Morgunblaðið - 02.06.1977, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.06.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚNI1977 29 W??1 i-n VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI ii SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á SKÓKMÓTI I Birmingham í Englandi i fyrra kom þessi staða upp í skák Englendinganna Ingram, sem hafði hvítt og átti leik, og Rowley: falli kemur sterkur bjór einfald- lega til greina sem lyf. Meðal fólks sem hart er leikið af svefn- leysi, svo nauðsynlegt hefur þótt að fyrirskipa því róandi lyf eða jafnvel svefnmeðul, má draga úr meðalagjöf, alt niður í örsmáa skamta, ef bjór er drukkinn jafn- framt lyfinu; (sé um líffæralegan sjúkdóm f taugakerfinu að ræða, gilda að visu ekki almennar reglur.) Um hið eldforna þrautreynda „nautnalyf" bjór hafa öfáir „bjór- fræðíngar" mart hugsað rætt og ritað. Prófessor Wilhelm Stepp, Mlinchen, segir í bók sinni „Bjór frá sjónarmiði læknis" (á forlagi Carls Gerbers), að bjór sé, auk eiginleika sins sem nautnar, þýðíngarmikill þáttur í daglegu mataræði þýsku þjóðarinnar, drukkinn af almenníngi nálega með hverri máltið. Þannig hafi bjórinn unnið sér sérstöðu I neyslu svo eingin önnur nautn fái kept við hann. Sú staðreynd að bjór inniheldur ýmis helstu nær- Ingarefni gerir hann svo mikils- verðan á matborði. M. von Rubner, hinn mikli næríngar- efnafræðíngur, sýndi fyrir laungu frammá að 1 lítri af bjór innihaldi eins mikla eggjahvftu og 120 ccm af mjólk, eða 60 gr af brauði eða 25 gr af kjöti; auk þess álíka mikið af kolvetnum og falin eru f 100 — 150 gr af trrauði. Ekki má heldur gleyma að bjór inni- heldur allverulegt magn af amfnósýrum og bætiefnum. Vinandainnihald bjórs er að meðaltali 3—5%. Venjulegur bjór er þannig svo lítt áfeingur drykkur, að þó hans sé neytt f þess að borða eitthvað með hon- um. Það hefur sýnt sig að al- geingur bjór, aðeins litillega gerj- aður, er lángtum hollari en of- gerjaður. Ennfremur hefur kom- ið í ljós að dökki bjórinn, sem er fátækur að humli en auðugur að eindakljúfum (Kolloiden), er hollari fyrir meltfnguna en sá ljósi. Prófessor Caspar Tropp hefur með rannsókn sannað að sú al- geinga hugmynd kvenfólks, að þvi hætti til að hlaupa f spik af bjór, hafi ekki við rök að styðjast nema þvf aðeins það innbyrði ein- hver ókynstur af þessum vökva á degi hverjum. Samkvæmt athug- unum prófessorsins á bjór- drykkju kvenna er algeingast f Þýskalandi að konur drekki á degi hverjum frá 1/4 lítra uppf einn heilan lítra bjórs. Orðrétt kemst læknirinn svo að orði: „Af þeim kalorfufjölda (hitaein- íngum), að meðaltali 24.000 kal- orfur, sem manni er nauðsyn f daglegum matarskamti, fást að- eins 150 kalorfur úr einni flösku öls, en það er ekki nema sjötti- hluti daglegrar kaloríuþarfar mannslfkamans; þó daglegur skamtur sé einn lftri öls veitir slíkur skamtur aðeins 19% af nauðsynlegum kaloríum". Pró- fessor Tropp kemst svo að orði i skýrslu sinni, að konur þurfi síst að óttast um „Ifnuna" þó þær neyti bjórs f því magni sem rann- sóknir staðfesta um bjórneyslu kvenna einsog er. (NB á tveim stöðum er skotið inn skýrfngu af hálfu þýðanda) Halldór Laxness." sjálfsagt er ég ekki einn um það að furða mig á þessu þvf á mínum vinnustað eru margir hissa á þessum ósköpum. En það sem maður er ef til vill mest hissa á eru þessar sífelldu ásakanir sem samningsaðilar virðast bera hver á annan, ásakanir um að hinn aðillinn hugsi málin ekkert og vilji ekkert koma til móts við aðra i tilslökunum á kröfum sinum. Ætli það væri ekki bara bezt að einhver kjaradómur eða slfkur dómur ákvæði kaupgjaldshækk- anir. Ég er nærri þvf viss um að það gæti sparað miklar fjárfúlg- ur, þá þyrfti naumast að eyða öllum þessum tíma og kostnaði f samninga gerðina, sem næstum þvf er árlegur viðburður hjá okkur. Þessar hugmyndir Ieyfi ég mér að setja hef fram til umhugs- unar en sennilega tekur enginn mark á þeim og sjálfsagt verður spurt hvort þessi maður vilji ekki bara einræðisrfki eða eitthvað f þá átt. 25. g4! Bxe5 (eina vörnin við 26. Ðxh7 mát) 26. gxf5 Bxh2 27. Hgl + ! og svartur gafst upp, þvf að eftir Bxgl 28. Hg3+ er hann mát. óhófi gefst maginn upp lángt á undan höfðinu. Reyndar hefur bokkbjór sem framleiddur er nokkrar vikur að vorinu (oft kallað páskaöl á Norðurlöndum) meiri styrkleika en gert er ráð fyrir samkvæmt maltinnihaldi bjórs til uppjafnaðar yfir árið; en styrkleiki bjórs er einsog allir vita miðað við maltinnihald. Dökkur bjór er lystugri en ljós. Fólk sem er vangæft í meltfngar- færum ætti að vara sig á að drekka kaldan bjór óhóflega með mat; og helst ekki drekka bjór án Þessir hringdu . . . % Af hverju svona lengi? Skilningssljór verkamaður eins og hann vildi láta nefna sig hafði samband við Velvakanda og vildi fá að koma að smá rabbi um samningagerð þá sem nú hefur staðið yfir að Hótel Loftleiðum að undanförnu: — Mig furðar á þessum samn- ingamálum, hvernig að þeim er staðið og hversu gffurlega langan tfma þau virðast ætla að taka. Og HOGM HREKKVÍSI © 1977 0 M.V.u.hl Q.i McNaucht Synd., Inc. XV . Blessaður taktu það rólega, engin ástæða til stór- aðgerða útaf einum golfbolta! Sigríður Halldórs- dóttir—Minningarorð Fædd 30.12.1915. Dáin 23. 5.1977. Það er stundum erfitt að sætta sig við staðreyndir, en það verðum við öll að gera þó það geti tekið tfma að átta sig á að Sigriður Halldórsdóttir frá Gröf í Rauðasandshreppi er dáin. Hún missti föður sinn ung að árum og ólst upp í stórum systkinahópi, urðu þau því öll að hjálpast að, þó stundum hafi verið erfitt í þá daga. Sigrfði þótti vænt um Gröf eins og um allan Rauðasandshrepp. Svo liðu árin og hún fluttist til Patreksfjarðar þar sem hún bjó allmörg ár, þar eignaðist hún flest öll sín börn, hún þurfti að sjá þeim farborða á hinu andlega sviði að mestu ein því maður hennar var á sjónum, kom sjaldan heim og stoppaði stutt. Svo fluttist hún til Reykjavíkur, fór hún þá fljótlega að vinna fulla vinnu utan heimilisins, var það harðsótt fyrir sex barna móður þó hún fengi góða hjálp og þau elstu farin að heiman. Árið 1969 þurfti Sigriður að gangast undir stóra aðgerð og má segja að þá hafi hún misst heilsuna, þó sá sjúkdómur sem hún lést úr gerði ekki vart við sig. Ég kynntist Sigríði ekki fyrr en árið 1958 er ég gerðist tengdadóttir hennar, man ég þá hvernig hún leiðbeindi mér i heimilishaldi og var það gert með þeim hætti sem ómögulegt var annað en þiggja. Ég minnist þess einnig er okkar fyrstu fundi bar saman hversu vel hún tók mér þá, fyrir þetta allt og margt fleira er ég nú að leiðarlokum að reyna að þakka. Sumarið 1974 mætti Sigríði þungur harmur er hún missti mann sinn. Kristin Jónasson, og má segja að með þvf þunga áfalli hafi hún misst þessa eðlilegu lífslöngun sem hverjum manni er f blóð borin, svo mikið missti hún. Indversk tónlist í Norræna húsinu INDVERSKUR FLAUTU- LEIKARI, Tublu Banerjee, heldur hljómleika f Norræna hús- inu á fimmtudag, 2. júnf, kl. 20.30. Verður þar flutt sígild indversk tónlist og er þar um að ræða háþróaða, forna tónlistarhefð og ná rætur hennar a.m.k. 2500 ár aftur i tímann, að þvf er segir f fréttatilkynningu um tónleikana. Flautuleikarinn Tublu er nem- andi eins þekktasta flautuleikara Indlands. Hann hélt tónleika f Norræna húsinu í lok aprfl og vakti leikur hans athygli áheyr- enda. Hefur þvi verið ákveðið að hann haldi þessa tónleika til við- bótar, svo að fleirum gefist kostur á að kynnast þessari sérstæðu og hrífandi tónlist. Hún átti margar ferðir suður í Fossvogskirkjugarð til að fegra ieiði manns síns. En við sem trúum þvf og treystum að annað og betra lff sé til en þetta jarðneska, þar sem engin veikindi né annað stríð er til, vonum að nú séu þau aftur sameinuð sem svo ung tengdust tryggðaböndum. Far þú í friði, friður guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Dísa. VORTÍZKAN KOMIN aldrei meira úrval af dömu og herra tréklossum Hóstsendum VE RZLUNIN GEISÍBÍ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.