Morgunblaðið - 14.06.1977, Side 35

Morgunblaðið - 14.06.1977, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JUNÍ 1977 35 Magnús Magntísson —Hinzta kveðja F. 30. aprfl 1909. D. 6. júní 1977. Óneitanlega er erfitt að festa á blað nokkur kveðjuorð, þegar fóstri minn, seinni maður móður minnar, er kvaddur hinztu kveðju. Árið 1935 urðu þungbær þátta- skil í lífi okkar, þá lézt faðir okkar og móðir min stóð ein uppi með 8 börn, það yngsta nýfætt, ég elztur þá 12 ára gamall. Þannig liðu nokkur ár og eru mér í minni margvislegir -erfiðleikar, sem móðir mín hafði þá við að glima, þótt sjálfur væri ég I fóstri hjá móðurömmu minni. En öll él birtir upp um siðir. Dag einn kvaddi gæfan dyra hjá móður minni og eftir giftingu hennar og Magnúsar létti og birti yfir fjölskyldunni. Magnús varð ekki eingöngu fósturfaðir okkar, heldur ávann hann sér traust ov vináttu okkar systkinanna með einstaklega ljúfmannlegri fram- komu, reglusamur, hógvær og trúr í hverju starfi. Móður okkar, Indíönu Bjarna- dóttur, reyndist hann frábær eiginmaður og sambúð þeirra einn samfelldur sólskinsdagur. Fósturdóttur þeirra, Ingu, var Magnús ástríkasti faðir, og hún þeim sem bezta dóttir og yndis- auki. Inga er nú gift Karli Ás- geirssyni og eiga þau 2 börn, Magnús og Fanneyju, sem ásamt öllum barnabörnunum sakna góðs afa. Magnús var hverjum manni glaðari á gleðistund, en mann- gæzka hans birtist þá bezt, er erfiðleikar og áhyggjur knúðu dyra. Hann studdi okkur og styrkti og með honum áttum við margar gleðistundir. Við syrgjum vin okkar og fó'stra, Magnús Magnússon, en efst í huga er þakklætið til hans fyrir þá einstöku ást og um- hyggju, er hann veitti móður okk- ar, sú endurminning mun orna henni fram á ævikvöld. Blessuð sé minning Magnúsar Magnússonar. Albert Guðmundsson. Það ríkir sorg i ranni, hljóðlát, hógvær eins og sá, er við syrgjum. Ég var ung að áriim, er leiðir okkar Magnúsar lágu fyrst saman, fávís unglingurinn greindi ekki strax einstaka mannkosti hans, en góðlátleg glettnin fór ekki fram hjá neinum. Lífið var gjöfult og gaf mér þennan öðling fyrir tengdaföður. í allri sinni hlýju hógværð fékk hann ekki falið, hve fágætlega vel hann var af guði gerður. Hann deildi gleði og sorg með konu sinni, Indíönu, eldkulegri tengda- móður minni, börnum hennar, barna- og barnabörnum og fóstur- dóttur þeirra hjóna, Ingu. öllum var hann það bjarg, sem byggja mátti á, hann var traustur, mildur, hjálpfús, hann var „Maggi afi.“ Frá heimili okkar lagði hann í hinztu ferðina, jafn hljóðlátlega og hann hafði gengið götu. Tíminn mildar sorg og söknuð, sjálfur gaf Magnús okkur dýrustu perluna: Minningu um góðan dreng. Brynhildur. Deyr fé deyja frændur deyr sjálfur ið sama en orðstfr deyr altregi hveim er sér góðan getur Þessi gömlu og góðu hendingar úr Hávamálum komu mér í huga þegar mér barst sú sorgarfrétt að minn góði vinur og mágur Magn- ús Magnússon bifreiðastjóri, Ljós- heimum 4 hér i borg, væri látinn eftir mjög skamma legu. Hann lézt í Landspitalanum aðfaranótt mánudagsins 6. júni. Magnús var fæddur á Kárastöð- um f Borgarhreppi 30. aprfl 1909 og var þvi rúmlega 68 ára er hann lézt. Hann ólst upp f Borgarnesi á heimili foreldra sinna' Mariu Ólafsdóttur frá Lækjarkoti í Borgarhreppi og Magnúsar Jóhannessonar frá Garðabrekku í Staðarsveit, sem lengi bjuggu í Borgarnesi. Systkini Magnúsar voru 6 og eru þau öll lifandi nema Guðmundur sem lézt i febrúar núna í ár, svo það varð harla skammt milli bræðra og mikil og stór skörð höggvin í systkina- og vinahópinn sem erfitt verður að fylla. Magnús var mjög traustur og skapfastur persónuleiki og mun hafa verið mikill skapmaður þótt hann kynni vel að gæta þess. Okkur sem kynntumst honum náið mun hann verða mjög minnisstæður. Hann var glaður á góðum stundum, glettinn og spaugsamur þegar þvf var að skipta og smástrlðinn er mér sagt að hann hafi verið í gamla daga, en allt var það græskulaust gam- an. Hann fluttist til Reykjavíkur um tvitugsaldur og hefur búið hér alla tfð sfðan. Árið 1951 hinn 31. des. giftist Magnús eftirlifandi konu sinni Indiönu Katrinu Bjarnadóttur ættaðri frá Neskaupstað, mikilli höfðings- og sæmdarkonu. Var ' þeirra samband og samstarf mjög til fyrirmýhdar, hjúskap þeirra tel ég hafa verið með afbrigðum ánægjulegan. Hún skapaði þeim mjög fallegt og ánægjulegt heim- ili sem gott var að heimsækja. Þar réð rausn og myndarskapur hús- um og minnist ég þar margra glaðra stunda, sem ég þakka inni- lega. Magnús var starfsmaður mikill svo sem hann átti ættir til og samviskusamur I besta lagi. Bifreiðaakstur varð hans aðal- starf á lifsleiðinni þótt liklega hafi hugur hans ungur beinst að trésmiðanámi, því hann var mjög hagur og um tíma starfaði hann að trésmiði. En á þeim tíma sem hann hugði á nám í þeirri iðn var mjög erfitt að komast að sem nemandi og varð þvi að taka þá vinnu sem bauðst og ekki um margar valgreinar að ræða. Bif- reiðaöldin var að ganga í garð með fullum þunga og mun Magnús hafa byrjað að aka bif- reið i Borgarnesi og þegar til Reykjavíkur kom stundaði hann bæði akstur vörubifreiða og fólks- bifreiða eftir aðstæðum, nú sið- ustu árin ók hann bifreið hjá Rey kj avíkurborg. Að enduðum þessum fátæklegu orðum þakka ég og mín fjölskylda Magnúsi fyrir hans órofa tryggð og drengskap sem við mættum hjá honum alla tfð. Börnin þakka sérstaklega fyrir alla hluti þvi hann var mikill barnavinur og barnagæla. Við vottum dóttur og stjúpbörnum og börnum þeirra innilegustu samúð og Indiönu minni þökkum við alla tíð og von- um að hún finni huggun f minn- ingunni um góðan dreng. Lifi minning Magnúsar Magnússonar. H.Kr. HAFA baðherbergisskápar Sérlegafalleg og vönduð smíði einkennirsænsku HAFA baðskápana. Margar gerðir eru fyrir liggjandi. Hagstætt verð. FáanlegirúrTEAK, ASK og hvítlökkuðum ASKI. VALD. POULSEN HF., Suðulandsbraut 10 símar38520 — 31142. Fiat 125 P ti!afgreióslu strax | | Hámarksbraði 155 km, Q Bensíneyðsla um 10 lítrar per 100 km — Kraftbremsur með diskum á öllum hjólum ~ Radial — dekk Tvöföld framljós með stillingu ~ Læst benzínlok L Bakkljós ~ Rautt Ijós i öllum hurðum (_ Teppalagður Lý Loftræsti- kerfi ~ Öryggisglér ~ 2ja hraða miðstöð . 2ja hraða rúðuþurrkur ~ Rafmagnsrúðu- sprauta ~ Hanzkahólf og hilla ~ Kveikjari ~ Litaður baksýmsspegill ~' Verkfærataska l_ Gljábrennt lakk Ljós i farangurs- geymslu 2ja hólfa karborator Syn- kromeseraður gírkassi , Hituð afturrúða Hallanleg sætisbök , Höfuðpúðar 1fgg5°ok- til öry'kja w. o Lehið upptýsinga sem fyrst. FIAT EINKAUMBOO A ISLANDI Davíð Sigurðsson lií’, SIÐUMULA 35. simi 85855

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.