Morgunblaðið - 14.06.1977, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JUNI 1977
radauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar
(D ÚTBOÐ
Tilboð óskast í lögn safnæða í Mosfellsdal og Helgadal fyrir
Hitaveitu Reykjavíkur.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3,
Reykjavík gegn 1 0.000.- kr skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 29. júní n.k.
kl. 1 I.OOf.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Frikirkiuvegi á — Simi 25800 I
HITAVEITA
SUÐURNESJA
ÚTBOÐ
Hitaveita Suðurnesja óskar eftir tilboðum
í lagningu dreifikerfis í Keflavík 3.
áfanga.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu
Hitaveitu Suðurnesja Vesturbraut 10 A
Keflavík og á verkfræðistofunni Fjarhitun
h.f. Álftamýri 9, Reykjavík, gegn 10.000
kr. skilatryggingu.
Opnun tilboða verður auglýst síðar.
Tilboð óskast í
Volvo 144 árgerð 1973 sem er skemmd
eftir veltu.
Og Escort station árgerð 1973 sem er
skemmd eftir árekstur.
Bifreiðarnar verða til sýnis við Réttingar-
þjónustuna Auðbrekku 35 Kópavogi,
miðvikudaginn 1 5. júní.
Tilboðum sé skilað til Ábyrgðar h/f fyrir
kl. 17. fimmtudaginn 1 6. júní.
Ábyrgð h / f
Skú/agötu 63 Rvk.
Tilboð óskast í að byggja
bílahús fyrir Flúðasel nr. 30—52. Út-
boðsgögn verða afhent í Búlandi 5 R.
gegn 10.000 kr. skilatryggingu frá og
með miðvikudeginum 15. júní. Tilboðum
skal skila í Flúðasel 40, 2. hæð B. fyrir kl.
1 1 þriðjudaginn 28. júní. Áskilinn er
réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða
hafna öllum.
þjónusta
Stækka myndir
eftir filmum frá Barnaljósmyndastofunni
Borgartúni 7 síðar Gréttisgötu 2. Ath.
aðeins þennan mánuð. Pantanir teknar I
síma 42201.
Góður jeppi
óskast til leigu frá júnílokum — ágúst-
loka.
Símar 21296 og 42540.
Laxveiði
Örfáir stangveiðidagar lausir í góðri á,
slðustu viku I júní.
Þeir, sem kynnu að hafa áhuga, vinsam-
lega leggi nöfn og símanúmer á afgr.
Mbl. merkt: „Veiði — 21 55".
Bátar — Skip
Höfum til sölumeðferðar: Eik og fura:
2—4—5—6 — 9 — 10—1 1 —1 5----
20—24—30—38—46 — 67 — 91 tn.
Gott stálskip 228 tn.
Höfum góða kaupendur að flestum stærð-
um skipa.
Aðalskipasalan
Vesturgötu 1 7,
Símar 26560, 28888,
Heimasími 75511.
húsnæöi i
Til leigu
200 ferm. hæð við Ármúla. Léttur iðn-
aður, skrifstofur, o.m.fl. kemur til greina.
Tilboð sendist Mbl. fyrir 21. þ.m. merkt:
„Ármúli — 2380".
Bátar til sölu
9 — 12 — 15 — 17 — 24 — 25 —
30 — 40 — 42 — 45 — 50 — 53 —
57 — 60 — 65 — 66 — 71 — 72
tonn. Togveiðiskip, 300 tonn.
Fas teignamiðstöðin
Hafnarstræti 7
sími 14120.
— Clausen
sextugur
Framhald af bls. 31
vellinum, þegar hann lék sér að
því að setja handbenzínið í botn,
eins og það var kallað I opnum
gamla Ford. Þvílíkar endur-
minningar glaumast ekki, sem
sagt mikil reisn var yfir bernzku-
heimili Olla. Og svo tók alvara
lífsins við, að standa. á eigin fót-
um. Það hefur Olla tekizt með
prýði með sinni dugmiklu konu.
Brautin hefur ekki alltaf verið
blómum stráð, það hafa bæði
komið erfiðir tímar og veikindi
steðjað að, en með miklum dugn-
aði og atorku á sviði kaupsýslu
hefur tekizt að sigrast á öllum
örðugleikum og hindrunum, og
reka þau hjónin í dag ágætt fyrir-
tæki og eiga eitt af fallegustu
heimilum í borginni. Ég vil á
þessum tímamótum þakka Olla
fyrir órofa tryggð og vináttu i
nærfellt fimm tugi ára og árna
honum og fjölskyldu hans allra
heilla og vona, að hann megi lengi
setja svip sinn á mannlífið i borg-
inni, eins og margt af ættmennum
hans hefur lengi gert.
Björgvin Frederiksen.
— Lýsa furðu
Framhald af bls. 17
þeirri hættu, sem felst í því að
eigendum, þ.e. ríkisvaldinu, líðst
að halda að sér höndum og aðhaf-
ast ekkert. Fundármenn lýsa
furðu sinni og gremju á þeim
vinnubrögðum, sem viðgengizt
hafa hjá stjórn Þörungavinnsl-
unnar h.f. og þá um leið hjá að-
standendum fyrirtækisins í sam-
bandi við launatengd gjöld o.fl.
Aðstandendur fundarins full-
yrða, að forsendur séu fyrir frek-
ari rekstri með þvi að grund-
vallarbreytingar verði gerðar á
rekstrarformi og að það þurfi
ekki að kosta frekari skuldabyrði
þ.e. að eyðslan verði ekki meiri en
framleiðsluverðmæti. í trausti
þess, að eigendur Þörungavinnsl-
unnar h.f. sjái sóma sinn i þvi að
gera upp allar lausar skuldir
fyrirtækisins strax og koma verk-
smiðjunni í starfhæft form, þá
skora fundarmenn á nefndar
hreppsnefndir að taka af skarið
og krefjast svara, eða að öðrum
kosti að nota þann siðferðilega
stuðning, sem fundur þessi veitir
þeim, til að ganga til róttækra
aðgerða.
— Enn um
rússnesku
Framhald af bls. 27
móðurmáli þeirra og þjóðlegri
menningu, er ég hræddur um að
þau myndu einfaldlega springa af
hlátri.
í raun og veru er þessu einmitt
farið á allt annan veg. Aldrei áður
í sögu þeirra sovétþjóða sem ekki
eru rússar hafa tungur þeirra og
menning þróast svo hratt og
glæsilega sem á tímum sovéskra
yfirvalda. Nú eiga þær leikhús og
timarit, skóla og stofnanir, bóka-
forlög og dagblöð — allt á sínu
móðurmáli. Frá morgni til kvölds
er útvarpað og sjónvarpað á
tungumálum langflestra sovét-
þjóða. Á sérhverju þjóðarsvæði,
jafnvel þeim allra smæstu, eru
reknar sjónvarpsstöðvar sem
senda út mikinn hluta efnis sins á
máli viðkomandi þjóðar eða
þjóðarbrots. Af 70 skrifuðum
tungumálum í Sovétríkjunum
fengu 50 ekki skriflegt form fyrr
en eftir Októberbyltinguna.
Stofnandi rikis okkar, Vladimir
Lenin, sagði að menningarleg ein-
ing hinna einstöku þjóða og þjóð-
erna myndi ekki verða fyrr en
einhverntíma í framtfðinni, eftir
að hver um sig hefði þróast og
blómgast. Þetta hefur verið haft f
huga í landi mlnu í 60 ár. Þús-
undir málvísindamanna vinna að
málefnum málþróunar í hinum
víðáttumiklu Sovétrikjum og
sovésk yfirvöld láta sér ekki
nægja að borga þeim laun fyrir
vinnu sina, heldur veita þau þeim
hverskyns aðstoð við framkvæmd
á vísindalegum meðmælum
þeirra sem stuðla eiga að þróun
og eflingu hinna ýmsu tungu-
mála. Málþróun, þ.á m. útbreiðsla
rússneskunnar sem aðalmáls er
og getur aóeins verið eðlilegt ferli
og sjálfviljugt. Um þetta skrifaði
Lenin: „Sérhverjum íbúa Rúss-
lands væri hollt að læra rúss-
nesku, en við viljum ekki beita
neinum þvingunum, við viljum
ekki reka fólk með kylfum inni
paradis, því hversu mörg falleg
orð sem sögð eru um menninguna
er viss þvingun fólgin I því aö lýsa
eitt mál opinbert, þarmeð væri
verið að beita kylfu.“ i Sovét-
ríkjunum er ekkert opinbert mál,
rússneska hefur aldrei verið lýst
opinbert mál. Allt sem ég sagði i
grein minni er árangur sjálf-
viljugrar vióleitni allra þjóða
Sovétríkjanna í þá átt að læra
rússnesku auk móðurmáls sins,
nota rússnesku í samskiptum
milli þjóða. Viðræðunautur minn
þarf t.d. alls ekki að kenna svo
mjög í brjósti um eistlendinga. Ég
kem til Eistlands á hverju sumri
og veit um hvað ég er að tala. Öll
kennsla í skólum þar fer fram á
eistnesku. í hinum heimsfræga
háskóla i Tartu er líka kennt á
eistnesku — i öllum deildum
nema eðlisfræðideild og íþrótta-
læknisfræðideild, sem er sú eina
sinnar tegundar í Sovétríkjunum
og þangað koma til náms stúd-
entar frá öllum hinum sovétlýð-
veldunum. Til hvers er að veita
lesendum svo villandi upplýs-
ingar, viðræðunautur góður?
Þess ber reyndar að geta að
mjög margt fólk af rússnesku
þjóðerni, búsett f hinum ýmsu
sovétlýðveldum, telur móðurmál
sitt ekki vera rússnesku, heldur
mál þess lýðveldis sem það býr i.
Sama gildir um Eystrasaltslöndin,
en en þangað flytur inn fólk af
ýmsum þjóðernum, ekki bara ■
rússar, einsog nafnlaus andstæð-
ingur minn heldur.
Mér er kunnugt um að sagna-
þulir til forna töldu það alltaf
vera sannleika sem þeir voru að
segja frá. Nú er öldin önnur og
menn geta ekki lengur gefið það
út sem sannleika sem þeim sýnist,
þegar það er í mótsögn við stað-
reyndir. Þ.e.a.s. ef þeim er kunn-
ugt um staðreyndir. Og ef þeir
bera virðingu fyrir lesendum sin-
um.
— Minning
Höskuldur
Framhald af bls. 34
Jú, pabbi, ég svarði grátklökk,
ef ekki hér, þá er búinn oss staður.
Á himnum hjá Drottni föður vorum,
og þar við mætumst ef veljum rétt bæði.
Það rættist er sagðir þú pabbi,
en f hjarta mér fullvissa Mr.
Að heima einn dag, á himnanna hæðum
við aftur hittumst við hásæti Guðs.
IVIeð þessum orðum ég kveð þig elsku pabbi,
og þakka af hjarta öll liðnu árin.
Guð þekkir alla og alla hann elskar,
og þeir sem það velja hjá honum fá dvelja
um elffð.
Þin dóttir í Afríku.
— „Reykjavíkur-
boðorð”
Framhald af bls. 2
sambland af ýmiss konar áhrifum, sem
óskynsamlegar gerðir okkar orsaka En
það er líka mögulegt að hægt sé að
koma I veg fyrir slíkt hrun, ef réttar
ákvarðanir eru nú teknar um framtíð
umhverfisins.
Ákvarðanir sem teknar eru núna og
á næstu 30 árum munu ákvarða fram-
tíð mannkynsins og heimsins Þær
ákvarðanir geta vel orðið mikilvægustu
ákvarðanir, sem nokkru sinni verða
gerðar
— Steiktu
kjúklinga
Framhald af bls. 44
mastrinu ákváðu að sleppa því
þann daginn að fara til jarðar í
hádegismat þar sem þeir voru
komnir svo hátt upp og I staðinn
tóku þeir með sér nokkra væna
kjúklinga. viðarkol og tilheyrandi til
þess að steikja hangandi I mastrinu
sem ávallt er nokkuð á hreyfingu.
Þykir flestum nóg um að menn
treysti sér til að vinna við sllkar
aðstæður, hvað þá að þeir hefji
matseld á flöktinu. En kjúklingana
náðu þeir að steikja áður en pannan
féll um koll með kolin og á meðan
slökkviliðsmenn slökktu I sinu og
mosa á 400—500 metra löngu
svæði, nokkurra metra breiðu, þá
gæddu málararnir I mastrinu sér á
Ijúffengum kjúklingum áður en þeir
héldu áfram málningarstörfum
— Herjólfur
Framhald af bls. 2
ferð áfram og stefndi þvert yfir höfn-
ina á Eiðið Var tafarlaust drepið á
vélum og akkeri látin falla út, en
ferjan náði ekki að stöðvast I tæka
tið, heldur tók niðri á sandeyri.
Lóðsinn sótti svo farþega og farang-
ur um borð I ferjuna, sem tókst að
losa með eigin vélarafli um eitt-
leytið aðfararnótt sunnudagsins. Var
skipinu bakkað aftur að bryggju
með neyðarkerfi. en ekki þótti fært
að sigla á þvi til Þorlákshafnar og
var Gullbergið fengið til að halda
uppi ferðum til Þorlákshafnar með
farþega
Að sögn Ólafs Runólfssonar,
framkvæmdastjóra Herjólfs, urðu
engar skemmdir á ferjunni við
strandið