Morgunblaðið - 14.06.1977, Page 25

Morgunblaðið - 14.06.1977, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JUNl 1977 25 Joop den Uyl: „Mólúkkar njóti sama réttar og fyrr — þrátt fyrir það sem gerzt hefur.. Æskulýðshreyfíng Mólúkka fordæmir hollenzku stjómina Ólga meðal borgara og sumir óttast að stríð milli Mólúkka og Hollendinga brjótist út Ónefndur gfsl, veifandi, á leið heim með eiginmanni sfnum, eftir að hollensku landgönguliðarnir höfðu frelsað hana úr lestinni. AÐFARARNÓTT laugardags lauk lengsta mann- ræningjaumsátri sem um getur: hollenzkir hermenn gerðu atlögu að lestinni og skólanum f Bovensmilde f Hollandi og frelsuðu gíslana sem Mólúkkar höfðu haft í haldi í þrjár vikur. Eins og óttast var lyktaði þessu svo að mannslffum var fórnað, tveir gfslanna og sex mannræningjanna létust f árásinni á lestina, en við skólann f Bovensmilde varð hins vegar ekki manntjón. Joop den Uyl, forsætisráðherra Hollands, og Jo- hannes Manusama, leiðtogi Mólúkka f Hollandi og forseti útlagastjórnar S-Mólúkka, hvöttu báðir alla fbúa Hollands um helgina til að gæta stillingar eftir þá atburði sem orðnir voru. Forsætisráðherrann sagði: „Við teljum skilyrðislaust að Suður-Mólúkkar skuli njóta jafnréttis á við okkur. Þeir hafa sama rétt og aðrir þegnar þjóðfélagsins — einnig eftir það sem nú hefur gerzt.“ Hann sagðist ekki telja hættu á að strfð brytist út f Hollandi milli Hollendinga og Mól- úkka og sagði að f landinu yrði að rfkja andi umburð- arlyndis og bróðurþels. Æskulýðshreyfing Suður- Mólúkka sem er mjög gagnrýn- in á stjórn Manusama og þykir hún alltof hófsöm, sendi frá sér orðsendingu um helgina þar sem hollenzka stjórnin er for- dæmd harðlega og þær gerðir voru sagðar hafa einkennzt af hugleysi. Hafi hollenzka stjórnin geng- ið á bak orða sinna og virt mannslff aðvettugi. Látin er í ljós samúð með fjölskyldum Mólúkkanna og Hollendinganna sem létu lífið en bætt við að „stjórnin verði að taka á sig ábyrgðina — og afleiðingarnar af því að ganga á bak orða sinna og tefla manns- lifum í voða.“ „Fyrsta vikan var erf- iðust — einu sinni mun- aði engu að illa færi“ Tvítugur námsmaður sem var í hópi gíslanna i lestinni sagði um helgina að þejr tveir gíslar sem létust hefðu óhlýðnast skipunum hermannanna um að liggja á lestargólfinu. Hefðu þau risið upp og fengið skot höfuðið og látist samstundis Námsmaðurinn sem heitir Pet er Pot sagði að i sömu mund og árásin hófst hefðu hermennirn- ir kallað i gjallarhorn til gísl anna og skipað öilum að reyna að leita skjóls undir sætum í lestinni, en f versta falli liggja grafkyrr á gólfinu. Þrátt fyrir að hann hefði farið eftir þessu í hvivetna hefði mjóu mátl muna og byssukúla farið í nokkurra millimetra fjarlægð frá höfðinu á honum. Þau sem létust hefði verið fertugur maður Van Baarsel og nítján ára gömul stúlka J. Monsjou. Peter Pot sagði að gíslunum hefði fundist sem . skothrfðin hefði staðið yfir í nánast eilifð- artíma. Hann sagðist ekki hafa orðið var við að Mólúkkarnir sýndu verulega mótspyrnu. Pot sagði að fyrsta vikan hefði ver- ið gfslunum erfiðust og mikil spenna hefði þá ríkt á milli gíslanna og mannræningjanna. Hann sagði að Mólúkkarnir hefðu þó komið mjög sómasam- lega fram en haldið sig í hæfi- legri fjarlægð. Einu sinni hefði það gerzt'meðan á umsátrinu stóð að ungur maður notfærði sér að andartak var mólúkk- anskur vörður ekki með allan hugann við vörzluna og náði byssunni af honum. Þrír aðrir gíslar sem skynjuðu samstund- is að sögn Pots að þetta gæti haft hinar hryllilegustu afleið- ingar ef ungi maðurinn hæfi skothrfð, réðust að honum, yfir- buguðu hann og foringi Mól- úkkunna, Max Papilya, afvopn- aði hann síðan og urðu ekki frekari eftirmál að þessu. Harðskeyttur foringi Mólúkkanna féll í árásinni Max Papilya var 24 ára gam- all. Hann gortaði af því við samningamenn þá sem ríkis- stjórnin sndi til lestarinnar að hann myndi aldrei fara i fang- elsi. Honum rataðist þar rétt orð á munn, þvi að hann féll i árásinni. Dick Mulder geðlæknir sem var i stöðugu simasambandi við Max meðan á umsátrinu stóð skýrði frá þvi um helgina eftir að allt var um garð gengið að það hefði verið Max sem sá um alla skipulagningu og hafði i hendi yfirstjórn þeirra sam- skipta við stjórnvöld sem Mól- úkkarnir komu á þegar þeir höfðu tekið lestina og skólann. Mulder sagði að Max Papilya hefði verið harðskeyttur mað- ur, sem hefði lagt allt undir og verið reiðubúinn að taka afleið- ingunum af því. Hann sagði að sér hefði ekki tekizt að brjóta niður sjálfstraust Mólúkkans unga, og til siðustu stundar hefði engan bilbug verið á hon- um að finna. „Ég vil ekki fara í fangelsi. Ég myndi ekki lifa það af,“ sagði hann einhverju sinni við Mulder lækni. Mulder sagði að Max hefði Annar eftirlifandi Suður-Mólúkkanna, sem héldu meir en 50 gísl- um I járnbrautarlestinni frá 23. maf, sést hér borinn á sjúkrabörum ( sjúkrahúsið I Gröningen, þar sem gert var að skotsárum hans. símamyndir AP. Hollenzkir fbúar bæjarins Bovensmilde söfnuðust saman á sunnudagsmorgun á knattspyrnuvelli bæjarins til að minnast tveggja gfslanna, sem létu lffið f áhlaupi hermanna á lestina. verið langtum gáfaðri en mann- ræningjarnir í Bovensmilde- skólanum, sem hefðu stundum hagað sér fjarska barnalega og stundum haft uppi argaþras út af matnum sem til þeirra var sendur. Hann sagði að Max hefði verið af öðru sauðahúsi og hann hefði viljað að litið væri á sig sem jafningja þeirra samningamanna sem hann ræddi við. „Hann tileinkaði sér eins konar Che Guevara fram- göngu og talsmáta," sagði lækn- irinn. Forsætisráöherrann: Við áttum ekki annarra kosta völ Hollenzka stjórnin hefur yfir- leitt fengið lof fyrir aðgerðir sínar til frelsunar gíslunum. Þykja þær hafa verið skipu- lagðar vel og þegar til þeirra var gripið hafi verið orðið ljóst að um annað var ekki að ræða. Joop den Uyl sagði á blaða- mannafundi eftir að umsátrinu lauk að samningaviðræðurnar við mannræningjanna hefðu verið vitagagnslausar og fyrir- sjáanlegt hefði verið að ekkert myndi þýða að halda þeim áfram. „Ofbeldi reynist stund- um nauðsyn til að lausn fáist," sagði ráðherrann. Hann sagði að stjórnin teldi það mjög mið- ur að til valdbeitingar hefði þurft að grípa og liti á það sem ósigur að ekki hefði verið hægt að komast að málamiðlun. Hins vegar tók hollenzka stjórnin strax mjög afdráttarlausa af- stöðu gegn kröfum mannræn- ingjanna og sagði að undanláts- semi við þá byði aðeins frekari ofbeldisverkum af sama tagi heim. Andreas Van Agt dóms- málaráðherra sagði við blaða- menn að reynt hefði verið til hins itrasta að semja. Rætt hefði verið við mannræn- ingjana um málin frá öllum hugsanlegum hliðum en þeim hefði ekki verið hægt að hnika. Árásin hófst árla laugardags Svo lýsir fréttamaður Rueters aðdraganda árásar her- mannanna á lestina: „Sólin var komin upp og dagurinn virtist ætla að verða bjartur og fagur. Þó var enn dálítið mistur i lofti: Og skyndilega heyrði ég i kíló- metra fjarlægð eða svo frá lest- inni ákafa skothríð. Bardaginn fyrir lífi gíslanna, sem höfðu verið i haldi i þrjár vikur, var byrjaður. Fjórum mínútum sið- ar flugu Starfightervélar úr hollenzka fiugflotanum yfir lestina og vörpuðu reyk- sprengjum yfir lestina til að villa fyrir mannræningjunum og rugla þá í riminu. Þegar þær voru farnar hjá var himinn á ný jafn heiður og blár og áður.. Ibúar i grenndinni sem heyrðu skothríðina þustu á vettvang og Framhald á bls. 26

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.