Morgunblaðið - 24.06.1977, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 1977
FerSanefnd Varðar vinnur að undirbúningi ferðarinnar.
Sumarferð Varðar
á sunnudaginn
HIN ÁRLEGA sumarferS
Landsmálafélagsins Varðar
verður að þessu sinni farin
að Gunnarsholti—Skógum
og Fljótshlíð sunnudaginn
26. júní n.k.
Varðarferðirnar hafa notið
mikilla vinsælda á undan-
förnum árum og eru nú orðn-
ar fastur liður hjá fjölda fólks
á hverju sumri og hafa þátt-
takendur skipt hundruðum
Ferðirnar hafa verið vel
skipulagðar og jafnan hefir
verið lögð áherzla á að fá
beztu leiðsögumenn sem völ
er á hverju sinni. Aðalleið-
sögumaður i ferðmni á
sunnudaginn verður hinn
kunni ferðagarpur Einar Þ.
Guðjohnsen Verður komið
víða við og staðir skoðaðir,
sem þekktir eru fyrir bæði
náttúrufegurð og sögufrægð
Ferðin er öllum opin og er
raunar ástæða til að hvetja
fólk til að fjölmenna þar sem
ferðin býður upp á mikla yfir-
sýn á einum degi og auk
þess, sem hún hefir þ: ð fram
yfir samsvarandi ferð á
einkabílum, að fólk getur
ferðast áhyggjulaust og fyrir-
hafnarlaöst i glöðum hópi.
Verði farmiða er mjög í hóf
stillt eins og ávallt áður, en
fyrir fullorðna kostar ferðin
3 200.00 og fyrir börn
1.600.00 og innifalið í far-
gjaldmu er hádegisverður og
kvöldsnarl
Lagt verður af stð frá Sjálf-
stæðishúsinu, Bolholti 7 kl. 8
árdegis.
Miðasala fer fram í Sjálf-
stæðishúsinu frá kl. 9—21 í
dag og laugardag frá kl.
9—12 Nánari upplýsingar i
sima 82900
Regnboginn
roðnaraf stolti
HEMPEEs
þakmálning
þegar hann lítur niður á HEMPEEs
□15
n og sér hve fallegum Wæbrigðum
mánáúrlitumhans
Nú eru fyrirliggjandi 14 gullfallegir litir af HEMPEL’S þakmálningu.
Um gæði HEMPEL’S þakmálningar þarf ekki að efast.
HEMPEL'S er einn stærsti framleiðandi skipamálningar f heiminum.
Seltan og umhleypingarriir hér eru þvf engin vandamál fyrir sérfræðinga
HEMPEL’S MARINE PAINTS.
Framleiðandi á Islandi
Slippfélagið íReykjavík hf
Málningarverksmiðjan Dugguvogi—Simar 33433 og 33414
Bráðabirgðalög um breyt-
ingu skattstiga tekjuskatts
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
frétt frá ríkisstjórninni, þar sem
greint er frá útgáfu bráðabirgða-
laga um breytingu skattstiga
tekjuskatts einstaklinga við
álagningu skatta f ár. Eru lög
þessi í samræmi við fyrirheit
ríkisst jórnarinnar um aðgerðir
til að stuðla að lausn kjaradeil-
unnar. Fréttatilkynningin er svo-
hljóðandi og miðast við gærdag-
inn 22. júní.
í dag voru gefin út bráðabirgða-
lög um breytingu skattstiga tekju-
skatts einstaklinga við álagningu
skatta 1977. Að teknu tilliti til
skattvísitölunnar 162.5, sem
ákveðin var í fjárlögum, verður
skattstigin sem hér segir:
Hjón skulu greiða 20% skatt af
fyrstu 1400 þúsund króna skatt-
gjaldstekjum, 30% af næstu 600
þúsund krónum en 40% af skatt-
gjaldstekjum umfram tvær millj-
ónir króna.
Einhleypingar skulu greiða 20%
skatt af fyrstu 1 milljón króna
skattgjaldstekjum, 30% af næstu
400 þúsund krónum en 40% skatt-
gjaldstekjum umfram 1400 þús-
und krónur.
Breytingin frá fyrri skattstiga
er fyrst og fremst að tekið er upp
nýtt skattþrep með 30% skatti.
40% skattur reiknast því fyrst við
til muna hærri tekjur en áður
gilti. Breyting þessi mun létta
skattgreiðslur hjá öllum þorra
tekjuskattsgreiðenda, en hlut-
fallslega mest hjá þeim, sem hafa
lágar miðlungstekjur.
Persónuafsláttur er að teknu
tilliti til skattvísitölu 235.625 kr.
fyrir hjón en 157.625 kr. fyrir
einhleypinga.
Þýzkur madrigal-
kór í heimsókn
FÖSTUDAGINN 24. júní kl. 20:30
verða haldnir tónleikar ( Bústaða-
kirkju. Þar syngur Bodensee-
Madrigalchor undir stjórn Heinz
Bucher. Kórinn er á lslandi að
heimsækja Háskólakórinn.
Bodensee-Madrigalchor byrjaði
óformlega að starfa 1968 undir
stjórn hr. Buchers og æfði þá ein-
göngu madrigala og kantöntur.
Það voru kennarar í Bodensee-
héraði sem komu saman og sungu.
Brátt varð úr þessu myndarlegur
kór og var hann stofnaður 1969.
Þau komu fyrst fram á listahátíð-
inni í Úberlingen. Söng hann þar
á opnunarhátíðinni og einnig hélt
hann þar hádegistónleika. Síðan
hefur körinn sungið víða. bæði í
Bodensee og annars staðar i
Þýzkalandi. Kórinn hefur einnig
ferðazt víða, m.a. til Chile, Argen-
tfnu, Brazilíu og Úrugúay. Núna
er kórinn á leið í tónleikaferð um
Bandaríkin, en hann mun aðal-
lega syngja á vesturströndinni.
Leiðrétting
RANGHERMT er í grein eftir
Jakob R. Möller í blaðinu í gær,
að Gaukur Jörundsson sé pró-
fessor i stjórnskipunarréttl við
lagadeild Háskóla íslands. Því
starfi gegnir Gunnar G. Schram
prófessor.
------------------------>
er hægt
að treysta
litmyndir á 3 dögum.
Kodak
VÖRUR
HANS PETERSEN HF
BANKASTRÆTI GLÆSIBÆR
S: 20313 S: 82590