Morgunblaðið - 28.06.1977, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JUNl 1977
47
Iðnþróunarráðstefna á Norðurlandi:
Sveitarfélög haf a
áhuga á uppbygg-
ingu nýiðnaðar
Á FÖSTUDAG og laugardag var haldin 4 Húsavlk iBnþróunarráSstefna 4
vegum FjórBungssambands NorSurlands. Tilgangur r4Sstefnunnar var
a8 rœSa leiSír til eflingar iSnþróun 4 NorSuriandi. I framsögurœSum
sem fluttar voru 4 föstudag kom fram mikill áhugi sveitarfélaga 4 aS
efla i8na8 4 slnum svæSum og jafnframt a8 einhvers konar stóriBja
vnri forsenda hagkvæmrar raforkuframleiBslu 4 NorSurlandi.
Sigurður Guðmundsson, áætlana
fræðingur hjá Framkvæmdastofnun
rikisins, ræddi um framboð og aukn-
ingu vinnuafls á Norðurlandi og
skiptingu þess á milli atvinnugreina
Það kom fram hjá honum. að á
hverju ári komi um 1 50 manns úr
sveitum á vinnúmarkað norðanlands
og hefði reynslan sýnt, að um 2/3
hlutar þeirra flyttu burt úr héraðinu
vegna ónógrar atvinnu Athugun,
sem gerð var ! Skagafirði. sýndi að
aðeins fjórðungur nýs vinnuafls úr
sveitum á árunum 1966 — 74
hefði fluttzt til Sauðárkróks Aðrir
hefðu flutzt burt úr héraðinu, til
Reykjavíkursvæðisins, Akureyrar
eða annarra þéttbýlissvæða. Við nú-
verandi aðstæður gæti iðnaðarupp-
bygging ein breytt þessu. taldi
Sigurður.
Þórir Hilmarsson, bæjarstjóri á
Sauðárkróki, ræddi almennt um
sögu iðnaðar á Norðurlandi en gerði
síðan rannsóknir á nýiðnaði. þar á
meðal rannsóknir á nýtingu stein-
efna. Gagnrýndi hann það að þær
rannsóknir, sem gerðar hafa verið,
hefðu undantekningalaust beinzt að
Suður- og Vesturlandi, en engar
rannsóknir á vegum hins opinbera
hefðu farið fram á Norðurlandi
Skýrði hann frá þvl, að bæjarstjórn
Sauðárkróks hefði þv! ákveðið að
veita fé til rannsókna á steinefnum i
Skagafirði og hugsanlegri nýtingu
þeirra til iðnaðar Sagði hann að
jarðfræðingur hefði verið ráðinn til
að vinna að þessum rannsóknum i
sumar. Beinast augu manna einkum
að framleiðslu steinullar og gæti
verksmiðja á Sauðárkróki annað allri
eftirspurn innanlands.
Jón lllugason, oddviti Skútu-
staðahrepps, fjallaði um þá iðnaðar-
uppbyggingu, sem átt hefur sér stað"
i hreppnum. Kvað hann tilkomu KIs-
iliðjunnar hafa breytt þar miklu. Hún
hefði beint og óbeint orðið til þess
að auka flutning fólks i hreppinn og
efla þéttbýlismyndun þar og hún
hefði óbeint skapað ný atvinnutæki-
færi við tilurð þjónustu- og iðnaðar-
starfsemi I tengslum við hana. Sagði
hann að um 30% útsvarstekna
Skútustaðahrepps kæmu nú beint
frá Kisiliðjunni Varandi frekari iðn-
aðaruppbyggingu í hreppnum sagði
Jón. að hún væri erfitt vandamál,
vegna sérstarkra náttúrufyrirbrigða I
Skútustaðahreppi, en þau heyrðu
undir lög um verndum Mývatns og
Laxár frá 1974. Hefur hreppurinn
látið gera landnýtingaráætlun. sem
höfð er til hliðsjónar við ákvarðanir
um frekari iðnaðaruppbyggingu.
Hjörtur Eiriksson, framkvæmda-
stjóri iðnaðardeildar Sambandsins,
ræddi um aðbúnað iðnaðar og þró-
un frá Efta-aðild. Gerði hann skýrslu
Þjóðhagsstofnunar um hag iðnaðar.
sem kom út I vetur, að umtalsefni og
gagnrýndi hann skýrsluna fyrir létt-
vægt orðalag um mál þar sem um
greinilega mismunun atvinnuvega
væri að ræða eða iðnaðurinn byggi
við slæma aðstöðu Nefndi hann
sem dæmi það sem skýrslan segði
um vexti, en iðnaður greiðir allt að
30% hærri vexti en landbúnaður og
sjávarútvegur. Þá sagði hann að það
ylli iðnaðinum erfiðleikum að geng-
isskráning væri jafnan miðuð við
þarfir sjávarútvegs og væri hún þvi
oft óhagstæð samkeppnisgetu iðn-
aðarins
Hann taldi að forsenda iðnþróun-
ar á Norðurlandi væri bættar sam-
göngur, á landi. sjó og i lofti. Benti
hann á að nýverandi samgöngukerfi
væri að mestu leyti miðað við þarfir
ReykjavlkuY, en ekki landsbyggðar-
innar
Kristinn Guðjónsson, varaformað-
ur Félags islenzkra iðnrekenda,
sagði I framsöguræðu sinni, að
margt benti til þess að aðildin að
Efta hefði verið óheillaspor fyrir iðn-
aðinn Sagði hann, að FÍI hefði i
upphafi aðildar verið fylgjandi henni
en nú væri að koma I Ijós, að
úrtölumenn hefðu haft rétt fyrir sér.
Sagði hann að svo illa hefði verið
staðið að iðnþróun eftir að íslend-
ingar gengu I Efta, að það væri séð
fram á mjög erfitt ástand íslenzks
iðnaðar ef aðlögunartimabilið yrði
ekki framlengt. Kvað hann algert
tollfrelsi erlendra iðnfyrirtækja geta
riðið islenzkum iðnaði að fullu.
Aðrir framsögumenn á ráðstefn-
unni voru þeir Sigurður Kristinsson,
formaður Landssambands iðnaðar-
manna, en hann fjallaði einkum um
stöðu þjónustuiðnaðarins, Bjarni
Einarsson, framkvæmdastjóri
byggðadeildar Framkvæmdastofn-
unar, Vilhjálmur Lúðviksson, efna-
verkfræðingur, og Kristján Jónsson.
rafmagnsveitustjóri, en hann ræddi
um raforkumál Norðurlands.
Það kom fram i máli þeirra Bjarna
og Vilhjálms að stóriðja væri for-
senda hagkvæmrar roforkufram-
leiðslu. Þeir ræddu um nýiðnaðar-
möguleika en Vilhjálmur vinnur nú
að könnun á hugsanlegum nýiðnaði
á Norðurlandi. Það kom fram hjá
Bjarna, að athuganir standa nú yfir á
málmauðugu bergi I Vestur-
Húnavatnssýslu og lofa þær góðu
um hugsanlega vinnslu málma.
Á laugardag störfaðu nefndir, sem
skiluðu áliti til þings Fjórðungssam-
bandsins, en ekki var gert ráð fyrir
þvi að ráðstefnan sendi frá sér álykt-
anir.
19hvalirveiddir
Hvalvertfðin hefur gengið mjög
vel að undanförnu og f gærdag,
þegar Morgunblaðið hafði sam-
band við Magnús D. Ölafsson hjá
hvalstöðinni f Hvalfirði, höfðu
veiðzt 19 hvaiir. Þar af voru 13
hvalir komnir á land og búið að
skera þá, en bátarnir voru á leið
til lands með 6 hvali.
Hvalbátarnir fá nú hvalina
160— 190 sjómflur vestur af land-
inu og hefur veiðin gengið mun
betur sfðan hann kom á norðan
þvf að í sunnanáttinni var skyggni
mjög lélegt. Hvalirnir, sem veiðzt
hafa til þessa, eru allt langreyðar,
nema einn búrhvalur. Sandreyð-
ur hefur alla tið verið töluverðui
hluti afla hvalbátanna, en sú teg-
und veiðist einkum síðsumars.
Háifoss, hið nýja skip Eimskipafélagsins, við bryggju f Reykjavfk.
— Ljósm. Emilía.
Háifoss kominn
t ÞESSUM mánuði hefur Eimskipafélagið tekið á móti tveimur
skipum sem féiagið hefur fest kaup á f Danmörku. Voru skipin
afhent félaginu f Svendborg 9. og 15. júnf sl. Þessi skip hafa
hiotið nöfnin Laxfoss og Háifoss. Laxfoss er væntanlegur til
landsins um næstu helgi, en Háifoss kom til landsins mánudag-
inn 27. þ.m.
Þessi skip eru smíðuð hjá
Frederikshavn Værft og Tör-
dok i Frederikshavn, árin 1974
og ’75, og eru eins að allri gerð
og útbúnaði. Þau eru smiðuð úr
stáli samkvæmt ströngustu
kröfum Det Norske Veritas og
styrkt til siglinga I Is. Þetta eru
hvort tveggja svo kölluð hlifð-
arþilfarsskip með tveimur
vörulestum, samtals um 119.300
teningsfet að stærð. Skipin eru
sérstaklega byggð með hliðsjón
af gámaflutningum. Þau eru
um 80 m á lengd og 12 m á
breidd. Aðalvél skipanna er
Alpha-Diesel. 2000 hestöfl.
Skipin eru útbúin skiptiskrúfu,
sem stjórnað er frá brúnni.
Hjálparvélar eru þrjár af Merc-
edes-Benz gerð. Ganghraði
skipanna er 13 sjómílur og
áhöfn 15 manns.
Þegar Háifoss var sýndur
blaðamönnum á mánudag kom
fram að seljendur skipanna
hafa farið þess á leit við Eim-
skip að félagið gefi ekki upp
kaupverð skipanna til að mark-
aðsverð nái ekki að myndast.
Það eru þvi einungis hluthafar
og opinberir aðilar, sem geta
fengið nákvæmar upplýsingar
um verðið.
Það kom þó einnig fram, að
skip eins og Háifoss myndi
kosta um 800 milljónir kr. nýtt,
og að Háifoss og Laxfoss hefðu
verið keypt á u.þ.b. hálfvirði á
við það. Það virðist þvi svo að
þessi skip hafi kostað um 400
milljónir hvort. Að viðbættum
kaupunum á Hofsjökli fyrir
skömmu, hefur Eimskipáfélag-
ið þvi fjárfest meira en einn
milljarð kr. i skipum það sem af
er þessu ári.
Á döfinni eru kaup á tveimur
skipum til viðbótar, af sömu
gerð og Háifoss og Laxfoss,
enda mun þessi stærð og gerð
skipa henta Eimskipafélaginu
sérlega vel.
Skipstjóri á hinu nýja skipi
er Björn Kjaran, yfirvélstjóri
er Hreinn Eyjólfsson og fyrsti
stýrimaður Steinar Magnússon.
Tilraunaráð landbúnaðarins:
Harmar einhliða málflutning
í sjónvarpsþætti um matvæli
TILRAUNARÁÐ landbúnaðarins
samþykkti á fundi sinum f gær
ályktun þar sem harmaður er ein-
hliða málflutningur I sjónvarps-
þætti um matvæli og hollustu-
hætti, sem sýndur var I sjónvarp-
inu að kvöidi 24. júní sl. í Til-
raunaráði eiga sæti 15 menn og er
ráðið ráðgefandi nefnd, sem er
stjórn Rannsóknastofnunar land-
Alvarleg
símabilun
Alvarleg bilun varð i Grensás-
stöð bæjarsímans I Reykjavik i
gær er svokallaðir rofhamrar bil-
uðu með þeim afleiðingum að
ekki var unnt að ná sambandi við
sima, sem byrjuðu á tölustöfun-
um 81 til 86. Ekki munu samt öll
númerin á þessu bili hafa farið úr
sambandi en flest þó. Þessi bilun
var I dágóðan tima i gær, en búizt
var við að símstöðin kæmist I lag á
ellefta tímanum í gærkveldi.
Ananda Marga
vill Krísuvík
Fyrir nokkru auglýsti Hafnar-
fjarðarkaupstaður eftir leigutil-
boðum í jörðina Krísuvik, sem nú
. er senn laus til ábúðar, en jörðin
er I eigu Hafnarfjarðarkaupstað-
ar. Aðeins tvö leigutilboð bárust i
jörðina: frá samtökunum Ánada
Marga vegna Kornamarkaðarins,
Skólavörðustig 21a, Reykjavík og
frá Magnúsi Sveinssyni og Stein-
grimi Nikulássyni I Reykjavík.
búnaðarins til ráðuneytis með val
rannsóknaverkefna og rann-
sóknastarfsemi yfirleitt.
Fer ályktun Tilraunaráðsins
hér á eftir I heild sinni:
„Tilraunaráð landbúnaðarins
harmar þann einhliða málflutn-
ing, sem var ríkjandi I sjónvarps-
JNNLENTV
þætti um matvæli og hollustu-
hætti að kvöldi 24. júni sl. en þar
var meðal annars fjallað um dýra-
fitu með sérstöku tilliti til mjólk-
ur og kjötafurða.
Ýmsar upplýsingar og staðhæf-
ingar sem fram komu þar eru
villandi og sumpart rangar. Til-
raunir sýna til dæmis, að vöðvar
dilka vaxa ekki siður en fíta og
aðrir vefir við grænfóðurbeit.
Um leið og Tilraunaráðið telur
brýna nauðsyn á að auknar séu
matvælarannsóknir og upplýs-
ingamiðlun um hollustuhætti I
matarræði, leggur það áherzlu á
að fleiri hliðar málsins þarf að
kynna og ræða en þær, sem fram
komu I umræddum sjónvarps-
þætti.“
Bensínsala 10,75%
meiri fyrstu fimm
mánuði ársins ’77
BENSlNSALA hefur aukizt tölu-
vert það sem af er þessu ári.
Fyrstu fimm mánuði ársins jókst
salan um 10.75% ef míðað er við
sama tfmabii f fyrra. Að sögn
Vilhjálms Jónssonar, forstjóra
OHufélagsins, ber þess þó að geta,
að fyrri hluta árs f fyrra var verk-
fall f 2 vikur og tfðin var þá mun
verri yfir veturinn en nú, og fólk
þvf minna á ferðinni á aðal-
umferðarsvæði landsins f kring-
um höfuðborgina.
Morgunblaðið spurði Vilhjálm
hve stór hluti af söluverði hvers
benslnlitra færi nú til hins opin-
bera. Kvað hann cif. kaupverð nú
vera 28,9% af útsöluverðinu,
opinber gjöld væru sfðan 57.1%,
8.1% færu I dreifingarkostnað, I
verðjöfnunarsjóð væru 1,6% og I
smásöluna færu 4,3%.
Vilhjálmur gat þess, að þótt
flestum þætti opinberi liðurinn
nokkuð hár, þá hefði hann verið
hærri fyrir nokkru og þá verið
milli 60 og 70% af útsöluverði
hvers lltra.