðilar eiga mest- an rétt. Morgunblaðinu var tjáð í gær, að þar sem ekki fékkst hærra verð fyrir Suðra á uppboðinu í Rotterdam en fyrr er sagt, þá muni bæði bankinn Williams og Glyn‘s Ltd. og aðrir þeir sem höfðu gert kröfur í skipið verða fyrir talsverðu tjóni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.