Morgunblaðið - 28.06.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.06.1977, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JUNl 1977 Þorskstofninn í stórhættu - Þorskstofninn í stórhættu-Þorskstofninn í stórhættu -Þorskstofninn Morgunblaðið ræddi við sjómenn á Aust- fjörðum fyrir skömmu og meðal þeirra staða sem komið var við á, var Fáskrúðsf jörður sem orðinn er einn bezti útgerðarstaður á Aust- fjörðum. 1 samtölum við sjómenn þar kemur fram, að þeir óttast mjög afdrif þorskstofnsins, ef ekki verður gripið í taumana. Segja þeir, að fiskur fáist nú vart á grunnslóð, en ástandið á miðum togaranna hafi batnað mikið síðan Bretinn fór. Þá heldur einn þeirra fram, að v-þýzku togararnir veiði miklu meiri þorsk en þeir gefi upp, þar sem þeir togi við hlið ís- lenzku togaranna svo dögum skiptir á þorsk- slóð, auk þess sem þeir hirði smáufsa sem íslendingar líti ekki við. „Stofninn minnkar og fiskurinn smækk- ar sem við fáum” - segir Þórður Sigurðsson á línu- bátnum Hafliða frá Fáskrúðsfirði „EG ER búinn að stunda veiðar hér á grunnslóð frá árinu 1961, og dreg ekki ( efa að fiskur fer ört minnkandi og það hefur einnig gerzt, að sá fiskur, sem við veið- um, er mun smærri en verið hef- ur,“ sagði Þórður Sigurðsson skipstjóri á vélbátnum Hafliða frá Fáskrúðsfirði þegar við rædd- Þórður Sigurðsson á Hafliða. um við hann. Hafliði, bátur Þor- steins, er 10 tonn að stærð og rær Þórður á honum árið um kring frá Fáskrúðsfirði, en eftirtekjan eftir veturinn er oft á tfðum ekki mikil, en þá skiptir ástundunin við veiðarnar öllu máli. „Það hefur ekki komið vor- hlaup hér um slóðir síðan 1961, nema hvað það kom smá neisti vorið 1966, hér áður fyrr var þetta árvisst.“ — Af hverju stafar þetta? „Einfaldlega af því að sóknin er of mikil, en hvað á að gera til að halda atvinnulífinu gangandi. Skuttogara verðum við að hafa til að halda atvinnulífinu gangandi, þannig að það er erfitt að koma þessum málum öllum saman. En það getur nú samt verið að skut- togararnir séu of margir." — Hvert róið þið núna með lín- una? „Við róum með þetta 12—15 bjóð og höldum út af Papey, svona 4—5 tíma héðan. Síðustu daga hefur aflinn verið góður eða allt að 5 skippund í róðri, en hve lengi við fáum góöan afla þarna veit ég ekki. Því miður er ekkert að hafa nær landinu og því neita ég ekki að það er erfitt fyrir okk- ur að sækja svona langt út á svona litlum báti. Já, það er ábyggilegt að þorsk- stofninum er mikil hætta búin, en hvað á að gera, vil ég ekki tjá mig um. Þeir sem kosnir eru til þess af okkur eiga að sjá um að þorsk- ur við Island heyri brátt ekki for- tíðinni til.“ Gengið frá bölunum um borð (Hafliða. Gott hal dregið inn á dekk Ljósafells frá Fáskrúðsfirði. Ljósm.: Albert Kemp. „Förum eftir því sem fiskifræðingar segja” Rætt við Atia Skaftason skipstjóra á Hoffelli SU „ÉG ER sammála þvf sem komið hefur fram hjá fiskifræðingum og fleirum að þorskstofninum er stórhætta búin, og það versta er að menn sækjast mest eftir hon- um sökum þess hve mikið hærra verð er greitt fyrir hann en annan fisk,“ sagði Atli Skaftason 1. stýrimaður á skuttogaranum Hof- felli frá Fáskrúðsfirði, en þegar við hittum Atla að máli var hann nýkominn að landi úr sinni fyrstu veiðiför sem skipstjóri á togaran- um, en bróðir hans Högni er yfir- leitt með Hoffell. „Það sem á að gera nú þegar er aó dreifa fiskverðinu, þannig að meira verði borgað fyrir aðrar fisktegundir, þvf þá hætta menn að eltast við þorskinn eins og nú er gert, og myndu beina sókninni i aðra fiskstofna. Það þarf engum blöðum um það að fletta að þorskstofninn fer ört minnkandi, og fiskurinn sem við fáum nú er smærri en áður — og svo er allt í kringum landið, í það minnsta á þeim miðum sem ég þekki til." — Er mikið um smáfisk undan Austfjörðum? „Við höfum ekki orðið varir við verulega smáan fisk hér, en þó kemur það fyrir. Skyndílokanir eru góðar þegar slíkt hendir, að togararnir fá mikið af smáum fiski, en þær eru allt of svifasein- ar. Sjálfur tel ég að eftirlitsmenn- irnir sem eru um borð í togurun- um eigi að fá fulla heimild til að loka er þeim sýnist þess þörf. Þeir eru reyndir togaramenn og vita nákvæmlega hvað þeir eru að gera, og eiga því ekki að þurfa að tala fyrst við einhverja stórkalla í Reykjavík." — Nú er flotvarpan umdeild meðal togarasjómanna og þið er- uð ekki með flotvörpu um borð. Telur þú að það eigi að banna notkun hennar? „Þegar ástand þorskstofnsins er eins og raun ber vitni, þá finnst mér að það ætti að banna notkun hennar a.m.k. einhvern tíma á árinu, og einnig tel ég að sá fiskur sem fæst í flotvörpu muni fást í botnvörpu síðar meir, aflinn myndi bara dreifast á fleiri höl.“ — Með hvaða hætti vilt þú láta takmarka sóknina í þorskinn frekar en nú er gert? „Þetta er erfið spurning. Meiri friðun mun koma niður á öllum flotanum. Ég viðurkenni ,að það varð mikil friðun aó losna við brezku togarana hér undan Aust- fjörðum, þvf nýliðin vetrarvertíð er miklu betri en í fyrra. Það er vist að við værum ekki búnir að fá mikinn afla undan Austfjörðum ef brezku togararnir væru hér enn. Annars tel ég, að þegar þorsk- veiðin er komin f visst mark, þá eigi að setja kvóta á skipin, þann- Atli Skaftason í brúnni á Hoffellinu ásamt tveimur börnum sfnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.