Morgunblaðið - 14.06.1977, Side 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JUNl 1977
Englendingar héldu
jöfnu gegn Argentínu
ENGLKNDINGAR gerðu jafn-
tefli, 1:1, I vináttulandsleik í
knattspyrnu gegn Argentfnu í
Buenos Aires á sunnudaginn.
Stuart Pearson skoraði fyrir Eng-
lendinga, en Bertoni fyrir
Argentfnu að viðstöddum 60
þúsund áhörfendum.
Mikill hiti var meðal áhorfenda
og hrópuðu þeir stöðugt allan
leikinn „Villidýr, villidýr" og
vitnuðu þar í orð Alf Ramseys frá
1966, en þá kallaði hann leikmenn
Argentínu hreinustu villidýr.
Undir lok leiksins sauð upp úr og
Trevor Cherry var vísað af velli
fyrir að móðga linuvörð. Hafði
Cherry verið sleginn i andlitið og
streymdi blóð úr munni hans, en
ekkert hafði verið dæmt.
Rússneskur sigur
í Ijaiveru Rúmena
I FJARVERU rúmensku fim-
leikastúlknanna sigraði Inna
Mitrofanova í heimsmeistaramót-
inu í fimleikum, sem fram fór í
Erakklandi um helgina. Rú-
menskar fimleikastúlkur munu
ekki taka þátt í alþjóðamótum
fyrr en reglum hefur verið breytt,
en þa-r rúmensku stúlkurnar
héldu sem kunnugt er heim frá
Evrópumótinu í Prag á dögunum
vegna óánægju með einkunn, sem
Comaneci fékk.
Inna Mitronfanova fékk saman-
lagt 38.75 stig, en hún sigraði f
æfingum á hesti, varð önnur á
tvfslá og gólfi, en þriðja á slá. I 2.
sæti varð heimsmeistarinn frá þvl
í fyrra Lydia Gorbick með 38.55
og jöfn henni varð Stepfo Krakar
frá A-Þýzkalandi.
Bezt í kringlu-
kastí og langstökki
GULLHAFINN f langstökki frá
Montreal sigraði I langstökki á
bandarfska meistaramótinu f
frjálsum Iróttum um helgina.
Stökk hann 8.24 metra, sem er
bezti árangur I langstökki f heim-
inum f ár og eitt bezta langstökk
allra tíma. Var þetta f þriðja
skiptið í röð, sem Robinson sigrar
í langstökki á meistaramótinu.
Kringlukastarinn sterki, Mac
Wilkins, sigraði í kringlukasti
með 69,18 m og er það einnig bezti
azrangurinn í greininni í ár. í 110
metra grindahlaupi var mikil
keppni á milli James Owens og
Charles F’oster og komu þeir hnif-
TVÖFALT HJÁ
FC BRUGGE
LEIKMKNN FC Brugge bættu
enn einum sætum sigrinum í safn
sitt er þeir unnu Anderlecht 4:3 I
úrslitum belgfsku bikarkeppn-
innar. f'C Brugge vann þvf tvöfalt
í Belgíu í ár, en hins vegar hefur
Anderleeht sigrað f bikarkeppn-
inni tvö sfðastliðin ár.
í leikhléi var Anderlecht með
3:2 forystu.
jafnir í mark á 13.49 sek. — jafn-
vel myndavélin gat ekki skorið úr
um að annar þeirra hefði verið á
undan. Þriðji í greininni varð
hinn 33ja ára Willie Davenport.
í kvennagreinununum náðist
beztur árangur í 200 m hlaupi, en
þar sigraði Eveiyn Ashford á
22.62, sem er nýtt bandarískt met.
Helztu úrslit á bandaríska
meistaramótinu urðu þessi:
200 m hlaup karla —
Gerald Harris 20.6
5000 m hlaup karla —
Marty Liquri 13:416
110 m grindahlaup —
James Owens og Charles Foster
13.49
Langstökk karla —
Arnie Robinson 8,24 m
Kringlukast karla —
Mac Wilkins 69,18
Sleggjukast —
Emit Berry 67,84
200 m hlauo kvenna —
Evelyn Ashford 22,62
100 m grindahlaup kvenna —
Patty Van Wolvelaere 13.15
Kúluvarp kvenna —
Mareen Seidler 16,49
Kringlukast kvenna —
Jaine Haist 59,98
Kúluvarp karla —
Terry Albritton 20.50.
Molenbeck hefur
áhuga á Inga Birni
ÚTSENDARAR belgíska liðsins Racing
White Molenbeck voru viðstaddir lands-
leik íslendinga og Norður-íra á laugar-
daginn. Eftir leikinn settu þeir sig i
samband við Pétur Sveinbjarnarson, for-
mann knattspyrnudeildar Vals og kváð-
ust hafa mikinn áhuga á Inga Birni Al-
bertssyni. Þeir lögðu ekki fram neitt
tilboð heldur sögðust ætla að hafa sam-
band við Pétur og Inga um miðja þessa
viku.
Molenbeck er eitt frægasta félagið I 1.
deildinni belgísku og það varð belgískur
meistari árið 1974 og 1975. Ingi Björn
Albertsson sagði I samtali við Mbl. I gær,
að hann hefði mikinn hug á því að fara í
atvinnumennsku ef hann fengi gott til-
boð. Hann sagðist hafa fengið tilboð frá
sænsku 2. deildarfélagi, en hann hefði
engan áhuga haft á því.
Páll sá um sig-
ur Þróttaranna
ÞRÓTTUR R. sigraði Selfoss 2:1, er liðin áttust við á
Laugardalsvellinum á föstudagskvöld. Leikurinn var
nokkuð jafn, en þð voru Þróttarar heldur betri og
verðskulduðu sigurinn.
Þróttarar byrjuðu leikinn af
miklum krafti og það leið ekki á
löngu þar til þeir skoruðu fyrsta
markið. Þar var Páll Ólafsson að
verki, skallaði knöttinn í netið frá
vítateigslínu, eftir misheppnað
úthlaup markmanns Selfyssinga.
Eftir markið sóttu Selfyssingar í
sig veðrið og voru sterkari aðil-
inn, en ekki vildi knötturinn í
mark Þróttar þrátt fyrir ágæt
marktækifæri Selfyssinga.
I síðari hálfleik tóku Þróttarar
völdin og voru mun sterkari en
Selfyssingar. Og það leið ekki á
löngu að Þróttarar bættu við öðru
marki, þar var Páll Ólafsson aftur
að ferðinni, skoraði af stuttu færi
eftir að markvörður Selfoss sló
knöttinn fyrir fætur hans.
Skömmu siðar átti Páll tvö góð
marktækifæri, en skot hans höfn-
uðu bæði í fangi markmannsins.
Þremur mínútum fyrir leikslok
skoruð Selfyssingar mark. Sig-
urður Óttarsson skaut föstu skoti
að marki Þróttar. Boltinn fór í
Guðjón Arngrímsson, breytti
stefnu og hafnaði örugglega í net-
inu. í lok leiksins munaði
minnstu að Selfyssingum tækist
að jafna metin, en varnarmenn
Þróttar náðu að hreinsa frá eftir
mikinn darradans f markteignum.
Leiknum lauk því með sigri Þrótt-
ar 2:1.
í liði Þróttar var Haukur And-
résson mjög góður, besti maður
vallarins, en þetta var fyrsti
leikur Hauks á þessu sumri. í liði
Selfoss skar sig enginn sérstak-
lega úr, en það var greinilegt að
einstakir leikmenn í liðinu hafa
ekki nægilegt úthald. Dómari
leiksins var Ólafur Valgeirsson og
sýndi hann tveim leikmönnum
Þróttar gula spjaldið.
-HVH
islandsmötlð 2. delld
Algeng sjón f leiknum á Húsavfk á laugardaginn, Völsungar sækja að marki Reynis frá Sandgerði.
(Ljósm. Börkur).
Heppnissigur Sand-
geröinga á Húsavík
LEIKMENN Reynis Sandgerði máttu svo sannarlega
hrósa happi yfir sigri sfnum yfir Völsungi 0:1, á laugar-
daginn.
1 fyrri hálfleik sóttu heima-
menn án afláts og tókst að skapa
sér nokkur dauðafæri, en fyrir
einstaka óheppni tókst þeim ekki
að skora. í síðari hálfleik var það
sama upp á teningnum. Völsung-
ar sóttu stöðugt. En á 16. mín.
fengu þeir dæmda á sig óbeina
aukaspyrnu sem Ómar Björnsson
tók og gaf hann boltann til Júlíus-
ar Jónssonar sem skaut föstu
skoti á markið. Boltinn fór í
varnarmann og breytti um stefnu
svo markmaður Völsunga, Rúnar
Arason kom engum vörnum við.
Eftir þetta mark þyngdu Völs-
ungar enn sóknina, en Reynis-
menn ,,pökkuðu“ í vörn. Þrátt
fyrir það fengu Völsungar nokkur
góð færi sem þeim tókst ekki að
nýta.
Völsungar voru til muna betri
aðilinn f þessum leik, og hefði
sigur þeirra i þessum leik ekki
verið ósanngjörn úrslit.
Kristján Olgeirsson Völsungi
var besti maður þessa leiks, en
hann varð að yíirgefa völlinn f
síðari hálfleik vegna meðsla.
Einnig áttu þeir Gísli Haraldsson,
Helgi Helgason og Hermann
Jónasson (vm) mjög góðan leik. í
liði Reynis voru þeir Guðjón
Ólafsson og Þórður Marelsson
bestir. Einar Hjartarson dæmdi
leikinn og stóð hann sig vel, en
hleypti leiknum of mikið upp.
—B.A.
Nýju búningarnir
ÍSFIRÐINGAR unnu sanngjarnan lrOsigurgegn Reyni Árskógsströnd
á Isafirði á laugardaginn. Skoraði Haraldur Leifsson eina mark leiks-
ins á 12. mínútu úr þvögu, eftir að Ómar Torfason hafði átt gott skot í
stöng og út.
Talsverður sunnanvindur var
meðan leikurinn fór fram. Sóttu
Ísfirðingar nær látlaust í fyrri
hálfleiknum, en i þeim seinni
snerist dæmið við og nú voru það
Reynismenn, sem sóttu mun
meira, en án árangurs.
Beztur í liði Reynismanna var
í