Morgunblaðið - 24.06.1977, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 24. JUNI 1977
11
unni, sem kveikir á þúsundum
rafljósa. Þá er orðræðan krydduð
Króksarakýmni, fyndni og ein-
stæðum eftirhermu-innskotum.
Hann kann líka lagið á að herma
eftir blæbrigðum íslenzkrar nátt-
úru með penslinum án þess að
vera væminn og ljósmyndalegur.
Hann er skáldlegur málari
stemmningar og skemmtilega ís-
lenzkur í litatónbrigðum. Á það
nú orðið jafnt við um pastei og
olíuliti. En ég held, að honum hafi
verið of tamt að meðhöndla þá liti
á of líkan hátt áður fyrr. En nú er
slíkt aðskilið svo að ekki hallar
lengur á um gæðin, hvor sem lita-
miðillinn er. Ég held að fáir ís-
lenzkir málarar hafi komizt
lengra i meðhöndlun pastels en
hann.
Ég gleymi seint fjörinu og
söngnum við Steinstaðalaug i
Skagafirði í byrjun kreppunnar
þegar ég var þar i sveit á Nauta-
búi undir Mælifellshnjúki sem
smápolli. Þetta var á landsbrugg-
árunum frægu. Þá komu Skag-
firðingar þar saman um flestar
helgar þeysandi á vökrum gæð-
ingum á rasspelaskyttiríi og
stilltu saman raddir sinar eins og
söngelskir kósakkar. Þegar lita-
gleði Jóhannesar Geirs nær hvað
hæst og samstilling lita hans
hljómar, minnir það mig á liðinn
klið bergvatnstærra skagfirzkra
söngradda eins og þegar Skagfirð-
ingurinn Stefanó íslandi var á
hátindi listar sinnar. Gæðingarnir
og merarnar hafa komið hreyfing
á sálarlíf Skagfirðinga og stuðlað
að frjálsmannlegum brag, félags-
anda og sönggleði, þessara
skemmtilegustu sveitamanna
landsins, svo að jaðrar við heims-
borgaramennsku á stundum.
Ég óska þessum sérstæða, skag-
firzka og skemmtilega listamanni
til hamingju með daginn, sem og
bráðefnilegum syni hans, Geir, er
leggur stund á rafmagnsverk-
fræði í Lundi, með ósk um að
málarinn springi aldrei á limm-
inu I list sinni eins og sumir söng-
fuglarnir við Steinstaðalaug forð-
um daga. Megi skínandi sól listar
hans fara sí hækkandi, hátt, hátt
yfir Tindastól og Glóðafeyki.
Örlygur Sigurðsson.
Flokkur frá
Konunglega
danska ball-
ettinum hér
um helgina
HÓPUR listdansara frá Konunglega
ballettinum I Kaupmannahöfn kemur
til landsins um helgina og heldur
tvær sýningar I ÞjóSleikhúsinu. á
laugardags- og sunnudagskvöld. í
hópnum eru 8 dansarar, þar á meSal
nokkrir fremstu sólódansarar Kon-
unglega ballettsins, sem er eins og
kunnugt er einn af virtustu ballett-
um veraldar um þessar mundir og
kemur hann hér viS á leiS vestur um
haf til Bandarlkjanna.
í hópnum sem hingað kemur eru
Frank Andersen, Ib Andersen, Dinna
Björn, Anne Marie Dybdal, Niels Kehl-
et, Eva Kloborg, Hans Jacob Kölgaard
og Lise Stripp. Af fjórum balletturr.
sem flokkurinn sýnir hér eru þrlr eftii
August Bournonville, ballettmeistara
dansflokksins é slðustu öld og dansa-
höfund, sem hóf Konunglega danska
ballettinn til þess vegs og virðingar,
sem hann hefur notið allt fram á þenn-
an dag meðal unnenda listdans Fjórða
verkið sem flokkurinn flytur er nútlma-
ballett eftir Hans van Manen við tónlist
Saint-Saéns.
CROWN RADIO CORP. japan
Verð: 109.860.
NÓATÚNI, SÍMI 23800.\BU£>IRNAR
KLAPPARSTÍG 2-6, SÍMI 19800 /
CROWN
Til er fólk, sem heldur að því meir, sem hljómtæki kosta
þeim mun betri séu þau. Að vissu leyti er þetta rétt, ef orðið
„betra" þýðir að þér getið spilað fyrir allt nágrenmð, án
björgunar.
Crown framleiðir einnig þannig hljómtæki. En við höfum
einnig á boðstólum hljómtæki, sem uppfylla allar kröfur
yðar um tæknileg gæði.
LAUSNIN ER
<S3S52B^SHC 3150 sambyggðu hljómtækin.
Þér fáið sambyggt mjög vandað tæki, sem hefur að geyma
allar kröfur yðar.
Crown sambyggðu tækin eru mest seldu stereotæki lands-
ins.
Ef það eru ekki meðmæli, þá eru þau ekki til.
Árs ábyrgð og fullkomnasta viðgerðaþjónusta landsins
Einnig fást Crown SHC3330Verð 131.179.-
SHC 3220. Verð 157.420 -
SHC — 3150
ALLT í EINU TÆKI
Magnari fjögurra vidda stereo magnari 12.5 W + 12.5
wött gerir yður kleifi að njóta beztu hljómgæða
með fjögurravídda kerfinu.
Plötuspilari fullkominn plötuspilari, allir hraðar, vökva-
lyfta, handstýranlegur eða sjálfvirkur, tryggir
góða upptöku af plötu.
Segulband Hægt er að taka upp á segulbandið af plötuspih
aranum, útvarpinu og gegnum hljóðnema, beint
milliliðalaust og sjálfvirkt. Segulbandið er gert
fyrir allar tegundir af cassettum, venjulegar og
Crowndioxið
Útvarp Stereoútvarp með FM- lang- og miðbylgju Ákaf-
lega næmt og skemmtilegt tæki.
Chafne Stéréo
Stereo-Musikanlage