Morgunblaðið - 14.06.1977, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 14. JUNl 1977
41
ið á síðum Morgunblaðsins, ef
einn úr hópi róttækra manna upp-
hæfi erindaflutning í Ríkisút-
varpinu um pólitisk efni frá
sjónarhóli félagssinna.
Aður en ég lýk þessum pistli
mínum langar mig að fara fáein-
um orðum um trúmáladeilur þær,
sem undanfarið hafa sett svip
sinn á blað yðar. Þér teljið lesend-
um yðar trú um, að Morgunblað-
inu og þeim pólitísku öflum, sem
að baki því standa, sé annt um
kristna trú og kirkju. Jafnvel er
látið í það skína, að Morgunblaðið
sé nokkurs konar „útvörður“
Guðs heilagrar kristni. Hvilik
firra! Þessi sjálfsmynd yðar hlýt-
ur að vera á misskilningi byggð,
nema um sé að ræða hreina
hræsni. Fátt er jafn ósamrýman-
legt og auð- og einstaklingshyggja
borgarastéttar og kristin trú, sem
skírskotar til samvinnu i heimi
þessum og bróðurhugar. Það er
trú mín, að Antí- Kristur gangi
ljósum logum meðal vor í búningi
hins glórulausa kapitalisma.
Herskár kommúnismi og yfirlýst
guðleysisstefna hans eru ekki
höfuðógnvaldur Heilagrar kirkju.
Austrænir kommúnistar hafa
allavega þann heiðarleika til að
bera að segja kristnum mönnum
strið á hendur tæpitungulaust! Sá
óvinur er á hinn bóginn válegast-
ur sem af lævísi kappkostar að
villa mönnum sýn innan herbúða
kristninnar og læst vera hollvin-
ur. Sá er í sannleika vargur í
véum.
Læt ég þessum pistli lokið i von
um, að þér birtið hann í lesenda-
dálki yðar og sýnið það enn sem
fyrr, að þér þolið gagnrýni and-
stæðings. Skirskota ég til elsku
yðar á málfrelsi og skoðanafrelsi.
Seraphin."
Þessir hringdu . . .
# Ekki spurt
um afköstin
Ein forvitin:
— Mig hefur lengi langað
til að forvitnast um það af hverju
ekki er spurt nú í þessum
samningum öllum hvernig sé
háttað afköstum fólks hjá hinum
ýmsu fyrirtækjum. Það er alltaf
verið að gera kröfur, en ég hef
ekki heyrt nokkurn mann minn-
ast á það hversu illa tíminn er oft
nýttur hjá þessum fyrirtækjum.
Við getum t.d. tekið svolítið
dæmi. Hjá fyrirtæki vinna 36
manns. 24 koma 5 mínútum of
seint til vinnu á morgnana, sem
þýðir að tvær klukkustundir tap-
ast á degi hverjum hjá þessu
fyrirtæki i ónotaðar vinnustund-
ir, sem þó er jafnvel borgað fyrir.
Þannig er, að því er ég held, alltof
oft hjá sumum fyrirtækjum, og
það er sjalfsagt að einhverju leyti
vegna þess að þeim er illa stjórn-
að. En líka má segja, að þetta sé
hreinn stuldur, þvi fólkið hlýtur
að vera ráðið til að mæta á ein-
hverjum ákveðnum tima í sina
vinnu og það á varla að þurfa að
hafa mjög strangt eftirlit með því
rétt eins og smábörnum. Það
hefur líka komið i ljós i þessu
yfirvinnubanni að mörg fyrirtæki
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
Á SKÁKMÓTI í Austurriki í
fyrra kom þessi staða upp i skák
þeirra Herzogs,, sem hafði hvitt
og áttí leik, og YValters.
• b c d • f g
21. Rd5! — Bxal, 22. f6 — De8,
(Eftir 22. .. Bxf6, 23. Rxf6+ —
gxf6, 24. Dh6!, er svartur varnar-
laus og sama er uppi á teningnum
eftir 22. Re5, 23. Bh3) 23. Bh3 —
g6, 24. Dh6 og svartur gafst upp,
þvi að eftir 24.. . Df8. 25. Hxg6+
— fxg6, 26. Be6+ — Df7, 27. Dg7
er hann mát.
geta komizt af með að láta vinna
aðeins i dagvinnu, með þvi að
nýta timann betur og gæta hag-
kvæmni, en þá kemur líka
spurningin: Má ekki líka greiða
hærri laun fyrir þessi auknu af-
köst og þessa betri nýtingu á
vinnukrafti? Hvers vegna er ekki
komið inn á þessa hluti f
samningaviðræðum? Þeir til-
heyra kannski ekki beint hrein-
um kauphækkunarviðræðum, en
þó — eru að minnsta kosti skyld
atriði. Ég held að það sé alltof oft
viðbára að menn þurfi á eftir-
vinnu að halda, fremur en að
fyrirtækið þurfi að láta vinna
eftirvinnu. Þá sögu hef ég t.d.
heyrt úr fiskverkuninni að menn
hangsi og slóri við vinnuna lengi
fram eftir degi, en taki siðan til
höndunum þegar greinilegt er að
um eftirvinnu verður að ræða,
méð öðrum orðum, að þegar búið
er að slóra allan daginn þá er það
nokkurn veginn öruggt að mann-
skapurinn fær eftirvinnuna. Er
þetta ekki dálítið öfugt farið að
hlutunum? Enn annað má nefna.
Oft eru borin saman vinnulaun
hérlendis og erlendis og menn
tala mikið um hversu miklu betra
sé að vinna úti en hér heima, þar
sé hærra kaupið. En hafa menn
það í huga að þar er vinnuharkan
meiri en hér. Ég get nefnt aðra
sögu. Kona, sem ég þekki, hefur
unnið i banka í Danmörku og hér
heima. Hún segir mér, að menn
séu hreinlega keyrðir áfram, ef
þeir liti upp frá vinnu séu þeir
bara spurðir: hvað ert þú eiginleg
að gera? Það þætti meiri en lítil
vinnuharka ef slikt viðgengist
hér. Þá yrði afgreiðslufólkið í það
minnsta að hætta að tala saman
rétt :' meðan fólk biður eftir
afgreiðslu.
HÖGNI HREKKVÍSI
Hvers konar hundakúnstir katta verða að fara
fram utan þessa svæðis!
Prjónakonur
Vil kaupa vel prjónaðar dömupeysur. Verð til
viðtals á Þórsgötu 21 A, frá kl. 10 til hádegis
næstu daga.
Helga Egilsson.
ÍLJDSPRENTUM
I0II
flFRIT
af skjölum, bókum o.s.frv.
GUERUR
fyrir myndvarpa
<.r
SKRIFSTOFUVELAR H.F.
Hverfisgötu 33 sími 20560
■ jft- *á*^us$íÉL|i