Morgunblaðið - 14.06.1977, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 14.06.1977, Qupperneq 1
129. tbl. 64. árg. ÞRIÐJUDAGUR 14. JUNÍ 1977. Prentsmidja Morgunbladsins. Skotárás í miðri J óhannesarborg Jóhannesarborg, 13. júní. Reuter. AP. ÞRÍR blökkumenn vopnaðir sovézkum handsprengjum og vélbyssum myrtu tvo hvfta menn og særðu þann þriðja f miðri Jóhannesarborg f dag. Öttazt er, að þar með sé hafinn borgaraskæruhernaður f Suður-Afrfku og yfirvöld segja að hermdarverkamenn hafi verið að verki. Nokkrum klukkustundum eftir árásina skoraði James Kruger dómsmálaráðherra á almenning að sýna rósemi og Gert Prinsloo hershöfðingi, yfirmaður lögregl- unnar, sagði að sovézku vopnin, sem voru notuð, hefðu verið af sömu gerð og vopn sem hafa fund- izt í blökkumannabænum Soweto. Vitni segja að árásarmennirnir hafi stigið út úr bíl, gengið vopn- aðir þremur vélbyssum og tveim- ur handsprengjum að bílaverk- stæði sem stórverzlun rekur, hleypt af nokkrum skotum niður eftir götunni og skotið siðan á fjóra hvita viðgerðarmenn sem voru i tehléi. Einn hvítu mannanna hneig niður dauður, annar lézt skömmu siðar i sjúkrahúsi, sá þriðji er lifshættulega særður. Fjórði við- gerðarmaðurinn þreif i einn Framhald á bls. 26 50 togarar mótmæla við brezka þinghúsið Lundúnum — 13. júnf — Reuter. Hulltogarinn Junella verður í fylkingarbrjósti 50 fiskiskipa, sem á morgun safnast saman á Thamesá fyrir framan brezka þinghúsið til að leggja áherzlu á kröfuna um 50 mílna einkalög- sögu við strendur Bretlands. Er ætlunin að skipin þeyti þoku- lúðra i eina klukkustund, en sigli að þvi búnu aftur niður ána. Junella er frystitogari, sem er nýkominn af Nýfundnalandsmið- um. Vélarbilun hafði orðið í togaranum, sem upphaflega átti að vera i forystu, og er það mál manna að aldrei hafi verið höfð jafnsnör handtök við að koma fiskiskipi úr höfn i Hull og þegar Junella fékk fyrst fyrirmæli um að hraða sér til hafnar þar sem skipt var.um áhöfn og haldið til Lundúna innan hálftíma. James Earl Ray færður aftur f fangelsið. Blóðhundar fundu Ray Brushy Mountain, Tenn- essee, 13. júní — AP-Reuter. JAMES Earl Ray, morðingi blökkumannaleiðtogans Martin Luther Kings, var handtekinn í morgur, 54 1/2 klukkutfma eftir að hann flúði ásamt sex öðrum föngum úr rfkisfangelsinu í Brushy Mountain. Blöðhundarnir Little Red og Sandy fundu Ray í felum í Framhald á bls. 26 úr landi Vinarborg, 13. júní — AP. EINN helzti forvfgismaður mann- réttindabaráttu f Tékkóslóvakfu, Zdenek Mlynar, sem í tfð Dubzeks var ritari miðstjórnar kommún- istaflokksins f Tékkóslóvakfu, er farinn í útlegð. Hann kom til Austurrfkis f dag ásamt eigin- konu sinni. Áður hafði hann hafnað s tilmælum tékkneskra yfirvalda um að fara úr landi. Mlynar hefur verið vísindamað- ur við þjóðminjasafnið i Prag, en var rekinn úr starfi i janúarmán- uði s.l. Hann sagði við komuna til Austurríkis í dag, að hann hefði ákveðið að fara úr landi þar eð hann hefði ekki getað orðið sér úti um vinnu og af þvi að athafna- frelsi hans.hefði verið skert til muna. Brottför Mlynars er talið sýna svart á hvítu að óðum dragi úr styrk tékknesku mannréttinda- hreyfingarinnar Hafi hreyfingin nýlega misst tvo af þremur for- svarsmönnum sínum, þá Jan Patocka sem er látinn, og Vaclav Havel, sem lýsti þvi yfir er honum var sleppt úr fangelsi um daginn að hann mundi ekki koma fram fyrir hönd hreyfingarinnar fram- ar. Þá er ótalinn Jiri Hajek, fyrr- um utanríkisráðherra, en hann er i stofufangelsi á heimili sinu í Prag. Símamynd AP Konur gráta við útför Suður-Mólúkka sem féllu f árás hollenzku landgönguliðanna á járnbrautarlestina við Assen f Norður-Hollandi. Lík S-Mólúkka borin um götur Sprengjuherferð vekuruggá □ □ Sjá grein á bls. 14 SJágrein bls. 25 ■ □ ■ n □ — □ — Assen, llollandi, 13. Júnf — Reuter — AP. AÐSTANDENDUR Suður- Mólúkkanna, sem féllu f árásinni á lestina á laugardagsmorgun, fengu lík þeirra afhent í dag. Voru kistur þeirra bornar um götur fbúðarhverfa Suður- Mólúkka f Assen og Bovensmilde f dag að viðstöddum mannfjölda, en útförin fer fram á morgun. Gfslunum fyrrverandi ber ekki saman um með hvaða hætti þeir tveir úr þcirra húpi, sem féllu í árásinni, hafi látið lifið. Eru eink- um uppi tvær kenningar — annars vegar að þeir hafi ekki orðið við fyrirmælum hermann- anna um að liggja kyrrir og hafi þvi orðið fyrir skotum, en hins vegar að einn hermdarverka- mannanna hafi skotið þá viljandi. Suður-Mólúkkarnir koma allir fyrir rétt á morgun, að einum undanskildum, en hann liggur í sjúkrahúsi. Heimildamenn úr hópi gísla Suður-Mólúkkanna í Hollandi Framhald á bls. 26 Madrid, 13. júni — Reuter. MIKIL sprengjualda gekk yfir Spán f dag aðeins tveimur dögum fyrir fyrstu frjálsu kosningarnar í landinu sfðan 1936, og vakti ugg um allsherjarherferð öfgamanna til að spilla fyrir kosningunum. Sprengjur sprungu um landið allt, frá Baskahéruðunum f norðri til Valencia á strönd Mið- jarðarhafsins og hermenn voru á verði við orkuver og mikilvægar samgöngumiðstöðvar. Nýjar flotaæfingar Rússa við N-Noreg Ósló, 13. júnf. NTB. RÍJSSAR hafa hafið meiriháttar flotaæfingar úti fyrir Finn- mörku og Troms f Noregi og á hafinu milli Noregs og tslands undanfarna daga. Jafnframt hafa átt sér stað veruleg umsvif sovézkra flug- véla yfir alþjóðlegum siglinga- leiðum á Barentshafi að undan- förnu að sögn norsku herstjórn- arinnar. tsovézka æfingaflotanum eru flugvélaskipið Kiev, beitiskip, eldflaugaskip, kafbátar, tund- urðuflaslæðarar, olíuskip og önnur hjálparskip. Deild beitiskipa og eldflauga- skip hefur jafnframt siglt frá Eystrasalti til að taka þátt i æfingunum. Siðustu meiriháttar flotaæf- ingar Rússa við Noreg fóru fram í april. Övenjulegt er að Rússar haldi svona miklar æf- ingar með svona stuttu milli- bili. Framhald á bls. 26 Tuttugu og tveggja ára gamall stúdent beið bana þegar sprengja sprakk í lögreglubíl sem hann stóð hjá i einu úthverfi Bilbao. Tveimur handsprengjum var fleygt að bilastæði þjóðvarðliða í Pamplona og þær ollu skemmdum á nokkrum bílum. Kona hringdi i lögregluna og sagði að ETA, skæruliðasamtök Baska, bæru ábyrgðina. Aðaljárnbrautin milli Frakk- lands og Spánar lokaðist i nokkra tima þar sem sprengja olli skemmdum á járnbrautarlinunni nálægt bænum Renteria í Baska- héruðunum. Rafmagnslaust varð i Baskabæjunum Berango og Guecho vegna sprengingar i orku- -veri. Tvær sjónvarpsendurvarps- stöðvar skemmdust í sprenging- um i héruðunum Guipuzcoa og Vizcaya. Sprengingar ollu einnig Framhald á bls. 26

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.