Morgunblaðið - 02.06.1977, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.06.1977, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚNl 1977 11 Helga Jónsdóttir í hlutverki Ilelenu fögru og Arnar Jónsson í hlutverki París HELENA MEÐ HIPPUM HELENA FAGRA Söngleikur upphaflega saminn af Henri Meilhac og Ludovic Halévy. Kristján Arnason Islenskaði og endursamdi. Leikgerð: Brynja Benediktsdóttir og Sigurjón Jóhannsson. Tóniist: Jacques Offenbach. Tónlistarstjóri: Atli Heimir Sveinsson Illjómsveitarstjórn: Atli Heimir Sveinsson. Lýsing: Kristinn Danlelsson. Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson. Leikstjórn: Brynja Benediktsdóttir. Um þýðingu slna á Helenu fögru segir Kristján Arnason að til fyrirmyndar við gerð ■slenska textans hafi verið „að aðlaga verkið eigin aðstæðum". Kristján segir ennfremur: „Hér á landi hlýtur margt að taka á sig sérstaka mynd, og þótt meginþráður verksins sé óbreyttur og margt megi heita bein þýðing, hefur sumt verið umsamið á þann veg, að ekki ætti að fara fram hjá glöggum áhorfendum, og þýi ætti að vera óþarfi að fjölyrða um það“. Síðan lýsir Kristján því hvernig ýmislegt færðist til og breyttist i textanum samkvæmt óskum og hugmyndum aðstand- enda sýningarinnar. Brynja Benediktsdóttir bendir á hvernig Offenbach beindi skopi sinu að léttúð og umhverfi síns tíma. Hún segir: „Hér á Islandi eigum við enga óperettuhefð til að snúa út úr, þess vegna kom upp spurningin: hvernig getum við notað verkið nú á þann hátt, sem Offenbach gerði á sinum tima?“ Sigurjón Jóhannsson lýsir þvi hvernig sú leió var valin að flytja verkið inn i íslenskt umhverfi með þvi að láta það gerast i hugarheimi barnsins: „Við vorum öll sam- mála um að hafna hinni klass- isku umgjörð af þvi að forsend- ur höfundar stæðu ekki undir henni. Okkur kemur ekki við hvernig Offenbach fjallaði um París fyrir einni öld, heldur Reykjavik í dag og heimurinn í dag“. Þetta er gott og blessað, en aftur á móti hverflar það að njótanda sýningarinnar hvort ekki hefði verið rétt að hafna Offenbach líka, semja nýja tón- Lelklist eftir JÓHANN HJÁLMARSSON list. Hvað er karlinn að þvælast fyrir? Að öllum þönkum um upp- runa leiksins og tildrög sýn- ingarinnar slepptum skiptir mestu að njóta þess sem fram er borið. Brynja Benediktsdótt- ir leggur aðaláherslu á leik- ræna hlið veksins. Textinn skiptir stundum litlu máli. Hreyfing og lff sviðsins kemur I staðinn. Hér birtist Iíka sá vandi að margt söngfólk virðist ekki getað skilað texta þannig að hann sé skiljanlegur. Þetta gildir að sjálfsögðu ekki um alla, en af þessum sökum verð- ur textinn oft marklaus, mér liggur við að segja óþarfur. Hópatriðin eru að minum dómi það besta I sýningunni. Hipparnir með Leif Hauksson i broddi fylkingar (hann leikur Örestes, son Agamemnons) hleypa lífi i hinn goðsögulega efnisþráð. Það er út af fyrir sig afrek að takast að fá jafn sundurleitan hóp og leikara, einsöngvara, kór, poppsöngvara og dansflokk til að vinna sam- an. Hitt er svo annað mál að maður fær það stundum á til- finninguna að framlag hópsins hefði notið sín jafn vel án tengsla við Helenu fögru. Sama er að segja um einsöngvarana, þessi sællegu sýnishorn alls- nægtaþjóðfélagsins. Þeim var ákaft fagnað af áhorfendum, enda engar liðleskjur á ferð. En drykkjulæti þeirra urðu sjálf- stæður hluti sýningarinnar og hefðu notið sín vel í kabarett. Um leik þeirra Helgu Jóns- dóttur (Helenu) og Arnars Jónssonar (Parisar) er það að segja að þau ná góðum tökum á þessum ýktu hlutverkum. Sér- stök ástæða er til að þakka Arn- ari fyrir skýra framsögn. Róbert Arnfinsson (Kalkas hof- goði) Iagði mesta rækt við kæki, geiflaði munninn af mik- illi list. Arni Tryggvason (Menelás) fór með hlutverk sitt af kunnáttu, enda snjall skopleikari eins og flestum mun kunnugt. Sýningin var i heild sinni vel æfð og alúð lögð við smáatriði. Engu að síður var hún lang- dregin. Eins og fyrr hefur verið minnst á heyrðist textinn illa. Það gerði ef til vill ekki svo mikið til sé það haft í huga að það sem náði fram i salinn virt- ist heldur rislítið, skírskotan- irnar til samtimans að mestu gömul tugga. Ádeilan, ef ádeilu skyldi kalla, líktist helst frasa- safni. Mér er ekki alveg ljóst erindi Helenu fögru á svið Þjóðleik- hússins að þessu sinni. Kannski var aðeins verið að minna okk- ur á hefð sem ekki er til á Islandi og að hér geti hún naumast náð fótfestu? Villtu losna vHI\ adf skrapa? Þá er lausnin einfaldlega sú, að nota frá upphafi ARCHITECTURAL SOLIGNUM á viðinn. Það er staðreynd, að ARCHITECTURAL SOLIGNUM flagnar ekki af viðnum og hefur ótrúlega endingu. Architectural SOUGNUI 'w % "/ >— — FRAMLEGÐ námskeið fyrir frystihús, á Akureyri, Isafirði og Hallormsstað Nýtingareftirlrt Rekstrartækni s.f. gengst fyrir námskeiði í notkun aðferða og eyðu- blaða, sem notuð hafa verið með góðum árangri í daglegu nýtingareftir- liti frystihúsa. Þjálfun Námskeiðið er þjálfun í notkun einfaldra aðferða, en kennslugögnin má síðan nota sem fyrirmynd í raunverulegu starfi. Leiðbeinendur Gísli Erlendsson, tæknifr. Már Sveinbjörnsson, tæknifr. Staður og tími Hótel KEA, Akureyri, 6. og 7. júní n.k. Hótel Edda, ísafirði, 9 og 10júnín.k. Sumarhótelið, Hallormsstað, 1 4 og 15júnín.k. Þátttaka og upplýsingar Vinsamlegast tilkynnið þátttöku I síma (91) 37850 eða (91) 37330. rekstrartækni sf. Skipholti 70 — Sími: 37850 - 37330 VANTAR ÞIG VINNU (n VANTAR ÞIG FÓLK { ÞÚ AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUG- LÝSIR í MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.