Morgunblaðið - 24.06.1977, Side 2

Morgunblaðið - 24.06.1977, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JUNÍ 1977 Yfírgnæfandi meirihluti með nýju samningunum MIKIL fundahöld voru í gærkvöldi hjá verkalýðs- félögunum, þar sem kjara- samningarnir voru bornir undir atkvæði. í þeim atkvæðagreiðslum, sem Mbl. hafði haft fréttir af, þegar það fór í prentun, voru samningarnir sam- þykktir með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Þá samþykktu vinnuveitend- ur á Suðurnesjum að greiða kaup samkvæmt nýju samningunum frá og með mánudeginum. Verzlunarmannafélag Reykja Framhald á bls. 18 Góðar heyskap- arhorfur „VIÐ byrjuðum að slá á mánu- daginn og mér virðist spretta heldur betri en var í fyrra,“ sagði Páll Ólafsson, Brautarholti á Kjalarnesi, I samtali við Mbl. I gær. „Þeir eru nú ekki byrjaðir í venjulegum heyskap hér í kring,“ sagði Páll. „En það er ekki langt í þá. Ætli þeir, sem byrja í vothey, fari ekki að hreyfa sig upp úr helginni, en hinir, sem þurrka, biða ef til vill enn um sinn eftir þurrki." Páll sagði, að ekki væri orð á gerandi um nýtt kal nú. Þetta væru einstaka blettir í nýrækt- inni og annað ekki. „Ég er nú nýkominn úr ferða- lagi um Norðurland og mér sýnist sprettan ósköp svipuð á öllu svæð- inu frá Melrakkasléttu í Borgar- fjörð,“ sagði Árni G. Pétursson hjá Búnaðarfélagi íslands. „Ætii það séu ekki svona 10 dagar til hálfur mánuður í almennan slátt, ef sprettutíð helzt góð.“ Arni sagði, að kuldakast í júníbyrjun hefði dregið mjög úr sprettu norðanlands. Hann kvaðst ekki hafa séð mikið af nýju kali á ferð sinni og virðist það vera mun minna en undanfarin ár. „Það hefur moksprottið á Suðurlandi síðustu dagana," sagði Valur Þorvaldsson á Selfossi. „Þeir munu hafa byrjað að slá á Þorvaldseyri strax þann 16. júní og eitthvað var borið niður i Gunnarsholti í gær, en útlit er fyrir að sláttur hefjist í kring um mánaðamótin.“ Valur sagði, að vorið hefði verið frekar kalt, en svo hefði komið þurrkakafli, og hefði áhrifa hans verið farið að gæta í lokin. Siðan hefðu hlýindi og úrkoma og hefði grasið þá þotið upp, þannig að útlit væri gott þessa dagana. Að sögn Vals er ekki um nýtt kal að tala á Suðurlandi. Laxá í Aðaidal Mikil veiði er áfram á Laxá í Aðaldal og í gærmorgun var mikil ganga í ánni að sögn Helgu Halldórsdóttur ráðskonu í Vökuholti. Komu þá 13 laxar á tvær stangir og fékk Örn Snorrason 7 þeirra. Settu veiði- mennirnir í fjölmarga aðra laxa, sem þeir misstu. Reytings- veiði er einnig í uppánni, sem er óvanalegt fyrir Laxá á þess- um tíma, en menn mínnast þess ekki að veiðitiminn hafi byrjað jafn glæsilega. Á hádegi i gær voru komnir á land um 210 laxar, stærsti laxinn var 20 pund, tveir 19 punda og nrargir 16—17 punda. Frá 20. þ.m. hef- ur verið veitt með 12 stöngum á svæði Laxárfélagsins en 4 stöngum frá 10. júní. Norðurá Ingibjörg ráðskona í veiði- heimilinu við Norðurá sagði okkur að þar hefði veiði glæðst nokkuð og í gærmorgun koniu y 20 laxar á land á 10 stangir. Sagði hún að veiðimenn væru mjög ánægðir með lífið og til- veruna, gott vatn væri og tölu- vert mikill lax genginn. Um 250 laxar voru komnir á land á há- degi flestir vænir fiskar. Um hádegið gerði húðarrigningu og sagði Ingibjörg að hætta væri að að áin yrði mórauð ef ekki stytti upp fljóílega. Langá á Mýrum Veiði hófst á Langá 15. júní og var hún dræm fyrstu vikuna, aðeins um 40 laxar á 12 stangir. 15 laxar fengust á neðsta svæð- inn fyrsra^ veiðidagimr, eir*þá veiddust einnig tveir lúsugir laxar uppi 1 Sveðjuhyl, höfðu farið 15—16 km vegalengd á innan við sólarhring. Var það Halldór Snæiand, sem fékk þá, slyngur veiðimaður sem fær fisk á svæðum, sem aðrir eru búnir að berja- rétt á undan honum, án þess að verða varir. — ihj. Rútan stór- skemmdist vid veltuna Þessar myndir eru af rútunni, sem valt með 46 þýzka ferðamenn móts við Aratungu í Grímsnesi á miðviku- dag. Til vinstri sést rútan á hliðinni, en hin myndin, sem er tekin eftir að tekizt hafði að koma rútunni upp á veginn aftur, sýnir vel þær skemmdir, sem urðu við veltuna. Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands: Stjórnin athugi möguleika á úr- sögn úr Vinnuveitendasambandinu Ekki til góðs að segja sig úr VSÍ, sagði Jón H. Bergs AÐALFUNDUR Sláturfélags Suðurlands, sem haldinn var í Revkjavík 1 gær, samþvkkti álykt- un þess efnis að stjórn félagsins yrði falið að athuga möguleika á því að segja sig úr Vinnuveit- endasambandi Islands svo fljótt, sem reglur þess leyfa. Þá segir í ályktuninni að jafnframt verði leitað eftir aðild að Vinnumála- sambandi samvinnufélaga, ef stjórnin telur hagkvæmara og eðlilegra að vera í einhverju vinnuveitendasambandi. Álykt- unin var samþykkt með öllum þorra atkvæða gegn 7. Ályktun þessi var borin fram af Magnúsi Finnbogasyni á Lágafelli og 52 öðrum kjörnum fulltrúum á fundinum en alls voru fulltrúar á fundinum 88. Jón II. Bergs, for- stjóri Sláturfélagsins og formað- ur Vinnuveitendasambandsins sagði á fundinum að hann teldi það ekki til góðs fyrir Slátur- félagið að draga sig út úr Vinnu- veitendasambandinu, félagið væri stór vinnuveitandi og með þátttöku I Vinnuveitendasam- bandinu gæfist tækifæri til að hafa áhrif á gang ýmissa mála, sem að öðrum kosti kynni að reynast erfiðara. Magnús Finnbogason á Lága- V öruskipta jöf nuður: Hagstæður uml,3 milljarða króna VÖRUSKIPTAJÖFNUÐUR landsmanna var hagstæður fyrstu 5 mánuði ársins um 1.306.3 mill- jónir króna, en á sama tíma 1 fyrra var hann óhagstæður um 3.890.9 milljónir króna. í maí- , mánuði nú varð hann hagstæður um 1.323.8 milljónir en í fyrra um 132.9 milljónir króna. Otflutningur fyrstu 5 mánuðina nú varó rétt tæplega 40 milljarðar króna, en innlutningur 38.6 mill- jarðar. Utflutt ál og álmelmi nam 6.6 milljörðum, en aðföng til Is- lenzka álfélagsins h.f. voru fyrir andvirði 2.4 milljarða króna. Við samanburð við tölur frá í fyrra verður að hafa í huga að meðal- gengi erlends gjaldeyris er nú tal- ið vera 9.8% hærra en 1 fyrra. Hallinn á fyrstu 5 mánuðum árs- ins í fyrra er þvi samkvæmt þvi 4.371 milljón króna. felli mælti fyrir ályktuninni og sagði hana flutta í framhaldi af því að á aðalfundi Mjólkurbús Flóamanna í apríl sl. hefði komið fram, að Vinnuveitendasamband- tð hefði lagt til við fjárhags- og vióskiptanefnd Neðrideildar Alþingis í álitsgerð um skatta- lagafrumvarpið, að framlög i stofnsjóði féiagsmanna í sam- vinnufélögunum ásamt vöxtum af þeim, yrðu tekjuskattskyld hjá félögunum um leið og framlögin í stofnsjóðina væru skattskyld hjá eigendum þeirra. Sagði Magnús að þarna væri greinilega um tví- sköttun að ræða og á aðalfundi Mjólkurbús Flóamanna hefði ver- ið samþykkt tillaga þess efnis, að kannað yrði hvort ekki væri rétt að M.B.F. færi úr Vinnuveitenda- sambandi Islands yfir i Vinnu- málasamband samvinnufélag- anna. I framhaldi af þessu sagði Magnús, að honum og þeim 52 fulltrúum, sem skrifuðu undir ályktunina, þætti eðlilegt og sjálf- sagt að bera fram þá tillögu sem getið hefur verið um hér að fram- an. Jón H. Bergs, forstjóri Slátur- félagsins, sgaði í umræðum um ályktunina, ekki mætti gleyma Framhald á bls. 18 N eitar veidum „Nokkud langt gengið í hækkun peningalauna’ ’ - segir forstöðumaður Þjóðhagsstofnunar „ÞAÐ DYLST engum, að þarna hefur verið gengið nokkuð langt 1 því að hækka peninga- launin og þetta samkomulag mun ábyggilega ekki draga úr verðbólgu,“ sagði Jón Sigurðs- son, forstöðumaður Þjóðhags- stofnunarinnar, er Mbl. spurði hann í gær, hver yrðu efnahags- leg áhrif nýgerðra kjarasamn- inga. i viðtölum Mbl. við forystu- menn verkalýðsfélaga og vinnuveitendur um samning- ana kom annars vegar fram, að verðbólguáhrif þeirra þyrftu ekki að verða svo mikil, „ef skynsamlega yrói haldið á mál- um“ og hins vegar, að mikil verðbólga hlyti óhjákvæmilega að koma í kjölfar samninganna og yrði þvi aö gera ráðstafanir strax í framhaldi af þeim. Þeg- ar Mbl. spurði Jón, hvað hann vildi segja um þessar fullyrð- ingar, sagðist hann helzt ekkert' vilja segja um málið að svo stöddu. „Ég þykist þó vita,“ sagði Jón, „að þarna hafi menn talað hver út frá sínum hagsmunum. Ég ætla að I hópi launþega geti ekki verið neinn sá, sem innst inni heldur að breytingár á peningalaunum hafi engin áhrif á verðlagsþróun, né heldur að hitt sé af guói gefið að gengisbreytingar bjargi jafnan hinum, þegar þeir hafa skrifað undir einhverjar kaup- breytingar." SAKADÓMSRANNSÓKN lauk í gær á Eskifirði í máli skipstjórans á Drífu SU, en varðskip kom að bátnum á miðvikudags- morgun með ólöglegan umbúnað veiðarfæra á of grunnu vatni. ; Skipstjóri segist ekki hafa verið á veiðum þarna, en humartrollið var úti og hlerar upp úr sjó. Ber skip- stjórinn að þeir hafi verið að ljúka við hol og hafi þeir byrjað að hífa á löglegu dýpi, en síðan rekið inn fyrir. Hafi hann þá ætlað að sigla út aftur með trollið úti. T'" I Þessi mynd var tekin frá varðskipinu, er það kom að Drífu SU á miðvikudagsmorgun. A litlu myndinni hefur bátnum verið skipað að halda til lands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.