Morgunblaðið - 02.06.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.06.1977, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JUNI 1977 SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Hvernig get ég dregizt nær Drottni I bæninni? Bæn er andleg reynsla, og þekking og kunnátta í hverri grein fæst með æfingu. Bezta aðferðin til að læra að biðja er að biðja. Ég finn, að því meir, sem ég bið, þeim mun eðlilegra er að biðja. Á hliðstæðan hátt getur líf okkar orðið snautt að bæn. Ef við iðkum ekki bænina, hnignar bænalífið okkar, og árangurinn verður sá, að okkur finnst við vera „fjarri“ Guði. Bíblían segir: „Nálægið yður Guði, og þá mun hann nálgast yður“ (Jak. 4,8). Hann skund- ar þeim til hjálpar, sem hefja helgar hendur til hans í bæn. Þar sem tveir eða þrír eru saman komnir í nafni hans, þar er hann mitt á meðal þeirra, segir Biblían. Gætið að því, að bæn er meira en orð. Hugur verður að fylgja máli, ef bænin á að ná huga Guðs. Minnizt þess líka, að bæn er samtal tveggja aðila, og hér varðar mestu, að við leggjum hlustir við því, sem Guð vill segja við okkur. Guðbergur sýnir í Eyjum — Fredrich Irving Framhald af bls. 3 Caeter forseti og Menley, forsætis- ráðherra Jamaica, eru báðir stað- ráðnir í að bæta þar um og af einhverjum ástæðum telja menn í Washington, að við hjónin getum átt þátt í því að koma á bættum samskiptum. Við teljum bæði að í þessu tilviki hafi sú reynsla, sem við fengum á íslandi, vegið þungt á — Niðurstöður Framhald af bls. 2 elektrísk) breyting yröi á mót- stöðu milli handar rann- sakandans og snertiflatar á ta;kinu, og þegar jákvæð svörun yrði mætti heyra þessa breytingu. Kvað Guðmundur þessa aðferð mikið notaða í lífefnafræði nú á dögum og tilgangur hans með því að fá konuna hingað hefði verið á fá fram betra módel af eðli Kröflusvæðisins en nú lægi fyrir. — Boða verkfall Framhald af bls. 32 ingsaðila án samþykkis þess aðila, sem samið hefur verið við svo lengi, enda hljóti verkalýðsfélög að semja um það sín á milli, ef þau vilja flytja samningsrétt milli félaga. Hjá Reykjavíkurborg vinna nú 8 línumenn, sem eru ekki opin- berir starfsmenn, og hefur sú skipan staðiö í áratugi, að línu- menn, sem ljúka tilteknum nám- skeiðum, verði fastir starfsmenn borgarinnar. Að lokum tóku samningamenn borgarinnar fram, að ekkert væri því til fyrirstöðu að ræða öll samningsatriði við Félag ís- lenzkra rafvirkja og hefði borgar- ráð þegar í stað, eftir að kröfur félagsins bárust, falið þeim aðil- um, sem um árabil hafa annazt samninga við félagið, að gera það í þessum samningum. Morgunblaðið spurðist fyrir um þetta mál meðal forystumanna rafvirkjanna, en þeir vildu ekkert tjá sig um málið í gær, sögðu að i dag yrðu fundir um þessa verk- fallsboðun og áður vildu þeir ekk- ert segja. Firmakeppni Mjölnis Skákfélagið Mjölnir mun dag- ana 2., 6. og 9. júní halda fyrstu firmakeppni félagsins. Teflt verð- ur í Fellahelli í Breiðholti og verða þar tefldar stuttar skákir. Byrjað verður að tefla kl. 7.30 hvern kepnnisdag. Munu margir af sterkustu skákmönnum Mjöln- is tefla i mótinu. 50 fyrirtæki hafa skráð sig til þátttöku, og verður nánar greint frá úrslitum mótsins síðar. metunum og við erum ákaflega þakklát okkar mörgu vinum þar, sem gerðu það að verkum að vel gekk að rækja skyldurnar á íslandi Þetta nýja starf er mjög mikilvægt og erfitt og við hlökkum til að takast á við vandamálin Hér er mjög stórt sendiráð, alls um 160 manns, og eru þar með taldir 100 sjálfboða- liðar úr Friðarsveitunum Þess má einnig geta, að I sendiráðinu hér starfar annar maður, sem var á íslandi, hjá okkur, Eugene Scasa, hann hefur verið hér i þrjá mánuði þannig að það virðist vera að menn fari frá Íslandi til Jamaica ." Við spurðum sendiherrann hvort hann teldi að það gæti verið af veðurfarslegum ástæðum en hann hló og sagði að þau hjón og öll fjölskyldan söknuðu íslands og allra vinanna mjög mikið, dvöl þeirra hér hefði verið sérstaklega ánægjuleg. Frú Irving sagði okkur í lokin. að hún hefði setið hádegisverðarboð með klúbbi tslenzkra kvenna ! Washington áður en hún fór til Jamaica og færi í annan hádegis- verð með tslenzkum konum þar ! borg á morgun. Þá hefðu þau hjón fengið nöfn Islenzkra hjóna, sem búsett eru í Kingston, og myndu þau hafa samband við þau strax og þau flyttu i júlibyrjun. Sagði frú Irving að allir i fjölskyldunni væru við beztu heilsu og bað fyrir kveðjú til allra vina á íslandi, og mælti þá á góðri íslenzku. — Hótelgestir fá matarpakka Framhald af bls. 32 arar meðferðar á þeim. Við telj- um að illa sé farið með þetta fólk, sem er undirstaða hótelanna og það ber hvorki ábyrgó né sök á þessu ástandi. Konráð Guðmundsson, hótel- stjóri á Hótel Sögu, kvað hótel sitt mundu bjóða gestum sínum upp á að nesta sig daginn áður þ.e.a.s. í dag. Þorvaldur Guðmundsson í Hótel Holt kvað hótelið mundu sjá til þess, að enginn gesta þess yrði að svelta. Við erum til þess að þjóna gestum okkar, sagði Þor- valdur, og við munum reyna að veita eins góða þjónustu og að- stæður leyfa. Það eru engir erfið- leikar svo miklir að ekki sé unnt að yfirstíga þá — sagði hann. Eins og áður sagði hefur verið gerður kjarasamningur við þjóna. Þjónar hafa eins og kunnugt er 15% af seldri þjónustu hótela og veitingahúsa í þjónustugjald. Hins vegar hafa þeir haft 30% þjónustugjald á stórhátíðum, þ.e. á páskadag, 17. júní, aðfangadags- kvöld, jóladag og gamlársdag. Þeir hafa haft 20% þjónustugjald á nýársdag, skírdag, föstudaginn langa, annan í páskum, 1. maí, uppstigningardag, annan í hvíta- sunnu og annan í jólum. Þær breytingar, sem nýi kjarasamn- ingurinn felur í sér, er að þjónar fá nú 30% þjónustugjald á hvfta- sunnudag — var 20% áður, og 20% þjónustugjald á sumardag- inn fyrsta — var 15% áður. Tekið skal fram, að gjaldskrá veitinga- húsanna er föst, þannig að hlutur þjóns i útseldri þjónustu eykst þessa hátíðisdaga á kostnað veitingahúsanna. Þá fengu þjónar ýmsar leiðrétt- ingar að auki, svo sem aukna fata- peninga og einnig voru gerðar orðalagsbreytingar á kjarasamn- ingi þeirra. — Fallizt á kröfu Framhald af bls. 1 sumir hermennirnir nú um það bil að snúa aftur og hafa þeir með sér mikið af hergögnum sem þeir hafa tekið. Meginhluti hersins, sem tók þátt í fyrstu árásinni á Mozambique á sunnudag, á þó enn i bardögum. Opinberir aðilar í Ródesiu hafa ekki viljað segja eitt orð um fyrir- ætlanir eða núverandi stöðu fallhlífarsveitanna, sem Ródesíu- menn segja að hafi tekið bæinn Mapai um 75 kílómetra fyrir innan mózambisku landamær- anna, eyðilagt fjórar búðir skæru- liða og drepið 37* þeirra. LAUGARDAGINN 4. júnl opnar Guðbergur Auðunsson málverka- sýningu í Vestmannaeyjum. Sýn- ingin verður til húsa í AKÓGES, og verður hún opin frá kl. 2—10 dagana 4.—7. júní. Á sýningunni sýnir Guðbergur rúmlega 25 myndir, málverk og teikningar. Myndirnar eru allar til sölu, að undanteknum þrem myndum sem eru í einkaeign. Guðbergur Auðunsson stundaði nám við Kunsthaandværker- skolen í Kaupmannahöfn 1959—1963, en hefur síðan starf- — Iðnaðarmenn- irnir einir eftir Framhald af bls. 32 á okkur, höfum sett ákveðin skilyrði fyrir samþykkt sérkrafn- anna, þannig að standi atvinnu- rekendur sig ekki gagnvart þrýstingi þessara hópa, er allt laust.“ Þegar Iðja hafði lokið við gerð sérkröfusamkomulagsins í gær luku kiötiðnaðarmenn einnig gerð samkomulags á sama grund- velli. Félagatal þeirra félaga sem þá hafa lokið sérkröfum er: Starfsstúlknafélagið Sókn 1.900, Félag kjötiðnaðarmanna 80, Landssamband iðnverkafólks 3563, Verkamannasamband íslands 18,846, Landssamband íslenzkra verzlunarmanna 8.917 og Félag íslenzkra hljómlistar- manna 391 félagsmaður. Siðast- nefnda félagið átti i gær eftir að skrifa undir sérkröfusamkomu- lagið. Samkomulagið, sem vinnuveit- endur undirrituðu við Landssam- band iðnverkafólks, fól í sér þær breytingar, að taxtar allra flokka eftir 9 mánaða starf hækka um 2.3% og er þessi breyting metin að sem teiknari bæði hérlendis og erlendis. Hann hefur m.a. staifað við auglýsingateiknun í New York 1964—1965. Guðbergur stundaði nám i mál- un í Myndlista og handiðaskóla íslands síðastliðinn vetur. Kenndi hann einnig um tima við aug- lýsingadeild skólans. Sýning Guðbergs i Vestmanna- eyjum opnar kl. 2 þann 4. júní, og vonast listamaðurinn til þess að sem flestir Eyjabúar komi til að skoða myndir sínar. Aðgangur er öllum frjáls og ókeypis, — og öll- um boðið að koma. sem 0,4% kauphækkun hjá iðn- verkafólki. í öðru lagi er gert ráð fyrir að í samninga komi nýr taxti eftir 2ja ára starf og verði hann 2.3% hærri en núgildandi taxti eftir 3 ár og falli sú aldurs- hækkun niður. Þessi breyting er metin jafngildi 1,0% kaup- hækkunar hjá iðnverkafólki. í stað taxtans eftir 3 ár komi síðan nýr taxti eftir 4 ára starf, sem verði 2,1% hærri en taxtar eftir 2 ár. Þessi breyting er metin jafn- gildi 0,8% kauphækkunar hjá iðnverkafólki. í fjórða lagi eru svo ákvæði um að laun bifreiða- stjóra hjá gosdrykkjaverksmiðj- um og ölgerðum, sendibílstjóra og lagermanna verði samræmd launum félagsmanna i sambæri- legum störfum hjá öðrum félögum. Er þessi siðasta breyting metin jafngildi 0,3% kauphækkunar hjá iðnverkafólki. Samkvæmt því sem einn af for- ystumönnum vinnuveitenda skýrði Morgunblaðinu frá i gær er nú allmikið farið að standa á iðnaðarmönnum við afgreiðslu sérkrafnanna og var greinilegt að menn höfðu i röðum beggja samningsaðila miklar áhyggjur af framþróun sérkrafna þeirra. Mikil fundahöld voru á Loftleiða- hótelinu í gær. Fundur var með járniðnaðarmönnum, linu- mönnum, rafvirkjum og Reykja- víkurborg, matreiðslumönnum, iðnverkafólki, verzlunarmönnum vegna hótelafgreiðslufólks, kjöt- iðnaðarmönnum, verzlunar- rajjnnum starfsfólki veitingahúsa og loks klukkan 21 átti að verða fundur með aðalsamninga- nefndum vinnuveitenda og Alþýðusambandsins. Kjötiðnaðarmenn eru eini iðnaðarmannahópurinn, sem gert hefur samkomulag um sérkröfur til þessa. — Hörð gagn gagnrýni Framhald af bls. 1 Dick Mulder krafðist þess að skæruliðarnir slepptu veika manninum og ófrískri konu, svo að þau kæmust undir læknishend- ur. Á þessu stigi málsins greip einn skæruliðanna símann og hafnaði kröfunni. Mulder ítrekaði kröfu sina og benti á að skærulið- arnir stefndu lífi gisla sinna í hættu, sérstaklega þessara tveggja. Létu skæruliðarnir það sem vind um eyru þjóta og skelltu á. Sjúkrabillinn var látinn koma til baka og vonir stjórnarinnar um að fá skæruliðana til eftirgjaf- ar rýrnuðu verulega. Þjóðhagsstofnun: Hækkunartillögur sjó- manna þýða að meðal- tali 9,7% nú, 17,7% að ári ÞJÓÐHAGSSTOFNUN hefur reiknað vegna meðalhækkun eftir veiðarfærum samkvæmt tillögum Sjómannasambands Islands og Farmanna- og fiski- mannasambands Islands um hækkun núgildandi grunn- prósenta frá og með 15. maí nú í ár og eins eftir eitt ár. Hækkanirnar eru misjafnar eftir stærð skipa og er tillaga um hækkun yfirleitt meiri þeim mun stærra sem skipið er. Samtals er hækkunartillagan á öllum veiðum nú 9,7%, en að ári 17,7%. Samkvæmt þessum út- reikningum Þjóðhagsstofnun- ar, sem Morgunblaðinu hefur borizt í fimm töflum, er hækkunin á línu nú 5.7% en að ári 12,2%. Á netaveiðum er hækkunin nú 6,8%, en að ári 13,4%. Á botnvörpuveiðum er hækkunin nú 6,7% en 12,7% að ári.Á dragnót er hækkun nú 7.1%, en að ári 13,8%. Hækkun á þorsknót er nú 5,9%, en að ári 11,8%. Spærling'svarpa hækkar samkvæmt tillögunum nú um 8,9% en að ári um 12,5%. Til- laga um hækkun á grunn- prósentu sé veitt með rækju- vörpu er 4,9% nú ern að ári 8,3%. Ef um hörpudiskveiðar er að ræða er hækkunin nú 5,7%, en að ári 11,4%. Humar- vörpuveiðar gera ráð fyrir 12,3% hækkun nú, en 17,1 % að ári. Hækkunartillaga um grunn- prósentu á síld- og kölmunna- veiðum með hringnót er nú 13,1 % en að ári 12,1 %. Hækkunartillaga um rek- netaveiðar er 7,8% nú, en 13,4% á ári. Vegin meðaltals- hækkun báta án loðnuveiða gefur því hækkunina 7,5% nú en 14,3% að ári. Ef bátar eru á loðnuveiðum með hringnót, er gert ráð fyrir að grunnprósentan hækki nú um 12,1%, en að ári um 24,0%. Ef hins vegar loðna er veidd i fiotvörpu er tillagan nú 6,8% en 12,9% að ári. Hækkun grunnprósentu á minni skuttogurum er nú sam- kvæmt tillögum Sí og FFSÍ 11,1% en að ári 19,6%. Á stærri skuttogurunum er tillaga um hækkun nú 17,0% en 24,4% að ári. Sé rætt um prósentuhækkun aflaverðlauna á togurum, sem stærri eru en 500 brúttórúm- lestir er hækkun frá gildandi samningum hjá skipstjóra 21,9%, hjá 1. stýrimanni 22,0%, hjá 2. stýrimanni 21,7%, hjá loftskeytamanni 21,7%, hjá 1. vélstjóra 22,0%, hjá 2. vélstjóra 21,8%, hjá 3. vélstjóra 21,4%, hjá bátsmanni 40,6%, hjá mat- sveinum 40,6%, hjá netamanni 29,7%, hjá háseta 21,9% Meðal- talshækkun miðað við 24ra manna áhöfn er 24,4%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.