Morgunblaðið - 14.06.1977, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JUNI 1977
1
I* '
ÍQÍi»B Bir
#, « '
Herjólfur fastur á sandrifinu. Ljósm: Sigurgeir.
Skipta þarf um leiðslur að
og frá stjórntölvu Herjólfs
SÉRFRÆÐINGUR sem hannaði
tölvustýrisbúnaðinní Vestmanna-
eyjaferjuna Herjólf, kom til Vest-
mannaeyja síðdegis I gær, en ferj-
an tók niðri í Vestmannaeyjahöfn
á laugardag, þegar stjórntölvan í
skipinu brann yfir. í gærmorgun,
þegar nýtt stykki hafði verið sett í
stað þess, sem brann yfir, og átti
að reynsíusigla skipinu brann nýja
stykkið yfir, þannig að Ijóst þykir
að skipta verður um allar leiðslur
að og frá stjórntölvunni. Hafði
norski sérfræðingurinn með sér
tæki til þess.
Óhappið varð um fimmleytið á
laugardag, þegar búið var að bakka
ferjunni upp að bryggju, en þegar
stykkið brann yfir, setti skipið á fulla
Framhald á bls. 30
Lóðsinn kemur með farþega úr Herjólfi að ferjubryggjummi.
Tilboð ASI á laugardag:
105 þúsund
króna lágmarkslaun
ALÞÝÐUSAMBAND íslands lagði
fram nýtt tilboS til vinnuveitenda
sfðla á laugardag. í þessu tilboði
býður ASÍ að láglaun hækki á næsta
samningstlmabili um 35 þúsund
krónur. lágmarkslaun verði 100 þús-
und krónur á mánuði, en a8 auki
reiknist 5 þúsund krónur sem bætur
fyrir þaS. a8 launaliSur bóndans f
verSlagsgrundvelli landbúnaðarvara
dregst frá vi8 útreikning verSbóta-
vfsitölu og einnig til a8 mæta þeirri
kjaraskerSingu. sem dráttur á samn-
ingum frá 1. maf hefur haft f för me8
sér Þannig verSi lágmarkslaun 105
þúsund krónur á mánuSi og aSrir
launastigar hækki um sömu krónu-
tölu.
Vinnuveítendur höfnuðu þessu til-
Knattspymu-
úrslitin
FH sigraði KR á Kaplakrikavelli I
gærkvöldi 5:4 (3—1). í Vest-
mannaeyjum vann ÍBV — Þór;
2:1 (1—1). Víkingur vann Breiða-
blik á Laugardalsvelli 2:0 (1—0).
1 Keflavfk unnu Akurnesingar
heimamenn 3:0.
boði þá þegar er það hafði verið lagt
fram í tilboðinu var gert ráð fyrir því
að samningstíminn yrði eitt ár. en
upphafshækkun og áfangahækkanir
voru ekki skilgreindar nánar I tilboð-
inu Þá var tilboðið skilyrt að því leyti,
að gert var ráð fyrir að rikisstjórnin
stæði við þau vilyrði, sem hún hafði
áður gefið I sambandi við samninga-
málin
i tilboði aðalsamninganefndar ASÍ
var gert ráð fyrir því að væntanlegur
kjarasamningur yrði uppsegjanlegur.
ef veruleg breyting yrði á gengi
islenzkrar krónu. opinberar aðgerðir
skertu verðbótakerfið og ef umtalsverð-
ir launahópar fengju meiri launahækk-
un en samningurinn sjálfur segði til
um.
i fréttatilkynningu. sem Alþýðusam-
bandið hefur sent frá sér um þetta
tilboð, segír m.a.: Ástæða er til að
vekja athygli á að hér er um verulega
tilslökun að ræða af hálfu
Alþýðusambandss. því að upphaflega
krafan var um 1 1 7 þúsund króna
lágmarkslaun Því er hér um 12
þúsund króna lækkun að ræða
samkvæmt tilboði ASÍ, enda er það
gert til að greiða fyrir samningum
Þess vegna eru viðbrögð
atvinnurekenda, þegar þeir neita að
eiga frekari viðræður við fulltrúa ASI
eftir þessa tillögu. nánast furðuleg.
Vegna þeírrar yfirlýsingar
atvinnurekenda I fjölmiðlum. að þetta
tilboð sé ekki I námunda við tillögu
sáttanefndarinnar, er rétt að það komi
enn einu sinni fram. að
aðalsamninganefnd ASÍ Htur ekki á þá
tillögu sem samningsgrundvöll. heldur
eingöngu sem umræðugrundvöll. sem
hafður skal til viðmiðunar I viðræðum.
Auk þess hefur afstaða ASÍ til
umræðugrundvallarins verið sú frá
upphafi, að hann væri allt of lágur
Þessi afstaða er þvi löngu kunn bæði
atvinnurekendum og sáttanefnd "
Iðnkynning í Rvík
19. sept. til 2. okt.
ÍSLENZK iSnkynning og Reykjavtk-
urborg hafa ákveSiS a8 standa a8
iSnkynningu f Reykjavtk f september
n.k. og verSur þa8 sfSasta verkefni
íslenzkrar iSnkynningar, sem hófst f
september á sfSasta ári. Sérstök
nefnd á vegum Reykjavfkurborgar og
Íslenzkrar iSnkynningar stendur a8
framkvæmd og skipulagningu i8n-
kynningarinnar og ver8ur hún dag-
ana 1 9. september til 2. október.
í undirbúningsnefnd iðnkynningar I
Reykjavlk eiga sæti: Albert Guðmunds-
son, formaður, Sigurjón „ Pétursson,
varaformaður, Markús Örn Antonsson.
borgarfulltrúi. Björn Guðmundsson,
Fél ísl iðnrekenda, Guðmundur Guðni
Guðmundsson, Iðju, og Gunnar
Guðmundsson hjá Landssambandi iðn-
aðarmanna. Vinnur nefndin i nánu
samstarfi við verkefnisráð og fram-
kvæmdastjóra íslenzkrar iðnkynningar
auk þess sem fulltrúi Kaupmannasam-
takanna. Guðni Þorkelsson. er einnig
ráðgefandi
Iðnkynning I Reykjavlk i haust er
margþætt og er þegar búið að ákveða
12 dagskráratriði. Ber fyrst að nefna
sýningu I Laugardalshöll dagana 23.
september til 2. október og ber hún
yfirskriftina Iðnkynning I Reykjavlk
Sagði Gunnar Guðmundsson.
formaður Landssambands iðnaðar-
manna. sem á sæti I sýningarnefnd, á
fundi með fréttamönnum I gær, að
bæði einstök fyrirtæki og samtök iðn-
aðarmanna myndu sýna þar, alls
90—100 aðilar Sérdeildir verða
nokkrar, húsgagna- og innréttinga-
deild, fataiðnaðar-, matvæla- og bygg-
ingariðnaðardeildir auk sérstakrar
sýningardeildar iðnverkafólks. Þá verð-
ur afmarkað útisvæði og ef það dugir
ekki verður komið fyrir sýningar-
munum á Lækjartorgi og Austurstræti.
Einnig er gert ráð fyrir sérdeild þar sem
kynntar verða iðngreinar, en eitt af
dagskráratriðum iðnkynningarinnar er
þátttaka skólafólks og verður það gert
m a með heimsóknum I iðnfyrirtæki
og starfsemi Iðnskólans verður kynnt
sérstaklega þessa daga
Iðnminjasýning að Árbæ er I undir-
búningi og hefur Iðnaðarmannafélag
Reykjavlkur tekið að sér undirbúning
Framhald á bls. 26
„Reykjavíkurboðorð”
um framtíð mannkyns
— samþykkt á umhverfisráðstefnu
„The Reykjavlk Imperative" eða
Reykjavlkur boðorðin um umhverfis-
mál og framtlS mannkyns er heitiS á
yfirlýsingu þeirri, sem alþjóSlega
umhverfismálaráSstefnan sendi frá
sér I lok vikulangrar ráðstefnu um
hagvöxt án vistkreppu. Kæmi ekki á
óvart þó a8 oft yrSi I framtlðinni I
hana vitnað, bæSi vegna þeirra
mörgu heimsþekktu vlsindamanna
er að henni stóSu og af þvl a8 innan
árs verður komin út bók beggja
vegna Atlantshafs undir ritstjórn
Pollunins með erindum ráSstefnunn-
ar og a.m.k. hluta af umræðum um
þau.
Slík bók kom út eftir fyrri ráðstefn-
una af þessu tagi i Finnlandi 1971
sem ætluð var til upplýsingar og leið-
beiningar fyrir Stokkhólmsráðstefnu
Sameinuðu þjóðanna ári siðar. og vakti
mikla athygli. En með þessari ráð-
stefnu vilja vlsindamennirnir leggja sitt
fram til leiðbeiningar stjórnmálamönn-
um og öðrum sem taka ákvarðanir er
varða framtið jarðarinnar og mann-
kyns.
Þátttakendur lýstu I fundarlok á
laugardag mikilli ánægju með fundar-
stað og þökkuðu m a forsætisráð-
herra, Geir Hallgrlmssyni, framlag ís-
lendinga til að ráðstefnan næði
árangri Siðustu daga ráðstefnunnar
var einkum fjallað um lagalega. sið-
fræðilega. félagslega og stórnmálalega
þætti hagvaxtar og vistkreppu. Og i
lokin voru samþykktar niðurstöður I
Reykjavíkurboðorðunum svonefndu og
einnig I sérstökum, stuttum samþykkt-
um. En upphafið hljóðar svo:
„Á fimm ára afmæli Sameinuðu
þjóða ráðstefnunnar um umhverfi
mannsins, sem haldin var I Stokk-
hólmi, lýsum við, 1 30 vísindamenn og
sérfræðingar um umhverfismál frá 20
löndum, er þátt tóku I „annarri alþjóða-
ráðstefnunni um framtíð umhverfisins"
I Reykjavík á íslandi 5.— 11. júní
1 977, yfir eftirfarandi:
Þúsundir kynslóða manna hafa lifað
á jörðinni Nú er mannkynið I fyrsta
sinn orðið svo fjölmennt og hefur náð
svo miklu valdi yfir náttúrunni, að
eyðilagt getur veröld okkar.
Stjórnum og þjóðum hættir til að
einbllna á vandamál llðandi stundar.
Það er óvenjulegt að þjóð geri sér 10
ára áætlun og alveg óheyrt að hún hafi
100 ára áætlun. Nú er mjög llklegt.
næstum alveg vlst, að innan 50 ára
muni, umfram liðnar vistkreppur. yfir
dynja mesta hrun I allri heimssögunni
Það gæti orðið alheims hungursneyð
eða styrjöld. sem gæti eyðilagt alla
menningu, eða slíkt gæti orðið fyrir
Framhald á bls. 30
Starfsgreinaverkföllin:
Iðnaður lamast 1 dag
ÖLL vinna Ið niSri I vélsmiðjum.
bflaverkstæSum og öðrum smiðjum f
málmi8naði f gær vegna verkfalls
Málm- og skipasmiðasambands ís-
lands og þeirra starlsmanna innan
Verkamannasambandsins, sem
vinna ! MálmiSnaði. Þetta verkfall f
gær var fyrsta starfsgreinaverkfallið
af fimm, sem boðuð hafa verið og
lýkur meS allsherjarverkfalli f einn
dag hinn 21. júnf eða eftir rétta viku.
Framhald þessara starfsgreinaverk-
falla verður svo I dag, er Landssam-
band iðnverkafólks, Samband bygg-
ingamanna og þeir verkamenn innan
Verkamannasambands íslands, sem
starfa í byggingaiðnaði, leggja niður
vinnu. Þvl má búast við þvi, að allur
iðnaður leggist niður I dag svo og
byggingaiðnaður. Á morgun er siðan i
ráði að bókagerðarmenn. rafiðnaður
og félög i veitingahúsa- og hótelrekstri
leggi niður vinnu. Þessi starfsgreina-
verkföll ná til alls landsins. en þó hefur
Alþýðusambandið samþykkt undan-
þágu til litilla staða úti á landi Þar er
heimilt að hafa ekki starfsgreinaverk-
föll. en i þess stað eiga félögin að hafa
einn allsherjarverkfallsdag, sem þau
geta valið sjálf
„Alltaf gaman að leika
med Pólýf ónkórnum”
„Jú, þetta ar f fyrsta skipti sem
vi8 Rut spilum þetta verk og eigin-
lega f fyrsta skipti sem viS syst-
urnar spilum saman sfSar vi8 vor-
um smástelpur heima, svo a8
þetta er töluvert spennandi,"
sag8i Unnur Marfa Ingólfsdóttir,
fiSluleikari, f samtali vi8 Morgun-
blaSiS, en hún er nýkomin vestan
um haf frá Boston, þar sem hún
var vi8 nám og verkiS sem hún
nefndi er FiSlukonsert fyrir 2 fiSl-
ur eftir Bach, og er ekki vitaS til
þess a8 fslenzkir fiSluleikarar hafi
flutt þa8 hér heima á5ur. Systurn-
ar flytja hins vegar þetta verk á
styrktartónleikum Pólýfónkórsins
17. júnf nk. me8 kammerhljóm-
sveit, þar sem kórinn mun auk
þess flytja Glorfu Vivaldis og
Magnificat Bachs, og leika einnig
f hljómsveitinni sem leikur undir
hjá kórnum, er hann flytur hi8
annálaSa kórverk Hándels —
Messlas — á miSvikudaginn f
næstu viku.
Unnur MarEa hefur þegar lokið
burtfararprófi frá Julliardtónlistarhá-
skólanum I Bandaríkjunum en hefur
ekki látið sér það lynda heldur verið
I einkanámi hjá þekktum kennara,
George Weikrug. I Boston i vetur
þar sem hún hefur auk þess komið
fram með ýmsum kammersveitum
og nú hefur hún sett stefnuna á
London með enn frekara nám I
huga
Unni Marlu stóð til boðá að sækja
og leika á ýmsum tónlistarhátlðum I
sumar en hún kaus heldur að koma
heim, taka svo til strax við æfingar
með Pólýfónkórnum og fara með
honum til (talíu, þar sem kórinn
mun syngja 8 sinnum I 7 borgum á
norðanverðri ítaliu Kannski hefur
það haft sitt að segja að það er faðir
Framhald á bls. 26
Rabbad vid Unni Maríu Ingólfsdótt-
ur, fidluleikara, sem leikur einleik
á tónleikum Pólýfónkórsins 17. júní