Morgunblaðið - 14.06.1977, Side 5

Morgunblaðið - 14.06.1977, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 14. JUNI 1977 5 Bandarískt ljóðskáld með ljóðakvöld MIÐVIKUDAGINN 15. júní kl. 20.30 mun banda- ríska ljóðskáldið Daniel Halpern lesa úr eigin verk- um og öðrum amerískum samtíða ljóðum í ameríska bókasafninu Halpern kennir við Columbia háskólann og er þar ritstjóri ljóðablaðsins Antaeus, þar að auki rit- stýrir hann American Poetry Series og er rit- stjóri Ecco Press. Halpern hefur hlotiö fjölda verð- launa og styrkja fyrir verk sín. Af nýrri bókum hans má nefna „American Poetry Anthology" (1976); „The Lady Knife- Thrower“ (1975), og „Street Fire“ (1975). Ljósmyndaþjónusta Mats Wibe Lund: Nýjung í rekstri LJÓSMYNDAÞJÓNUSTAN s.f. — Mats Wibe Lund opnaði nvlega nýtízkulega ljósmyndaverzlun og um leið nýtt litmyndastúdfó og myndasafn að Laugavegi 178. í ljósmyndaverzluninni verður lögð höfuðáherzla á faglegar leið- beiningar. Helzta nýjungin, sem fyrirtækið hefur tekið upp er sala á kæligeymdum filmum, sem eiga að endast lengur en filmur geymdar í venjulegum lofthita. Lögð er áherzla á vandaðar ljós- myndavörur og boðin er að vanda úrvinnsla, þ.e. framköllun og kópíeringar, svo og stórstækkan- ir. Með tilkomu nýja húsnæðisins hefur fyrirtækið fengið mjög rúmgott stúdíó, þar sem boðin er öll venjuleg stofumyndataka. Ljósmyndastofa Mats Wibe Lund er sú eina hér á landi, sem er alþjóðlegur samstarfshringur á sviði litljósmyndunar. Aðrir þættir starfseminnar ná til iðnaðar- og auglýsingaljós- myndunar.'ljósmyndunar úr lofti og hvers konar tækifærisljós- -myndunar. Þá rekur Ljósmynda- þjónustan eina opna ljósmynda- safnið hér á landi, þar sem ljós- . myndarar geta lagt myndir sinar i umboðssölu. Hjá Ljósmyndaþjónustunni starfa nú: Mats Wibe Lund, Ingi- mundur Magnússon og Sigurður Þorgeirsson ljósmyndarar, Valur R. Jóhannsson verzlunarstjóri og Arndis Ellertsdóttir. Uppfærslu innréttinga í hinu nýja húsnæði og útlit allt annaðist Ásgerður Höskuldsdóttir, en inn- réttingar eru frá Kristjáni Sig- geirssyni. Á meðfylgjandi mynd má sjá hluta fyrirtækisins. Ananda Marga í Reykjavík t DAG kemur hingað til lands einn af mörgum yogakennurum 1 hinni andlegu og þjóðfélagslegu hreyfingu Ananda Marga. Hann heitir Karunananda og er ind- verskur að ætt og uppruna, en hefu dvalist f Evrópu undanfarin fjögur ár og kennt yoga og hug- lciðslu. Karunananda mun velj- ast hér fram til 22. júní og halda fyrirlestra, sem nánar verða aug- lýstir I dagblöðum. Einkunnarorð Ananda Marga eru sjálfsþekking og þjónusta við mannkynið, svo og að stuðla að þroska og þróun alls þjóðfélags- ins. Á íslandi rekur félagsskapur- inn „Kornmarkaðinn“, sem er verzlun á Skólavörðustíg 21a og eru þar seldar heilnæmar fæðu- tegundir. Þá er í bigerð að koma upp matstofu með jurtafæði og setja á stofn sveitaheimili fyrir unglinga, sem eiga við vandamál að stríða. Um allan allan heim rekur Ananda Marga sjúkrahús og alls konar starfsemi. Fröltatilkynning.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.